Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landssamband veiðifélaga gerir al-
varlegar athugasemdir við fiskeldis-
frumvarp sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra. Telur sambandið að
með stofnun samráðshóps sé verið
að setja pólitískt álag á vinnu við
áhættumat vegna erfðablöndunar.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi,
SFS, gerðu margháttaðar athuga-
semdir við drög að frumvarpinu,
sérstaklega varðandi fyrirkomulag
áhættumats.
Fyrri athugasemdir standa
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri SFS segir að
samtökin séu að fara yfir frumvarpið
og ræða í sínum hópi og bíði með að
tjá sig efnislega um það. Telur hún
að fyrri athugasemdir samtakanna
standi að mestu.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
Hafrannsóknastofnun leggi tillögur
sínar um magn frjórra laxa sem
megi ala á tilteknum svæðum með
tilliti til hættunnar á erfðablöndun
eldislax við nytjastofna nærliggjandi
áa fyrir samráðsnefnd, áður en
stofnunin leggur tillögu sína fyrir
ráðherra. Tekið er fram að tillagan
sé bindandi fyrir ráðherra.
Í samráðsnefndinni verða fulltrú-
ar Hafró, veiðiréttarhafa, fiskeld-
ismanna og sveitarfélaga, auk full-
trúa ráðherra.
Vilja ekki samráðsnefnd
Jón Helgi Björnsson, formaður
Landssambands veiðifélaga, segir
að með stofnun samráðsnefndar sem
eigi að rýna áhættumatið sé verið að
setja pólitískt álag á þá vinnu. Hon-
um virðist að aðilar sem hafi mikinn
áhuga á að auka eldi verði í meiri-
hluta í nefndinni.
Staðfesting ráðherra á áhættu-
matinu sé af sama meiði. Með því sé
honum falið ákveðið áhrifavald þótt
tillagan sé bindandi. Jón Helgi segir
að sambandið sé algerlega á móti því
enda sé það andstætt því sem sam-
þykkt var í stefnumótunarnefndinni
sem náði samkomulagi um áhættu-
mat Hafrannsóknastofnunar. „Ef
menn vilja rýna áhættumatið væri
eðlilegast að fá til þess erlenda sér-
fræðinga þannig að nauðsynlegt
traust fáist á niðurstöðunni,“ segir
Jón Helgi.
Landssamband veiðifélaga leggst
einnig eindregið gegn því að veita
Hafró víðtækar heimildir til að
stunda tímabundnar tilraunir með
eldi í sjó. Jón Helgi segir að þessi af-
staða sé tekin í ljósi vitneskju um
fyrirætlanir Hafró um að vera með
3.000 tonna eldistilraun í Ísafjarð-
ardjúpi. „Við teljum ekki ástæðu til
að fara fram hjá áhættumati og eðli-
legum umhverfisreglum,“ segir Jón
Helgi.
Hann tekur jafnframt fram að
ýmislegt í fiskeldisfrumvarpinu sé til
bóta. Nefnir sérstaklega kröfur um
aukna upplýsingagjöf um starfsemi
fiskeldisfyrirtækjanna.
Vísindalegur ráðgjafi
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
gagnrýna einnig fyrirkomulag
ákvörðunar um áhættumat en nálg-
ast málið úr þveröfugri átt við veiði-
réttarhafa. Samtökin lögðu á það
áherslu í umsögn um frumvarps-
drögin fyrr á árinu að Hafrann-
sóknastofnun væri vísindaleg rann-
sóknastofnun og mjög mikilvægt að
álit hennar sé ráðgefandi, bæði
vegna stefnumótunar stjórnvalda og
ákvarðanatöku leyfisveitenda og eft-
irlitsaðila. Mikilvægt sé að forðast
að hinn vísindalegi ráðgjafi hafi hlut-
verk stjórnvalds því að slíkt fyr-
irkomulag væri vond stjórnsýsla og
græfi undan trúverðugleika hins vís-
indalega ráðgjafa.
Pólitískt álag sett
á áhættumat Hafró
Landssamband veiðifélaga gagnrýnir fiskeldisfrumvarp
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Margir eiga mikið undir því að vel takist til með laxeldið.
Ferill
» Hafró leitar ráðgefandi álits
samráðsnefndar á tillögu um
magn frjórra laxa á tilteknu
hafsvæði með tilliti til áhættu-
mats vegna erfðablöndunar.
» Hafró tekur rökstudda af-
stöðu til álitsins og breytir til-
lögu sinni ef þörf krefur.
» Tillaga Hafró til ráðherra er
bindandi og verður ekki breytt.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
af vetrarskóm
og leðurtöskum
20%afsl.
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kjólar &
Túnikur
Kr. 8.990.-
Fleiri litir
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
JUNGE heilsársjakkar
Flottir í borgarferðina
frá 19.900,-
Allt um sjávarútveg