Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
STAN Model 3035 rafmagn
L 206 cm Áklæði ct. 86 Verð 595.000,-
L 206 cm Leður ct. 15 Verð 675.000,-
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Út er komin fjórða breið-skífa Steinunnar Eld-flaugar, en hún hóf aðgefa út plötur undir
nafninu DJ Flugvél og Geimskip ár-
ið 2010 og fyrsta platan hennar hét
Rokk og róleg lög. Árið 2013 kom út
platan Glamúr í geimnum og titillag
hennar skartaði afskaplega flottu
myndbandi sem vakti athygli á
Steinunni og tónlist hennar. Sú plata
var með einhvers konar geimþema í
hljóðum og textagerð, en á næstu
plötu, Nótt á hafsbotni frá 2015, vor-
um við komin niður á hafsbotn og
rannsökuðum dularfulla hluti sem
þar finnast, með hjálp Steinunnar.
Nýjasta platan, Our Atlantis, virðist
svo einbeita sér að leyndardómum
okkar heims og spurningum og svör-
um um hann.
Það má segja að textar Our Atl-
antis séu heimspekikenningar Stein-
unnar Eldflaugar, og eins og við er
að búast frá hinum litríka og fjöruga
karakter hennar kennir þar ýmissa
grasa. Textarnir eru ýmist á ís-
lensku og ensku og það virðist engu
skipta á hvoru málinu hún tjáir sig,
einstök sýn hennar á heiminn kemst
til skila. Næstum öll lögin ellefu
innihalda setningar sem koma hug-
anum á flug og ýta blíðlega en
ákveðin við ímyndunarafli hlustand-
ans. Í íslensku textunum eru þó hug-
myndirnar enn skýrari. Ég ætla að
tiltaka þrjú einstaklega góð dæmi
um framúrskarandi íslenska texta-
gerð.
Í „Ryðgaða heiminum“ má finna
þetta fallega ljóð:
„Gægist undan borði gamli
draumurinn. Óskir okkar rætast allt
of snemma. Dagurinn úr austri
dansar allt of hratt. Kraminn oní
kassa brotinn heimur. Ekkert leng-
ur eftir sem mig langar í. Aldrei vilj-
um við að nóttin endi.“
Í „Draumaskipinu“ mætti næst-
um lesa þessa setningu með örlítið
pólitískum gleraugum, ef viljinn er
fyrir hendi, og líkingamál Stein-
unnar kætir mig:
„Það gleður mig að veislan gengur
vel. Á tímabili var mér ekki um sel.
Rostungar í loðfeld villtu sýn, en
núna sé ég að allt er grín.“
Í Allt er bara bull er svo eins og
heimspeki Steinunnar kristallist
einna best, og ef finna þarf nafn á
fyrirbærið mætti kalla það „Töfra-
tómhyggju“, og held ég barasta að
sjálfur Nietzsche væri stoltur af
henni:
„Ekki reyna að lifa rétt. Réttlætið
er gömul lygi. Engin svör að finna,
ekki neitt. Allt er bara bull.“
Steinunn er gjörn á að skapa eða
kynna töfraveraldir fyrir hlust-
endum sínum, en á þessari plötu er
það hreinlega okkar eigin heimur,
veröldin sem við lifum í, sem er
töfraveröldin. Er það afar vel þegið
á þessum síðustu og verstu tímum
að vera minntur á að töfrandi at-
burðir og hlutir eru allt í kringum
okkur, bara ef við nennum og erum
reiðubúin að taka eftir þeim. Ég vil
helst líkja plötunni og boðskap henn-
ar við Línu Langsokk, en hún hafði
svipuð áhrif á mig þegar ég las hana
í fyrsta sinn. Þá fór ég strax út að
leika og þefaði upp einhver ævintýri
sem voru alltaf til staðar að bíða eft-
ir mér. Þannig er hlustandinn strax í
öðru lagi hvattur til að hafa fjör
heima hjá sér í laginu „Have fun at
home“, en það lag var fyrst gefið út í
formi tölvuleiks sem maður átti að
spila heima hjá sér, og þegar maður
kláraði leikinn spilaðist lagið, sem
einhvers konar sönnun á að maður
hefði verið að skemmta sér vel
heima hjá sér.
