Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 29

Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 29
Rauðrefurinn er mesti refur heims- ins, afar kænn í lífsbaráttunni og kann að bjarga sér við mjög ólíkar aðstæður. Hann er á meðal út- breiddustu rándýrategunda heims, lifir nær hvarvetna á norðurhveli jarðar, í Evrópu, Asíu, Norður- Ameríku og Norður-Afríku. Hann er algengur jafnt á reginöræfum sem í sveitahéruðum og hefur fjölgað sér í almenningsgörðum og úthverfum stórborga. Hann finnst þó ekki á köldustu svæðum Síberíu, Íslandi og fleiri eyjum á norðurhjara. Á þessu er þó að verða breyting. Hlýnun jarðar hefur orðið til þess að rauðrefurinn hefur færst norðar og er farinn að ógna tilvist tófunnar, eða heimskautarefsins. Nú er svo komið að tófan er í útrýmingarhættu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Talið er að þar séu nú aðeins um 250 full- vaxta tófur. Rauðrefurinn er stærst- ur og sterkastur refa og vitað er að hann hefur drepið tófur og yrðlinga þeirra. Á meðal annarra afræningja tófunnar eru gullernir, jarfar, úlfar og birnir. Talið er að í Svíþjóð séu um 150.000 fullvaxta rauðrefir. Blaða- maður hitti einn þeirra á förnum vegi nýlega þegar hann var að taka myndir af fögrum fuglum í skógi í Norður-Svíþjóð. bogi@mbl.is Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Alæta Sænski rauðrefurinn lifir aðallega á litlum nagdýrum en étur hvað sem að kjafti kemur, svo sem ber, ýmsar nytjaplöntur, skordýr, fugla, spendýr á borð við rádýr og hvers konar hræ. Feldfagur Rauðrefurinn er með þykkt, loðið skott og hefur verið ræktaður og veiddur víða um heim vegna feldsins. Rauðrefur í fuglahjörð  Er stærsti og mesti refurinn Dómpápar Karlfuglinn er með rósrauða bringu (efri myndin) og kvenfugl- inn bleikbrúna (neðri). Dómpápi er finka, með stuttan og digran gogg. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Hágæða linsur í áskrift á góðu verði Frí heimsending Hvar kaupir þú þínar linsur? www.linsubudin.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.