Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 48

Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Það var í glamp- andi sól einn júní- dag árið 1982 þar sem ég sat að snæð- ingi á Næstu grösum, að snagg- araleg kona vatt sér hvatvíslega að mér, leit fast í augu mér og sagði stundarhátt: „Hvaðan hef- ur þú eiginlega þessi augu? Svona augu hefur enginn nema hann sonur minn!“ Á þennan hátt hittumst við fyrst, ég og þessi hvatvísa og spontant kona sem átti eftir að verða tengdamóðir mín. Síðar rakti hún saman ættir okkar og augun stóru voru hluti af sameiginlegum Oddsstaða- ættarsvipnum. Við vorum sumsé frænkur í fjórða og fimmta og það var sagt mér í hag. Friðný var þungamiðja og miðpunkturinn á heimili þeirra Guðjóns Guðnasonar fæðingar- Friðný Guðrún Pétursdóttir ✝ Friðný GuðrúnPétursdóttir fæddist 4. janúar 1922. Hún lést 7. febrúar 2019. Friðný var jarð- sungin 19. febrúar 2019. læknis í Sigtúni og amma Ninna, eins og við kölluðum hana oftast, lék á als oddi og veitti af ör- læti þegar fjölskyld- an kom þar saman. Hún var skemmtilega forvit- in um alla skapaða hluti og vel að sér, var hrein og bein og hafði ávallt skýrar og afdráttarlausar skoðanir á öll- um hlutum svo aldrei þurfti neinn að velkjast í vafa um afstöðu hennar gagnvart einu eða neinu. Frú Friðný var glæsileg kona og margbrotinn karakter, hand- takið var þétt og hlýtt. Vænst þótti mér um barnslega einlægn- ina, óborganlegan húmorinn og kímnina. Ég verð ömmu Ninnu ævin- lega þakklát fyrir að hafa eignast soninn Pétur, sem varð faðir þriggja gæfuríkra sona minna og kveð hana með hjartans þökk. Megi blessuð sál Friðnýjar Pétursdóttur fljúga frjáls inn í nýjar og spennandi víddir. Helga Ragnheiður Óskarsdóttir. ✝ GuðmundurJörundsson fæddist á Elliða í Staðarsveit 9. októ- ber 1940. Hann lést á spítalanum í Stykkishólmi 10. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Jörundur Þórðarson, f. á Hömluholtum í Eyjahreppi 10.8. 1901, d. 19.12. 1988, og María Óladóttir, f. á Hofstöðum í 2017 Margréti Þorláksdóttur, f. 1.3. 1945. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Stefánsdóttir og Þorlákur Sigurjónsson. Börn hennar og Hilmars Har- aldssonar eru 1) Haraldur Páll, f. 25.11. 1962, maki hans er Arna Sigrún Viðarsdóttir, þau eiga tvö börn. 2) Þorlákur Ingi, f. 23.5. 1964, maki hans er Helga Björg Steingrímsdóttir. Þau eiga þrjú börn. 3) Sigurbjörg Kristín, f. 21.12. 1967, maki hennar er Heiðar Axelsson, þau eiga fjögur börn. 4) Ingibjörg Guðrún, f. 22.10. 1974, d. 22.10. 1989. Gekk Guðmundur þeim í föðurstað. Sonur Guðmundar og Sigrún- ar Dan er Þröstur, f. 12.5. 1963. Útför Guðmundar fór fram 2. mars 2019. Miklaholtshreppi 18.8. 1902, d. 12.12. 1972. Systkini hans voru: 1) Kristján, f. 9.10. 1927, d. 17.2. 1962. 2) Jón Hildi- berg, f. 21.3. 1929, d. 17.2. 1962. 3) Arndís, f. 3.2. 1931, d. 30.5. 2012. 4) Óli Guðmundur, f. 23.5. 1933. 5) Helga, f. 8.9. 1935. 6) Ester, f. 26.2. 1942. Guðmundur kvæntist 27.5. Elsku Mummi frændi, nú hef- ur þú bæst í fallega englahópinn á himnum. Ég veit að það hafa verið miklir fagnaðarfundir og vel hefur verið tekið á móti þér. