Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 50

Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 ✝ GuðmundurMalmquist fæddist í Reykjavík 13. janúar 1944. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 1. mars 2019. Foreldrar Guð- mundar voru Eð- vald Brunsted Malmquist, f. 24.2. 1919, d. 17.3. 1985, yfirmatsmaður garðávaxta í Reykjavík, og Ásta Thoroddsen Malmquist, f. 6.1. 1916, d. 20.3. 1998, hús- freyja og skrifstofumaður í Reykjavík. Bróðir: Jóhann Pétur Malm- quist, f. 15.9. 1949, prófessor. Hálfsystir: Þórdís Ragnheiður Malmquist, f. 30.5. 1950, sjúkra- liði. Maki: Sigríður J. Malmquist, f. 23.3. 1944, fyrrv. bankaritari. Þau gengu í hjónaband 20. maí 1966. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, f. 10.12. 1906, d. 25.1. 1964, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, og Karen Petrea Guðmundsdóttur, f. 2.10. 1911, d. 23.3. 2002, húsfreyja. Hann stundaði nám við MR, lauk þaðan stúdentsprófi 1964, stundaði nám í lögfræði við HÍ, lauk embættisprófi í lögfræði 1969 og fékk réttindi héraðs- dómslögmanns 1971. Á sumrin á námsárunum vann Guð- mundur m.a. í fiski, stundaði al- menna verkamannavinnu, standsetti lóðir með föður sín- um, ók strætisvagni og var að- stoðarbílstjóri hjá Mjólkur- samsölunni. Guðmundur var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum 1969-70, var lögfræðingur við Seðlabankann 1970-72, lögfræðingur hjá lána- deild Framkvæmdastofnunar frá hausti 1972-85 og var jafn- framt aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra 1984-85. Guð- mundur var skipaður forstjóri Byggðastofnunar árið 1985 og sinnti því starfi til 2001 Þá var hann framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu á árunum 2001-2008. Guðmundur átti sæti í fjölda nefnda og stjórna, ekki síst á þeim árum er hann gegndi for- stjórastarfi hjá Byggðastofnun, og gegndi auk þess formennsku í stjórnum fyrirtækja, s.s. Sjó- efnavinnslunnar og Norður- stjörnunnar. Útför Guðmundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 7. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Börn: 1) Ásta Malmquist, f. 30.8. 1967, viðskipta- fræðingur. Eign- maður hennar er Eggert Teitsson, löggiltur endur- skoðandi. Börn þeirra eru: Sigríð- ur María, f. 1999, og Herdís Hörn, f. 2006. 2) Rúna Malmquist, f. 13.6. 1973, viðskiptafræðingur. Eig- inmaður hennar er Torfi Krist- jánsson viðskiptafræðingur. Börn þeirra eru: Kristján Ólaf- ur, f. 2002, Guðmundur Hrafn, f. 2004, og Eðvald Jón, f. 2009. 3) Jón Eðvald Malmquist, f. 7.10. 1974, lögmaður. Eigin- kona hans er Guðrún Kristín Rúnarsdóttir lyfjafræðingur. Dætur þeirra eru Laufey Sara, f. 2001, Ásdís Eva, f. 2007, og Unnur Björk, f. 2010. Guðmundur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Á æskuár- um var hann allmörg sumur í sveit á Brekkum II í Mýrdal. Guðmundur sótti grunnskóla í Æfingadeild Kennaraskólans. Guðmundi tengdaföður mínum kynntist ég fyrir tæpum 24 árum, í kjölfar þess að við Ásta fórum að rugla saman reytum. Frá fyrstu kynnum reyndist hann mér ákaf- lega vel, hann varð strax traustur vinur og fyrirmynd. Ákvörðun okkar um að flytja í Víðidalinn eftir útskrift úr háskóla vorið 1995 var fyllilega studd af Sigríði og Guðmundi, þó að honum hafi líklega ekkert litist á hana, sauð- fjárbúskapur gaf ekki mikið í aðra hönd þá frekar en nú. Guðmundur var sérlega bón- góður og gott að leita til hans með alla hluti. Hann var fróður um margt og maður kom sjaldan að tómum kofunum í ráðleggingum þegar kom að því að taka erfiðar ákvarðanir tengdar vinnu, fast- eignakaupum eða öðrum einfald- ari hlutum. Allt slíkt var gert af yfirvegun, án