Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK 9. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.64 121.22 120.93 Sterlingspund 158.66 159.44 159.05 Kanadadalur 89.8 90.32 90.06 Dönsk króna 18.281 18.387 18.334 Norsk króna 13.914 13.996 13.955 Sænsk króna 12.934 13.01 12.972 Svissn. franki 120.1 120.78 120.44 Japanskt jen 1.0798 1.0862 1.083 SDR 167.75 168.75 168.25 Evra 136.42 137.18 136.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.294 Hrávöruverð Gull 1286.4 ($/únsa) Ál 1845.5 ($/tonn) LME Hráolía 65.88 ($/fatið) Brent ● Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækisins Arctica Finance hafi brotið í bága við lög um fjármálafyr- irtæki. Með því er afstaða Fjármálaeft- irlitsins, frá 20. september 2017, stað- fest sem lagði stjórnvaldssekt á fyrirtækið vegna brota gegn fyrr- nefndum lögum. Arctica Finance höfðaði mál gegn FME vegna stjórnvaldssekt- arinnar og freistaði þess að fá hana fellda niður. Á það féllst héraðsdómur ekki. Hins vegar lækkaði dómurinn sekt- ina til mikilla muna. Fjármálaeftirlitið hafði talið hæfilega sekt 72 milljónir króna en niðurstaða dómsins var sú að sektin skyldi vera 24 milljónir króna. Var ríkissjóður dæmdur til endurgreiðslu mismunarins ásamt dráttarvöxtum. Kaupaukakerfið sem Arctica Finance hafði innleitt fól í sér að starfsmenn sem héldu á svokölluðum B-, C- og D hluta- bréfum fengu greidda kaupauka í formi arðs af bréfum sínum. Greiðslurnar áttu sér stað á árunum 2012-2017. Sektin lækkuð um 48 milljónir króna Morgunblaðið/Þorkell Sekt Héraðsdómur segir kaupauk- ana hafa brotið í bága við lög. STUTT samningurinn tryggir sömu stöðu og félög innan Evrópusambandsins njóta og bann við mismunum gagn- vart þarlendum félögum. Fjórfrelsið er tryggt með EES-samningnum eins og það er í Rómarsáttmálanum. Þess vegna ætti ekki að vera farið verr með íslensk félög en þarlenda aðila, né aðra innan EES,“ segir Jón Elvar Guðmundsson, einn eigenda Logos, í samtali við Morgunblaðið. Lækkar íslenskan skattstofn Almenna reglan er sú að söluhagn- aður hlutabréfa er ekki skattlagður þegar um félög er að ræða. Hugsunin er sú að reksturinn sjálfur sé skatt- lagður. Tekjurnar af söluhagnaðinum eru svo skattlagðar þegar þær eru greiddar út til endanlegra hluthafa, til persónulegra nota. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir tvísköttun. „Þegar Spánn skattleggur er land- ið að skattleggja tekjurnar sem ella hefðu verið skattlagðar hér. Með þessu lækkar Spánn því tekjurnar sem ættu að vera skattlagðar á Ís- landi,“ segir Jón Elvar. Ein möguleg ástæða fyrir því að ís- lensk félög hafa lent í þessari skatt- lagningu umfram norsk er sú að í tví- sköttunarsamningi Íslands og Spánar, sem er frá árinu 2002, er frá- vik frá samningsfyrirmynd OECD, sem alla jafna er notuð í tvísköttunar- samningum Íslands við önnur ríki. Þetta frávik heimilar Spáni að skatt- leggja söluhagnað hlutabréfa. Spurður um mögulega framvindu í málinu, bindur Jón Elvar vonir við að Spánn sjái að sér og greiði umrædda upphæð til baka. Að sögn Jóns Elv- ars hefur Spánn tvo mánuði til þess að bregðast við og laga innanlands- löggjöfina til samræmis við EES- samninginn. „Ef Spánn gerir það ekki fer fram- kvæmdastjórn ESB áfram og endar mögulega í máli við Spán til þess að fá þetta lagað. Það mál er þá rekið fyrir Evrópudómstólnum þar sem fram- kvæmdastjórnin er þá gegn Spáni. Vonandi hefur þetta í för með sér að Spánn sjái að sér og endurgreiði þann skatt sem landið hefur tekið af íslenskum aðilum í andstöðu við EES-samninginn.