Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 40
Mannsævin er harmræn Mannsævin er harmræn í eðli sínu. Við vitum ekki hvað- an við komum, hvert við förum. Allt lífið erum við að leita að okkur sjálfum. Freista þess að skil- greina ást, tryggð, meðvitund. Mannsævin er harmræn í eðli sínu. Þess vegna er gleðin okkar náðargjöf. Gleðin. Þegar um var að ræða kirkjugarð sem ég heyrði dularfullar sögusagn- ir af fyrir mörgum árum síðar og smám saman kom í ljós þessi kirkja vakti það forvitni mína, ímyndunar- afl og samúð, já kirkjan, rétt eins og sveitakirkja uppi í sveit, smám sam- Eftir Elísabetu Jökulsdóttur »Einu sinni var stelpa sem lærði að lesa af leg- steinum. Og hvað stend- ur?Allt sem minnir okkur á harmrænt eðli lífsins.Elísabet Jökulsdóttir 40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Veldu Panodil® sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Ungt norrænt fólk hefur dregið að mun úr neyslu áfengis. Ástæð- ur þessa gætu verið aukið eftirlit foreldra með unglingunum sín- um og meira aðhald með drykkju bæði full- orðinna og ungs fólks. Ástæðan gæti einnig verið sú að erfitt er að ná í áfengi. Minnkandi áfengisneysla dregur úr tjóni á mörgum sviðum, sama hver ástæðan er. Áfengisneysla norrænna ung- menna hefur dregist saman á síðustu tíu til fimmtán árum. Við verðum nú vitni að jákvæðri tilhneigingu til minni neyslu, öfugt við þróunina á áttunda til tíunda áratug þegar áfengisneysla ungs fólks jókst. Á Norðurlöndum hækkar hlutfall þeirra 15 ára unglinga sem aldrei hafa smakkað áfengi. Þeir unglingar sem drekka áfengi drekka minna en áður, það er að þeir drekka sjaldnar og áfengismagn er minna en áður miðað við stöðuna fyrir 10-15 árum. Ungmenni í dag eru einnig eldri en fyrri kynslóðir voru, bæði þegar þau smakka áfengi og verða drukkin í fyrsta sinn. Þessi tilhneiging og mögulegar skýringar á þróuninni eru þema nýrr- ar skýrslu Norrænu velferðar- miðstöðvarinnar, What’s new about adolescent drinking in the Nordic co- untries? Þótt áfengisneysla ungs fólks hafi minnkað á Norðurlöndum er einnig munur á milli landanna. Minnst drekkur ungt fólk á Íslandi en mest drekkur það í Danmörku. Tiltölulega hefur dregið mest úr unglinga- drykkju á Íslandi. Danmörk er hins vegar eina norræna landið þar sem áfengisneysla ungs fólks er enn yfir evrópska meðaltalinu. Í evrópskri skólakönnun um áfengi og önnur vímuefni (ESPAD) frá 2015 kom fram að níu prósent íslenskra ungmenna höfðu drukkið áfengi í næsta mánuði á undan. Í Danmörku er samsvarandi tala um 70 prósent og þar er einnig drykkja með það fyrir augum að verða drukkinn enn al- mennur þáttur í menningu ungmenna. Fræðimönnum hefur ekki tekist að finna skýr svör um hvers vegna ungt fólk drekkur minna en áður. Það hafa orðið miklar breytingar á lífi ungs fólks á þessu tímabili sem drykkjan hefur minnkað. Óljóst er hver þess- ara breytinga hefur haft mest áhrif á það að ungt fólk drekkur minna en áður. Skýrslan bendir á það sem mögu- lega ástæðu að foreldrar viti meira um það hvar börn þeirra verja frítíma sínum og að þeir hafi betri stjórn á börnum sínum og tíðari samskipti við þau um farsíma. Foreldrar á Norð- urlöndum virðast hafa beitt meira að- haldi gagnvart áfengisneyslu ung- menna en fyrri kynslóðir foreldra gerðu. Rannsóknir sýna að samskipti foreldra og barna eru mun nánari nú en áður gerðist. Fræðimenn kalla það Disappearing generation gap. Rann- sóknir sýna einnig að unglingar eiga erfiðara með að nálgast áfengi en áð- ur. Bent er á strangara eftirlit með aldri viðskiptavina í verslunum sem mögulega ástæðu. Sumir fræðimenn halda því fram að unglingamenningin sé einfaldlega neikvæðari gagnvart áfengi en áður. En það virðist þó samt vera munur þar á. Í Danmörku er enn litið á drykkju áfengis sem jákvæðari og sjálfsagðari þátt í menningu ung- menna en í hinum ríkjum Norður- landanna. En jafnvel í Danmörku eru viðhorf að breytast. Núverandi rannsóknir styðja ekki þá skoðun að ungt fólk drekki minna vegna þess að það verji meiri tíma við tölvuna eða á félagsmiðlum. Kenn- ingin um að kannabis hafi komið í stað áfengis sem vímugjafi virðist heldur ekki standast. Kannabis er fremur viðbót við áfengi, meirihluti þeirra sem nota kannabis nota einnig áfengi. Ungt fólk okkar daga er að mörgu leyti íhugult og skynsamt. Það kann til dæmis að meta skólagönguna og drekkur og reykir minna en fyrri kynslóðir gerðu. Á sama tíma upplifir ungt fólk fleiri einkenni t.d. streitu, kvíða og svefnleysis. Sums staðar á Norðurlöndum verður vart við aukin geðræn vandamál í hópi ungs fólks. Það kemur fræðimönnum mjög á óvart að þetta skuli gerast á sama tíma og dregur úr drykkjunni. Unglingar sem drekka mikið magn áfengis á unglingsárum halda því ekki endilega áfram á fullorðinsárum og fullorðnir sem drekka of mikið hafa ekki endilega drukkið á unglings- árum. Forvarnir verða því að beinast að öllu ungu fólki og ekki bara þeim einstaklingum sem drekka mikið. Einnig er vert að benda á að sumir hópar hafa ekki fylgt ofangreindri þróun, áfengisneysla hefur aukist hjá sumum félags- og fjárhagslegum jað- arhópum þjóðfélagsins. Þörf er á frekari rannsóknum á þessari þróun og því hvernig drykkjumynstrið er að þróast í tvær áttir. Það hefur einnig komið í ljós að ungt fólk í menningar- legum minnihlutahópum á Norð- urlöndum drekkur minna en ungt fólk í meirihlutahópum þeirra. Fræði- menn velta því fyrir sér hvort verið geti að siðvenjur þessara hópa hafi áhrif á venjur ungmenna af norræn- um uppruna. Þó svo að jákvætt sé að það dragi úr áfengisneyslu meðal ungs fólks á Norðurlöndum er þar um ýmsan at- hyglisverðan mun á milli landa að ræða. Þrátt fyrir að Norðurlönd eigi margt sameiginlegt er ýmislegt ólíkt í bæði skipulagi og lagasetningu auk þess sem stefna landanna í áfengis- málum er mismunandi. Við getum leiðbeint um breytingar með því að bera saman árangur norrænu land- anna á þessu sviði. Áfengisneysla ungs fólks á Norðurlöndum fer minnkandi Eftir Dagfinn Høybråten og Evu Franzén »Ungt fólk okkar daga er að mörgu leyti íhugult og skyn- samt. Það kann til dæmis að meta skóla- gönguna og drekkur og reykir minna en fyrri kynslóðir gerðu. Dagfinn Høybråten Dagfinn Høybråten er aðalframkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Eva Franzén er forstjóri Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Eva Franzén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.