Í anda boðskapar plötunnar fékk
ég mér hana á kassettu og ferjaði
gamalt kassettutæki inn í eldhús og
eldaði þar ljúffengan karrírétt í
fyrsta sinn sem ég hlustaði. Í fyrstu
hlustun er maður að kynnast lögum,
töktum, hljóðum og laglínum, en
eina lagið sem ég hafði heyrt áður
var tölvuleikjalagið. Þetta er mjög
hlaðin plata, og tekur smá tíma að
ná áttum og koma auga á og flokka
öll hljóðin svo úr verði lögin sjálf.
Þetta er þó alls ekkert vesen heldur
virkilega skemmtilegt og krefjandi
verkefni. Það er mun oftar að
tónlistarmenn séu svo mikið að
passa sig að hafa hluti „áferðar-
fallega“ og „smekklega“ að þeir
sleppi öllu sem er ögrandi og út fyr-
ir kassa, en það eru einmitt þær
hugmyndir sem Steinunn vill helst
af öllu nota, og því þarf maður bara
að smjatta smá á þessu áður en allt
fellur saman og myndar heilsteypt
verk. Því já, þetta er mögulega eitt
heilsteyptasta verk sem ég hef
hlustað á frá íslenskum listamanni.
Ég er mjög mikill HAM-aðdáandi
og miða tónlist og plötur gjarnan
við þá merku sveit og nú verð ég
bara að grípa til þeirrar samlíkingar
og fullyrða að þetta hljóti að vera
plata ársins, og aðeins mögulega ef
HAM gefur út plötu á árinu væri
hún betri. Ég myndi gefa fleiri
stjörnur en fimm ef þær væru í boði
því þessi plata er troðfullt hús af
töfratómhyggju með vænum
skammti af fjöri og ævintýrum sem
bíða eftir að þú uppgötvir þau, bara
ef þú nennir.
Rúmlega fimm Gagnrýnandi myndi gefa plötu DJ Flugvélar og Geimskips fleiri stjörnur en fimm, væri það hægt.
Geimpopp
DJ Flugvél og Geimskip –
Our Atlantis bbbbb
Steinunn Eldflaug Harðardóttir sendir
frá sér fjórðu breiðskífu sína og inni-
heldur hún ellefu lög. Hollenska útgáfu-
fyrirtækið Geertruida gefur út og kemur
verkið út á kassettu og hljómplötu.
Steinunn semur öll lög og texta og tek-
ur upp tónlist og hljóðblandar.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Troðfullt hús af töfratómhyggju
Þriggja metra hátt málverk bresku
listakonunnar Jenny Saville, Junct-
ure, af baki nakinnar konu, var
slegið hæstbjóðanda á uppboði hjá
Christie’s-uppboðshúsinu í fyrra-
kvöld fyrir 4,8 milljónir punda, um
770 milljónir króna. Er það hæsta
verð sem greitt hefur verið fyrir
verk eftir þennan vinsæla málara
en hún málaði það árið 1994 er hún
var 24 ára gömul.
Erlendir menningarblaðamenn
benda á að mun fleiri verk hafi ver-
ið eftir konur á þessu uppboði á
samtímamyndverkum en á sam-
bærilegum uppboðum á síðustu ár-
um, tuttugu prósent verkanna voru
eftir konur en ekki nema tíunda
hvert verk fyrir ári. Aðeins tvö af
þeim tíu verkum sem dýrust voru
voru gerð af konum; auk málverks
Saville var það abstrakt verk eftir
Agnesi Martin sem var selt fyrir 2,8
milljónir punda.
Dýrasta verk kvöldsins var eftir
karl, málverkið Apex frá 1986 eftir
Jean-Michel Basquiat var slegið
hæstbjóðanda fyrir 8,2 milljónir
punda með gjöldum, 1,3 milljarða
króna. Portrett af dreng eftir Luci-
an Freud var slegið hæstbjóðanda
fyrir 4,9 milljónir punda.
Christie’s.
Bakhluti Málverk Jenny Saville, Juncture,
er hið dýrasta eftir listakonuna.
Hlutfall verka eftir
konur þokast upp