Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna
Innihald:
• Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar
• Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls
• Túrmerik og svartan pipar
Heilbrigð melting
Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Framfarafélag Skagfirðinga var
stofnað á Hólum í Hjaltadal sumarið
1918 en fyrsti almenni málfundur fé-
lagsins var haldinn í gamla Barna-
skólahúsinu 7. mars 1919, eða fyrir
sléttum 100 árum. Meðal frummæl-
enda á fundinum var Jónas Krist-
jánsson læknir, síðar stofnandi
Náttúrulækningafélags Íslands 1937
og Heilsuhælisins í Hveragerði árið
1955. Talið er að á vettvangi Fram-
farafélagsins hafi hann fyrst komið á
framfæri kenningum sínum um nátt-
úrulækningar og bætt heilsufar fólks.
Í tilefni dagsins verður flutt erindi
um Jónas á Heilsuhælinu í Hvera-
gerði í kvöld kl. 20. Dagskráin er öll-
um opin en þar mun Jón Ormar
Ormsson, fræðimaður og leikari,
segja frá Jónasi og Framfarafélag-
inu.
Jónas var meðal hvatamanna að
stofnun Framfarafélagsins en boðað
var til fundar á Hólum 7. júní 1918.
Að því er fram kemur í Sögu Sauð-
árkróks, eftir Kristmund Bjarnason á
Sjávarborg, voru fundarboðendur,
auk Jónasar, þeir Jón Sigurðsson á
Reynistað, Einar Jósefsson á Vatns-
leysu, Pétur Jónsson í Eyhildarholti
og Ólafur Sigurðsson á Hellulandi.
Jónas læknir setti fundinn en til-
gangur fundarins var „að stofna til fé-
lagsskapar í Skagafjarðarsýslu, sem
unnið gæti í sameiningu að áhuga- og
framfaramálum Skagfirðinga og æft
menn í samvinnustarfsemi“. Jónas
var kosinn fyrsti forseti félagsins,
sem var starfandi til ársins 1938, en
ári áður stofnaði Jónas Náttúrulækn-
ingafélag Íslands á Sauðárkróki.
Fræðsla um stefnu og strauma
Meðal markmiða Framfarafélags-
ins var að fræða félagsmenn og Skag-
firðinga um „nýjar stefnur og mál-
efni, sem eru ofarlega á baugi hjá
erlendum þjóðum eða hérlendis og
líklegar eru til þjóðarnytja,“ eins og
segir í lögum félagsins. Í upphafi voru
níu málaflokkar settir á blað í stefnu-
skrá félagsins og þar á meðal voru
heilbrigðismál, sem voru Jónasi mjög
hugleikin.
Stefnan í heilbrigðismálum var tví-
þætt, í fyrsta lagi að koma upp full-
komnu sjúkrahúsi á Sauðárkróki,
búnu nýjustu tækjum og búnaði, eins
og það var orðað í stefnuskrá. Í öðru
lagi vildi félagið að stuðlað yrði að
umbótum á húsakynnum almennings,
„með því að leitast við að leiðbeina
mönnum í hagkvæmri húsagjörð“.
Rætt um klæðnað í kulda
Þannig kom Jónas hugðarefnum
sínum að á vettvangi Framfarafélags-
ins en á fundi í mars 1923 flutti hann
fyrirlestur þar sem hann fyrst kynnti
náttúrulækningastefnu sína sem
seinna varð grunnur að stofnun Nátt-
úrulækningafélagsins. Jónas hafði þá
skömmu áður dvalið um tíma á
heilsuhæli í Battle Creek í Bandaríkj-
unum sem kennt var við John Harvey
Kellogg, bróður WK Kellogg, stofn-
anda samnefnds framleiðanda morg-
unkorns.
En víkjum að málfundi Framfara-
félagsins fyrir sléttum 100 árum. Á
dagskrá fundarins voru tvö mál, ann-
ars vegar klæðnaður manna og hins
vegar fóðurmál og sameiginleg kaup
á fóðurbæti. Jónas var með framsögu
um klæðnaðinn en þorri Íslendinga
hafði þá árið áður þraukað af frosta-
veturinn mikla 1918. Grípum aðeins
niður í fundargerðina frá 7. mars
1919:
„Jónas Kristjánsson læknir skýrði
mjög ítarlega frá því hverja þýðingu
klæðnaðurinn hefði fyrir heilbrigði
líkamans, einkum þó í kaldari lönd-
um, þar sem útgufunin væri svo
miklu meiri en hitaframleiðsla lík-
amans. Aðalhlutverk klæðnaðarins
væri því það, að halda útgufuninni í
jafnvægi og þess vegna væri ekki
sama úr hvaða efni hann væri. Bezt
væru þau efni til fata sem leiddu illa
hita en hefðu þó gisna möskva svo
loftið gæti streymt í gegnum þau, og
sömuleiðis sogið í sig svita úr hörund-
inu. Helzt þyrfti að vera hreint og
hlýtt loft milli fatanna og líkamans.
