Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Helga Ingólfsdóttir semb-alleikari (1942-2009)var meðal eftir-minnilegustu frum-
kvöðla síðari áratuga í íslenzku
tónlistarlífi. Ekki aðeins fyrir
giftudrjúg kennslustörf og glæsi-
lega spilamennsku, heldur einnig
fyrir að auka veg jafnt fornrar
sem nýrrar tónlistar – ekki sízt
með stofnun Sumartónleika í Skál-
holtskirkju 1975.
Um þessa merku arfleifð kom í
fyrra út veglegt rit eftir Kolbein
Bjarnason flautuleikara er átti
varla langt að sækja vitneskju og
hvatningu til verkefnisins, verandi
kvæntur fyrrum
nemanda Helgu,
þótt kunnari sé
fyrir nútíma-
tónlist; ýmist
sem túlkandi
(þ. á m. í CA-
PUT hópnum)
eða sem tón-
skáld.
Óhætt má
segja að viðfangsefnið verðskuldi
vandaða umfjöllun, enda er Helgu-
leikur gizka vel þegin búbót meðan
fullnægjandi rit um íslenzka tón-
listarsögu lætur enn á sér standa.
En kannski fyrir sömu sök líka
nokkuð ,út og suður‘ í því hvernig
höfundur lætur stundum hugann
flakka frjálslega á milli sjónar-
horna. Það er að vísu fráleitt ein-
hlítur ókostur, því bókin verður
fyrir vikið oft skemmtilegri til
ígripalesturs – en rýrir á móti svo-
lítið gildi tónsögulegs uppflettirits
í markvissu samhengi efnis og
tíma.
Það er samt engin spurning, að
fyrir utan listaferil Helgu leggur
bókin drjúgan skerf til íslenzkrar
tónlistarsögu, og engin vanþörf á
að ofangetinni ástæðu. Fjölmargt
ber á góma sem mér vitandi hefur
sjaldan verið fært í letur, þó ekki
væri nema um ýmis vandamál við
,upprunalegan‘ flutning á barokk-
músík sem Helga gerði sér
snemma grein fyrir – þ. á m.
styrkrænt jafnvægi sembals við
nútímahljóðfæri. Það tók líka tíma
sinn að koma barokkhljóðfærum
að í samleik, ýmist stroknum eða
blásnum. Og fer þar þó aðeins ein
hlið af mörgum hvað ,sagnréttan‘
barokkflutning varðar, er mætti í
fyrstu litlum skilningi hlustenda.
Um þetta, og fjölmargt fleira
svo sem nýsköpun staðartónskálda
í Skálholti og annarra, má finna
mýgrút til fróðleiks og skemmt-
unar í hugvekjandi og á köflum
kíminni úttekt Kolbeins, fyrir utan
áhugaverðar lýsingar á leiftrandi
færu hljómlistarfólki í Skálholti,
innlendu sem erlendu, á ríflega 30
ára skeiði hátíðarinnar. Ennfremur
alls konar ítarefni eins og skrár yf-
ir viðeigandi heimildir, útgáfur,
menn og staði er auka notagildi
verksins, og veitir raunar ekki af í
riti af þessari stærðargráðu.
Virðast þær allar unnar af ná-
kvæmri natni, og saknar maður fás
til viðbótar – nema ef vera skyldi
eilítils tónlistarorðasafns handa
óbreyttum lesendum. (Jafnvel þótt
íslenzkan kappkosti öðrum tungum
fremur að þýða eða smíða alþjóð-
leg fagheiti, þá er útkoman ekki
alltaf jafn auðskilin!)
Bókinni fylgja sex geisladiskar
með einleik Helgu á sembal (ásamt
samleik hennar og Manuelu Wies-
ler flautuleikara í Sumarmálum og
Aube et Serena eftir Leif Þór-
arinsson og Jónas Tómasson á nr.
3). Upptökurnar eru flestar úr fór-
um RÚV og nokkurn veginn í
tímaröð: 1. „Píanóleikur í Reykja-
vík 1963“, 2. „1969-1975“, 3. „Ís-
lenzk tónlist“, 4. „Rauða Bach-
platan 1984“, 5. „Bach-tónleikar í
Skálholti 1985 og ricercare-þættir
úr Tónafórninni“ og loks 6. „Vina-
minni 1986 og Tíbrá 2003“. Tón-
verkin eru flest frá barokktíma
(1600-1750), en einnig ber talsvert
á yngri afurðum 20. aldar, enda
sömdu mörg íslenzk tónskáld sér-
staklega verk fyrir Helgu, er túlk-
aði þau ávallt af alúð og snilld.
Er ekki annað að sjá en að hér
sé vel að verki staðið, við hæfi
minningar um frábæra listakonu
sem er sárt saknað og markaði
tímamót á sínu sviði. Þó stenzt ég í
lokin ekki þá freistingu að viðra
agnarlítið andvarp í garð íslenzkr-
ar bókaútgáfu almennt, í ljósi yfir-
vofandi viðsjár af völdum tækni-
byltingar og breyttra neyzluvenja:
Er ekki löngu kominn tími til að
endurskoða þyngd og fyrirferð
uppflettirita? Eða hvernig eiga
sófaborðsdoðrantar að geta keppt
við fisléttar spjaldtölvur og rekkju-
tækar hljóðbækur í nánustu fram-
tíð?
Morgunblaðið/Árni Torfason
Frumkvöðull „Fyrir utan listaferil Helgu leggur bókin drjúgan skerf til íslenzkrar tónlistarsögu,“ segir um Helgu-
leik sem fjallar um Helgu Ingólfsdóttur semballeikara sem stofnaði Sumartónleika í Skálholtskirkju 1975.
Tónlistarbók
[með 6 hljómdiskum]
Helguleikur. Saga Helgu Ingólfs-
dóttur og Sumartónleika í Skálholts-
kirkjubbbbn
Eftir Kolbein Bjarnason.
Bókaforlagið Sæmundur, Selfossi 2018.
Innbundin, 448 bls.
RÍKARÐUR
Ö. PÁLSSON
TÓNLIST
Morgunblaðið/Valli
Höfundur „Um þetta, og fjölmargt fleira svo sem nýsköpun staðartónskálda
í Skálholti og annarra, má finna mýgrút til fróðleiks og skemmtunar í hug-
vekjandi og á köflum kíminni úttekt Kolbeins [Bjarnasonar].“
Veglegur minnisvarði
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn
Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka
Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka
Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn
Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 3/5 kl. 19:30
Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn
Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn
Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn
Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn
Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 7/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 19:30 Fös 15/3 kl. 19:30
Fös 8/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 22:00 Fös 15/3 kl. 22:00
Fös 8/3 kl. 22:00 Fim 14/3 kl. 21:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s
Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s
Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s
Lau 9/3 kl. 20:00 42. s Lau 23/3 kl. 20:00 44. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fim 7/3 kl. 20:00 3. s Lau 16/3 kl. 20:00 5. s
Sun 10/3 kl. 20:00 4. s Fös 22/3 kl. 20:00 6. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!