Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls seldist 131.091 lítri af bjór í Vín- búðunum síðastliðinn föstudag, 1. mars. Þann dag var því fagnað að þrjátíu ár voru liðin frá því bann við sölu á bjór var afnumið hér á landi og var því mörgum gleði í huga. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- rúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoð- arforstjóra ÁTVR, var umræddur dagur stærsti dagur ársins það sem af er ári í bjórsölu. Að hennar sögn hefur meðalsala á föstudegi til þessa á árinu verið 98.688 lítrar af bjór. Það þýðir að salan á bjórdaginn var 32,83% hærri í lítrum talið en á með- al-föstudegi. Á þeim föstudegi sem næst kemst bjórdeginum í sölu, 25. janúar, seld- ust um 20 þúsund lítrum minna af bjór en á afmælisdaginn. Stæsta vikan Síðasta vika var jafnframt sú stærsta í sölu á bjór það sem af er ári. Alls seldust 326.898 lítrar af bjór í Vínbúðunum dagana 25. febrúar til 3. mars. Að sögn Sigrúnar var einnig meiri sala á miðvikudegi og fimmtu- degi í umræddri viku en alla jafna, þó það hafi ekki munað miklu. Forvitnilegt er að bera saman söl- una í Vínbúðunum á bjórdaginn 2019 við söluna í ÁTVR á bjórdaginn 1989. Þá var losað um áratuga spennu þjóðarinnar og margir höfðu beðið þess dags með eftirvæntingu um nokkurra mánaða skeið. Sam- kvæmt fréttum fjölmiðla seldust um 135 þúsund lítrar af bjór frá ÁTVR 1. mars árið 1989, fyrsta bjórdaginn í 76 ár. Ekki sambærilegar tölur Þó það sé meiri sala en í ár eru töl- urnar ekki sambærilegar. Á þeim tíma þegar bjórinn var leyfður var öll sala í gegnum ÁTVR, einnig kút- ar og flöskur sem seldar voru til veitingahúsa. Í dag versla veitinga- hús beint við heildsala. Á bjórdaginn 1989 seldust um 110 þúsund lítrar í dósum og er hægt að leggja þá tölu að jöfnu við söluna í ár. Það er því ljóst að talsvert meira seldist á bjór- daginn 2019 en árið 1989. Bjórinn rann í stríðum straumum 1. mars  Yfir 130 þúsund lítrar af bjór seldust í Vínbúðunum Morgunblaðið/Eggert Skálað í bjór Víða var skálað í bjór síðasta föstudag þegar 30 ár voru liðin frá því að sala á áfengum bjór var heimiluð á ný hér á landi eftir langt hlé. Guðrún Erlingdóttir ge@mbl.is Kröfur sem hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd setti fram í mót- mælum við Útlendingastofnun í gær sneru m.a. annars að því að flótta- fólk fengi sama aðgang að heilbrigð- iskerfinu og aðrir íbúar landsins að því er fram kom á mbl.is í gær. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar, segir að umsækjendur um al- þjóðavernd fái alla almenna heil- brigðisþjónustu. Útlendingastofnun sé með þjónustusamning við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins og um- sækjendur um alþjóðavernd fái strætómiða til þess að komast á milli staða. „Umsækjendur um alþjóðavernd geta sjálfir pantað tíma hjá lækni á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem Útlendingastofnun er með samning eða óskað eftir aðstoð við það. Læknir metur hvort hann telji nauðsynlegt að senda einstakling til sérfræðings hvort heldur um sé að ræða andleg eða líkamleg veikindi,“ segir Þorsteinn sem bendir á að um- sækjendur um alþjóðavernd séu ekki sjúkratryggðir á Íslandi og því greiði Útlendingastofnun fyrir alla heilbrigðisþjónustu. Hann segir börn undir 18 ára fá sömu þjónustu og önnur börn og mæðravernd standi umsækjendum um al- þjóðavernd til boða eins og öðrum landsmönnum. Við slys eða alvarleg veikindi eigi umsækjendur um al- þjóðavernd rétt á sjúkrabíl eða geti leitað á bráðamóttöku eins og aðrir. Þorsteinn segir að bið eftir sér- fræðiþjónustu geti í sumum tilfellum verið löng og skipti þá engu hverra þjóðar einstaklingar séu. Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Umsækjendur um alþjóðavernd stóðu fyrir mótmælum í fyrradag. Almenn heilbrigðis- þjónusta í boði  Fá strætómiða vegna læknisferða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.