yfirgangs eða yfir- lætis, enda var slíkt ekki til í fari Guðmundar. Ein besta minning mín af Guð- mundi, af mörgum góðum, tengist degi sem við áttum saman er hann var boðinn á aðalfund KS sem forstjóri Byggðastofnunar vorið 1996. Þetta var skömmu eft- ir að faðir minn lést og forsendur fyrir búskap okkar Ástu í Víði- dalnum höfðu því breyst. Á ferð okkar ræddum við valkostina fram og til baka og Guðmundur hjálpaði mér í rólegheitum að raða hlutunum rétt upp, án nokk- urs þrýstings. Þennan dag fékk ég líka eina tækifærið til að sjá Guðmund í essinu sínu, tala um byggðastefnu við KS-menn sem og um tækifæri og ógnir Skaga- fjarðar. Það gerði hann af mikilli ástríðu, sem hann hafði fyrir starfi sínu hjá Byggðastofnun. Margar skemmtilegar stundir áttum við Ásta og dæturnar með Guðmundi og Sigríði. Ferðalög, heima og erlendis, samvera á há- tíðum og í fríum var mikil, þar sem þolinmæði og ljúft viðmót Guðmundar laðaði barnabörnin að honum. Spila, horfa á bíó- myndir, spjalla um áhugamál þeirra, hann naut þess að leið- beina þeim og fræða á sinn ljúfa og þægilega máta. Samband tengdaforeldra minna var náið, ástúð, vinátta og gagnkvæm virð- ing hefur ávallt fylgt þeim og ver- ið okkur fjölskyldunni frábær fyrirmynd. Er ég kom í fjölskylduna var Guðmundur mjög virkur, í fjall- göngum, skíðaferðum, í golfi eftir nokkurt hlé og sinnti vel garðin- um og viðhaldi Lálandsins. Hins vegar var síðasti áratugur Guð- mundi nokkuð erfiður. Hann greindist með Parkinsons 2007 en tók það föstum tökum að halda sjúkdómnum niðri, með hjálp Sig- ríðar, einkum með hreyfingu og aga í lyfjatöku. Þau áttu saman góð ár eftir að starfsævinni lauk, ekki síst í golfinu, bæði hér heima í Oddi og í ferðum til Spánar. Hann dró sig nokkuð til baka um það leyti sem hann greindist en líkt og áður var gott að leita til hans um ráð. Fyrir um tveimur árum varð Guðmundur á ný fyrir áfalli er hann datt og brotnaði. Hann náði sér ekki á strik á ný en tók þessum áföllum af æðruleysi, eins og hans var von og vísa. Nú er Guðmundur frjáls á ný, hann mun ganga á fjöll, spila golf, rækta garðinn sinn en ekki síst vaka yfir fólkinu sínu og fylgjast grannt með. Þakklæti fyrir sam- fylgdina og minning um góðan mann mun lifa hjá okkur sem þótti svo vænt um hann. Guð blessi Guðmund tengdapabba og minningu hans. Eggert Teitsson. Afi minn var yndislegur og góður maður. Hann spilaði oft á spil og horfði á fótbolta, þar sem hann var mikill Framari. Mamma sagði líka að hann væri frábær faðir. Mér fannst hann vera frá- bær afi. Eftirlætis minningin mín með afa var þegar ég kom í heimsókn í Hólmasund og amma var með kvef. Hún sagði okkur afa að fara út, bjó til fyrir okkur kort og sagði okkur að fara í húsdýra- garðinn. Ég og afi villtumst dálít- ið lengi en svo fundum við réttu leiðina. Önnur skemmtileg minn- ing um afa minn er frá Sitges, 2015, þegar öll fjölskyldan var þar saman í tvær vikur í stóru húsi. Við elduðum oft þar, fórum í sund og skemmtum okkur. Þegar ég skoða myndir úr símanum mínum frá þessari ferð sé ég afa oft í sólbaði. Þá man ég vel eftir ferð sem við fjölskyldan fórum í Stykkishólm. Við vorum að bíða eftir að röðin kæmi að okkur á veitingastað sem við ætluðum að borða á, þá benti ég á eldfjalla- safn, sem var í húsinu við hliðina. Við skoðuðum safnið og við afi settumst saman inn í lítinn bíósal og horfðum á fræðslumynd um eldgos sem þar var sýnd. Ég fékk líka afa til að hlæja að jólagjöf sem ég gaf honum og pabba mín- um fyrir rúmlega einu ári. Þá gaf ég þeim Smartsocks, þar sem ný pör af sokkum komu mánaðar- lega í pósti. Þeir voru stundum lit- ríkir og skrýtnir