Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019
✝ RögnvaldurEgill Sigurðs-
son fæddist á Hjalt-
eyri 2. september
1938. Hann lést á
öldrunarheimilinu
Lögmannshlíð
Akureyri 18. febr-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Rögnvaldsson f. 5.
desember 1913, d.
30. apríl 1989, og Jóhanna Jóns-
dóttir f. 23. júní 1921, d. 5. ágúst
1999. Egill var elstur fjögurra
systkina en þau eru Matthías,
Sigríður Jóna og Guðný Klara.
Egill ólst upp á Siglufirði og
lauk þar barnaprófi 1951. Á
unglingsárum flutti hann með
foreldrum sínum að Strand-
bergi á Húsavík og fljótlega fór
hann að vinna hin ýmsu störf
m.a. sem tengdust fiskvinnslu
og sjómennsku. Egill lauk burt-
fararprófi frá Iðnskólanum á
Húsavík vorið 1962 og verk-
námi í ketil- og plötusmíði sama
ár. Hann tók námssamning sinn
í ketil- og plötusmíði hjá Vél-
smiðjunni Atla á Akureyri og
Vélsmiðjunni Fossi á Húsavík.
1962. Maki: Elín Elísabet
Magnúsdóttir. Þeirra börn eru
Óðinn, f. 1988, Rakel, f. 1992, og
Jóhanna, f. 1994. 3) Sigurlaug,
f. 22. ágúst 1963. Maki: Sig-
urður Pálsson. Þeirra börn eru
Egill Örn, f. 1984. Maki: Katrín
Mörk Melsen. Þeirra börn eru
Erika Rakel f. 2008, Óliver
Viktor f. 2010 og Baltasar Ka-
sper f. 2013. Einar Helgi, f.
1988. Maki: Eyrún Gísladóttir.
Þeirra barn Alexandra, f. 2018.
Ingibjörg Sigurrós, f. 1992.
Maki: Gunnar Þórarinsson.
Þeirra barn Lea Margrét, f.
2018. Guðlaug Jana, f. 1993. 4)
Agla, f. 7. júní 1968. Maki: Karl
Emil Sveinsson. Þeirra börn
Andri, f. 1989. Maki: Sandra
Haraldsdóttir. Þeirra barn
Thelma Líf, f. 2017. Eygló, f.
1992, og Sölvi, f. 1998.
Egill og Rakel hófu búskap á
Húsavík en fluttu í Mývatnssveit
árið 1966. Þar bjuggu þau
lengst af í húsi sem þau byggðu
sér að Helluhrauni 12. Eftir að
Egill hætti störfum í Kröflu-
virkjun dvaldi hann um árabil
að mestu í sumarhúsi sínu á
Hjalteyri og síðar á Akureyri.
Sambýliskona Egils síðustu árin
var Guðlaug Jóhanna Jóns-
dóttir, f. 26. maí 1934, d. 25.
febrúar 2018.
Útför Egils fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í Mývatns-
sveit í dag, 9. mars 2019, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Egill fékk sveins-
bréf í iðngrein
sinni árið 1965 og
hóf upp frá því
störf við Kísilgúr-
verksmiðjuna í Mý-
vatnssveit. Um
miðjan áttunda
áratuginn hóf Egill
störf við Kröflu-
virkjun og var
lengst af gufuveitu-
stjóri þar til hann
lét af störfum haustið 2005.
Eiginkona Egils var Rakel
Guðlaugsdóttir, f. á Húsavík 12.
júní 1939, d. 21. nóvember 2000.
Foreldrar Rakelar voru hjónin
Guðlaugur Jónsson frá Fossi á
Húsavík, f. 3. júní 1906, d. 12.
september 1982, og Gratíana
Sigríður Jörundsdóttir f. 29.
júní 1905 á Flateyri, d. 28. apríl
1972. Egill og Rakel eignuðust
fjögur börn. Þau eru 1) Jó-
hanna, f. 13. júní 1960. Maki:
Gústaf Jóhannsson. Með fyrri
manni sínum Garðari Jónssyni á
Jóhanna soninn Svein, f. 1991.
