Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 6

Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJAN ERNAERNA ERNA 1924-2019 Hreinsum til á lager Fögnum 95ára afmæli 25–75% afsláttur Opið í dag laugardag 12–17, virka daga 10–18 Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Viðurkenningin kom skemmtilega á óvart og mér hlýn- aði svolítið um hjartarætur að það sé tekið eftir því sem ég er að gera,“ segir Aldís Kristín Árnadóttir Firman sem valin var á lista yfir 100 helstu frumkvöðlakonur í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Bretlandi, Írlandi, Skotlandi og Wales. Listinn var birtur í tengslum við al- þjóðlegan baráttudag kvenna undir nafni herferðarinnar #ialso sem samtök frumkvöðlakvenna rekur. „F:Entrepreneur er eins konar Félag kvenna í at- vinnurekstri og #ialso herferðin leggur áherslu á að vekja athygli á konum sem eru frumkvöðlar og fyrir- myndir í fyrirtækjarekstri,“ segir Aldís sem fór með öðr- um konum á listanum í teboð í breska þinghúsið í tilefni af verðlaununum. Í fréttatikynningu frá samtökum frumkvöðlakvenna segir að fyrirtæki Aldísar, Lilou et Loïc, sem hún stofn- aði ásamt sænskri vinkonu sinni, Malin Wright, hafi vax- ið úr því að vera lítið fyrirtæki í London yfir í að vera verðlaunað alþjóðavörumerki með skrifstofur í London og New York. Aldís sem er lögfræðingur að mennt er búsett í Lond- on ásamt breskum eiginmanni sínum og tveimur börn- um. Hún segir verðlaunin sérstaklega ánægjuleg í ljósi þess hve mikið stökk út í óvissuna það hafi verið að breyta um starfsvettvang. Kerti í konunglegt brúðkaup Lilou et Loïc framleiðir hágæða ilmvörur fyrir heimili og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa 26 manns. Í fyrra var Aldís einnig verðlaunuð af samtökum lögfræðinga og fyrirtækja í hágæðaframleiðslu fyrir hvatningu til ungra kvenna í viðskiptum og lögfræði en Aldís hefur komið víða við með fyrirlestra og lögfræðilega ráðgjöf í rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Lilou et Loïc sá um lyktarþemað á Óskarsverð- launahátíðinni í fyrra og kerti og skraut frá fyrirtækinu voru í brúðkaupi hjá bresku konungsfjölskyldunni þegar Eugenie prinsessa, dóttir Andrésar prins og sonardóttir Elísabetar Englandsdrottningar giftist Jack Brookbank í október síðastliðnum. „Ég hef búið lengi erlendis en er alltaf Íslendingur inn við beinið,“ segir Aldís sem trúir því að íslenska þraut- seigjan hafi komið henni þangað sem hún er í dag. Aldís ein af 100 helstu frum- kvöðlakonum í Bretlandi  Framleiðir hágæða ilmvörur  Konungleg ilmkerti Frumkvöðull Bretar taka eftir frumkvöðlastarfsemi Aldísar Kristínar Árnadóttur Firman og verðlauna hana. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég er gríðarlega þakklát fyrir áhug- ann og aðsóknina á fundinn en ekki síður fyrir þátttöku rúmlega 30.000 kvenna í rannsókninni,“ sagði Arna Hauksdóttir, prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands og annar að- standenda rannsóknarinnar Áfalla- saga kvenna, sem stýrði fundi um fyrstu niðurstöður hennar sem hald- inn var í gær á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna. Fullt var út úr dyr- um í fundarsal Íslenskrar erfða- greiningar og hliðarsal þar sem hægt var að fylgjast með fundinum á skjá auk þess sem honum var streymt á netinu. „Það kom okkur á óvart hversu hátt hlutfall kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraunum. Hlutfallið er hærra hjá yngri konum og það fyrsta sem ég myndi skoða er hvort einhverskonar endurmat á nauðgun og nauðgunartilraun hafi átt sér stað í gegnum #MeToo- byltinguna,“ sagði Arna. Unnur Anna Valdimarsdóttir, pró- fessor við læknadeild Háskóla Ísland og hinn aðstandandi rannsóknarinnar sagði að til stæði að fara í eftirfylgd- arrannsóknir og rannsókn á áfalla- sögu karla árið 2020. Unnur fór yfir það á fundinum að 103.807 af þeim 113.814 konum á aldrinum 18 til 69 ára sem eru í Þjóð- skrá hefðu fengið boð um þátttöku í rannsókn um tengsl áfalla og ofbeldis við heilsu, algengi áfalla og ofbeldis og hvaða erfða- og/eða umhverf- isþættir tengjast heilsufari í kjölfar áfalla. 