sokkarnir og afi hló dátt þegar ég kom með þá til hans á Ísafold. Afi fór oft í golf og nokkrum sinnum er við vorum í sumarbú- stað úti á landi þar sem á sameig- inlegu svæði var mini-golfvöllur spiluðum við frændsystkinin við afa. Afi og amma fóru líka oft í golfferðir til útlanda og spiluðu mikið á golfvellinum sínum í golf- klúbbnum Oddi á sumrin. Þegar ég gisti hjá ömmu og afa var alltaf regla að afi gaf ömmu ristað brauð með smjöri og osti upp í rúm á meðan amma gerði kross- gátur. Mér fannst það svakalega krúttlegt og fannst þau vera ham- ingjusamasta parið í öllum heim- inum. Afi sýndi mér og kenndi mér margt, svo sem veiðimann og kóng í horni og hvernig ætti að prenta myndir á prentarann. Hann kynnti mér líka, fyrstum allra, bíómyndina Legally Blonde. Ég held að honum hafi þótt sú mynd skemmtileg, vegna þess að hann var lögfræðingur sjálfur. Ég mun sakna þín mjög mikið, elsku afi. Þín Herdís Hörn. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að fá að hafa átt eitt flott- asta eintak af afa sem til er og mikið mun ég sakna hans. Afi var góður maður og góð fyrirmynd mín og okkar barnabarnanna fyr- ir lífið, gerði alltaf sitt besta og kenndi okkur það einnig. Ég man sérstaklega eftir einu tilviki árið 2007 þegar ég var í pössun hjá ömmu og afa í Hólmasundinu að ég tók heimalærdóminn með mér og var það skriftaræfing, sem var ekki skemmtileg. Afi sat örugg- lega yfir mér í góðan klukkutíma að skrifa sömu setninguna aftur og aftur, bara til að tryggja að ég myndi nú skrifa betur en hann í framtíðinni. Svona var afi og ég á margar svipaðar minningar þar sem hann lagði sig fram um að leiðbeina okkur krökkunum á sinn hægláta hátt. Ég á fullt af góðum minningum með afa, spilakvöld og spila- morgnar í Hólmasundinu, horfa saman á barnatímann á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum, nokkrir hringir á Ljúflingi í golfi, sumarbústaðaferðir með stórfjöl- skyldunni, jóladagsboðin að spila félagsvist og borða hangikjöt, all- ar þessar minningar kalla fram bros og gleði. Einnig var ég svo heppin, ásamt Laufeyju Söru, að fá tækifæri til að fara í ferðalag með ömmu og afa sumarið 2008. Það var farið víða um Norður- land, við heimsóttum Siglufjörð, Dalvík, Akureyri og Krókinn og síðan var skyndiákvörðun að fara þvert niður Kjöl. Þetta var nokk- urra daga ferð og gistum við á flottum hótelum og borðuðum góðan mat, algjör lúxus í dekri með ömmu og afa, bara ógleymanlegar minningar. Afi kenndi mér líka að maður getur allt ef maður leggur sig fram, hann er fyrirmynd mín. Ég elska afa minn svo mikið og mun sakna hans sárt en núna líður honum miklu betur og það er það sem skiptir máli. Sigríður María. Elsku hjartans bróðir minn hefur kvatt eftir langa baráttu við Parkinsons-sjúkdóminn og fleira sem hann tókst á við. Ég man vel hvar ég stóð og hvernig tilfinning það var þegar hann sagði mér að hann hefði greinst með ólæknandi sjúkdóm. Hann tók þessu öllu sem sérstöku verkefni og stóð lengi uppréttur og hugrakkur, spilaði golf með vinum og tók þátt í gleði og samveru. Fleiri áföll urðu til þess að hjúkrunarheimilið Ísafold varð samastaður hans síð- ustu árin. Ég þakka þá góðu umönnun sem starfsfólk sýndi í hvívetna. Við Guðmundur áttum ekki sameiginlegt heimili, þar sem við erum aðeins samfeðra. Þrettán ára kynntist ég Guðmundi stóra bróður, sem kominn með bílpróf var í sumarvinnu, þegar ég kom á heimilið sem varð mitt í nokkur ár. Er hann heilsaði fann ég þessa góðu nærveru og umhyggju sem einkenndi hann. Ég varð stolt yfir að fá að vera „litla systir“ hans, þar bar aldrei skugga á. Í mínum huga er þakklæti fyrir að hafa átt hluta