Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Ný lasermeðferð
✓ Meðferð sem gefur húðinni
instant glow og gerir
áferðina fallegri!
✓ Gefur samstundis
aukinn ljóma
✓ Eykur kollagen-
framleiðslu
HOLLYWOOD GLOW
Tímapantanir í
síma 533 1320 Við tökum vel ámóti ykkur
Við erum á Facebook
Laugavegi 82 | 101 Reykjavík
Sími 551 4473
Nýjar vörur
Bæjarlind 6 | sími 554 7030 • Við erum á facebook
Str. S-XXL
Fleiri litir
6.900
4.900
6.90
5.990
Fullt af flottum
peysum
0
Smart buxur, fyrir smart konur
Holtasmári 1, Kópavogur
sími 571 5464
netverslun tiskuhus.is
Str. 38-52
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Galla- ogstretch-
buxur
Best4me Skinny buxur
Óvenjumikill vöxtur varð á bílaum-
ferð um höfuðborgarsvæðið í sein-
asta mánuði samkvæmt upplýs-
ingum Vegagerðarinnar.
„Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
í febrúar jókst um ríflega sjö prósent
sem er mikil aukning í febrúar og
mun meiri aukning en að jafnaði í
þessum mánuði. Hluti skýringar á
mikilli aukningu gæti verið að fyrir
ári var mjög lítil aukning í umferð-
inni í febrúar. Frá áramótum hefur
umferðin aukist um 4,3 prósent á
höfðuborgarsvæðinu,“ segir í frétta-
umfjöllun um niðurstöður þessara
umferðarmælinga í seinasta mánuði
á vef Vegagerðarinnar.
Fram kemur að umferðin hefur
aldrei verið meiri yfir þrjú lykilmæli-
snið Vegagerðarinnar á höfuðborg-
arsvæðinu, en hún jókst um 7,1%
milli febrúarmánaða 2018 og 2019.
„Þetta er mun meiri aukning en
varð í sama mánuði fyrir ári og leita
þarf aftur til ársins 2016 til að finna
sambærilega aukningu í febr-
úarmánuði,“ segir í fréttinni.
Umferðin jókst langmest yfir
mælisnið á Reykjanesbraut (7,2%)
og á Vesturlandsvegi (9,8%) og er sú
mikla aukning talin geta að ein-
hverju leyti skýrst af lítilli aukningu í
febrúar á síðasta ári eins og fyrr seg-
ir.
4,3% aukning frá áramótum
,,Nú hefur umferðin aukist að jafn-
aði um 2,8% í febrúar frá árinu 2005.
Þessi aukning nú er því 2,5 sinnum
meiri en í meðalári.“
Ennfremur kemur fram að nú hef-
ur umferðin aukist um 4,3%, frá ára-
mótum og er það einu prósentustigi
meiri aukning en á sama tíma á síð-
asta ári. Af einstökum vikudögum
má sjá að mest var ekið á föstudög-
um í febrúar nýliðnum og minnst á
sunnudögum. „Umferðin jókst hins
vegar hlutfallslega mest á sunnudög-
um, eða um tæp 18%, en minnst á
þriðjudögum, eða um rúmlega 2%,
sem jafnframt voru umferðar-
minnstir virkra daga í nýliðnum
mánuði,“ segir þar ennfremur.
Morgunblaðið/Hari
Bílaumferð Umferðin jókst hlutfallslega mest á sunnudögum, eða um tæp 18%, en minnst á þriðjudögum.
Mikil aukning bíla-
umferðar í febrúar
Jókst um 7,1% frá febrúar í fyrra