Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Engan fjölpóst – voff! Kattalúgur eru oft gagnlegar, t.a.m. þegar vörður heimilisins þarf að kanna grunsamlegar mannaferðir eða sjá til þess að skýrum fyrirmælum frá heimilisfólkinu sé hlýtt. Kristinn Magnússon Það hlýtur að vera einkennileg staða að vera í fyrir Breta að vinna fyrir Evrópu- sambandið sem beitir sér af alefli gegn þjóð hans sem tvisvar á síð- ustu öld skakkaði leik- inn þegar þjóðir Evr- ópu bárust á banaspjót. Nú ætlar Evrópusam- bandið, án minnsta hiks, undir forystu Frakka og Þjóðverja, að vinna Bret- landi allt það tjón sem þeir mega í hefndarskyni fyrir útgöngu Bret- lands úr sambandinu. Mannfórnir Breta eru gleymdar. Þetta kemur samt ekki á óvart. Uppbygging valdastofnana ESB minnir um margt á Sovétríkin. Enginn er kos- inn til neins, heldur velur valdastétt- in sjálf hverjir komast til valda, en þó m.a. með hliðsjón af þjóð- erni. Og þingið er ger- samlega valdalaus ræðusamkoma. Grein sendiherra ESB á Íslandi Sendiherrann skrif- aði um margt ágæta grein um 3. orkupakk- ann í Morgunblaðið hinn 15. nóvember síð- astliðinn. Þar leiðrétti hann margt sem mis- sagt er um málið. Þannig staðfesti hann (sem vitað var) að Íslandi er ekki skylt að opna raforkumarkað sinn né að veita þriðja aðila aðgang hér eða fjárfestingartækifæri. Jafn- framt að þar sem Ísland er ekki aðili að ESB muni ACER ekki hafa neitt vald hér á landi. Þau málefni er lúta að Íslandi séu á hendi ESA (Eft- irlitsstofnunar EFTA) en ekki ACER. Þriðji orkupakkinn og Ísland Það skiptir ESB ekki nokkru hvort Ísland innleiðir þriðja orku- pakkann og Ísland væntanlega minnstu. Það verður að játa hér og nú að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, gerðu nákvæmlega ekk- ert til að huga að hagsmunum Ís- lands við samþykkt þriðja orku- pakkans hjá EES. Gunnar Bragi hefur væntanlega verið upptekinn við tilbeiðslu eða aðra trúariðkun og Sigmundur Davíð reyndi m.a.s. hvað hann gat til að fá erlenda aðila til að leggja hingað sæstreng. Áhuginn var bara ekki fyrir hendi. Svo er nú það. Hvað veldur tortryggni hérlendis gagnvart ESB Ég hef reynt að kynna mér þriðja orkupakkann eftir föngum og ekki síst hvað veldur andstöðunni. Þann- ig spurði ég Bjarna Jónsson, einn þeirra sem mest hafa beitt sér gegn málinu, um tilvísanir í lög og reglu- gerðir, haldföst rök. Þau reyndust ekki vera fyrir hendi. Hann vísaði til gerðar sem ekki væri formlegur hluti af orkupakkanum, en eðlilegur hluti af honum og yrði vafalítið inn- leidd í kjölfar pakkans! Gerðin væri að vísu enn ekki lagalega bindandi, en fæli í sér möguleika til pólitísks þrýstings á yfirvöld hvers lands! Hvað veldur þessari miklu tor- tryggni í garð ESB? Svarið felst m.a. í meðferð og afstöðu ESB til valds. Þar er sendiherrann engan veginn undanskilinn. Engum dylst vald- níðslan gagnvart Bretlandi. Þegar sendiherrann segir svo blákalt eftir að hafa velt því fyrir sér hvað gerist ef Ísland innleiðir ekki orkupakk- ann: „Í versta falli gæti þetta valdið því að hluti af EES-samningnum félli úr gildi, a.m.k. til bráðabirgða.“ Við gleymum aldrei Icesave. – Hvers vegna er ESB svo tamt að grípa til hótana, nú varðandi mál sem ekki skiptir ESB hinu minnsta máli? Tortryggnin blossar upp, kannski skiljanlega, og í framhald- inu koma fram skoðanir sem ekki byggjast á neinum staðreyndum, bara hugarburði. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Hvers vegna er ESB svo tamt að grípa til hótana, nú varð- andi mál sem ekki skiptir ESB hinu minnsta máli? – Við gleymum aldrei Icesave. