Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Uppfærsla í fimmtu kynslóð far-
símakerfa, kölluð 5G, mun hefjast
fyrir alvöru á þessu ári. Búist er
við að í framtíðinni muni þessi
nýja tækni nýtast til að knýja allt
frá sjálfstýrðum bílum til þjarka
sem notaðir eru í skurðaðgerðum.
Byrjað var að innleiða núver-
andi farsímakerfi, 4G, árið 2009
en nýja kynslóðin mun gera kleift
að flytja gríðarmikið gagnamagn
sem án efa hefur í för með sér
miklar breytingar á ýmsum svið-
um. Ljóst er hins vegar að tals-
verður tími mun líða þar til nýja
kerfið verður nægilega útbreitt til
að uppfylla væntingarnar sem
bundnar eru við það. Og neyt-
endur munu í upphafi ekki sjá
miklar breytingar á hraða gagna-
flutninga vegna þess að nýja far-
símakerfið verður ekki komið upp
nema í nokkrum borgum og
hverfum.
Símafyrirtæki þurfa að uppfæra
kerfi sín með 5G búnaði frá fyrir-
tækjum á borð við Huawei í Kína,
Nokia í Finnlandi og Ericsson í
Svíþjóð, og símaframleiðendur
þurfa að framleiða síma sem geta
tengst þessum kerfum.
Búist er við, að fyrstu símarnir,
sem geta nýtt sér 5G kerfið, komi
á markað um mitt þetta ár, en út-
lit er fyrir að þeir verði nokkuð
dýrir. Fram kom í febrúar, að 5G-
sími Huawei, muni kosta 2.299
evrur í Evrópu, jafnvirði um 313
þúsund króna.
Sérfræðingar telja, að það muni
að minnsta kosti líða tvö ár þar til
5G kerfið verður orðið það út-
breitt að hægt verði að nota slíka
síma án þess að þurfa að treysta á
núverandi kerfi en næsta kynslóð
farsíma mun geta skipt á milli 4G
og 5G kerfa til að tryggja sam-
fellda þjónustu.
Blandveruleiki
Símafyrirtæki verða væntanlega
fyrst til að nýta sér kosti 5G kerf-
isins en þau geta boðið upp á há-
hraða nettengingar í löndum og á
svæðum þar sem kostnaðarsamt
er að leggja ljósleiðara. Þegar frá
líður mun 5G styrkja þjónustu,
svo sem blandveruleika, sem t.d.
gæti gert notendum kleift að
beina snjallsímamyndavélum að
fótboltaleik í sjónvarpi og fá upp á
skjáinn upplýsingar um leikmenn.
Fyrri farsímakerfi voru hönnuð
fyrir farsíma en sérfræðingar
segja að aukinn hraði og bandvídd
nýja kerfisins þýði að hægt verði
nýta 5G til að tengjast fjölda
hluta, svo sem umferðarljósum,
búvélum, ísskápum og öðrum
heimilistækjum.
Þá gæti 5G valdið byltingu í
þróun sjálfkeyrandi bíla, því með
kerfinu verður svonefndur biðtími
nánast hverfandi. En sjálfkeyr-
andi bílar þurfa á víðfeðmu 5G
kerfi að halda og samtök fjar-
skiptakerfarekenda, GSMA, sem
um 800 fjarskiptafélög um allan
heim eiga aðild að, áætla að 5G
kerfið muni aðeins ná yfir 15% af
heimsneti farsímakerfa árið 2025.
„5G verður enn frekar lítill hluti
af þessari tækni árið 2025 en síð-
an gæti það tekið flugið, sagði
Mats Granryd, framkvæmdastjóri
GSMA, við AFP fréttastofuna.
„Þolinmæði þrautir vinnur allar.“
Miklar væntingar
Ljóst er að fjarskiptafélög þurfa
að fara í miklar fjárfestingar í
tengslum við innleiðingu 5G tækn-
innar. En væntingar til hennar
eru miklar. Yfir helmingur neyt-
enda í þróuðum ríkjum gera ráð
fyrir því að með 5G tækni muni
hraði nettenginga aukast og einn
af hverjum fjórum býst við fram-
sækinni nýrri þjónustu, sam-
kvæmt könnun, sem GSMA gerði
á síðasta ári.
Minni biðtími í fjarskiptum gæti
einnig valdið byltingu í farsíma-
leikjum, á verksmiðjuþjörkum,
fjarlækningum og á öðrum sviðum
sem kalla á skjót viðbrögð og 4G
kerfi ráða illa við.
Blandveruleiki og sjálfvirkni eru
þegar orðin hluti af daglegu lífi en
5G opnar nýja möguleika í ýmsum
framleiðslugreinum. Til dæmis er
hægt að hugsa sér að starfsmenn
við færiband noti gleraugu þar
sem birtast ýmsar upplýsingar
sem gætu aukið framleiðni. Sér-
fræðingar tala um nýja iðnbylt-
ingu þar sem fyrirtæki geta fært
sér í nyt stöðugar tækninýjungar.
5G farsímanet handan við hornið
Uppfærsla í fimmtu kynslóð farsímakerfa mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en ár munu líða þar
til nýja kerfið uppfyllir væntingarnar sem bundnar eru við það Fyrstu 5G símarnir brátt á markað
5G kerfi gætu verið allt að 20 sinnum hraðvirkari en núverandi kerfi
Niðurhalshraði = 1 sekúnda
Fimmta kynslóð (5G) farsímakerfa
Heimild: 5G Observatory (IDATE Digiworld) McKinsey
Tal
2,4
kb/s
(kílóbitar/sek)
1980
Tal/SMS
stafrænt
64
kb/s
2G
1990
75.000 –
1.000.000 kb/s
(1 gígabiti/sek)
Meiri hraði á
gagna/mynd-
skeiðastreymi
4G
4G 5G
2010
384-
14.000
kb/s
Netvafrar
Gagnaflutningar
3G
2000
Tölvupóstur í snjallsímum
5.000.000 - 20.000.000 kb/s
Fjarlækningar
Blandveruleiki
(5-20 gígabitar/sek)
5G
2020
= 1 sek.
+
Sjálfkeyrandi
ökutæki
Niðurhal
á HDmynd
420 sek.
(7 mín.)
6 sek.
1G
AFP
Nákvæmni Vélmenni þræðir nál á
farsímasýningu í Barselóna nýlega.
5G mun auka notagildi slíkra tækja.
Nú finnur þú það sem
þú leitar að á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA