Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tíðni mislingahefur fariðvaxandi í heiminum und- anfarið. Í fyrra hafði tilfellum fjölgað í 95 löndum miðað við árið á undan. Tilfellum fjölgaði um næstum 50% 2018 og létu um 136 þúsund manns lífið vegna sjúkdómsins. Mislinga hefur einnig orðið vart hér og nú er mikill við- búnaður vegna fjögurra til- fella, sem vitað er um og hafa fleiri ekki greinst með sjúk- dóminn hér síðan 1977 eins og fram kemur á blaðsíðu 10 í Morgunblaðinu í dag. Vitað er að fyrsta smitið átti sér stað erlendis og hinir þrír hafi smitast í flugvél í innanlands- flugi um miðjan febrúar. Í umfjölluninni kemur fram að þessar fréttir af misl- ingasmiti hér hafi valdið mik- illi ásókn í bólusetningar og bóluefni sé brátt á þrotum í landinu. Segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis, að hér á landi hafi 90 til 95% landsmanna fengið mislinga eða verið bólusettir við þeim og það sé undir 95% viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO). Sér hafi stund- um liðið eins og hrópandanum í eyðimörkinni í þessu máli, en staðreyndin sé sú að fólk átti sig ekki á því hvað sjúkdómar á borð við mislinga geti verið skaðlegir. WHO rekur aukna út- breiðslu mislinga meðal ann- ars til tortryggni í garð bólu- setninga. Hana má rekja til þess að tímaritið Lancet birti árið 1998 grein þar sem því var haldið fram að tengsl væru á milli ein- hverfu og bólu- efnis gegn misl- ingum, hettusótt og rauðum hund- um. Í ljós kom að rannsóknin tók aðeins til 12 barna og niðurstöðurnar voru falsaðar. Tímaritið dró grein- ina til baka og höfundurinn missti læknaleyfið. Síðan hefur birst fjöldi greina þar sem sýnt hefur ver- ið fram á að engin tenging sé milli bóluefnisins og ein- hverfu. Nú síðast í gær þegar tímaritið Annals of Internal Medicine birti niðurstöður umfangsmikillar danskrar rannsóknar þar sem tekin eru af öll tvímæli. Rannsóknin náði til 650 þúsund danskra barna og stóð í áratug. Borinn var saman fjöldi barna, sem greinst höfðu með einhverfu og ýmist höfðu verið bólusett eða ekki. Munurinn á tíðninni var enginn. Í greininni um rannsóknina er vísað í tíu aðr- ar rannsóknir, þar af sex um bóluefnið gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, sem allar eiga það sammerkt að hafa engin tengsl fundið milli bólusetninga og ein- hverfu. Það er ótækt að útbreiðsla bráðsmitandi og hættulegs sjúkdóms á borð við mislinga skuli fara vaxandi á ný. Bólu- setningin gegn sjúkdómnum er ódýr og það þarf að leggja allt kapp á að bólusetja það marga að viðmiði WHO verði náð, á Íslandi sem annars staðar. Það er uggvænlegt að tíðni bráðsmit- andi og hættulegs sjúkdóms eins og mislinga fari vax- andi í heiminum á ný} Tíðni mislinga eykst Margt er meðöðrum hætti um þessar mundir en tíðkast hefur og æskilegt væri. Borgarbúar hafa til dæmis fengið að fylgjast með því að tilteknir embætt- ismenn borgarinnar veitist að kjörnum fulltrúum borgarbúa og tali til þeirra með þeim hætti að augljóst er að emb- ættismennirnir hafa skipað sér í fylkingu og geta ekki notið trausts allra borgarfulltrúa eða borgarbúa. Annað dæmi um undarlega atburði hefur komið upp í Seðlabankanum, þar sem bankastjórinn er tekinn að munnhöggvast við bankaráðs- menn kjörna af Alþingi. Þær deilur eru sérstakar, ekki síst í ljósi þess að bankinn hefur misstigið sig illi- lega á undan- förnum árum svo ekki eru fordæmi fyrir. Í gær bættist svo í gagnrýnina á Seðlabank- ann þegar umboðsmaður Al- þingis ræddi málefni hans við þingnefnd. Var það samtal bankanum ekki til fram- dráttar. Í framhaldi af því kvaddi þingmaður sér hljóðs og taldi afsögn réttu við- brögðin í bankanum. Nú væri svo sem hægt