Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 44
Gloss YSL Volupté Tint-in-Oil.
annars staðar. Þegar ég spurði Ísak
um fimm mest notuðu förðunarvör-
urnar í augnablikinu nefnir hann
YSL Volupté Tint-in-Oil og YSL
Touche Éclat All-In-One Glow-
farðann. Sömuleiðis segist hann
mikið nota lausa púðrið frá Laura
Mercier og svo eitt vinsælasta raka-
kremið á markaðnum en það er
Skin Food frá Weleda og að lokum
nefnir hann Hocus Focus Instant
Visual Flaw-Softening Illuminator
frá Soap & Glory.
Þetta notar Ísak
fyrir rauða dregilinn
Mörg verkefni Ísaks felast í að
farða fyrirsætur og söng- og leik-
konur fyrir hina ýmsu viðburði og
því verð ég að forvitnast um hvaða
farða hann noti fyrir slík tilefni?
„Ég fer svolítið á milli nokkurra
en nota engan farða með púð-
uráferð því hann endurkastar
oft frá sér flassi myndavél-
anna og virkar því allt of
ljós, ég hef alveg lært af
þeim mistökum. Yfirleitt
nota ég YSL All-In-One
Glow-farðann eða Lum-
inous Silk-farðann frá Gi-
orgio Armani og svo
nota ég Traceless Fo-
undation Stick frá
Tom Ford sem hylj-
ara. Þetta fer þó eftir
húðgerð hvers og eins
en ég notast einnig við
matta farðagrunna og
svo góð púður eins og
lausa púðrið frá Laura
Mercier eða Prep &
Touche Éclat All-In-One Glow. „Ég
er alveg sérstaklega erfiður með
farða og í rauninni skiptir mig
mestu máli hvernig farði helst á en
ekki hvernig hann lítur út um leið
og þú ert búin að setja hann á.
Þessi farði gefur mikinn raka en
hreyfist ekki mikið á húðinni og
helst vel.“
Ísak segir einnig að fólk ætti að
fylgjast með augnskuggapallett-
unum frá YSL því merkið sé fram-
úrskarandi þegar
komi að litum og
tónum sem erfitt
geti verið að finna
Prime-púðrið frá MAC. Ég gef allt-
af kúnnunum mínum Face Blotting
Paper frá Muji ef þeir vilja rétt að-
eins fara yfir andlitið áður en mætt
er á rauða dregilinn,“ segir Ísak.
En hver ætli sé uppáhalds-
maskarinn hans? „Upp á síðkastið
hef ég verið mjög hrifinn af Glamo-
lash Mascara XXL frá Rodial og
The Shock-maskaranum frá YSL en
fyrir fíngerð augnhár og fyrir þá
sem vilja ná vel í rætur augnhár-
anna er Extended Play Gigablack
frá MAC mjög góður. Ég fíla líka
Volum’ Express The Colossal-
maskarann frá Maybelline á neðri
augnahárin þegar ég er að farða
kúnna fyrir rauða dregilinn þar sem
hann er vatnsheldur og smitast ekki
á húð. Það skiptir ótrúlega miklu
máli að velja vatnshelda maskara á
neðri augnhárin því margir eiga það
til að smitast á augnsvæðið undir
augunum og stórslys getur átt sér
stað. Ömurlegt að sjá myndir af
rauða dreglinum og það eru svartar
klessur undir augunum. Ljósin eru
Lilja Ósk Sigurðardóttir
snyrtipenninn@gmail.com
Það er sérlega gaman að fylgjast
með Ísaki Frey Helgasyni á sam-
félagsmiðlum (@isakhelgason) þar
sem hann ferðast á milli heimshluta
og farðar þekktar fyrirsætur, leik-
og söngkonur. Ég var forvitin að
vita hvaða förðunarvörur hann not-
ar helst í verkefnum sínum, hvað
ætti helst að vera í snyrtiveskinu og
svo auðvitað vildi ég vita meira um
námskeiðið sem hann heldur hér á
landi 23. febrúar næstkomandi og
kennir allt varðandi tækni og förð-
un fyrir rauða dregilinn.
Með þráhyggju vegna
nokkurra vara frá
Yves Saint Laurent
Ísak hefur úr fjölmörgum merkj-
um og vörum að velja svo fyrsta
spurning mín er einfaldlega sú
hvort honum finnist eitthvert
ákveðið förðunarmerki standa upp
úr í augnablikinu? „Ég nota mikið
vörur frá Yves Saint Laurent og er
með ákveðna þráhyggju vegna
nokkurra þeirra. Fyrst og fremst
verð ég að nefna YSL Volupté Tint-
In-Oil en þetta er varaolía með lit
sem ég prófaði fyrir um 2 árum og
þetta er algjörlega minn heilagi
andi hvað varðar förðunarkittið
mitt. Bæði finnst mér þetta gefa
varalitum ákveðið líf, sérstaklega
appelsínuguli tónninn því hann ýtir
undir alla undirtóna og skerpir á
þeim, auk þess sem varirnar fá
meiri raka án þess að líta út fyrir
að vera of glossaðar. Ég nota þetta
líka mjög mikið á kinnar og kring-
um augu svo þetta er eins og ég
segi alveg mitt helsta vopn í kitt-
inu,“ segir Ísak og nefnir einnig
nýja farðann frá YSL sem nefnist
Þetta notar
Ísak til
að farða
stjörnurnar
Ef þig langar að verða sérfræðingur í förðun eða
langar að líta út eins og stjörnurnar á rauða dregl-
inum er Ísak Freyr Gíslason maðurinn að leita til.
Hann er á því að það sér gott fyrir sjálfsvirðinguna
að vera vel farðaður.
Maskari YSL
The Shock,
Rodial
Glamolash
Mascara
XXL, MAC
Extended
Play Giga-
black og May-
belline Vol-
um’ Express
The Colossal.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10,1 kg
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
AFP
Hittir í mark
Leikkonan
Cate Blanchett
er alltaf flott.
Stórstjarna Ísak segir að hann hafi
aldrei verið jafn stressaður eins og þeg-
ar hann farðaði Katy Perry en hún hafi
verið sú allra yndislegasta.
Förðunarmeistari
Ísak Freyr ferðast á
milli heimshluta og
farðar þekktar fyr-
irsætur, leik- og
söngkonur.