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa til þín, elsku frændi, en það sem stendur upp úr er hlátur þinn, það var alltaf gaman í kringum þig, þú sást alltaf spaugilegu hliðina á hlut- unum, alltaf varstu til í að grín- ast og hlæja. Og svo auðvitað fallegu brúnu augun þín, þau sögðu svo mikla sögu. Það var endalaust hægt að horfa í augun þín, svo mikil hlýja og ástúð. Það var yndislegt að vera lítil stelpa og eiga einn Mumma frænda, sem sigldi á milli heims- álfa. Tilhlökkunin var alltaf jafn mikil að fara með mömmu og pabba niður á höfn að taka á móti þér. Þú varst svo mikill heimsmaður í mínum huga, og ekki skemmdu allir fallegu hlut- irnir sem þú færðir okkur frá út- landinu. Ég geymi í minningu minni síðasta samtal okkar, elsku Mummi minn, það var yndislegt að heyra í þér og við gátum spjallað góða stund þó svo að þú værir mjög veikur en þú lést það auðvitað ekkert aftra þér. Ég bið þig að faðma elsku engilinn minn og skila kveðju til hennar, ég veit að hún hefur verið í fremstu línu að taka á móti þér. Góða nótt, elsku Mummi frændi minn, og sofðu rótt. Þín Rósella. Elsku yndislegi Mummi frændi minn. Mikið er ég glöð að hafa átt þig sem frænda, móður- bróðir minn. Alltaf var svo gam- an þegar þú komst heim til okk- ar eftir að hafa verið á sjónum og alltaf færðir þú einhverju okkar eitthvað fínt frá útlöndum. Þú keyptir dúkkuvagn handa mér og komst með eftir eina sjó- ferðina og mikið sem mér fannst hann fallegur, dökkblár og fínn og ég átti hann og fékk hann nýjan og var ég þá um fjögurra ára gömul og á þeim tíma var ekki sjálfsagt að eiga glænýjan dúkkuvagn beint frá útlöndum. Það var alltaf mikill samgang- ur og mikil samvera þegar þú varst í landi. Takk fyrir að lofa okkur systrum að koma vestur með börnin okkar og lofa þeim að fara á hestbak á hestunum þínum. Þú sýndir okkur hest- húsið þitt og varst svo stoltur og svo mikill dýravinur, áttir meira að segja hænur úti í garði og gafst mömmu nýorpin egg. Þú og ég vorum svo innilega sam- mála í stjórnmálum og gátum við hlegið saman og deildum sömu virðingu fyrir „okkar manni“ og við vorum alveg sam- mála um hvern við myndum vilja sjá sem forseta sem var enginn annar en hann Davíð okkar eins og við sögðum alltaf. Spjallið sem við áttum saman í síma rétt áður en þú kvaddir þennan heim var alveg eins og áður og við hlógum og gönt- uðumst með þetta áfram. Ég er rík af minningum um þig og trúi því að þú sért kominn í faðm Guðs. Elsku Magga og fjölskylda, megi góður Guð veita ykkur styrk og hlýju. Helga María Mosty. Guðmundur Jörundsson Fáein orð til að minnast Guð- mundar H. Er- lendssonar. Við kynntumst er við vorum níu ára á Álfhóls- veginum, á þeim tíma var blakið vinsælt í Kópavoginum og lágu leiðir okkar saman í HK, þar urðum við Íslands- meistarar í 4. flokki, Gummi Guðmundur Heiðar Erlendsson ✝ GuðmundurHeiðar Er- lendsson fæddist 30. janúar 1968. Hann lést 13. febr- úar 2019. Útför Guð- mundar fór fram 22. febrúar 2019. hætti síðar í blak- inu, en við vorum alltaf góðir vinir, við gerðum oft grín að því að við vorum fæddir sama dag og ár. Ég kynntist for- eldrum þínum, honum Erlendi pabba þínum bíl- stjóra hjá Mjólkursamsöl- unni og móður þinni Elísabetu, maður fann alltaf til hlýleika og velvildar er ég kom í heim- sókn til ykkar. Það kom ekki á óvart að Gummi skyldi velja að keyra Strætó og síðar ger- ast rútubílstjóri, feta í fótspor pabba síns. Þú kynntist sorg- inni líka er foreldrar þínir lét- ust með stuttu millibili, það tók mikið á. Leitaði Gummi þá í trúna sem var honum ávallt mikilvæg, áttum við mörg samtölin um sorgina og lífið almennt, og einnig um bíla- áhuga okkar beggja. Þegar Gummi kom í heimsókn þá spurði hann alltaf hvort hann væri að trufla mig, hvort við gætum spjallað saman, þetta lýsir honum best að hann vildi aldrei vera uppáþrengjandi, en Gummi er einn besti vinur minn og ein besta mannvera sem ég hef hitt á lífsleiðinni, já alger gullmoli, hógvær og góður drengur eins og hann