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Til Michaels Manns, sendiherra ESB á Íslandi Fyrirhugaðar sam- einingar og lokun á grunnskóla í norðan- verðum Grafarvogi hafa ekki fengið góðar undirtektir hjá íbúum. Hér kraumar mikil óánægja. Síðast árið 2012 sameinuðust þess- ir skólar, og það þrátt fyrir hörð mótmæli for- eldra. Sú sameining var gerð með tilheyrandi raski fyrir börn og foreldra í Grafarvogi en í kjölfar sameiningaraðgerðanna var ýmsu lofað. Öllum foreldrum var tjáð að allt ætti eftir að verða svo miklu betra sem að sjálfsögðu hefur ekki gengið eftir, því miður! Raunar er það þannig að rykið hefur ekki enn sest eftir síðustu sameiningar og því óskiljanlegt að nú sé komið fram með enn eina tillöguna sem skerðir þá lögbundnu þjónustu sem Reykja- víkurborg ber að veita börnunum okkar. Hér í Grafarvogi vilj- um við ekki pálmatré eða puntstrá. Öðru nær, við biðjum bara um eitt; að halda þeirri grunnþjónustu sem til staðar er í dag fyrir börnin okkar. Hér þurf- um við hins vegar að berjast fyrir sjálfsagðri þjónustu með kjafti og klóm. Það er ekki laust við að maður spyrji sig: Hvers vegna þurfum við að berjast fyrir grunnþjónustu þegar meirihlutanum finnst í góðu lagi að byggja mathallir, planta puntstrám og gæla við það að rækta pálmatré í Vogabyggð? Hvers vegna er hægt að tala um það á tyllidögum að efla þjónustu í nærumhverfinu um leið og þjónustan er rifin af börnum og for- eldrum sem búa í norðanverðum Grafarvogi? Ljótur leikur að leika sér að framtíð barna Kelduskóli Korpa sem til stendur að loka hýsir 61 nemanda en sex bekkir eru í skólanum. Skólinn getur fullsetinn hýst 170 börn. Ef skólinn væri með börn frá fyrsta til tíunda bekk má gera ráð fyrir því að í skól- anum yrðu yfir eitt hundrað nemend- ur. Hins vegar hafa ekki verið kynnt- ar tölur um það hversu mörg börn búa í Staðahverfinu á skólaaldri. Þannig má leiða líkur að því að þessi tala sé mun hærri. Þá er fyrirhuguð þétting byggðar á svæðinu sem ekki hefur verið reiknuð inn í þessar tölur. Byggja á um 100 íbúðir á þessu svæði. Þar með væri þessi skóli að öllum líkindum fullsetinn. Jafnframt hefur spurningunni um aldurs- samsetningu í þessum hverfum ekki verið svarað. Eftir að hafa farið yfir alla þætti málsins finnst mér augljóst að hér eru borgaryfirvöld að gera alvarleg mistök. Tölurnar um barnafjölda sem hafa verið kynntar foreldrum eru til að mynda vanreifaðar. Ljóst er að þær eru alls ekki unnar eftir öllum þeim forsendum sem þarf að horfa til þegar kemur að sameiningu. Við í Grafarvogi höfum lengi upp- lifað okkur sem afgangsstærð, hér er hægt að skera niður grunnþjónustu ef það hentar borgaryfirvöldum. Við erum ekki einhverjar tölur í Excel- skjali. Við erum fólk, borgarbúar sem skila góðum tekjustofni fyrir Reykjavík. Það virðist vera lenskan þegar kemur að því að þjónusta hverfið okkar, Grafarvog, að líta svo á að hægt sé að beita niðurskurðarhnífn- um í okkar hverfi fremur en öðrum hverfum borgarinnar. Með öðrum orðum, þegar kemur að því að skera niður er mjög gjarnan ráðist beint á þá grunnþjónustu sem eftir er í hverfinu okkar. Það er ekki lengur í boði. Ég segi hingað og ekki lengra! Það er ljótur leikur að leika sér að framtíð barnanna okkar með enda- lausum tilfærslum þeirra á milli skóla! Látið kyrrt liggja, látið börnin okkar fá að njóta sín í sínu nærum- hverfi! Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Hvers vegna þurfum við að berjast fyrir grunnþjónustu þegar meirihlutanum finnst í góðu lagi að byggja mathallir, planta punt- strám og gæla við það að rækta pálmatré í Vogabyggð? Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Við viljum grunnskóla, ekki puntstrá eða pálmatré

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.