“ Hundruð milljóna í vafasaman skatt Morgunblaðið/Ómar Skattur Ibérica selur m.a. saltfisk á Spáni. Félagið var í eigu Icelandic Group sem greiddi 2,4 milljónir evra í skatt. Icelandic Group » Icelandic Group er að fullu í eigu Framtakssjóðs Íslands og þar liggja hagsmunirnir í mál- inu gegn spænska ríkinu. » Ibérica er nú í eigu Icelandic Seafood International.  Möguleg ástæða er afleikur í tvísköttunarsamningagerð BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Framkvæmdastjórn ESB sendi fyrr í þessari viku bréf til spænskra stjórn- valda þess efnis að þau skyldu láta af skattlagningu á söluhagnað hluta- bréfa sem eru m.a. í eigu íslenskra fé- laga. Íslenska fyrirtækið Icelandic Group, sem selur fisk og fiskafurðir, seldi dótturfélag sitt, Ibérica, til Solo Seafood árið 2016, en skattprósentan sem reiknuð var á söluhagnað hluta- bréfanna nam 19%. Upphæðin sem greidd var í skatt nam 2,4 milljónum evra, eða sem nemur 326 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Hefði Icelandic verið skráð innan ESB, eða á Spáni, hefði enginn skattur verið innheimtur. Þessi munur á skattlagn- ingu og álagningu á Icelandic er tal- inn brot gegn EES-samningnum. Icelandic er í eigu Framtakssjóðs Ís- lands og liggja hagsmunirnir í þessu máli því þar. Logos lögmannsstofa sendi kvört- unarbréf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir rúmu ári vegna reglnanna á Spáni og í ljósi bréfsins sem framkvæmdastjórn ESB sendi á spænsk yfirvöld virðist hún taka undir þann málflutning. „Okkar punktur var sá að EES- Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair Group segir að þótt rekstr- arumhverfi ferðaþjónustunnar á Ís- landi sé afar krefjandi um þessar mundir sé framtíð greinarinnar afar björt. „Framundan er tími hagræðingar í íslenskri ferðaþjónustu. Á sama tíma og það er hörð samkeppni í veit- ingahúsageiranum sem leitt hefur til lokunar veitingastaða, margar bíla- leigur og rútufyrirtæki berjast í bökkum, launahlutföll í hótelstarf- semi á Íslandi eru mun hærri en í þeim löndum sem við erum að keppa við, þá er farið fram á launahækk- anir upp á tugi prósenta og verkföll nú skollin á,“ sagði hann m.a. í ræðu á aðalfundi Icelandair Group í gær. Sagði hann að öllum mætti vera ljóst að þessi staða gæti ekki gengið upp. „Það verður að hagræða og ein- ingarnar verða að stækka. Það verð- ur sársaukafullt. En með réttum að- gerðum og réttri stefnu þá eru ferðaþjónustunni á Íslandi allir vegir færir. Á aðalfundinum varð ein breyting á stjórn félagsins. Svafa Grönfeldt, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík kom ný inn í stjórnina í stað Ásthildar M. Otharsdóttur sem ekki gaf kost á sér að nýju. Í stjórn- inni sitja áfram þau Úlfar Steindórs- son stjórnarformaður, Ómar Bene- diktsson varaformaður, Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir. Aðalfundur ákvað að stjórnarlaun héldust óbreytt frá fyrra ári. Laun stjórnarformanns yrðu 660 þúsund kr. á mánuði. Varaformanns 495 þús- und krónur og að meðstjórnendur fengju 330 þúsund krónur í sinn hlut. Icelandair Félagið skilaði 6,6 millj- arða tapi af rekstri sínum í fyrra. Krefjandi tímar framundan  Svafa Grönfeldt ný inn í stjórn Icelandair Group ● Inngrip Seðlabanka Íslands á gjald- eyrismarkaði nam 2,5 milljörðum króna á þriðjudaginn síðasta. Þetta kemur fram á heimasíðu bankans. Krónan hefur gefið talsvert eftir und- anfarin misseri en á mánudag veiktist krónan á skömmum tíma um 0,4% gagnvart evru og um 0,6% gagnvart Bandaríkjadal. Samkvæmt sérfræðingi sem rætt var við í ViðskiptaMogg- anum á fimmtudag má helst rekja veikingu krónunnar síðustu daga til afnáms hafta á aflandskrónur en lög sem opnuðu fyrir aukið útstreymi tóku gildi í upphafi vikunnar. Seðlabankinn beitti afli á gjaldeyrismarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.