á kyn til. Ég veit að Guð tekur vel á móti þér. Ég vil senda samúðarkveðjur mínar til að- standenda þinna, vinkonu þinnar, og systur, Sólveigar, og fjölskyldu hennar. Einar Þór Ásgeirsson. Elsku afi minn. Einhvern veginn er maður ekki tilbúinn til þess að vera að skrifa minningargrein um þig og rosalega er það sárt, en mikið varstu frábær fyrir- mynd og varst miklu meira en bara afi, þú varst besti vinur sem hægt er að hugsa sér. Kenndir mér svo margt, þegar við lágum í grasinu í sveitinni og hlustuðum á hrossagaukinn, það var eitt sem þú kenndir mér, á meðan horfðum við upp til stjarnanna sagðir þú mér allt um þær og við leituðum alltaf saman að karlsvagninum. Þú vildir alltaf hafa okkur barna- börnin sem næst þér og helst allar helgar í gistingu. Fara með okkur niður í flóa og sýna okkur hrossin, fara í berjamó á haustin. Náttúran og sveitin Gunnar Kristinn Þórðarson ✝ Gunnar Krist-inn Þórðarson fæddist 4. desem- ber 1948. Hann lést 12. febrúar 2019. Útför Gunnars Kristins fór fram 22. febrúar 2019. skipti þig svo miklu máli. Eftir langa bar- áttu, þá heldur maður alltaf að það sé ein heimsókn í viðbót, ein kveðja í viðbót, og þar til næst. Í þetta skipti var það ekki svo- leiðis, það var ekki önnur heimsókn, og verður aldrei þar til næst. Ég er þakklát fyrir allt sem við áttum, allan fíflaganginn sem þú varst tilbúinn í að gera fyrir okkur barnabörnin, ég er þakklátust fyrir það að hafa þekkt þig hraustan og heil- brigðan áður en MND skall á þér, þú ætlaðir að sigrast á þessu, og fyrir mér gerðirðu það. Þú ert hetjan mín. Ég get sagt fyrir okkur öll afabörnin að við erum öll stolt af þér og þú varst okkur öllum mjög kær. Þú verður alltaf elskaður, og minn- ing þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. hvíldu í friði, elsku afi. Hjartans saknaðarkveðja, Þín Sandra Sif. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Heittelskaður og elskandi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLSSON, dr. og fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 2. mars. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 12. mars klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar og Unicef. Jóhanna G. Möller Margrét Kristín Sigurðardóttir, Børge Johannes Wigum Embla Gabríela Wigum og Ágúst Örn Wigum Haukur Þór Búason Kolbrún Mist Pálsdóttir Birgir Hrafn Búason Sæunn Ýr Marinósdóttir Daníel Leó og Atli Hrafn Arnar Már Búason og Viktor Örn Elskuleg móðir mín, systir, mágkona og frænka, ANNA JÓHANNSDÓTTIR frá Steinum, Kleppsvegi 58, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 6. mars. Útför auglýst síðar Jóhann Elí Guðmunda Jóhannsdóttir Sigurður Gunnsteinsson Jóna M.R. Jóhannsdóttir Ólafur Haraldsson og systrabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN EDDA HRINGSDÓTTIR, Dalsbrún 16, Hveragerði, sem lést á sjúkrahúsi á Spáni 23. febrúar, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, þriðjudaginn 12. mars klukkan 13. Hafsteinn Jónsson Sigrún Hafsteinsdóttir Guðmundur Andri Bergmann María Hafsteinsdóttir Björn Ingimundarson Hermann Hafsteinsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐRÚN MARTA SIGURÐARDÓTTIR, Skúlagötu 42, Reykjavík, lést miðvikudaginn 27. febrúar á Landspítalanum. Útför fer fram föstudaginn 15. mars klukkan 13 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Ragnheiður A. Þorsteinsd. Embla Líf Ragnheiðardóttir Óskar Ísfeld Sigurðsson Sólveig Björk Ágústsdóttir Helga Sigurðardóttir Ágúst Óskarsson Erlendur Ísfeld Berglind Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.