Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
8
1
4
Hyundai | Kauptúni 1 | Sími 575 1200 |www.hyundai.is
Nýr og spennandi
Hyundai i20.
Sýndu skynsemi.Veldu nýjan i20.
Nýr i20 er fáanlegur með sjálfvirkri neyðarhemlun, akreinavara og sjálfvirkri hækkun og lækkun
aðalljósa. Innréttingin hefur fengið nýtt og vandaðra yfirbragð, nýr 7” snertiskjár nýtir sér
fullkomnustu margmiðlunartækni á borð við Apple CarPlay™ og Android Auto™.
Verið velkomin að reynsluaka nýjum og glæsilegum Hyundai i20.
Verð frá:
2.290.000 kr.
Hyundai býður viðskiptavinum sínum upp á eina víðtækustu
ábyrgð sem völ er á. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára
verksmiðjuábyrgð og ótakmarkaður akstur.
Arnar Þór Ingólfsson
arnarth@mbl.is
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, steig fast til jarðar á fundi
með stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd Alþingis í gærmorgun, er
hann ræddi um þá ákvörðun gjald-
eyriseftirlits Seðlabanka Íslands að
beita stjórnvaldssektum á hendur
Samherja hf. árið 2016, þrátt fyrir
að ríkissaksóknari hefði áður komið
þeirri afstöðu á framfæri við Seðla-
bankann, þegar árið 2014, að ekki
væru lagaheimildir til staðar fyrir
þeim aðgerðum.
„Það er nú einfaldlega þannig að
á opinberum stjórnvöldum hvílir
frumkvæði og skylda til þess að
haga málum þannig að það sé farið
eftir lögum. Og þegar æðsti hand-
hafi ákæruvalds í landinu hefur sent
frá sér texta með þeim hætti sem ég
hef sýnt ykkur, þá hefði ég haldið
að allir löglærðir einstaklingar, að
minnsta kosti, gerðu sér grein fyrir
því að það er texti sem þú lætur
ekki framhjá þér fara,“ sagði
Tryggvi við nefndarmenn og vísaði
til þeirra afstöðubréfa sem ríkissak-
sóknari sendi frá sér 20. maí 2014.
Þar kom skýrt fram það mat að
reglur Seðlabanka Íslands hefðu
ekki getað talist gild refsiheimild
fyrr en eftir gildistöku laga nr. 127/
2011.
Seðlabankinn óskaði eftir því í lok
síðasta mánaðar að ríkissjóður
myndi endurgreiða allar sektir og
sáttagreiðslur sem reiddar hefðu
verið af hendi vegna ákvarðana
bankans, sem byggðust á reglusetn-
ingu Seðlabanka Íslands um gjald-
eyrishöft.
Gagnrýndi seðlabankastjóra
Umboðsmaður Alþingis gagn-
rýndi einnig, eins og hann hefur
raunar áður gert, ummæli sem Már
Guðmundsson seðlabankastjóri hef-
ur látið eftir sér hafa um mál Sam-
herja þar sem látið er að því liggja
að þrátt fyrir að málið hafi verið lát-
ið niður falla sé ekki þar með sagt
að rannsóknin hafi verið tilhæfu-
laus. Umboðsmaður sagði að þrátt
fyrir að mál væru felld niður á laga-
tæknilegum atriðum þyrftu fulltrú-
ar ríkisins „bara að sætta sig við
það“ að málið sem farið hefði verið í
væri ónýtt.
„Þá fer maður ekki fram með full-
yrðingar um það að hvað sem því
líður sé bara allsendis óvíst hvort
viðkomandi hafi verið saklaus,“
sagði Tryggvi.
Misboðið fyrir hönd borgara
Tryggvi var spurður að því af al-
þingismanninum Óla Birni Kára-
syni hvort honum væri misboðið
vegna framgöngu Seðlabanka Ís-
lands í málinu.
„Ég er í því hlutverki að reyna að
gæta að því að það sé réttilega stað-
ið að málum gagnvart borgurunum.
Það hvort mér er misboðið í þeim
samskiptum sem ég þarf að eiga við
stjórnvöld í þessu hlutverki, það læt
ég liggja á milli hluta, en það kann
að vera að mér sé misboðið fyrir
hönd þeirra einstaklinga og fyrir-
tækja sem þarna hafa átt í hlut, það
er í raun og veru aðalatriðið,“ sagði
umboðsmaður Alþingis.
SÍ hafi brugðist frumkvæðisskyldu
Umboðsmaður Alþingis kom fyrir þingnefnd í gær og gagnrýndi Seðlabankann Telur þörf á að
skoða upplýsingagjöf starfsmanna SÍ til fréttamanna RÚV Sagði sér misboðið fyrir hönd einstaklinga
Þegar húsleit gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans hjá Samherja hf.
hófst kl. 9 að morgni 27. mars
2012 voru þá þegar frétta- og
myndatökumenn frá RÚV úti
fyrir skrifstofum fyrirtækisins á
Akureyri og í Reykjavík.
Umboðsmanni Alþingis hafa
nú borist upplýsingar, á síðustu
vikum, sem hann telur gefa til-
efni til þess að kallað verði eftir
því „hver var í raun“ hlutur
starfsmanna gjaldeyriseftirlits-
ins í að upplýsa starfsmann
RÚV um hina fyrirhuguðu hús-
leit. Umboðsmaður hefur sent
forsætisráðherra bréf þar sem
hann spyr hvort þetta verði
skoðað.
Skoða þurfi
meintan leka
HÚSLEITIN 27. MARS 2012
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umboðsmaður Tryggvi Gunnarsson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í gær.