30.151 kona hefði svarað könn- uninni en markmiðið væri að 40.000 hefðu svarað fyrir 1. maí. Í upphafi hafi verið farið af stað með aldurs- hópinn 18 til 69 ára en vegna áhuga eldri kvenna var ákveðið að allar kon- ur 18 ára og eldri gætu tekið þátt. Í máli Unnar kom fram að þær konur sem tekið hefðu þátt í rann- sókninni endurspegluðu kvenþjóðina vel hvað varðaði aldur, búsetu, menntun og tekjur. Meðalaldur þátt- takenda í rannsókninni var 44 ár en erfiðast var að fá konur undir 25 ára aldri til að taka þátt. 60% þátttak- enda voru með tekjur undir 500.000. 32% hafa upplifað áreitni á vinnustað Nærri 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á ævinni en ofbeldi er það áfall sem felur í sér mestar líkur á áfallastreituröskun. 32% hafa orðið fyrir áreitni á vinnustöðum og verða konur í heilbrigðisþjónustu, ferða- þjónustu, réttarkerfinu, og konur í sviðljósinu, þ.e.a.s. lista- og fjölmiðla- konur og konur í pólitískum störfum, fyrir mestri áreitni. Einnig kom fram að þær konur sem líklega eru haldn- ar áfallastreituröskun séu eingöngu með grunnskólapróf og lágar tekjur. Hugsanlega sé áfallastreituröskun ástæðan fyrir stöðu þessara kvenna. Yfir 40% kvennanna höfðu upplifað framhjáhald eða höfnun og rúmlega 25% náttúruhamfarir. 10% kvenna höfðu upplifað neteinelti og var sú upplifun bundin við yngri kynslóðina. Fram kom í máli Unnar að lykil- einkenni áfallastreituröskunar væru endurupplifun áfalls, flótti frá hugs- unum eða aðstæðum áfallsins, ofur- árvekni, breytingar á skapi og/eða vitsmunum og svefnvandamál. Finna ráð við óþverraskap Alma D. Möller landlæknir segir að Áfallasaga kvenna sé mjög mikil- væg rannsókn. Vitað sé að áföll hafi mikil áhrif bæði andlega og líkam- lega og hún vonist til þess að rann- sóknin hjálpi til við að finna betri leiðir til að meðhöndla slík áföll. Einnig hvatti hún til þess að áfalla- saga karla yrði rannsökuð og hvatti allar konur til að taka þátt í Áfalla- sögu kvenna. „Það er því miður eingöngu hægt að svara könnuninni á rafrænan máta. Við aðstoðum konur við að ná í rafræn skilríki en verðum að treysta á að þær konur sem erfitt eiga með að svara rafrænt fái hjálp hjá vinum og fjölskyldu,“ sagði Arna og benti á nauðsyn þess að konur á öllum aldri tækju þátt í könnuninni Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði að Áfallasaga kvenna gæti reynst mjög mikilvæg bæði hérlendis og erlendis. Hann sagði karlmenn oftar gerendur í ofbeldismálum og ofbeldi væri alltaf óásættanlegt. Það væri ekki síður mikilvægt að skilja hvaðan óþverra- skapurinn kæmi og finna ráð til þess að takast á við hann. 40% kvenna orðið fyrir ofbeldi  Fyrstu niðurstöður Áfallasögu kvenna birtar  32% áreittar á vinnustað  Áföll karla rannsökuð 2020  30.151 kona hefur tekið þátt í Áfallasögu  Hugsanlegt að #MeToo hafi endurskilgreint ofbeldi Morgunblaðið/Eggert Áföll Húsfyllir var þegar fyrstu niðurstöður í Áfallasögu kvenna voru kynntar á alþljóðlegum baráttudegi kvenna. Stefanía Sig- urðardóttir, fyrrverandi markaðsstjóri, sagði frá reynslu sinni af áföllum og kulnun á fund- inum. And- rúmsloftið á meðan Stefanía talaði var til- finningaþrungið, margir vikn- uðu og fundargestir stóðu upp fyrir Stefaníu í lok ræðu hennar. Stefanía lýsti því á mjög ein- lægan hátt hvernig áföll í æsku, sem aldrei mátti ræða, leiddu til fleiri áfalla á unglingsárum. Ekkert annað var í boði en að bíta á jaxlinn, setja upp grímuna og vera hin sterka íslenska kona sem getur allt. Þegar fleiri áföll bætust við á fullorðinsárum hrundi Stefanía og berst í dag við áfallastreituröskun og kuln- un. ÁFALLAREYNSLUSAGA Stefanía Sigurðardóttir Tár á hvarmi Upphafstími grásleppuveiða verður 20. mars á öllum svæðum nema í innanverðum Breiðafirði, sam- kvæmt reglugerð sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum. Þetta er breyting frá því sem verið hefur því upphaf veiða hringinn í kringum landið hefur verið breytilegt. Grásleppuveiðileyfi hvers báts skal gefið út til 25 samfelldra daga og skal bundið við ákveðið veiði- svæði og veiðitímabil. Áður hefur verið miðað við 20 daga í upphafi vertíðar. Dagafjöldinn verður end- urskoðaður að fengnum niðurstöð- um úr marsralli í lok þessa mán- aðar eða byrjun þess næsta. Aflaverðmæti 942 milljónir Í ágúst í fyrra kom fram á heima- síðu Landssambands smábátaeig- enda að aflaverðmæti á síðustu grá- sleppuvertíð hefði numið 942 milljónum króna. Á undanförnum árum hefur sala á grásleppu þróast úr því að vera eingöngu markaður fyrir hrogn í að fiskurinn er nú seldur heill og óskorinn. aij@mbl.is Styttist í upphaf grásleppuvertíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.