Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Dönsk hönnun LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga GÆÐA TRÉLÍM Á FRÁBÆRU VERÐI BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hálf öld var liðin síðastliðinn laugar- dag frá fyrsta flugi hljóðfráu fransk- bresku farþegaþotunnar Concorde. Þegar morgunmistrið lét undan heiðbláum himni yfir suðurhluta Frakklands upp úr hádegi sunnu- daginn 2. mars 1969 var grænt ljós gefið á fyrsta flugtakið, sem beðið hafði verið með mikilli eftirvænt- ingu. Tignarleg og með miklum hávaða hóf Concorde-þotan sig til flugs frá flugvellinum í Toulouse. Fjölmiðlum var gert viðvart tveimur dögum fyrr að fyrsta reynsluflug þotunnar væri yfirvofandi. Hálft annað ár var þá frá því að þotan með þríhyrnings- laga vængi og oddmjóa trjónu var kynnt til sögunnar. Nokkur hundruð blaðamanna og annarra áhorfenda stóðu í hnapp skammt frá flugbrautinni í Tou- louse, en þar var frumgerð Con- corde smíðuð, raðnúmer 001. Við- burðurinn var sendur út beint í sjónvarpi. „Hún flýgur“ Við stjórnvöl hennar sat franski tilraunaflugmaðurinn Andre Turcat. Strax og hann gaf hreyflunum afl rann þotan af stað. Jókst hraði henn- ar hratt og ákveðið og þegar ferðin var næg lyfti Turcat þotunni renni- legu af brautinni og beindi trjónunni til himna rétt upp úr klukkan 15.30 að staðartíma. „Hún flýgur, Concorde tekur loks- ins flugið!“ hrópaði þulur BBC- sjónvarpsins, Raymond Baxter, í út- sendingu frá Toulouse. Og AFP- fréttastofan sendi í snatri út snögg- soðna ábendingu til fjölmiðla: „Concorde hefur tekið flugið.“ Concord eða Concorde? Stolt var mikið beggja vegna Ermarsundsins á þessari stundu. Bretar og Frakkar sameinuðu krafta sína árið 1962 í þeim tilgangi að smíða hljóðfráa farþegaþotu sem, ef álitlegt þætti, flogið gæti hraðar en hljóð bærist. Raunin varð sú að hámarkshraði Concorde var rúmlega tvöfaldur hljóðhraði. Samstarfshópur tveggja rík- isstjórna og tveggja flugvélasmiða – British Aircraft Corporation (núna BAE Systems) og Sud-Aviation, for- veri Airbus – þurfti að yfirstíga margar hindranir og jafna ýmsan ágreining. Jafnvel nafn þotunnar varð að þrætuepli. Þótt það þýði „sáttmáli“ bæði á tungu Frakka og Breta var um það þráttað lengi vel. En á hvorn mátann skyldi það ritað, „Concord“ upp á ensku eða „Concorde“ upp á frönsku? Ráðherra tæknimála í bresku stjórninni, Tony Benn, hjó á hnútinn 1967 og valdi franska rit- háttinn; sagði að e-ið umdeilda skyldi standa fyrir „excellence, Eng- land, Europe og Entente cordiale“ eða „afburðagæði, England, Evrópu og vinsamlegt samkomulag“. Sanna fluggetuna Í frumfluginu flaug Turcat ein- faldan hring yfir Garonne-ánni á hægri ferð og án þess að draga upp hjólin. Tilgangurinn var ekki að rjúfa hljóðmúrinn strax, heldur að „sýna að flugvélin gæti flogið“ og „snúið aftur til jarðar og lent,“ sagði hann. Við hvínandi hávaða frá hreyfl- unum fjórum og skuggamynd þot- unnar á lofti, sem var eins og ránfugl í veiðihug, stoppuðu vegfarendur bíla sína á hraðbrautum í suðurhluta Frakklands til að fylgjast með tíma- mótafluginu, sagði AFP-frétta- stofan. Í svitabaði undir stýri Loft var þrungið í stjórnklefanum. Þrjú loftræstikerfi af fjórum og því hitnaði þar hratt. „Svitinn bogaði af okkur og streymdi ákaflega strítt undan hjálminum,“ skrifaði Turcat í bók sinni, Concorde, sem út kom 1977. Þykkur reykjarmökkur stóð upp undan þotunni er hún lenti aftur á flugbrautinni í Toulouse. Öryggis- fallhlíf skaust aftur úr flugvélinni til að hægja