Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 61

Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 61
MENNING 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Félagarnir Pickle og BellyButton sitja neðarlega ífæðukeðju taívansks sam-félags. Pickle er nætur- vörður hjá forstjóra fyrirtækis sem framleiðir búddalíkneski. Belly But- ton hefur sitt lifibrauð af að safna rusli til endurvinnslu og heimsækir Pickle iðulega að kvöldlagi til að horfa með honum á sjónvarpið. Belly Button þarf að þola háðsglósur og einelti í sínu daglega lífi, en í sam- skiptunum við Pickle snýr hann tafl- inu við. Kvöld eitt kemur hann í heimsókn og sjónvarpið er bilað. Vaknar þá sú hugmynd að ná í mæla- borðsmyndavélina úr bíl forstjórans og sjá hvað hún hefur að geyma því að „ríka fólkið lifir svo litríku lífi“. Þeir rekast strax á funheita upp- töku af forstjóranum í lostafengnum samförum. Reyndar sést ekki neitt nema undirgöng þar sem myndavél- inni er beint út um framrúðu bílsins, en stunur, búkhljóð og orðaskipti úr bílsætunum segja það sem segja þarf. Forvitni þeirra er vakin og næstu kvöld halda þeir áfram að horfa, en brátt færist háski í leikinn og vin- irnir tveir vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera. Þeir þora ekki að leita til lögreglu vegna þess að þeir eru vissir um að forstjórinn sé svo valdamikill að það muni bara koma þeim í koll. En er þeim óhætt ef þeir þegja? Ofur-Búdda er gráglettin mynd. Hún er tekin í svarthvítu og kvik- myndatakan oft falleg og draum- kennd. Komu svarthvítar myndir Akira Kurosawa upp í hugann. Að- eins mælaborðsmyndavélaratriðin (lengsta orð vikunnar) eru í lit. Sen- ur er langar og rólegar og ekki alltaf augljóst hvað þjónar framgangi sög- unnar. Við fylgjumst með átökum í lúðra- sveit og ámátlegri tilraun Pickle til að fá frænda sinn til að aðstoða með aldraða móður sína sem endar með því að frændinn platar hann til að kaupa af sér sín eigin gleraugu. Þingmaður einn kemur við sögu og hann virðist einkum hafa áhuga á að vera fjölþreifinn til kvenna. Í einu atriði froðufellir lögreglu- foringi af bræði yfir því að undir- maður hans hafi dirfst að sýna for- stjóranum þá smánarlegu framkomu að yfirheyra hann. Í bakgrunni er svo stóri Búdda, sem verið er að smíða á verkstæði forstjórans, foldgnár og gljáandi og á óvænta innkomu í lokin. Stóri Búdda er fyrsta mynd leik- stjórans Huangs Hsin-yaos í fullri lengd. Hún fékk helstu verðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Taípei og var framlag Taívans til Óskarsverð- launanna í ár, en hlaut ekki tilnefn- ingu. Myndin er full af óvæntum vinklum og útúrdúrum. Myndin kall- ar ekki fram bakföll af hlátri og ugg- laust fer margt framhjá áhorfanda sem treysta verður á texta og þekkir ekki til taívanskrar menningar. Það er kannski ástæðan fyrir því að hún verður á köflum langdregin og stefnulaus, en hún er launfyndin og seiðandi. Auður, örbirgð og háskaleg hnýsni Gægjugirnd Cres Chuang og Bamboo Chu-Sheng Chen í hlutverkum sínum í Taívönsku myndinni Ofur-Búdda. Bíó Paradís Ofur-Búdda bbbnn Leikstjóri, handritshöfundur og þulur: Huang Hsin-yao. Leikarar: Cres Chuang, Bamboo Chu-Sheng Chen, Leon Dai, Shao-Huai Chang, Yi-wen Chen, Na-Dou Lin, Kuo-Lin Ting og J.C. Lei. Tungumál: Min nan og enska. Framleiðsluland: Ta- ívan. 102 mín. Sýnd á kvikmyndahátíð- inni Stockfish og Taívönskum kvik- myndadögum. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Sýnd 8. mars kl. 20 í Bíó Paradís. Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR TILBOÐSDAGAR 50% AFSLÁTTU R ALLT AÐ 3.356 Áður: kr. 4.795 3.356 Áður: kr. 4.795 1.998 Áður: kr. 3.995 1.498 Áður: kr. 2.995 998 Áður: kr. 1.995 4.196 Áður: kr. 5.995 -30% -30% -30% -50% -50% -50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 Um liðna viku var opnuð í Van Gogh-safninu í Amsterdam um- fangsmikil sýning þar sem teflt er saman landslagsverkum eftir Vin- cent van Gogh (1853-1890) og Bret- ann David Hockney sem er 81 árs og einn dáðasti myndlistarmaður samtímans. Sýningin nefnist Gleðin í náttúrunni og má á henni sjá firnastór og nýleg verk eftir Hock- ney á veggjum og minni málverk hollenska meistarans á einskonar súlum í sölunum. Gagnrýnendur segja það takast vel að sýna áhrif verka Van Goghs á Hockney, sem hefur iðulega tjáð sig um þau áhrif í viðtölum. Þá kemur mörgum á óvart hvað verk Van Gogh, sem þykja æði litrík, eru í raun jarðbundin við hlið hinna nýju verka Bretans sem notar lítt blandaða liti og ber þá á strigana stóru og viðarplötur með breiðum og áköfum pensildráttum, hvort sem hann túlkar landslag heima- héraðs síns, Jórvíkur-skíris, eða náttúruna í Kaliforníu þar sem hann hefur löngum verið búsettur. AFP Litagleði Gestur í Van Gogh-safninu skoðar málverk eftir David Hockney. Stefnumót Van Goghs og Hockneys

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.