Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
fransi_skoverslun
fransiskoverslunKLAPPASTÍGUR 44
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„[M]iðað við umfang skemmda þá
er umfangsmikilla viðgerða og
endurnýjunar þörf í skólanum. Sem
bráðalausnir þarf að horfa sér-
staklega á helstu orsakir skemmda
í rýmunum þar sem nemendur og
starfsmenn eru. Ljóst er að fram-
kvæmdir þessar eru aðeins til þess
fallnar að gera rýmin betri m.t.t.
íveru en ekki er hægt að ráðast í
fullnaðarframkvæmdir á meðan
nemendur og starfsmenn eru í
skólanum.“
Á þessum orðum hefst minnis-
blað Verkís um Fossvogsskóla í
Reykjavík þar sem grípa þarf til
róttækra aðgerða vegna raka og
myglu í skólahúsnæðinu. Munu
framkvæmdir hefjast fljótlega og
má því búast við mikilli röskun á
hefðbundnu skólastarfi næstu vik-
urnar. Strax við lok skólaárs verður
svo ráðist í enn umfangsmeiri
framkvæmdir, en Verkís mun sam-
kvæmt minnisblaði reglulega fylgj-
ast með ástandinu í skólanum það
sem eftir er skólaárs.
Langvarandi leki í skólanum
Í minnisblaði Verkís, dagsettu 6.
mars sl., segir að skipta megi vand-
anum í fernt. Er í fyrsta lagi bent á
að í þaki megi finna lélegt raka-
varnarlag sem minnkar loftgæði í
íverurýmum með óhreinu lofti, í
öðru lagi eru loftræstikerfi skólans
að hluta til gömul og í þriðja lagi
þarf að bæta úr reglubundnum
þrifum með áherslu á íverurými
nemenda og starfsmanna. Þá bend-
ir Verkís einnig á að í skólanum
megi finna skemmdir vegna lang-
varandi leka.
„Lekar hafa fundist víða í bygg-
ingunum. Hvergi ætti að láta slíkt
viðgangast og réttast og hagkvæm-
ast er í öllum tilfellum að ráðast
strax í viðgerðir,“ segir í fyrr-
greindu minnisblaði.
Morgunblaðið hefur undir hönd-
um bréf sem tveir foreldrar barna í
Fossvogsskóla sendu umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkurborgar
9. desember sl. Þar lýsa þeir yfir
„þungum áhyggjum“ af aðbúnaði
barna í Fossvogsskóla. Segjast þeir
óttast að í skólanum búi börnin við
óheilnæmar aðstæður „sem séu í
raun skaðlegar heilsu þeirra“.
Íþróttasal skólans lýsa foreldr-
arnir þannig að „í loftum hans má
sjá verulegar rakaskemmdir sem
líklegt er að finna megi myglu-
skemmdir og/eða örveruvöxt í“.
Uppfyllti kröfur í desember
Átján dögum áður en bréf for-
eldranna var sent borginni, eða 21.
nóvember sl., kom fulltrúi frá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í
reglubundið eftirlit í Fossvogs-
skóla. „Húsnæðið var skoðað með
tilliti til umgengni, viðhalds, þrifa
og innivistar,“ segir í eftirlits-
skýrslu heilbrigðiseftirlitsins, en
skoðaðar voru „sérgreinastofur,
nokkrar kennslustofur, íþróttasalur
og fleiri rými“.
Engar athugasemdir voru gerðar
við íþróttahúsið. Í eftirlitsskýrsl-
unni er þó minnst á múrskemmdir í
vegg í ræstigeymslu við íþróttasal
og er tekið fram að geymslan sé
ekki í notkun.
Þá voru engar athugasemdir
gerðar við almennar kennslustofur,
námsver, tónment, hjúkrunar-
aðstöðu, myndment, smíðastofu,
textílstofu, bókasafn og þrif og um-
gengni. Fékk Fossvogsskóli heild-
areinkunn 4 af 5 mögulegum, sem
þýðir að hann hafi uppfyllt kröfur
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
með „einhverjum ábendingum“.
Eftirlitið stendur við úttektina
Árný Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, segir fulltrúa eftirlits-
ins framkvæma sjón- og skynmat í
úttektum sínum.
„Á þeim tíma sem þessi skýrsla
er gerð er miðað við þáverandi
ástand. Í þessu eftirliti var íþrótta-
salurinn skoðaður og engar at-
hugasemdir gerðar. Það var
ástandið á þeim tíma þegar hús-
næðið var skoðað,“ segir Árný í
samtali við Morgunblaðið og bætir
við að fulltrúar heilbrigðiseftirlits-
ins leggi mikla áherslu á að leita
uppi raka- og lekavandamál í eftir-
litsferðum sínum, s.s. með því að
spyrja forráðamenn hvort vitað sé
um slík vandamál þar sem þau eru
ekki alltaf sýnileg. Í þeirri ferð sem
hér um ræðir fundust samkvæmt
eftirlitsskýrslunni engar vísbend-
ingar um leka í skólanum, hvað þá
langvarandi lekavandamál líkt og
Verkís bendir á í minnisblaði sínu.
Spurð hvort Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur standi við skýrslu sína
um ástand Fossvogsskóla kveður
Árný já við. „Já, þetta var staðan
eins og hún var þegar við skoð-
uðum húsnæðið,“ segir hún.
Víða merki um langvarandi leka
Fossvogsskóli er illa farinn eftir langvarandi lekavandamál Foreldrar sendu borginni bréf og
lýstu yfir „þungum áhyggjum“ af börnum sínum Stóðst úttekt heilbrigðiseftirlitsins í nóvember
Morgunblaðið/Eggert
Mygluhús Víða eru merki um langvarandi leka í skólanum og hafa foreldrar áhyggjur af heilsu barna sinna.
Morgunblaðið/Eggert
Lokað Íverurými barna og starfsmanna eru heilsuspillandi vegna vandans.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
hefur nú til rannsóknar atvik sem
kom upp á Reykjavíkurflugvelli 9.
febrúar í fyrra. Þennan dag var bú-
ið að vera mikið að gera við snjó-
hreinsun og bremsumælingar á
Reykjavíkurflugvelli en klukkan
tvær mínútur yfir níu að morgni
fékk flugmaður flugvélarinnar TF-
ORD heimild til flugtaks. Átti hann
að taka á loft á flugbraut 19. Á
sama tíma og flugvélin var í svo-
kölluðu flugtaksbruni sínu var snjó-
ruðningstæki ekið inn á flugbraut-
ina. Segir í stöðuskýrslu rannsókn-
arnefndar samgönguslysa að
stjórnandi snjóruðningstækisins
hafi ekki haft heimild til aksturs
þar og rannsóknin beinist að um-
ferðarstjórnun.
Keyrði inn
á flugbraut
Umferðarstjórnun
er til rannsóknar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjavíkurflugvöllur Atvik í febr-
úar í fyrra er nú til rannsóknar.