á ferð hins 112 tonna flyg- ildis. Áhorfendur meðfram flug- brautinni klöppuðu og hrópuðu af ánægju er hjólin námu við malbikið. Flugið hafði staðið í 27 mínútur. Tilraunaflug á flugvél með rað- númerið 002 átti sér stað fimm vik- um síðar, 9. apríl, í Bretlandi. Til- raunaflugstjóri var Brian Trubshaw. Hinn 1. október þetta ár rauf Con- corde svo hljóðmúrinn fyrsta sinni. Þar var Turcat að verki undir stýri frönsku þotunnar í því flugi. Aðeins 14 þotur Tvennt átti eftir að vinna gegn þotunni; hávaðinn og hversu hratt fjórir Rolls-Royce/Snecma Olympus 593 hreyflar hennar gleyptu elds- neyti. Í farflugi þurftu þeir 20 tonn af steinolíu á klukkustund og 450 lítra á mínútu í flugtakinu. Var notk- unin 14-17 lítrar á farþega á hverja 100 km flugs, sem er fjórum sinnum meiri eldsneytisnotkun en hjá far- þegaþotum nú til dags. Kom þetta illa heim og saman við vaxandi kröf- ur um ódýrara og vistvænna far- þegaflug. Aðstandendur Concorde gerðu sér í upphafi vonir um að selja á ann- að hundrað eintök af flugvélinni. Á endanum voru aðeins 14 brúkaðar til faraþegaflugs á árunum 1976 til 2003, sjö af hálfu hvors félags, Air France og British Airways. Ekkert annað félag keypti Concorde, sem flutt gat milli 100 og 144 farþega. Þotan flaug jafnan á 2.200 km/ klst. hraða í farflugi en til sam- anburðar berst hljóð með 1.225 km hraða. Á þessari ferð voru þoturnar 3.30 stundir milli New York og Par- ísar, eða helmingi fljótar en í al- mennu farþegaflugi og tíu sinnum hraðar en Charles Lindbergh sem árið 1927 flaug fyrstur yfir Atlants- haf án viðkomu á leiðinni. Styttri ferðatími kostaði sitt, eða um 12.000 dollara fram og til baka milli London og New York. Bara byrjunin „Þetta fyrsta flug felur ekki í sér niðurstöðu,“ sagði Turcat hundrað blaðamönnum sem fylgdust með fyrsta fluginu. „Þetta er bara byrj- unin á vinnu sem bíður okkar.“ Það tók sjö ár og 5.500 stunda til- raunaflug til viðbótar áður en Con- corde-þotan hlaut flugleyfi til far- þegaflugs. Hófst það í ársbyrjun 1976 af hálfu flugfélaganna Air France og British Airways. Stóð það yfir í aðeins 27 ár. „Stóra hvíta fugl- inum“, sem var óhemju frekur á eldsneyti, var lagt beggja vegna Ermarsundsins árið 2003. Rándýr rekstur og dvínandi eftirspurn eftir flugi með Concorde – ásamt mann- skæðri brotlendingu í flugtaki norð- ur af París í júlí árið 2000 – réðu svo endanlega örlögum hennar. Síðasta farþegaflug Air France átti sér stað í maí 2003 og British Airways lagði sínum þotum í október á því ári. „Concorde hefur tekið flugið“  Concorde-þotan fór í loftið í fyrsta sinn fyrir hálfri öld og þótti lofa byltingu í farþegaflugi vegna tæknilegrar fullkomnunar  Aðeins 14 þotur voru smíðaðar en síðustu vélunum var lagt árið 2003 AFP Hljóðfrá Concorde 001 lendir á flugvellinum í Toulouse í Frakklandi 1. október 1969 eftir að vélinni var flogið yfir í fyrsta skipti hraðar en hljóðið. Heimild: BEA Höggið veldur því að eldsneytis- geymir n°5 rifnar Lendingar- búnaður Séð úr lofti A1 A10 4 Járnbraut D90 2 D3 17 Gonesse Charles de Gaulle flugvöllur í París Flugbraut Bútur af títaníum úr DC 10 flugvél Continental Airlines skemmir hjólbarða Hjólbarðinn springur Concorde brotlendir nálægt París 25. júlí árið 2000 25. júlí 2000, kl. 16:42 Flug AF 4590 leggur af stað Áfangastaður: NewYork Eldsneyti lekur út og eldur kviknar Concorde lendir á hóteli klukkan 16:44 113 láta lífið 109 í vélinni og 4 í hótelinu 1 km Terminal 2Terminal 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.