Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 9. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  58. tölublað  107. árgangur  STUNDUM ÞARF SJÖ TIL AÐ SPILA TANGÓ AÐ DREKKA TE ER EINS OG AÐ HLÝÐA Á TÓNLIST MEÐ BS-GRÁÐU Í TEFRÆÐUM 12LE GRAND TANGO 34 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Isavia ohf. hefur með ákvörðunum sem fela í sér fyrirgreiðslu í þágu einstakra flugfélaga skekkt verulega samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Þetta fullyrti Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair Group, í ræðu á að- alfundi fyrirtækisins sem haldinn var í gær. Í ræðu sinni gagnrýndi hann þá stefnu sem hann segir yfirvöld hafa ýtt undir sem feli í sér að draga til Keflavíkurflugvöll virðist hafa spilað með og í raun hvatt til þessarar þró- unar. Samkeppnisaðilar hafa fengið að safna upp skuldum á Keflavíkur- flugvelli, sem skekkir verulega sam- keppnisstöðu á markaði,“ sagði Bogi Nils. Fullyrðir hann að þessar aðgerðir yfirvalda gangi í berhögg við þá stefnu sem mótuð hafi verið um að fá í auknum mæli til landsins virðisauk- andi ferðamenn og að litið yrði til gæða fremur en magns. „Afleiðingar stefnu- og eftirlits- leysis undanfarinna ára geta orðið sársaukafullar á næstu vikum og mánuðum. Byggðar hafa verið upp væntingar um að hingað muni streyma ferðamenn vegna ódýrra flugfargjalda um ókomin ár.“ Segir hann að fjárfestingar í ferðaþjónustunni hafi tekið mið af þessum veruleika og að ráðist hafi verið í margar slíkar án heildstæðrar stefnu. „Þessi þróun er ekki sjálf- bær, hvorki fyrir hagkerfið, náttúr- una né ferðaþjónustuna í heild sinni.“ »18 landsins „ferða- menn sem hafa keypt flugfar- gjöld langt undir kostnaðarverði, þrátt fyrir að lítil sem engin þjón- usta sé innifalin“. Sagði hann að það hefði verið látið viðgangast „að því er virðist, al- gjörlega eftirlitslaust af yfirvöldum og opinbera hlutafélagið sem rekur Segir Isavia skekkja samkeppni  Gagnrýnir félagið fyrir að leyfa keppinautum Icelandair að safna skuldum Bogi Nils Bogason „Það var rafmögnuð stemning og baráttugleðin skein úr augum fólks. Mað- ur var hrærður,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um andrúmsloftið í Gamla bíói í gær. Hann áætlaði að fast að 1.000 manns hefðu komið þar við og tekið þátt í viðburðum dagsins. Nokkuð var um meint verkfallsbrot og skiptu möguleg brot einhverjum tugum, að sögn Viðars. Engin þeirra voru þó umfangsmikil eða gróf. Hann sagði að sum þessara mála væru á „gráu svæði“ og í öðrum tilvikum hefði verið um misskilning að ræða. Fara á yfir málin með lögmanni Eflingar á mánudag og ákveða hvaða mál verða tekin lengra. Dæmi eru um að hreingerningafólk hafi mætt eldsnemma til starfa í gærmorgun, löngu fyrir venjulegan vinnudag. Viðar sagði að Efling gerði ekki athugasemdir við það að atvinnurekendur byðu starfsmönnum auka- vinnu. Hún þyrfti að vera valkvæð og greitt fyrir hana samkvæmt taxta. Atkvæðagreiðslu Eflingar um sjö tillögur um vinnustöðvanir lýkur í kvöld. Þátttakan er í öllum tilvikum komin yfir 20% lágmarkið. „Rafmögnuð stemning“ Eflingarfólk sem vinnur við ræstingar á hótelum lagði niður störf í gær Kröfuganga Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var í fararbroddi kröfugöngu hreingerningafólks sem gekk milli nokkurra hótela í miðborginni. Morgunblaðið/Eggert Verkfallsfólk Dagskrá var í Gamla bíói allan daginn í gær, útifundur á Lækjartorgi auk kröfugöngu. Deginum lauk með baráttufundi í Gamla bíói.MKjaradeilur og verkföll »2,4 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögin sem verða fyrir mesta áfallinu vegna yfirvofandi loðnu- brests bíða með að taka upp fjár- hagsáætlanir sínar þangað til afdrif loðnunnar verða fullráðin. Sveit- arstjórnirnar eru byrjaðar að und- irbúa aðgerðir. Karl Óttar Pét- ursson, bæjar- stjóri í Fjarða- byggð, segir að áhrif loðnubrests- ins séu ekki að fullu ljós. „Við bíðum og gerum okkur enn vonir um að eitthvað komi,“ segir Karl. Verði engin loðnuvertíð mun það hafa mikil áhrif í Fjarðabyggð, eins og fram kom í greinargerð fjár- málastjóra bæjarins. T.d. verða bæj- arsjóður og hafnarsjóður af um 260 milljóna króna tekjum. Stærsta framkvæmd Fjarða- byggðar í ár er viðbygging við leik- skólann á Reyðarfirði. Fram- kvæmdir standa yfir og verður ekki frestað. Stóra framkvæmdin hjá Fjarðabyggðahöfnum er við höfnina á Norðfirði. Karl segir að búið sé að bjóða verkið út og það verði mun ódýrara en reiknað var með. Samráð í Eyjum Loðnubrestur hefur einnig mikil áhrif í Vestmannaeyjum. Mat fjár- málastjóra á áhrifum þess fyrir bæj- arsjóð og hafnarsjóð er í vinnslu. Ír- is Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, reiknar með að bæjar- ráð komi saman til aukafundar þegar matið liggur fyrir. Hún segir að farið sé að huga að því að efna til samráðsvettvangs til að fara yfir málið með hagsmuna- aðilum. Byrjuð að undirbúa aðgerðir  Loðnubrestur myndi þýða áfall Loðna Brestur hefði mikil áhrif.  Arna Hauks- dóttir, prófessor við Læknadeild HÍ og annar tveggja aðstand- enda rannsókn- arverkefnisins Áfallasaga kvenna, er þakk- lát fyrir áhug- ann sem rann- sókninni er sýnd, en fyrstu niðurstöður hennar voru kynntar í gær. Meðal þess sem fram kom var að um 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 32% hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í starfi. »6 Þriðja hver kona áreitt á vinnustað Arna Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.