Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 54

Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 54
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Canada Goose Chilliwack Bomber er framúrskarandi vörn gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C an ad a G o o se C hi lli w ac k B o m b er p b i1 14 .9 9 0 kr . Kuldaþol: -20°C Ég hélt svo vel upp á 50 ára afmælið með 200 manna veislu,hljómsveit og skemmtiatriðum að það dugar enn,“ segir Auð-unn Ásberg Gunnarsson bifvélavirkjameistari sem fagnar 60 ára afmæli í dag. Auðunn segir að eiginkona hans, Sólbjörg Linda Reynisdóttir, hafi orðið 55 ára 18. febrúar sl. og þau hafi fagnað báð- um afmælunum með kaffiboði um síðustu helgi. „Það verður auðvitað kaka í boði á bílaverkstæðinu í dag. Það kæmi mér verulega á óvart ef enginn kíkti í kaffi en fyrsta koníaksflaskan datt í hús í fyrradag,“ segir Auðunn en töluvert er um að menn kíki í kaffi á bílaverkstæðið. Auðunn segir að í eitt skipti hafi fimm beðið á biðstofunni þegar hann kom til vinnu og allir hafi þeir verið utan af landi. „Tveir voru frá Reyðarfirði þaðan sem ég er, einn frá Eskifirði og einn frá Norðfirði,“ segir Auðunn sem byrjaði 8 ára að laga hjólið sitt, 13 ára fór hann í skellinöðruviðgerðir og hefur gert við bíla frá því að hann fékk bílpróf 17 ára. „Ég ætlaði alltaf að verða skipstjóri en var svo sjóveikur að það gekk ekki upp. Ég keyrði vörubíla í sex ár á Reyðarfirði en bíla- áhugann fékk ég mjög ungur frá pabba. Hann var vörubílstjóri sem gerði við bílana sína sjálfur. Frá Reyðarfirði flutti ég til Reykjavíkur fyrir 31 ári og hóf störf hjá Toyota. Ég opnaði síðar Bifreiðaverkstæði Kópavogs sem fagnaði 24 ára afmæli í gær.“ Auðunn segir að áhugamál hans tengist bílum og hann reyni að komast eins oft og hann geti akandi á hálendið bæði sumar og vetur á 25 ára gamalli Toyota Land Cruiser. „Ég var ekki nema tvítugur þeg- ar ég átti fyrsta barnið, Auði Evu, sem verður fertug 13. mars. Hún á fjögur börn. Ég á líka tvo stráka, Jóhann Dag, 27 ára, og Bjart Hrafn, 25 ára,“ segir Auðunn og bætir við að Arnþór Birkir Sigurðsson, son- ur Sólbjargar, hafi verið í hans lífi í 10 ár. Hjón Auðunn og Sólbjörg vinna saman og ferðast líka á fjöll saman. Lagar bíla en vildi verða skipstjóri Auðunn Ásberg Gunnarsson 60 ára K ristrún Halla Helga- dóttir fæddist 7. mars 1969 í Reykjavík og ólst upp í Fossvog- inum. Halla, eins og hún er ávallt kölluð, gekk í Fossvogsskóla og Réttar- holtsskóla og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1989. Hún fór síðan til Frakklands og nam við Université de Caen, Normandie. Halla lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1997 og MA-prófi í sagnfræði frá sama skóla 2016. Hún fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna tvö sumur til þess að vinna verkefnið „Rannsókn og flokk- un Reykjavíkurbréfa frá 19. öld“ í handritadeild Landsbókasafns – Há- skólabókasafns. Verkefnið hlaut 3. verðlaun í Nýsköpunarverðlaunum forseta Íslands árið 1997. Kristrún Halla Helgadóttir sagnfræðingur – 50 ára Fjölskyldan Þorfinnur, Kristín, Halla, Embla og Magnea stödd í Hvestu í Arnarfirði. Hefur unnið við Ís- lendingabók frá byrjun Í Svíþjóð Halla ásamt tveimur yngri dætrunum, Kristínu og Magneu. Vík í Mýrdal Sveinn Andrés Ax- elsson fæddist 12. júní 2018 kl. 20.23. Hann vó 4.355 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Elsa Líf Bjarna- dóttir og Axel Bóas Andrésson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.