Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 31

Morgunblaðið - 09.03.2019, Síða 31
inn sex félagar, allir úr ólíkum átt- um, í félaginu ÖLFÍ, eða Ölfélagi Íslands.“ Haraldur bar út blöð frá ellefu ára aldri og vann öll sumur með skóla, svo sem í póstinum í Seðla- bankanum og hjá Vífilfelli í upp- röðun og sölumennsku. Eftir stúd- ent prófaði Haraldur nám í lögfræði, en það kom fljótt í ljós að hún átti ekki vel við hann. Har- aldur sótti þá um vinnu í Kaup- þingi í byrjun ársins 2000 og vann á Eignastýringarsviði fram á haust sama ár. Þaðan lá leiðin í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. „Svo vann ég alltaf í Kaupþingi á sumrin og í jólafríum. Ég var loks ráðinn í fullt starf á fjárstýringarsviði í ársbyrjun 2003, nokkrum mánuðum áður en ég lauk viðskiptafræðináminu. Ég útskrifaðist svo um vorið sama ár.“ Hann réð sig svo 2006 til Ex- ista og starfaði þar í nokkur ár við góðan orðstír áður en hann ákvað að fara í framhaldsnám. „Þá fór ég í MBA nám í IESE Business School í Barcelona og vann með- fram því við ráðgjafastörf fyrir er- lenda banka, þar á meðal Deutsche Bank og Citi.“ Í árslok 2011 var Haraldur fenginn til að leiða uppbyggingu markaðs- viðskipta hjá Straumi. Þar var hann þar til í janúar 2015 þegar hann hætti til að stofna Fossa markaði ásamt fleirum þar sem hann er nú forstjóri. Eiginkonu sinni, Ragnhildi Ágústsdóttur, kynntist Haraldur árið 2001. „Við byrjuðum saman 2003 eftir nokkra eftirgangsmuni af minni hálfu,“ viðurkennir Har- aldur brosandi. Þau giftu sig svo 2005. „Við hófum búskap á Fjólu- götu í miðbænum, enda hef ég allt- af verið miðbæjarmaður frá því í menntaskóla. Þar vorum við þang- að til dóttir okkar fæddist. Þá fluttum við á Seltjarnarnesið þar sem aldrei er nein lognmolla á stóru heimili,“ segir Haraldur en auk þriggja barna eru á heimilinu tveir hundar. Skíði er annað áhugamál sem fjölskyldan sameinast um auk stangveiða. „Það er gaman að eiga áhugamál sem öll fjölskyldan get- ur stundað saman,“ segir hann. Önnur áhugamál Haraldar eru fjallamennska og svo hefur hann í nokkur ár stundað þríþraut af kappi, bæði ólympíska þríþraut og hálfan járnkarl og stefnir á sína fimmtu keppni á Spáni í ár. „Und- anfarin ár hef ég lagt áherslu á hálfan járnkarl. Það er mjög pass- leg lengd þar sem maður syndir 1,9 km, hjólar 90 km og endar svo á hálfu maraþoni.“ Fjölskylda Eiginkona Haraldar er Ragn- hildur Ágústsdóttir, f. 21. sept- ember 1976, listmálari. Foreldrar hennar eru Rakel Olsen, f. 17. jan- úar 1942, útgerðarmaður, bús. í Stykkishólmi og Ágúst Sigurðsson f. 18. júlí 1934, d. 8. mars 1993, forstjóri frá Stykkishólmi. Börn Haraldar og Ragnhildar eru 1) Matthías Ágúst, f. 28. jan- úar 2007, nemandi við Mýrarhúsa- skóla; 2) Gabríel Hrafn Haralds- son, f. 2. febrúar 2010, nemandi við Mýrarhúsaskóla; 3) Helga Mel- korka, f. 8. janúar 2015, leik- skólanemi. Systkini Haraldar eru: Sigríður Þórðardóttir, f. 14. september 1970, forstöðumaður hjá Advania, bús. í Kópavogi; Steinunn Kristín Þórðardóttir, f. 9. apríl 1972, ráð- gjafi og stjórnarmaður í Arion banka, bús. í Ósló; Friðjón Þórð- arson, f. 18. maí 1977, ráðgjafi hjá GAMMA, bús. í Garðabæ; Óliver Dagur Thorlacius, f. 19. mars 1999, fósturbróðir Haraldar, knattspyrnumaður, bús. í Reykja- vík; og Auður Ólöf Þórðardóttir, f. 11. nóvember 2007, nemandi við Fossvogsskóla, bús. í Reykjavík. Foreldrar Haraldar eru Þórður Friðjónsson f. 2. janúar 