unglingsáranna með Guð- mundi. Eins og hver önnur systir varð ég hálf miður mín þegar ljóst var að hann væri að fljúga úr hreiðrinu og stofna heimili. Bróðir minn fékk bestu eiginkonu á öllum sviðum. Þau hafa staðið saman í gegnum gleði og sorgir sem einn maður. Sigríður hefur fylgt honum í gegnum baráttuna ásamt fjölskyldunni með ást og umhyggju. Ég vil þakka henni fyrir allt sem hún hefur verið bæði sínum nánasta ástvini og öðrum. Að kynnast henni hefur gert mig ríkari. Í Jesaja 26:19 stendur: Menn þínir, sem dánir eru, munu lifna, lík þeirra rísa upp. Þeir sem í moldinni búa munu vakna og fagna. Í Biblíunni er að finna hugg- unarorð til þeirra sem missa. Að- skilnaður er aðeins augnablik hjá þeim sem sofna, þó að saknaðar- tími eftirlifenda sé langur. Þeir vakna við raust skaparans á morgni endurkomunnar, eins og hann lofaði eftir upprisu sína að yrði stærsti atburður framtíðar- innar. Sbr. Korintubréf 15:20: En nú er Kristur upprisinn frá dauð- um, frumgróði þeirra sem sofnuð eru. 21: Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Að endingu vil ég deila orðum Páls postula úr Fyrra Þessalón- ikubréfi 4. kafla sem huggar mig ávallt og vonandi aðra kristna. 13Ekki vil ég, systkin, láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofn- uð eru, til þess að þið séuð ekki hrygg eins og hin sem ekki eiga von. Því að ef við trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þau sem sofnuð eru. Því að það segi ég ykkur, og það er orð Drottins, að við, sem verð- um eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en þau sem sofnuð eru. Þegar Guð skipar fyrir, þegar raust erkieng- ilsins kveður við og básúna Guðs hljómar, mun sjálfur Drottinn stíga niður af himni og þau sem dóu í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Þá munum við sem eftir lif- um verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum við vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hvert annað með þessum orðum. Guð blessi ástvini og vini Guð- mundar. Þórdís Malmquist. Guðmundur frændi var helsta föðurímynd mín á uppvaxtar- árum mínum. Fyrsta minning mín sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka er nætur- gisting mín hjá frænku og frænda. Frændi var nefnilega alltaf með stór svört áberandi gleraugu. Þegar við vorum öll komin upp í rúm og klár í svefn- inn, þá hafði frændi tekið af sér gleraugun, þar sem við vorum nú að fara að sofa. Þegar ég leit á gleraugnalausa frænda minn þá rak ég upp skaðræðisöskur og fór að hágráta. Það varð engu tauti við mig komið og varð frændi á endanum að sofa með gleraugun. Alltaf var ég velkomin í Lá- landið til hans og frænku og sótt- ist ég mikið í að vera þar öllum stundum. Átti ég marga góðar stundir í eldhúsinu þar sem frændi ristaði brauðsneiðar eins og enginn væri morgundagurinn ofan í okkur krakkana. Ristað brauð með smjöri og rabarbara- sultu var algjör klassík. Guðmundur frændi var ein- staklega þolinmóður, staðfastur og hjartahlýr. Hann veitti hverj- um og einum verðskuldaða at- hygli. Hann ekki bara hlustaði, heldur hann hlustaði! Hann gaf sér alltaf tíma fyrir okkur hjónin þegar við þurftum á góðum ráð- um að halda. Þau voru ófá skiptin sem við leituðum til hans. Guð- mundur var aldrei ren í góðum ráðum og lumaði alltaf á trompi. Elsku frændi, ég vil þakka fyr- ir góðar samverustundir með þér og óska þér hvíldar á þeim stað sem þú ert kominn á. Minning um góðan frænda lifir í hjarta mínu. Þín frænka Halldóra. Í ævitúni Hestar Í grænu túni rauður og grár við blátt haf í túni æsku minnar í morgunsól hljóðfrá þota tímans hefur rofið múr andartak í æskutúni er orðið ævi Að leiðarlokum