Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
GRANDAVEGUR 42
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Sundlaug
4 mín.
11 mín.
Matvöruverslun
2 mín.
11 mín.
Háskóli
4 mín.
15 mín.
Grunnskóli
2 mín.
4 mín.
Leikskóli
1 mín.
5 mín.
Líkamsrækt
3 mín.
20 mín.
Bakarí
1 mín.
3 mín.
AÐEINS
9
ÍBÚÐIR
EFTIR
Öflugt innanlands-
flug er forsenda þess
að tengja allt landið
við heilbrigðisþjón-
ustuna, menntastofn-
anir, stjórnsýsluna,
menninguna og sam-
félagið allt ásamt því
að dreifa ferðamönn-
um um landið. Þetta
kemur skýrt fram í
skýrslu um „Upp-
byggingu flugvallakerfisins á Ís-
landi og eflingu innanlandsflugs
sem almenningssamgangna“ sem
skilað var til samgönguráðherra í
byrjun desember og kynnt í um-
hverfis- og samgöngunefnd.
Meirihluti umhverfis- og sam-
göngunefndar tók undir tillögu
starfshópsins um eflingu innan-
landsflugs og lagði til breytingu á
kafla 4.5 í samgönguáætlun um
markmið um jákvæða byggðaþró-
un í samgönguáætlun til næstu
fimm ára þess efnis að unnið yrði
að útfærslu þess að niðurgreiða
flugfargjöld íbúa á landsbyggð-
inni. Meirihlutinn benti á að með
þessu yrði greitt fyrir aðgengi
íbúa landsbyggðarinnar að þjón-
ustu sem eingöngu væri veitt á
höfuðborgarsvæðinu.
Það kemur undirrituðum því á
óvart að í skýrslunni „Ferðumst
saman“ séu tillögur um að draga
úr stuðningi við að halda uppi
flugi til Hornafjarðar, Vopna-
fjarðar og Þórshafnar.
Samgöngu- og sveitastjórn-
arráðherra kynnti skýrsluna fyrir
skömmu en hún var unnin af
starfshópi embættismanna úr
ráðuneytinu og Vegagerðinni.
Starfshópurinn safnaði saman
upplýsingum um almennings-
samgöngur í víðu samhengi og átti
samráð við aðila og það virðist
eiga að nýta í gerð stefnu ríkisins
í almenningssamgöngum.
Fram kemur í skýrslunni að
samfélagslegt markmið stjórn-
valda sé efling lífsgæða með heild-
arstefnu um almennings-
samgöngur sem hefur það að
leiðarljósi að allir hafi aðgang að
skilvirku og heildstæðu almenn-
ingssamgöngukerfi með tengingu
byggða og aukinni þjónustu. Með
því er verið að greiða fyrir at-
vinnu- og skólasókn og tryggja að-
gengi að opinberri þjónustu í nær-
umhverfi sem og á höfuðborgar-
svæðinu.
Þetta er í fullu samræmi við það
sem kemur fram í samstarfssamn-
ingi ríkisstjórnarflokkana þar sem
er lögð áhersla á almennings-
samgöngur, en þar segir m.a. að
áfram þurfi að byggja upp al-
menningssamgöngur um allt land
og gera innanlandsflug að hag-
kvæmari kosti fyrir íbúa. Þetta er
líka í samræmi við stefnumótandi
byggðaáætlun sem samþykkt var í
júní síðastliðnum.
Við erum sannfærðir um mik-
ilvægi flugsins og að samfélags-
legur og efnahagslegur ávinningur
aukinna flugsamgangna sem og
allra samgangna sé það mikill að
frekar ætti að gefa í en draga úr.
Ríkisframlag til innanlandsflugs
er aðeins 390 milljónir króna sem
skilar gríðarlegum ávinningi. Með
því að auka við þetta framlag get-
um við á hagkvæman hátt skapað
aukin lífsgæði, sterkara atvinnulíf
og öflugra samfélag. Við viljum
benda á að samgönguáætlun með
fyrrgreindum breytingum er sam-
þykkt af Alþingi en ofangreind
skýrsla hefur ekki komið til um-
ræðu á Alþingi og er nú í sam-
ráðsgátt stjórnvalda sem má nálg-
ast á www.samradsgatt.is
Þegar samgönguáætlun var til
meðferðar á Alþingi kom skýrt
fram í máli fulltrúa sveitarfélag-
anna hversu mikilvægt innan-
landsflugið er og hversu mik-
ilvægt það er hinum dreifðu
byggðum.
Við tökum undir þau sjónarmið.
Sameinumst um að byggja upp og
tryggja raunhæfar almennings-
samgöngur til og frá höfuðborg-
inni.
Tryggjum raunhæfar
innanlandssamgöngur
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson og
Vilhjálm Árnason
Njáll Trausti
Friðbertsson
»… samfélagslegur
og efnahagslegur
ávinningur aukinna
flugsamgangna sem og
allra samgangna sé það
mikill að frekar ætti að
gefa í en draga úr.
Höfundar eru þingmenn
Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur
Árnason
Þótt ekki sé ég
gamall hef ég lifað
tímanna tvenna en
eitt sem hefur ekki
breyst er að mann-
kynið virðist ekki geta
séð hætturnar fyr-
irfram, ávallt skal
byrgja brunninn eftir
á. Núna er möguleg
ný hætta í uppsigl-
ingu og vegna hugs-
anlegrar skaðsemi
hennar tel ég ástæðu til að rita
nokkur orð til þjóðarinnar, ráða-
manna hennar og þeirra stofnana
sem málið varðar.
Undanfarið hefur verið fjallað
um innleiðingu og uppsetningu hins
svokallaða 5G-farsímakerfis á Ís-
landi. Það á að færa okkur margfalt
meiri nethraða en áður þekkist í
þráðlausu sambandi og það skal
bara gerast strax á næsta ári, þótt
raunveruleikinn segi til um annað.