1952, d. 8. febrúar 2011, forstjóri Kauphall- arinnar og Þjóðhagsstofnunar, og Þrúður Guðrún Haraldsdóttir, f. 14. desember 1950, íslenskufræð- ingur og markþjálfi, bús. í Garða- bæ. Haraldur Ingólfur Þórðarson Þrúður Guðrún Jónsdóttir húsfreyja Ólafur Magnússon stórkaupmaður í Rvík, stofnandi Fálkans Kristín Sigríður Ólafsdóttir kennari og húsmóðir Þrúður Guðrún Haraldsdóttir fv. framkvæmdastjóri Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður Dr.Haraldur Matthíasson kennari á Laugarvatni og rithöfundur Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja Matthías Jónsson bóndi í Skarði í Hreppum, Árn. Steinunn Matthíasdóttir húsfreyja á Hæli í HreppumGestur Steinþórssonfv. skattstjóri Ólafur Örn Haraldsson orseti Ferðafélags Ísl. og fv. alþm. fHaraldur Örn Ólafssonpólfari Lýður Friðjónsson fjárfestir og frkvstj. í Lettlandi lhjálmur Jónsson húsasmíðameistari í RvíkVi Manfreð Vilhjálmsson arkitekt í Garðabæ Guðrún Bárðardóttir húsfreyja Sigurður Lýðsson bóndi í Selsundi á Rangárvöllum Kristín Sigurðardóttir húsfreyja og samstarfsmaður Friðjóns Svavar Gestsson fv. ráðherra Gestur Sveinsson bóndi og verkam. í Dalasýslu og Rvík Salóme Kristjánsdóttir húsfreyja á Sveinsstöðum á Skarðsströnd Friðjón Þórðarson ráðherra og sýslumaður Steinunn Þorgilsdóttir húsfreyja og kennari Þórður Kristjánsson bóndi og skólastjóri Tónlistarskólans í Búðardal Úr frændgarði Haraldar I. Þórðarsonar Þórður Friðjónsson forstjóri Nasdaq á Ísl. og Þjóðhagsstofnunar ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2019 Steinunn Finnbogadóttir fædd-ist í Bolungarvík 9. mars árið1924. Foreldrar hennar voru Finnbogi Guðmundsson, f. 1884, d. 1948, sjómaður og verkalýðsforingi í Bolungarvík, og Steinunn Magnús- dóttir, f. 1883, d. 1938, húsfreyja. Faðir hennar var Magnús Magnús- son, hreppstjóri á Hrófbergi í Stað- arsveit á Ströndum, en hann var ljósfaðir og tók á móti fjölda barna. Steinunn lauk námi frá Ljós- mæðraskólanum 1943 og átti farsæl- an feril sem ljósmóðir, meðal annars á fæðingardeild Landspítalans, Fæðingarheimili Reykjavíkur og Sólvangi í Hafnarfirði og var for- maður Ljósmæðrafélags Íslands um árabil. Hún var frumkvöðull og út- gáfustjóri tveggja binda stéttartals og sögulegs efnis í tilefni af 60 ára sögu Ljósmæðrafélags Íslands. Steinunn var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Hún var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðar- ráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar, sam- göngu- og félagsmálaráðherra, til ársins 1973. Hún var formaður Or- lofsnefndar húsmæðra í Reykjavík og síðar formaður Landsnefndar or- lofs húsmæðra. Hún var hvatamaður að Landspítalasöfnun kvenna árið 1969 sem öll kvennasamtök á land- inu stóðu að. Hún tók við stöðu forstöðumanns dagvistar Sjálfsbjargar árið 1979 og starfaði þar til starfsloka 1993. Steinunn var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1982. Steinunn giftist Herði Einarssyni stýrimanni, en þau skildu. Börn þeirra eru Steinunn, f. 1950, Einar, f. 1951, og Guðrún Alda, f. 1955. Sam- býlismaður Steinunnar var Þor- steinn Vigfússon, f. 7.2. 1935, frá Húsatóftum á Skeiðum. Steinunn lést 9. desember 2016. Merkir Íslendingar Steinunn Finnbogadóttir Laugardagur 90 ára Guðrún Bryndís Jónsdóttir Halldór Þormar 85 ára Elín Kristinsdóttir 80 ára Guðný Daníelsdóttir Hallgerður Erla Sigurð- ardóttir Margrét Sigurjónsdóttir Ragnhildur Sigr. Eggertsd. 