Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 45
oft svo sterk og það skiptir miklu máli að passa upp á svona smáat- riði.“ Fljótandi töfrakrem Ísak segir að allar konur ættu að eiga Skin Food-rakakremið frá We- leda í veskinu sínu til að hressa upp á húðina yfir daginn og segist hann elska að nota það yfir farða á kinn- bein. Eins nefnir hann að Volupté Tint-in-Oil frá YSL sé góð vara í snyrtiveskið sem hægt sé að bæta ofan á varirnar eða til að fá lit í kinnarnar. Þegar ég spurði Ísak um helstu mistök sem fólk gerði reglu- legu í förðun nefndi hann nokkur: „Ljós vetrarfarði yfir sólbrúnku, púður yfir augnhár, ljóst ljómap- úður yfir dökkar skyggingar og þegar fólk gleymir að taka farðann lengra en á kjálkalínu og þar af leiðandi koma gjarnan skil. Önnur mistök eru augabrúnablýantar með of rauðum undirtónum en þetta er mjög lúmskt því sumir tónar koma ekki í ljós nema þegar flassið frá myndavélunum kemur á þá.“ Þegar Ísak minntist á vetrarfarð- kvenna. „Fólk á ekki að þurfa að fimmfalda skammtinn af farða til að vera ánægt með sjálft sig og í raun og veru held ég að þó svo að fólk sé ekki meðvitað um þessi áhrif þá í undirmeðvitundinni getur þetta orðið eins og ákveðin fíkn. Á sama tíma er ég mjög hlynntur túlk- unarfrelsi hvers og eins og allir eiga að fá að gera það sem þeir vilja en mér finnst miklu skemmtilegara að fá að sjá húð og freknur og ferskari förðun og ég vona innilega að þessi bylting fari að rúlla yfir á það belti,“ segir Ísak. Auðvelt að klúðra förðun ef maður þekkir ekki innihaldsefnin Á dögunum hélt Ísak förð- unarmasterclass í Make-up Studio Hörpu Kára . Námskeiðið stóðyfir í 6 klukkustundir. „Ég fór í gegnum tvær mismunandi tegundir af förð- un og útskýrði hvert skref og atriði. Af hverju þarf að þekkja muninn á venjulegri förðun og förðun fyrir rauða dregilinn? Mér fannst ég alltaf mjög öruggur í förðun þang- að til fyrir 7 árum þegar ég var beðinn um að mála Suki Wa- terhouse fyrir GQ- verðlaunin en síðan þá hef ég þurft að læra mikið og þróast á þessu sviði. Í rauninni er mjög létt fyrir förð- unarfræðing að klúðra förðuninni ef hann þekkir ekki til inni- haldsefna og hvaða formúlur vinna vel með sterkum ljósum og flassi o.s.frv. Ég fór í gegnum öll þau tips sem ég hef safnað saman auk þessfór ég í gegnum form- úlur og aðalvörurnar sem mér hefur fundist virka best fyrir rauða dregilinn. Þessi hlið í förðunarbrans- anum stendur algjörlega ein og sér og auk þess er maður undir gríðarlegri pressu og það er mjög mikilvægt að vita hvernig maður á að díla við þann sem maður er að farða og tryggja að maður sé bókaður aftur.“ hef aldrei verið jafn stressaður og ég var þegar ég farðaði Katy Perry en hún var sú allra yndislegasta og svo var ótrúlega gaman að farða Cate Blanchett fyrir einkaviðburð á snekkju í fyrra. Charli XCX er ótrúlega fyndin og ég hef lent í ýmsu með henni og svo var Dua Lipa líka yndisleg. Myndi samt segja að uppáhaldskúnnarnir mínir væru listafólk, mikið af stórfurðu- legum týpum í risahúsum sem líta út eins og undraland og sögurnar sem ég hef fengið að heyra hafa verið afar skrautlegar.“ Fólk á ekki að þurfa fimmfaldan skammt af farða Talið berst að hinum misgóðu stefnum í förðun sem eru í gangi og segir Ísak að honum finnist mikil YouTube- og Instagram-förðun orð- in allt of algeng og geti haft skaðleg áhrif á sjálfsmynd bæði karla og ann spurði ég hann hvort hann lum- aði á góðu ráði til að framkalla frísklega ásýnd þegar manni finnst veturinn engan enda ætla að taka. Hann segist eiga sér eitt mjög ódýrt leyndarmál sem hefur fylgt honum frá því hann flutti fyrst til London en það er Hocus Focus In- stant Visual Flaw-Softening Ill- uminator frá Soap & Glory. „Þetta er fljótandi töfrakrem í rauninni, ég bursta því léttilega yfir farða og það gefur farðanum hlýju og ótrú- lega fallegan ljóma. Hægt er að kaupa það í stórum Boots- verslunum hér í Bretlandi.“ Stressaður áður en hann farðaði Katy Perry Ísak segist mikið blanda saman bæði dýrum og ódýrum snyrti- vörumerkjum og segist ekki vera merkjasnobb þegar kemur að kitt- inu sínu. „Ég er á sama tíma mjög heppinn að fá mikið af vörum sent til mín í dag en ég á algjörlega mína uppáhaldshluti sem ég nota enn þá frá því að ég var að byrja. Á sama tíma hefur förðunarbransinn stækk- að gífurlega síðan árið 2008 þegar ég lærði förðun og úrvalið af vörum á viðráðanlegu verði orðið miklu meira. Ég reyni þó oftast að hafa vörurnar sem ég nota fyrir rauða dregilinn í fínni kantinum þar sem fólk er kannski í skarti og kjólum upp á milljónir og það er skemmti- legra að mæta ekki með hundrað króna varablýant,“ segir hann og talandi um fræga fólkið: hver hefur verið uppáhaldskúnninn hans hing- að til? „Þetta er erfið spurning. Ég Farði Tom Ford Traceless Founda- tion Stick, Giorgio Armani Lum- inous Silk Foundation og YSL Touche Éclat All-In-One Glow. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is AFP AFP Geggjuð týpa Dua Lipa er með flottan stíl. Súper hot Charli XCX. Púður MAC Prep&Prime Transparent Finishing Powd- er og Laura Mercier Translu- cent Loose Setting Powder. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.