Póst- og Fjarskiptastofnun hefur
gefið út 60 blaðsíðna „umræðu-
skjal“ og lofsyngur þessa tækni
sem nýja iðnbyltingu. Stjórnvöldum
er svo gefin tónninn um hvernig
skuli hjálpa þessari tækninýjung að
nema hér land.
Mér til mikillar undrunar er ekki
einum einasta staf í þessu skjali
ráðstafað í að fjalla um möguleg
heilbrigðis- og heilsufarsáhrif 5G-
kerfisins á landann. Einungis
spurningaliður á síðustu síðunni
þar sem gefið er tækifæri á spurn-
ingum um „annað“ opnar fyrir
möguleikann á þeirri umræðu.
Þetta veldur mér miklum áhyggj-
um, því það þarf ekki að leita langt
til að finna heimildir fyrir því að út-
geislun frá farsímum og far-
símamöstrum sé skaðleg. Sem bet-
ur fer eru til öryggisstuðlar og
regluverk sem vernda mannkynið
gegn hinu versta af þessari geislun
(t.d. um lágmarksfjarlægð far-
símamastra frá mannvirkjum) en
málin flækjast þegar það kemur að
5G. Geislavarnir ríkisins fram-
kvæmdu mælingu á styrk rafseg-
ulsviðs frá farsímasendum sumarið
2018 sem sýndu að rafsegulmagn á
Íslandi sé langt innan alþjóðlegra
marka. Gott og vel, en taka verður
fram að þessar mælingar voru
gerðar áður en 5G hafði verið gang-
sett.
Sendingarnar frá 5G eru af allt
öðrum toga, bylgjurnar eru mjög
skammdrægar og þarf þess vegna
að setja upp þétt net af möstrum til
að fólk geti notið góðs af því (innan
við 200 m frá hverju heimili) og
hafa ljósastaurar landsins verið
nefndir í því samhengi. Með það í
huga að 5G starfar á hærri tíðni-
sviðum en eldri kerfi er komin
nægileg ástæða til að nema staðar
og íhuga hvaða möguleg áhrif þau
gætu haft á heilsufar okkar sem og
málleysingjana sem enga hafa
röddina í svona málum.
Og hér kemur stærsta vanda-
málið: Margar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar á skaðlegum áhrifum af
útgeislun þráðlausra tækja (net-
beina, snjallsíma og
slíks) en samt vantar
mikið upp á. Verstu
dómsdagsspárnar full-
yrða að um allan heim
muni hundruð þúsunda
deyja árlega af völdum
geislunar frá 5G. Sjálf-
ur tel ég það hæpið en
ekki er þetta hættu-
laust heldur. En hver
er þá hættan? Enginn
veit, fjölda spurninga
er enn ósvarað.
Það þarf að fram-
kvæma fleiri rannsóknir. 5G notast
mikið við svokallaðar millimetra-
bylgjur („millimeter waves“ á
ensku) sem hingað til hafa lítið sem
ekkert verið í umferð almennt, en
nú er yfirvofandi breyting þar á.
Mjög fáar rannsóknir eru til um
langtímaáhrif þess að fólk umgang-
ist millimetrabylgjur daglega, en
nú þegar er vitað að þær hafa áhrif
á frumuhimnur... en hvernig? Milli-
metrabylgjur eru svo bara einn lið-
ur í öllu 5G-kerfinu, hvaða aðrar
hættur gætu leynst í þessum
pakka?
Fyrir 60+ árum voru sígarettur
svo sjálfsagðar að þær giltu sem
gjaldmiðill meðal hermanna í seinni
heimsstyrjöldinni. Úranduft var
notað á 19. öld til að skreyta hús-
gögn með fagurgrænum lit þar til
Curie-hjónin gerðu sína frægustu
uppgötvun. Klórflúorkolefni í hin-
um ýmsu kælikerfum 20. aldarinnar
bæði kældu gosdrykki okkar og
léku ósonlagið grátt. Rómaveldi féll
m.a. vegna þess að þar var blý í
vatnsleiðslum talin góð hugmynd
og mengað vatn drukkið áratugum
saman. Í öllum ofangreindum atrið-
um vissi enginn hversu miklir skað-
valdar voru þarna á ferðinni fyrr en
um seinan. Núna knýr enn einn
skaðvaldurinn að dyrum en okkur
gefst nú einstakt tækifæri til að
vísa honum frá.
Ég sé ekki tilefni til þess að
keyra 5G-innleiðsluna áfram með
þeim hraða og ákafa sem lagt er til,
þvert á móti. Ísland er í einstakri
stöðu til að leggja sitt af mörkum í
alþjóðarannsóknum á 5G með því
að gerast markhópur sem er utan
kerfisins og ég tel það vera tæki-
færi sem verði að íhuga. Eflaust
hafa fjarskiptafyrirtæki og önnur
peningavöld á Íslandi eitthvað út á
það að setja en þau munu þá í leið-
inni viðurkenna að einkagróði
þeirra sé æðri lýðheilsu Íslendinga.
Burtséð frá skoðunum fólks á
málinu verður að vekja athygli á
þessu og hefja umræðuna, helst
upp á við. Vona ég að skrif mín
veki verðskuldaða athygli.
5G: Gætu gagn-
legar græjur
grandað glórunni?
Eftir Árna Víking
Hafsteinsson
Árni Víkingur
Hafsteinsson
»Margar rannsóknir
hafa verið gerðar á
skaðlegum áhrifum af
útgeislun þráðlausra
tækja, en samt vantar
mikið upp á.
Höfundur er þýðandi.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?