Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Aðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík. Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti. Kröfu þar um skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, fyrir kl. 16:00 þann 18. mars 2019. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Eitt atkvæði fylgir hverjum hlut í félaginu að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Aðgöngumiðar, atkvæða- seðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hlut- höfum sem ekki sækja aðalfund stendur til boða að kjósa um dagskrármál með skriflegum hætti eða veita umboð. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund þarf beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum hætti að berast félaginu. Hluthafar geta fengið atkvæðaseðla senda til sín, en einnig má nálgast þá í höfuðstöðvum félagsins þar sem greiða má atkvæði alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Atkvæðin skulu berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta veitt skrifleg umboð að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Slík umboð skulu berast félaginu áður en aðalfundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Nánari upp- lýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar á reikningsárinu 2018 4. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins 5. Kosning stjórnar félagsins AÐALFUNDUR EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF. drög að dagskrá reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuð- stöðvum félagsins að Korngörðum 2, 104 Reykjavík, virka daga milli kl. 9:00 og 16:30. Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Berist tillögur frá hluthöfum verða þær birtar a.m.k. þremur dögum fyrir fundinn ásamt uppfærðri dagskrá. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm dögum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 16:00 þann 23. mars 2019. Framboðs- tilkynningu má nálgast á skrifstofu félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 15:30 á aðalfundardegi. Reykjavík, 6. mars 2019 Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. aðrar upplýsingar Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, varamanna og undirnefnda stjórnar 7. Kosning endurskoðenda 8. Önnur mál, löglega upp borin Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Krossnefshjón með þrjá nokkurra vikna unga glöddu heimilisfólk á Höfða fyrir innan Egilsstaði um helgina. Kvikur fuglinn hafði slegist í för með auðnutittlingum sem sóttu í sólblómafræ í bökkum og staukum í trjám, en snjór var yfir öllu. Kross- nefur lifir að mestu á fræi barrtrjáa og þess vegna er ekki útilokað að hann hafi leitað fanga á þessum stað þar sem býr Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri! „Ég hef séð krossnef nokkrum sinnum í fóðurgjöfinni hjá mér í vet- ur þar sem auðnutittlingar eru mest áberandi, en einnig snjótittlingar,“ segir Þröstur. „Þetta hafa verið stöku fuglar, en svo birtist þessi fjöl- skylda um helgina. Fuglarnir tylltu sér í trén þannig að auðvelt var að fylgjast með þeim og ættareinkenn- ið víxlaðir goggar, sem er nauðsyn- legt verkfæri við fæðuöflunina, fór ekkert á milli mála. Karlinn rauður og kvenfuglinn grænleitur. Ung- arnir þrír aftur á móti gráleitir og ekki komnir með fullorðinslit, en vel fleygir.“ Ruglar tímatalið Trúlega hafa ungarnir klakist út í janúar og fuglinn hafi þá orpið í des- ember. Það er alþekkt að krossnefur verpi að vetri til og rugli þannig tímatalið, en aðrir fuglar hér á landi verpa á vorin. Kvenfuglinn liggur á eggjum í 13-16 daga, en ungar eru síðan 16-25 daga í hreiðrinu frá því að þeir skríða úr eggjum. Þeir eru háðir foreldrum um fæðu í 3-4 vikur til viðbótar eftir að þeir fara úr hreiðri og eru fóðraðir á fræjum. Krossnefur virðast tengja varp- tímann fræþroska og frælosun, ann- ars vegar vegar til að fita sig fyrir varpið og hins vegar til að geta fætt ungana. Þess vegna eru haust og vetur góður tími fyrir varp kross- nefs, en válynd veður setja þó oft strik í reikninginn. Þegar aðrir fugl- ar eru að undirbúa varp þá er það búið hjá krossnefnum. Þröstur segir að heimsóknin um helgina sé til marks um að krossnef- urinn hafi orpið í nágrenninu. Það sé út af fyrir sig merkilegt, ekki bara árstíminn heldur einnig vegna þess að krossnefur sé ekki algengur varpfugl á Íslandi. Hann hafi þó sennilega orpið árvisst í nokkurn tíma, en ekki margir fuglar og ekki alltaf sem varp hafi tekist. „Þetta er sérstakur fugl að því leytinu að hann lifir nær eingöngu á fræi barrtrjáa. Hér var talsvert af fræi á stafafuru síðasta haust og er alltaf eitthvað á eldra greni,“ segir Þröstur. Hann segir að aukin skóg- rækt hafi meðal annars gert fuglum eins og krossnef og glókolli auðveld- ara að nema hér land. Sérhæfðar fræætur Krossnefir eru líklega hingað komnir úr barrskógum Skandinavíu eða austar. Á vefnum fuglavernd.is segir að krossnefur sé af finkuætt og varptíminn sé mjög breytilegur, allt frá desember og fram í júní og fari tímasetning hans eftir fæðu- framboði. Helstu einkenni séu krók- boginn goggur þar sem efri og neðri hluti goggsins gangi á misvíxl. Fugl- arnir séu sérhæfðar fræætur og beri goggurinn vitni um það en hann sé notaður til þess að ná fræjunum úr könglum. Á vefnum segir að krossnefir séu staðfuglar en leggist í flakk ef fæðu- framboð sé lítið. „Margir krossnefir koma oft til landsins við þær að- stæður. Í kjölfar einnar slíkrar göngu reyndi krossnefspar varp árið 1994 en það misfórst. Sumarið 2008 kom mikill fjöldi krossnefja til landsins. Mikið og gott fræár var hjá grenitegundum og því næg fæða. Í kjölfarið hófu krossnefir varp í skógarlundum víða um land. Víða sáust ungar árin 2009 og 2010 og hreiður fannst. Með aukinni skóg- rækt og hærri barrtrjám aukast lík- urnar á því að krossnefur nái hér fótfestu,“ segir á fuglavernd.is Líklegt varp krossnefs í desember  Krossnefspar með unga á Héraði  Varptími krossnefs allt frá desember og fram í júní  Sérhæfðar fræætur Fræætur Krossnefur étur fræ úr stafafurukönglum í skógi í Grímsnesi. Krossnefur Kvenfugl á hreiðri í marsbyrjun 2010, rétt áður en ungar komu úr eggi. Álegan tekur í 13-16 daga, en ungar eru síðan 16-25 daga í hreiðri. Hentar vel Goggurinn er krókbog- inn og efri og neðri hluti hans ganga á misvíxl. Ljósmyndir/Örn Óskarsson Björg í bú Krossnefskarl matar unga á stafafurufræi í hreiðri við Snæfoksstaði í Grímsnesi í mars 2017. Ungarnir yfirgáfu hreiðrið nokkrum dögum síðar og voru þá búnir að vera í þrjár vikur í hreiðrinu, sem var í rauðgreni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.