af hálfu bankans að bregðast við þessu með þeim hætti að hasta á umboðs- mann og þingmann. Það væri svo sem í góðu samræmi við fyrri viðbrögð og þróunina sem orðið hefur hér á landi. Slíkt væri þessari mikilvægu stofn- un þó ekki til framdráttar. Þögnin verður æ vandfundnari, en er oft gulls ígildi} Undarleg þróun S tjórnvöld ætla sér og hafa skyldu til þess að vinna að stöðugleika hér í efnahagsmálum og við munum ekki skilja Seðlabankann einan eftir í að vinna að því hlutverki,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skömmu fyrir jól. Þessi yfirlýsing hefði ekki átt að koma nein- um á óvart því að flestir stjórnmálamenn segj- ast vilja stöðugleika. Á árunum 1965-6 var mikill uppgangur á Ís- landi. Ísland var í lífskjarasamanburði sagt vera í fjórða sæti í heiminum. Þremur árum seinna var landið komið aftur í kjallarann. Bandaríkjadalur hafði hækkað úr 43 krónum í 88 á tæplega ári. Um mitt ár 2007 var gengi dollars rúmlega 60 krónur. Hann kostaði 148 krónur í desember 2008. Hvar var stöðugleik- inn þá? Lífskjör á Íslandi eru núna með því besta sem þekkist í heiminum. Almennt hefur þjóðin núna meira milli hand- anna en oftast eða kannski alltaf áður. Lífaldur hefur líka hækkað, húsnæði batnað, utanlandsferðum fjölgað og fleiri Íslendingar eiga bíla en nokkru sinni fyrr. Þetta þýð- ir auðvitað ekki að allir hafi það gott, en efnahagslegur samanburður er okkur hagstæður í mars 2019. Hver verð- ur staðan 2020? Það veit enginn. Fyrirsögn greinarinnar er svar seðlabankastjóra Eng- lands við því hvaða kostir fylgdu falli pundsins eftir Brexit. Óstöðugleiki krónunnar hefur valdið fólki og fyr- irtækjum á Íslandi miklu tjóni. Stöðugur gjaldmiðill og lægra vaxtastig væri besta og varanlegasta kjarabótin sem þjóðin ætti að sameinast um. Á tíunda áratug síðustu aldar héldu ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar gengi krónunnar stöðugu árum saman. Verðbólgan fór í 2% og hagur almenn- ings batnaði. Opnun landsins með aðild að fjór- frelsi Evrópusambandsins örvaði efnahagslífið á sama tíma. Þeim ávinningi má ekki glutra niður með óábyrgu lýðskrumi. Við höfum því eftirsóknarverða reynslu af stöðugleika með föstu gengi og opnu hagkerfi. Í ágúst síðastliðnum skrifaði ég í pistli í Mogganum: „Fyrir þá sem geta lagt eitthvað fyrir er skynsamlegt að færa hluta af sínum sparnaði í erlenda mynt. Gengi krónunnar fell- ur fyrr eða síðar.“ Ég veit að nokkrir fylgdu þessu ráði og hafa bætt sinn hag í krónum talið um nálægt 12%. Krónan er enn völt, sveiflan heldur áfram. Óréttlætið er að margir eiga engan sparnað sem þeir geta skipt í gjaldeyri. Fólkið sem sendir mánaðarlega hluta af laununum heim til Póllands hefur enga vörn þegar krónan fellur. Lífskjör eru góð á Íslandi núna, þrátt fyrir óstöðugleik- ann, ekki vegna hans. Danir hafa haldið sér við toppinn í áratugi með stöðugri mynt, meðan Íslendingar fara upp og niður milli deilda. Sagt er að það eina sem þurfi til þess að vernda stöðugleikann sé góð hagstjórn. Umorðum því orð skáldsins og spyrjum: „Hvenær koma, kæri minn, hagstjórnin góða og stöðugleikinn?“ Benedikt Jóhannesson Pistill Gengisfelling gerir alla fátækari Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikilvægt er að sjúkra-bílafloti landsins séendurnýjaður reglu-lega, að mati þeirra sem koma að sjúkraflutningum. Nýir sjúkrabílar hafa ekki komið síðan í janúar 2016. Tilboð í útboði Ríkis- kaupa vegna kaupa á 25 nýjum sjúkrabílum verða opnuð 14. mars eftir ítrekaðar frestanir. Rauði krossinn (RKÍ) skrifaði rekstraraðilum sjúkrabíla á landinu 4. mars um stöðuna varðandi endur- nýjun sjúkrabílanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur þar