Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 6

Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 6
FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er særandi að vita til þess að störf okkar séu ekki metin að meiri verðleikum en þetta. Að okkar mati eru þessi vinnubrögð borg- arinnar algjörlega óásættanleg og það er ljóst að velferð barnanna er ekki höfð að leiðarljósi í þessum fyrirhuguðu breytingum,“ segir Friðbjörg Gísladóttir, leikskóla- kennari á Hólaborg í Breiðholti, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var á fundi sviðsins 28. febrúar sl., þess efnis að sameina yfirstjórn tveggja leikskóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í Suðurhólum í Breið- holti, en 43 metrar eru á milli leik- skólanna tveggja. Með sameiningu yfirstjórnar er átt við að ráðinn verði einn leikskólastjóri sem stýra myndi báðum leikskólum. Þá er einnig gert ráð fyrir að til viðbótar komi 25% stöðuhlutfall sem nýtist stjórnendum til að ná betur utan um stjórn leikskólanna tveggja. Friðbjörg segir hvorki starfs- fólki né foreldrum hafa verið kynnt þessi tillaga áður en hún var sam- þykkt. Þess í stað var sendur út tölvupóstur sem tilkynnti ákvörð- unina. Þessi vinnubrögð eru að mati starfsfólks leikskólanna óá- sættanleg með öllu. Þá er vert að geta þess að búið var að boða foreldraráð og stjórn- endur leikskólanna tveggja á fund 13. febrúar sl. Aftur á móti var hætt við þann fund án nokkurra skýringa. Verða börnin send heim? Greint var frá því í Morgun- blaðinu í janúar síðastliðnum að til skoðunar væri að sameina Suður- borg og Hólaborg og mynda þann- ig nýjan leikskóla 10 deilda með um 160 börn og með sérhæfðri ungbarnadeild. Þær hugmyndir vöktu miklar áhyggjur meðal starfsfólks sem sagðist kvíða mjög breytingunum. Þá var einnig uppi sá ótti að starfsfólk, einkum menntað, myndi segja upp vegna áformanna með tilheyrandi óþæg- indum fyrir bæði börn og foreldra þeirra. Þrátt fyrir að nýsamþykkt til- laga skóla- og frístundasviðs kveði ekki á um sameiningu leikskólanna tveggja í eina stóra einingu segir Friðbjörg starfsfólk enn uggandi og hafa margir þegar sagt upp starfi sínu. Þá eru enn fleiri starfs- menn sem nú íhuga að feta í sömu spor. Alls hafa tíu starfsmenn Suður- borgar og Hólaborgar sagt upp eða íhuga að segja upp. Af þeim sem sagt hafa upp í Suðurborg eru þrír leikskólakennarar, þar af einn með deildarstjórn og annar sem sinnir starfi sérkennslustjóra. Einnig eru fjórir starfsmenn til viðbótar með uppeldismenntun sem hafa sagt upp störfum eða íhuga að segja upp. Í Hólaborg eru þrír starfsmenn búnir að segja upp og sinna tveir þeirra deildarstjórn á leikskólan- um. „Það er ljóst að leikskólarnir verða óstarfhæfir ef allar þessar uppsagnir taka gildi og þá er ekk- ert annað í stöðunni en að senda börnin heim,“ segir Friðbjörg, en uppsagnirnar munu að óbreyttu taka gildi á næstu mánuðum. Fyrsta skref sameiningar? Í tillögu skóla- og frístundasviðs, sem lögð verður fyrir borgarráð til samþykktar í dag, segir að innra starf leikskólanna verði óbreytt þrátt fyrir sameiningu yfirstjórnar. „[E]kki er gerð krafa um breyt- ingar á rekstri mötuneyta, stöðu- gildi aðstoðarleikskólastjóra standa óbreytt […] stöðugildi sér- kennslustjóra standa óbreytt, ekki verður farið í að aldursskipta börn- um á milli húsa og ekki verður til- færsla á starfsfólki,“ segir í tillögu ráðsins. Hanna Rún Ingólfsdóttir, leik- skólakennari í Suðurborg, segir fyrirhugaðar breytingar í raun fyrsta skref í átt að fullri samein- ingu Hólaborgar og Suðurborgar. „Það er sagt að ekkert muni breytast nema yfirstjórnin. En ef ráðinn er nýr leikskólastjóri yfir báðum skólum þá hefur hann auð- vitað fullt vald til þess að gera það sem hann vill. Þannig gæti sá hinn sami lagt af stefnu annars skólans, innleitt eina stefnu í báðum skólum eða fært til starfsfólk og börn á milli húsa svo eitthvað sé nefnt. Að boða engar breytingar á innra starfi samhliða þessu eru því að okkar mati loforð án nokkurrar innistæðu. Maður veit í raun ekki hvað þessi breyting mun hafa í för með sér.