Börn Gústafs frá fyrra hjóna-
bandi eru Jón Brynjar, f. 1988,
og Karólína, f. 1990. 2) Sig-
urður Rögnvaldsson, f. 2. ágúst
Fyrstu kynni okkar Egils
standa mér ljóslifandi fyrir
sjónum, eins og skýr mynd. Ég
datt alsnjóug með gassagangi
inn um útidyrnar á Stóru-
völlum, næstum í fangið á mér
ókunnugum manni sem stóð
þarna með blik í augum og
brosti við þessari snjókerlingu
sem hann vissi alls ekki að yrði
tengdadóttirin. Ekki ég heldur.
Ágætis byrjun samt á okkar
kynnum og mér eftirminnileg.
Ég komst fljótlega að því að í
kringum Egil og Rakel var
fjörið, mikið gantast og ef eitt-
hvað var leiðinlegt þá var það
bara gert skemmtilegt með ein-
hverjum ráðum.
Egill var alltaf að dunda eitt-
hvað, stundum vissi maður
ekki af honum í nálægðinni en
svo lét hann gamminn geisa og
ekki síst þegar börn voru ann-
ars vegar. Ætli mér hafi stund-
um þótt um of því eitt sinn
man ég eftir að eitt minna
barna bað sérstaklega um að fá
að vera án mín í Mývatnssveit.
Sennilega til að hafa engan
gleðispilli sem skakkaði leika
með afa þegar þeir stóðu sem
hæst.
Egill var einstaklega hjálp-
samur og óbeðinn kom hann
gjarnan að hjálpa þegar við
stóðum í einu eða öðru. Það var
líka gott að biðja hann um
hjálp og eftir einni bón minni
man ég sérstaklega. Siggi var
ekki heima og ég þurfti að
teppaleggja til að geta flutt inn
í nýja húsið okkar. Eftir mik-
inn vandræðagang hringdi ég
neyðarhringingu í Mývatns-
sveit þar sem ég var hreinlega
að kafna í öllu þessu teppi. Ég
vona að Egill hafi klárað vinnu-
daginn sinn en hann var kom-
inn skömmu síðar og á mettíma
kom hann teppinu haganlega
fyrir á gólfinu. Auðvitað var
álag að eiga tengdadóttur með
marga þumalputta en hann
glotti bara og hafði gaman að.
Egill naut sín á ferðalögum
bæði innan lands sem utan. Það
var gaman að ferðast með Agli
því hann hafði einlægan áhuga
á svo mörgu í umhverfi og sam-
félagi. Hann horfði bæði á hið
smáa og stóra í tilverunni.
Hann eignaðist myndbands-
upptökuvél á blómaskeiði slíkra
tækja og á tímabili tók hann
mikið upp á þennan eðalgrip,
efni sem er ómetanlegt að
skoða í dag og verður í raun-
inni dýrmætara með ári hverju.
Á þessum myndum má svo
greinilega sjá hve athugull
hann var á umhverfi sitt.
Blik augna hans var farið að
leita í aðrar víddir þegar ég
læddist út úr herberginu hans í
Bandagerði í Lögmannshlíð
kvöldið áður en hann fór yfir
þröskuldinn mikla. Upp er
runnin kveðjustund. Blessuð sé
minning tengdapabba.
Elín Elísabet.
Rögnvaldur Egill
Sigurðsson
Við Berglind vor-
um vinnufélagar í
Landsbankanum
frá því að ég hóf
störf þar 2007. Ég er alltaf með
á hreinu hvað Elsa Edda er
gömul því að hún var nýfædd
þegar ég hóf störf í bankanum,
ég fékk stólinn og borðið hennar
Berglindar meðan hún var í
barneignarleyfi. Samstarf okkar
var mjög náið þegar við unnum
saman að endurskipulagningar-
Berglind
Hallgrímsdóttir
✝ Berglind Hall-grímsdóttir
fæddist 23. septem-
ber 1976. Hún lést
15. febrúar 2019.
Útför Berglindar
fór fram 1. mars
2019.
verkefnum í bank-
anum á árunum
2010-2017 með hópi
öflugra vinnufélaga.
Berglind var frá-
bær samstarfsfélagi
eldklár og réttsýn
eins og hún var,
ekki skemmdi hlát-
urmildin fyrir.
