Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 40

Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 40
Krakkakort á 0 kr. með farsímaáskrift 1 GB og endaleysa í mínútum og SMS Þætt ir í sím ann fylgi r me ð Fyrir 12 ár a og e ldri siminn.is/farsimiTVIST SI M 11 99 2 Djasshljómsveitin Annes kemur fram á tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði á sunnudagskvöld og hefjast þeir kl. 20.30. Annes var stofnuð fyrir fimm árum, hefur sent frá sér verðlaunaðar hljómplötur og er skipuð nokkrum þekktustu djassleikurum þjóðarinnar, þeim Eyþóri Gunnarssyni, Guðmundi Pét- urssyni, Jóel Pálssyni, Einari Scheving og Ara Braga Kárasyni. Djasssveitin Annes treður upp í Bæjarbíói LAUGARDAGUR 9. MARS 68. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Valur og FH leika til úrslita í Coca Cola-bikarnum í handknattleik karla í Laugardalshöll í dag eftir æsispennandi undanúrslitaleiki í gærkvöld. Valur lenti í kröppum dansi gegn Fjölni en tókst að kreista út sigur eftir framlengingu. FH vann ÍR með eins marks mun í leik þar sem ÍR gat jafnað á síðustu sekúndu. »2-3 Valur og FH í úrslit eftir hörkuleiki Sýning á myndum eftir Guðmund Ingólfsson ljósmyndara verður opn- uð á Torginu í Neskirkju eftir messu á morgun. Guðmundur er einn kunnasti ljósmyndari Íslendinga og verða sýndar eftir hann tvær mynd- raðir, myndir af innrýmum lýsis- og olíutanka frá árunum 1993-2000, prent sem sýnd voru í Osló árið 2005, og svo nýjar landslags- myndir. „Ég setti mér fyrir að leita að ein- hverju verulega hversdagslegu og að ljósmynda það eins einfaldlega og mér væri fært,“ segir Guð- mundur um þau verk. Ljósmyndir Guð- mundar í Neskirkju ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Árlegi þjóðbúningadagurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík á morgun og sér Heimilis- iðnaðarfélag Íslands um skipulagn- ingu fjölbreyttrar dagskrár. Margrét Valdimarsdóttir, formað- ur Heimilisiðnaðarfélagsins, segir að tilgangur þjóðbúningadagsins sé fyrst og fremst að fá fólk til þess að klæðast þjóðbúningum, sýna sig og sjá aðra. „Þetta er kjörið tækifæri til þess að nota búningana,“ segir hún. Yfirskriftin „Út úr skápnum – þjóðbúningana í brúk!“ vakti athygli á liðnu ári, að sögn Margrétar, og er því aftur viðhöfð í ár. „Hún gengur út á að fá fólk til þess að draga fram í dagsljósið gamla þjóðbúninga og taka þá í brúk.“ Margrét segir að við- brögð í fyrra hafi verið mjög góð og meðal annars hafi Sigrún Tryggva- dóttir komið með marga búninga af ömmu sinni . „Hún mátaði þá hjá okkur og þeir smellpössuðu allir,“ heldur hún áfram. „Saga hennar er skemmtilegt dæmi um búninga sem eru aftur komnir í notkun.“ Horfa til nágrannalanda Dagskráin verður tvískipt. Frá klukkan 11 til 13 getur fólk komið með búninga og búningahluta og fengið ókeypis aðstoð hjá klæð- skerum og gullsmiðum við að finna út úr því um hvað sé að ræða og hvernig eigi að nota klæðin og gullin. Seinni hlutinn verður klukkan 14 til 16. „Allir áhugasamir um þjóðbún- inga eru hvattir til þess að mæta og prúðbúið fólk í sínum búningum er sérstaklega velkomið,“ segir Mar- grét, en gestir í þjóðbúningi fá ókeypis inn. Dagskráin hefst með erindi Mar- grétar og verður Sigrún Tryggva- dóttir henni til aðstoðar, en hún hef- ur dregið fram búninga, sem amma hennar, Steinunn Magnúsdóttir biskupsfrú, átti. Guðrún Hildur Rosenkjær í Annríki segir meðal annars frá endurgerð á þremur prjónuðum peysum frá 19. öld, Þjóð- dansafélagið býður gestum upp í dans og kl. 15 hefst leiðsögn um sýn- inguna Sjónarhorn – ferðalag um ís- lenskan myndheim. Margrét segir að nær allar konur sem fæddar voru í kringum 1900 hafi átt þjóðbúninga og klæðnaðurinn hafi enn verið mjög algengur um miðja 20. öldina. „Í mörgum tilfellum liggja þessir búningar úti um borg og bý,“ segir hún. „Sumir eru komnir í brúk en aðrir eru í pörtum og bútum og liggja einhversstaðar.“ Allir eru velkomnir og fólk af er- lendum uppruna er hvatt til þess að mæta í þjóðbúningi heimalandsins, en Margrét vill líka sjá sem flesta framhaldsskólanema, sem taka þátt í peysufatadögum, með þjóðbúninga, sem þeir hyggjast klæðast og þiggja aðstoð við að máta. Hún bendir á að til dæmis í Færeyjum og Noregi séu þjóðbúningar spariföt alla ævi. „Við viljum sjá Íslendinga nota þjóðbún- ingana með sama hætti,“ segir Mar- grét. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðbúningar Sigrún Tryggvadóttir (t.v.) og Margrét Valdimarsdóttir draga gamla búninga fram í dagsljósið. Kastljós á þjóðbúninga  Árlegur þjóðbúningadagur í Safnahúsinu á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.