“ segir hún. Þá segja þær Friðbjörg og Hanna Rún það vera „mikið áhyggjuefni“ að hugsa til þess að einungis einn einstaklingur muni fara með stjórn á tveimur ólíkum leikskólum, en innan þeirra er rek- in ólík uppeldisstefna. „Stjórnunarhlutfallið sem á að bæta við er svo lítið að það skiptir í raun engu máli. Þetta er engan veginn nóg til þess að hægt sé að halda utan um öll nauðsynleg verk- efni,“ segir Hanna Rún. Spurð hvort foreldrar hafi sett sig í samband við starfsfólk leik- skólanna vegna boðaðra breytinga kveður Hanna Rún já við. „Nokkr- ir hafa þegar gert það og sumir eru talsvert áhyggjufullir vegna breytinganna,“ segir hún og bætir við að starfsfólk Suðurborgar og Hólaborgar í Breiðholti hvetji nú borgarfulltrúa til að hafna tillögu skóla- og frístundasviðs á fundi borgarráðs í dag. „Á sama tíma og verið er að reyna að fá fólk til starfa á leik- skólum og inn í námið þá er verið að boða aðgerðir sem þessar – eitt- hvað sem hrekur starfsfólkið í burtu,“ segir Hanna Rún og bætir við að eini augljósi ávinningur að- gerðanna sé sparnaður sem sam- svarar einum leikskólastjóralaun- um, um 6 milljónir króna á ári samkvæmt gildandi kjarasamning- um. „Það er í raun óskiljanlegt að valda svona mikilli óánægju fyrir svo litla fjárhæð.“ Borgin sýnir af sér ókurteisi Sæunn Hrund Björnsdóttir er foreldri barns á Suðurborg. Hún óttast mjög að fagleg þekking þar muni glatast taki boðaðar uppsagn- ir starfsfólks leikskólans gildi. „Flestallir foreldrar barna á Suðurborg hafa verið mjög ánægð- ir með það starf sem þar er unnið sem og alla aðstöðu fyrir börnin okkar. Við teljum það vera algjöra ókurteisi af hálfu Reykjavíkur- borgar að vera að raska þessu góða starfi með breytingum þegar allir eru ánægðir með núverandi fyrirkomulag. Þess utan er fjár- hagslegur ávinningur lítill sem enginn,“ segir Sæunn Hrund og bætir við að Reykjavíkurborg sé í raun að „lauma inn“ fyrsta skrefi að fullri sameiningu leikskólanna með því að kynna ekki ákvörðun skóla- og frístundasviðs um sam- einaða yfirstjórn fyrir foreldrum og starfsfólki leikskólanna. „Við erum ekki alveg fædd í gær – þetta er greinilega bara upphafið og í anda fyrri hugmynda um fulla sameiningu,“ segir hún. Þá segist Sæunn Hrund hafa miklar áhyggjur af framhaldinu sem og líðan starfsmanna og barna á leikskólanum. „Þetta er fólkið sem sér um börnin okkar, átta til níu tíma á dag á meðan við erum að vinna. Þetta er fólkið sem maður treystir fyrir því dýrmætasta sem maður á. Og ef þetta fólk er óöruggt þá smitast það yfir í börnin okkar og inn á heimilin,“ segir hún og bætir við: „Ef þessar uppsagnir taka all- ar gildi þá er búið að grafa undan öllu því faglega starfi sem þarna er unnið.“ Fundur borgarráðs hefst í dag klukkan 9 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hvetja borgarfulltrúa til að hafna  Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vill sameina yfirstjórn Suðurborgar og Hólaborgar  Starfsfólk leikskólanna segir vinnubrögð borgarinnar óásættanleg  Tíu starfsmenn gætu sagt upp Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hólaborg Leikskóli þessi er fremur lítill, með þrjár deildir og um 50 börn, en á skólunum er rekin ólík stefna. Suðurborg Á leikskólanum eru sjö deildir og eru þar alls um 113 börn. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 B ún að ur b íls á m yn d er fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR. D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 8 1 5 JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.