Berglind var einn
mesti töffari sem ég
hef kynnst á lífs-
leiðinni, var að berjast við
krabbamein í um 10 ár með góð-
um hléum á milli, mislöngum.
Lengst af lét hún veikindin ekk-
ert stoppa sig, ferðaðist töluvert,
fór í skíðaferðir, í Aðalvíkina, tók
þátt í hlaupum o.fl., stundum á
milli lyfjagjafa. Á ágætt safn
mynda sem þær Berglind og Jó-
hanna, vinnufélagi okkar, sendu
mér að hlaupum loknum.
Sendi heils hugar samúðar-
kveðjur til Evva, Elsu Eddu, for-
eldra Berglindar, bræðra sem og
tengdamóður, missir þeirra er
mikill. Far þú í friði, elsku Berg-
lind.
Hermann Hermannsson.
Í dag kveðjum við Berglindi
sem við vorum svo lánsöm að
starfa með í Flögu. Hún var frá-
bær félagi, skemmtileg, sam-
viskusöm, eldklár og hláturmild.
Flöguárin voru skemmtilegur og
einstakur tími. Berglind, með
gleði sinni, hlýju og jákvæðni,
átti stóran þátt í að skapa þann
einstaka anda sem ríkti í Flögu.
Við eigum góðar minningar það-
an sem munu lifa með okkur.
Í Flögu var stofnaður bóka-
klúbburinn LesMed og þar var
Berglind öflugur meðlimur, enda
mikill lestrarhestur. LesMed
hélt ávallt hópinn og ræddi bæk-
ur í þaula þó svo að Flaga væri
ekki lengur til staðar. Berg-
lindar verður sárt saknað á
bókafundunum.
Við sendum innilegar sam-
úðarkveðjur til Elsu Eddu, Eð-
varðs, foreldra Berglindar,
bræðra og fjölskyldna og ann-
arra ástvina.
Hafið, bláa hafið, hugann dregur.
Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þanngað liggur beinn og breiður veg-
ur.
Bíða mín þar æskudrauma lönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér aldrei fyrr.
Bruna þú nú, bátur minn.
Svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum.
Fyrir stafni haf og himinninn.
(Örn Arnarson)
Við kveðjum elsku Berglindi
með þakklæti.
Starfsmenn Flögu og fjöl-
skyldur,
Berglind Reynisdóttir,
Helga Kristjánsdóttir,
Jóhann Fr. Haraldsson og
Sigríður H. Jóhannesdóttir.
Mér er ljúft og
skylt að minnast
Helgu föðursystur
minnar þegar hún hefur lokið
sinni lífsgöngu. Það hefur alltaf
verið kært á milli okkar enda
ekki nema átta ár á milli okkar.
Ég fæddist á loftinu í Miðbæ,
húsi afa og ömmu og hef alltaf lit-
ið á það sem mitt annað heimili.
Söknuðurinn er mikill og sár er
Sigurhelga
Stefánsdóttir
✝ Sigurhelga(Helga)
Stefánsdóttir fædd-
ist 4. nóvember
1936. Hún lést 31.
janúar 2019.
Útför Helgu fór
fram 15. febrúar
2019.
ég kveð þig, Helga
mín, en gleðst samt
yfir því að þú skulir
vera komin til Boga
þíns aftur. Þú sakn-
aðir hans svo sárt og
varðst aldrei sama
manneskjan eftir að
hann fór.
Ég á margar góð-
ar minningar frá
æskudögum okkar í
Miðbæ en alltaf var
gleði í litla húsinu. Systkinin tíu
sem þar ólust upp voru alltaf
mjög samhent og náin. Aldrei
heyrðust þar ljót orð um munn
fara.
Ég man líka þegar þú og Bogi
voruð í Vestmannaeyjum á vertíð
og þú sendir mér pakka. Í pakk-
anum var seðlaveski með 200
krónum í og það þótti ekki lítill
peningur í þá daga. Einnig var í
pakkanum eitt karton af Wrig-
ley’s tyggigúmmíi. Í einu kartoni
voru 20 pakkar og innihélt hver
pakki tíu tyggjóplötur og þá
tuggði maður nú vel og útbýtti
plötunum vítt og breitt.