Hollast væri fyrir erfiðismenn að sofa
eigi í vinnufötum vegna þess að hætt
væri við (að) möskvar þeirra væru
fullir með svita og önnur óhreinindi
sem vörnuðu um of öndun og útgufun
líkamans. Af sömu ástæðum skyldi
fólk klæðast mismunandi fatnaði eftir
árstíðum.“
Samkvæmt fundargerðinni rakti
Jónas hvaða efni teldust henta. Þann-
ig taldi hann að bómull, hör og silki
væru ekki góður nærfatnaður, og að
loðskinn og vatnsdúkar væru óhent-
ug fataefni.
Hins vegar mælti Jónas með ís-
lensku ullinni og hvatti til þess að
komið yrði á fót tóvinnu og kembings-
vélum í hverri sýslu, til að koma í veg
fyrir að íslenska ullin væri flutt úr
landi óunnin. Einnig lagði hann til að
spunavélar ættu að vera til á hverju
heimili.
Að lokinni framsögu Jónasar urðu
töluverðar umræður og vaknaði
áhugi á að koma upp tóvinnu og
kembingsvélum í Skagafirði.
Stofnaði fleiri félög
Jónas var héraðslæknir í Skaga-
firði í 27 ár, eða frá 1911 til 1938.
Hann stofnaði ekki aðeins Framfara-
félagið og Náttúrulækningafélagið
heldur einnig skátafélagið Andvara
árið 1922 og 1929 var hann frum-
kvöðull að stofnun Tóbaksbindind-
isfélags, sem er talið vera hið fyrsta
hér á landi.
Þá eru 100 ár liðin um þessar
mundir frá stofnun Heimilisiðn-
aðarfélags Sauðárkróks en meðal
stofnenda var eiginkona Jónasar,
Hansína Benediktsdóttir. Þau hjónin
fluttu til Reykjavíkur 1938, Hansína
lést 10 árum síðar, en frá stofnun
Heilsuhælisins í Hveragerði 1955
dvaldi Jónas þar fimm síðustu æviár-
in en hann lést árið 1960.
Frumkvöðlastarfs Jónasar í heil-
brigðismálum var minnst árið 2007
með því að vígja minnisvarða á lóð
Sjúkrahússins á Sauðárkróki, sem
hannaðir voru af Guðbrandi Ægi Ás-
björnssyni myndlistarmanni.
Grunnurinn lagður fyrir 100 árum
100 ár í dag frá fyrsta almenna málfundi Framfarafélags Skagfirðinga Á þeim vettvangi kynnti
Jónas Kristjánsson læknir stefnu sína í náttúrulækningum Erindi flutt á Heilsuhælinu í kvöld
Ljósmynd/Náttúrulækningafélagið
Frumkvöðull Jónas Kristjánsson læknir, afi alnafna síns, ritstjóra DV, stofnaði Náttúrulækningafélag Íslands.
Ljósmynd/Guðbrandur Ægir
Læknir Jónas var héraðslæknir
Skagfirðinga frá 1911 til 1938.
Jónas Kristjánsson fór snemma að
berjast fyrir heilsu og vellíðan fólks
hvar sem hann kom og fór. „Hann
var sífellt á þönum, út um sveitir yf-
ir vötn og vegleysur, úr húsum og í,
á spítalann og af, upp spítalatröpp-
urnar og niður. Næstum alltaf með
töskuna í hendinni. Hljóp við fót á
hröðu tölti. Maður sá hann aldrei
ganga.“
Þannig er Jónasi lýst af Birni
Jónssyni lækni, sem gaf út æsku-
minningar sínar árið 1989, Glampar
á götu – Brellur og bernskuminn-
ingar Bjössa bomm.
Björn lýsti einnig vaxtarlagi og
skapgerð Jónasar: „Meðalmaður á
hæð en allvænn um herðar. Hann
var hvatur í hreyfingum og ör í
skapi. Yfirleitt fremur alvörugefinn.
Honum lá heldur lágt rómur og
röddin dálítið rám. Hann var fáorð-
ur en skýr í máli þó að hann talaði
ekki með miklum áherslum. Hann
hikaði aldrei við að segja álit sitt
hvort sem fólki líkaði betur eða
verr, en án allrar illskeytni.“
Áherslur Jónasar í ráðleggingum
um mataræði sköruðust mikið við
áherslur í fæði Íslendinga á þessum
árum. Gefum Bjössa bomm orðið:
„Jónas predikaði allt um hægðir
og harðlífiseitrun, grænmetisát,
bran og þorskalýsi (sem hafði raun-
ar verið troðið ofan í mig frá blautu
barnsbeini fyrir atbeina hans).
Hætta við kjötát og jafnvel fisk!?
Og öllu fremur allt slátur og blóð-
mör. Þetta gat alls ekki staðist. Og
hægðir þrisvar á dag!“
Einum skjólstæðinga Jónasar
þótti nóg um ráðlegginar hans um
hægðir og orti:
Jónas læknir ætti í
eigin barm að líta.
Ætli hann mundi una því
alltaf að vera að skíta?
Predikaði allt um hægðir,
harðlífiseitrun og grænmetisát
BJÖSSI BOMM UM STARFSBRÓÐUR SINN, JÓNAS LÆKNI
Ljósmynd/Guðbrandur Ægir
Minning Minnisvarði við Sjúkrahúsið á
Sauðárkróki um Jónas Kristjánsson.