m.a. fram að búið væri að kaupa minnst 37 sjúkra- bíla ef samningur RKÍ og ríkisins, sem var handsal- aður fyrir rúmum tveimur árum, hefði komist í framkvæmd. Endurnýjun bíla- flotans hafi verið í biðstöðu í nærri þrjú ár og er töfin skrifuð á stjórn- völd. Fjármunir til endurnýjunar sjúkrabílaflotans séu til en samn- ingur um endurnýjunina liggi ekki fyrir. RKÍ hefur séð um fjármögnun og rekstur sjúkrabíla í landinu í yfir 90 ár og notið við það stuðnings sjálf- boðaliða og almennings. Undanfarin 20 ár hefur rekstur sjúkrabílanna verið í samvinnu við stjórnvöld sem einnig hafa lagt fram fé. Þegar sam- starfið hófst lagði RKÍ alla sjúkra- bíla sína og búnað í Sjúkrabílasjóð RKÍ. Frá því samkomulagið var gert hefur RKÍ lagt alls um þrjá milljarða að núvirði í rekstur og fjárfestingar í sjúkrabílum. Í greinargerð RKÍ kemur fram að alls hafi 34 nýir sjúkrabílar verið keyptir á árunum 2014-2016. Niðurstaða liggur ekki fyrir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram- kvæmdastjóri RKÍ, segir að þau hjá RKÍ virði þann pólitíska vilja stjórn- valda að taka við rekstri sjúkrabíl- anna. Samkomulag hafi verið gert milli RKÍ og heilbrigðisráðuneytis- ins um að fá Capacent til að gera greinargerð um stöðu mála. „Það þarf að fara fram fjárhagslegt upp- gjör ef ríkið tekur sjúkrabíla- reksturinn yfir,“ sagði Kristín. Capa- cent skilaði greinargerð með niðurstöðum 7. febrúar síðastliðinn. Kristín segir að aðilar hafi skoðað greinargerðina en ekki komist að niðurstöðu um málið. Aðilar sömdu um að ræða ekki efni greinargerðarinnar opinberlega að svo stöddu. Kristín taldi víst að mörgum þætti efni hennar forvitni- legt. „Ég veit ekki hve lengi er hægt að hafa fréttabann á þessari skýrslu. Ég er á því að það geti ekki verið endalaust,“ sagði Kristín. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ætluðu aðilar að ræða saman í gær. „Við höfum rekið sjúkrabíla- þjónustuna í rúm þrjú ár eftir að síð- asta samningstímabili lauk í árslok 2015. Við vinnum eftir gamla samn- ingnum sem hefur verið framlengdur einn mánuð í einu. Samkvæmt hon- um eigum við að útvega 68 sjúkrabíla en við erum með 84 bíla, einn varabíl á hverja þrjá. Við höfum líka keypt búnað og haldið honum við allan þennan tíma,“ sagði Kristín. Hún kveðst sjá tvo möguleika í stöðunni, annaðhvort að ríkið taki rekstur sjúkrabílanna strax yfir eða að gerð- ur verði samningur um að yfirtaka ríkisins gerist á lengra tímabili. „Við eigum sjúkrabílana og Sjúkrabílasjóð Rauða krossins. Ríkið getur ekki tekið sjúkrabílasjóðinn eignarnámi,“ sagði Kristín. Það þarf því að semja um hvernig eigna- tilfærslan fer fram þegar og ef ríkið tekur við sjúkrabílunum. Endurnýjun sjúkra- bílaflotans aðkallandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjúkraflutningar Rauði kross Íslands hefur annast sjúkraflutninga í yfir 90 ár. Nú vill ríkið taka við og hafa viðræður staðið yfir milli aðila. Kristín Hjálmtýsdóttir „Staðan er grafalvarleg og ótrúlegt hvað það hefur dregist að endurnýja sjúkrabílana,“ sagði Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Á þeirra vegum eru átta starfsstöðvar og samtals 16 sjúkrabílar á svæðinu frá Akranesi, vestur um Snæfellsnes og norður á Hólmavík og Hvammstanga. „Bílarnir eru orðnir allt að 25 ára gamlir. Sá nýjasti kom fyrir fimm ár- um. Margir eru orðnir fullorðnir og við lendum í því að sjúkrabílar bili í sjúkraflutningum. Það er reynt að stunda fyrirbyggjandi viðhald en það verður erfitt þegar bílarnir eru orðnir þetta gamlir. Sumum hefur verið ekið á þriðja hundrað þúsund kílómetra,“ sagði Gísli. „Staðan er grafalvarleg“ SJÚKRABÍLARNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.