Þegar þið Bogi fluttuð til
Siglufjarðar og settust þar að var
alltaf opið hús fyrir vini og ætt-
ingja. Allir minnast kökuhlað-
borðanna þinna sem gjarnan
minntu á fermingarveislur. Já,
þú kunnir svo vel, frænka, að
veita og ekki var húsbóndinn
Bogi síðri. Alltaf var mjög vel
tekið á móti fólkinu ykkar sem
rataði heim að dyrum. Glaðværð-
in var alltaf í fyrirrúmi hjá ykk-
ur. Þú hafðir yndi af því að fara í
berjamó en Bogi sá um að borða
berin sem þú tíndir. Þegar þú
varst orðin léleg við tínsluna sá
ég um að fara í berjamó og tína
fyrir ykkur. Það var ekki við það
komandi að borga til baka með
nýjum laxi og reyktum silungi.
Svo var það einu sinni að ég
sagðist ætla að gefa þér nöfnu og
stóð við það. Þú varst mjög glöð
með nöfnuna og sýndir henni
mikla art.
Helga mín, ég veit ekki hvern-
ig ég á að haga dögunum eftir að
þú fórst. Það var alltaf gaman að
koma til þín á sjúkrahúsið þó ekki
væri annað en að fá sér konfekt-
mola og kaffi. Alltaf fékk ég
þakklæti fyrir að líta inn til þín.
En Helga mín, þú varst fyrst
og fremst Ólafsfirðingur í þér og
þótti þér vænt um gamla bæinn
þinn.
En nú situr þú í blómabrekk-
unni með honum Boga þínum, þið
haldist í hendur og brosið hvort
til annars. Eflaust streyma ætt-
ingjar og vinir til að taka á móti
þér og fagna komu þinni.
Vertu guði falin, elsku Helga
frænka, ég bið að heilsa öllum
hinum sem farnir eru.
Þinn frændi, Stebbi Villi.
Stefán Víglundur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BORGHILDUR THORS
þroskaþjálfi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 1. mars.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. mars
klukkan 13.
Hilmar Oddsson Guðlaug M. Jakobsdóttir
Elísabet Á. Oddsdóttir Ómar Jóhannsson
Hera Hilmarsdóttir Sam Keeley
Oddur Sigþór Hilmarsson
Oddur Ómarsson
Arnar Ómarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐFINNA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
fimmtudaginn 14. mars klukkan 15.
Friðbjörn R. Ægisson Anja Kokschka
Guðrún Inga Ægisdóttir
Margrét Björk Ómarsdóttir Bjarki Ólafsson
Birkir Steinn Ómarsson Katrín Stella Jónínudóttir
Hallfríður Friðbjörnsdóttir
barnabörn og fjölskylda
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
VILBORG BENEDIKTSDÓTTIR
geislafræðingur,
Akraseli 15,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
22. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju á 88.
afmælisdegi hennar, þriðjudaginn 12. mars klukkan 15.
Anna Jóna Halldórsdóttir Daníel Daníelsson
Guðlaug Halldórsdóttir Ingimar Ólafsson
Jón Sigurður Halldórsson
Magnea Skjalddal Halldórsd. Stefán Ari Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir,
tengadóttir og systir,
ARNDÍS JÓNASDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi,
4. mars. Jarðsungið verður frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. mars
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans.
Brynjar Þór Gestsson
Jónas Bjarki Brynjarsson
Jónas Sigurðsson
Hrefna Guðmundsdóttir Gunnar Eyjólfsson
og systkini
Elskuleg systir okkar,
ÁSA EIRÍKSDÓTTIR,
Sigurhæð 12,
Garðabæ,
lést 24. febrúar
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Stína, Guðný, Hanna, Gylfi og Leifur Eiríksbörn
og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát okkar elsku móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu, systur og mágkonu,
GUÐRÚNAR EGILSDÓTTUR,
áður til heimilis á Grenimel 49,
sem lést 5. febrúar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á V-2 á dvalarheimilinu Grund
fyrir yndislega og kærleiksríka umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Ágústa Björnsdóttir Viðar Welding Friðriksson
Estiva Birna Björnsdóttir Baldur Þ. Harðarson