langar mig til þess að minnast vinar míns Guð- mundar Malmquist. Við kynnt- umst fyrir hálfri öld. Þau kynni urðu að tryggri vináttu sem stað- ið hefur síðan og aldrei borið skugga á. Eftir nám í lagadeild Háskóla Íslands voru Guðmundi falin fjöl- mörg ábyrgðarstörf. Hann naut verðskuldaðs trausts og var lag- inn í mannlegum samskiptum. Hann naut eigin verðleika og var gæddur eðlislægri háttvísi. Guð- mundur naut mikilla vinsælda bæði í störfum sínum og einnig meðal vina og hafði sérstaka hæfileika til þess að vekja traust og vináttu annarra. Hann var far- sæll í starfi og það sem skiptir ekki síður máli, gæfumaður í einkalífi. Guðmundur var einstakur fjöl- skyldumaður. Fyrstu samskipti okkar Guðmundar voru sennilega þegar ég skoðaði kjallaraíbúð hjá þeim Sigríði en hann var þá laga- nemi. Guðmundur átti eftir að öðlast mikla velgengni í lífinu en hann var ávallt samur og jafn. Síðustu misseri átti Guðmundur við illvígan sjúkdóm að stríða. Í þeirri baráttu sýndi hann mikla mannlega reisn og æðruleysi og hinn eðlislægi húmor var ávallt skammt undan. Það var fallegt að sjá þá ást og umhyggju sem Sig- ríður sýndi honum. Margs er að minnast, ánægju- legra stunda við fallega veiðiá, gönguferða og hátíðlegra stunda á fallegu heimili þeirra Guðmund- ar og Sigríðar. Allar slíkar stund- ir eru geymdar í albúmi minning- anna. Minningin um Guðmund er full af gleði og þakklæti. Ég og fjölskylda mín sendum Sigríði, börnum þeirra og fjöl- skyldum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Malmquist. Sverrir Kristinsson. Sagt er að vinátta sé aldrei of- metin. Fallinn er nú frá frábær vinur minn og skólabróðir, Guð- mundur Malmquist. Við Guðmundur vorum vinir úr Hlíðunum. Síðar áttum við eftir að setjast í 4. bekk Z í stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík. Hann var dagfars- prúður, en að baki bjó skemmti- legur félagi með góðan húmor. Bekkurinn var líflegur og varð brátt að hinu víðfræga Skarphéð- ingafélagi, þar sem húmorinn, gleðin og vináttan réð ríkjum og við áttuðum okkur á að í góðu gríni felst oft mesta hlýjan og al- varan. Fljótlega að loknu stúdents- prófi komu eiginkonur okkar til sögunnar. Við Guðmundur vorum sammála um að þar hefðum við fjárfest vel. Hún Sigríður hans og hún Helga mín væru frábærar. Við tóku mikil samskipti á milli fjölskyldnanna, þar sem við nut- um samverunnar og spjölluðum um börnin og síðar barnabörnin, eða ræddum um hvernig við vild- um hafa framtíð okkar. Þar bar m.a. oft á góma að eignast hús- næði eða skipta um húsnæði. Oft- ar en ekki voru góð ráð Guð- mundar í frágangi húsakaupa það sem skipti máli. Of langt yrði upp að telja hvað við gerðum margt skemmtilegt saman, en sem dæmi má nefna að við kíktum saman á nýrunnið Hekluhraun, þau hjónin kenndu okkur brids og við gripum oft í spil, eða fórum í golfferðir saman til Spánar, að ótöldum fjölda ánægjustunda með vinum okkar í Skarphéðingafélaginu. Alltaf var gaman. Þessi vinátta okkar hefur staðið í vel yfir fimmtíu ár. Þegar upp er staðið áttar maður sig á því hvað það er mikilvægt að eiga Guðmundur Malmquist Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNSTEINN STEFÁNSSON læknir, lést föstudaginn 1. mars á líknardeild Landspítalans. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 8. mars klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinsdeildar Landspítalans eða Heru heimahlynningar. Helga Snæbjörnsdóttir Snæbjörn Gunnsteinsson Jennifer Green Stefán S. Gunnsteinsson Alís Heiðar Árni Pétur Gunnsteinsson Sandra Gestsdóttir Gunnar Helgi Gunnsteinsson Rósa Guðjónsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.