75 ára Brynhildur Ósk Gísladóttir Guðfinna Arngrímsdóttir Kristinn Þór Ingvarsson Soffía Gunnlaug Karlsdóttir Sonja Egilsdóttir Þorgerður Jónsdóttir 70 ára Fríða Regína Höskuldsdóttir Ingibjörg María Jónsdóttir Júlían Meldon D’Arcy Katrín Guðbjörg Torfadóttir Pálína Sigríður Jóhannesd. Þórunn Þórhallsdóttir 60 ára Grétar Sigurbjörnsson Guðrún Helgadóttir Jón Ásgeir Einarsson Jón Ingason Jón Sigurður Ólafsson Jón Sigurður Þormóðsson Pétur Valdimarsson Sigurður H. Ingvarsson Þuríður Þráinsdóttir 50 ára Ágústa Valsdóttir Bára Sævaldsdóttir Gerður Rósa Gunnarsdóttir Gro Jorunn Hansen Guðmundur Ásgeirsson Jóhann Stefánsson Kristrún Einarsdóttir Ólafur Kristjánsson Sigurjóna Jónsdóttir Vasilijs Lavrenovs 40 ára Anna Huld Guðmundsdóttir Arna Svanlaug Sigurðard. Berglind Sveinsdóttir Bryndís Guðnadóttir Christelle C. Jenny Bimier Dagbjört Hildur Torfadóttir Dawid Zygmunt Janc Guðbjörg M. Kristjánsdóttir Gustavo Marcelo Blanco Haraldur Ingólfur Þórðarson Hazel Simangan Jonsson Helena Sigurbjörg Þráinsd. Hildur A. Ármannsdóttir Jenný Sif Steingrímsdóttir Jóhanna Heiðdal Harðard. Kristján Guðberg Sveinsson Nadia Stingaciu Pétur Magnús Sigurðsson Pétur Smári Tafjord Saikumar Majeti Tinna Ævarsdóttir 30 ára Birkir Guðjón Sveinsson Davíð Aron Björnsson Eðvarð Egilsson Einar Örn Ágústsson Eyþór Ingi Kristinsson Hilmar Kári Árnason Hjalti Már Magnússon Hrafnhild Eir R. Hermóðsd. Hrefna Bettý Valsdóttir Hörður Þórhallsson Jón Ingi Stefánsson Karl Grétar Þorvaldsson Magnús Ingimarsson Ómar Sigurbjörn Ómarsson Rebekka Héðinsdóttir Sigurborg Selma Karlsdóttir Steinunn Laufey Kristjánsd. Uldarico Rafael De Luna Sunnudagur 90 ára Ásta Sigríður Hannesdóttir Flosi Kristinsson Hjördís Elinorsdóttir 85 ára Jóna Torfhildur Þórarinsd. Kjartan Gunnarsson Sigríður Jónsdóttir 80 ára Árni Björgvinsson Árný Þórðardóttir Erna Finna Inga Magnúsd. 75 ára Anna Gréta Arngrímsdóttir Helga Hallsdóttir Kristín G. Jónsdóttir Óli Þór Alfreðsson Sigrún P. Sigurpálsdóttir Sigurður Ingi Lúðvíksson 70 ára Davíð Baldursson Emil Páll Jónsson Gísli R. Sveinsson Sigríður Gestrún Halldórsd. Sigurjóna Óskarsdóttir Þráinn Eyjólfsson 60 ára Anna Lísa Kristjánsdóttir Arndís Gísladóttir Ágústína Guðrún Pálmarsd. Árni Þór Jónsson Bára Kristinsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Margrét Rögnvaldsdóttir Ragnheiður K. Thorarensen Rakel Katrín Guðjónsdóttir Rebekka Jóhanna Pálsdóttir 50 ára Anna Ágústa Bjarnadóttir Anna Sigurbjörg Sævarsd. Ásgeir Salberg Jónsson Guðjón Sigurður Guðjónss. Hjördís Dröfn Vilhjálmsd. Hrafnhildur Sverrisdóttir Jón Þór Ólafsson Magnea Tómasdóttir Mark Richard Eldred Stella Bára Eggertsdóttir Wieslaw Dariusz Stawiski Zygmunt Komada Þráinn Jónsson 40 ára Anna Katrín Ragnarsdóttir Árni Jökull Þorsteinsson Ása Margrét Birgisdóttir Benedikt Þór Kristjánsson Brynhildur Þórðardóttir Búi Bendtsen Egill Skúlason Guðrún Ingólfsdóttir Gunnhildur Þórðardóttir Gyða Hlín Björnsdóttir Joanna Matyszczyk Jónína Ósk Ingólfsdóttir Rakel Bergmann Rúnarsd. Svava Ástudóttir Tudorita Silica Vaka Dóra Róbertsdóttir 30 ára Baldur Þórðarson Birna Guðrún Einarsdóttir Brynjar Jökull Guðmundss. Hildur Björk Jónsdóttir Hugrún H. N. Hreggviðsd. Ina Barsceviciute Ingibjörg Antonsdóttir Katarzyna Alicja Markowicz Páll Jónsson Petra Pétursdóttir Sigmar Ingi Sigurgeirsson Sævar Ingi Sigurgeirsson Þorvaldur Örn Finnsson Þórhallur B. Kjærnested Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.