Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 18

Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 ✝ Steinar NóniHjaltason fæddist á Selfossi 3. nóvember 1978. Hann lést 2. mars 2019. Foreldrar hans eru Hjalti Haf- steinsson, f. 4. des- ember 1960, og Sig- ríður Jónsdóttir, f. 27. október 1957. Systkini hans eru Hrefna Björk, f. 6. ágúst 1975, Unnar Már, f. 14. janúar 1985, Gunnhildur Rán, f. 21. júní 1986, og Særún Eva, f. 30. ágúst 1992. Fósturdóttir hans er Jenný Björk Ragnars- dóttir, f. 29. júní 1999, og sonur hennar er Guðbjörn Nóni Jósepsson, f. 23. september 2015. Sambýliskona Steinars er Krist- rún Eva Róberts- dóttir, f. 20. apríl 1984, börn hennar eru Gabríel Róbert Atlason, f. 16. maí 2007, og Maríana Ósk Atladótt- ir, f. 30. apríl 2010. Útför Steinars fer fram frá Selfosskirkju í dag, 11. mars 2019, klukkan 13. Elsku pabbi, árið 2001 þegar þú kynntist mömmu minni er ég viss um að hvorugt okkar vissi að við myndum hafa svona mikil áhrif á hvort annað. Ég var tveggja ára þegar ég kynntist þér og ég fylgdi þér alveg til 2004, þá endaði samband ykkar mömmu og við tvö misstum samband, en þér var aldrei gleymt, elsku Steinar. Alltaf þegar ég keyri framhjá stóru tunnunum úti í sveit hugsa ég um þig, ef ég sé hesta hugsa ég um þig, þér var aldrei gleymt og þér mun aldrei verða gleymt. Þegar við hittumst aftur árið 2015 fannst mér eins og ekkert hafði breyst, þú varst ennþá pabbi minn og ég gat ennþá treyst þér. Þú byrjaðir að taka mig aftur með í allt, þú kenndir mér að hjóla, þú kenndir mér að keyra og best af öllu þá kenndir þú mér að líða vel með sjálfa mig. Ég elskaði að hjálpa þér í sveitinni með hestana, ég elskaði alla löngu rúntana okkar sem oftast enduðu aldrei neins staðar en þeir skiptu mig miklu máli. Þú varst besti vinur minn og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig aftur inn í líf mitt eft- ir langan tíma í burtu frá hvort öðru en sama hversu langur tími leið, þá gleymdi ég þér aldrei og ég gleymdi aldrei öllu því sem þú gerðir fyrir mig. Það verður erfitt að venja sig á það að geta ekki hringt ef ég hef einhverjar spurningar. Þó svo að það væri ekki blóð sem tengdi okkur sam- an þá kynntir þú mig alltaf sem dóttur þína, þú tókst mig og son minn inn á heimilið þitt þegar ég hafði engan stað að fara á og þér fannst sjálfsagt að taka inn ung- lingsstelpu með barn og hugsa um okkur eins vel og þú gast. Því þannig maður varst þú, allt- af tilbúinn að hjálpa öllum, sama hvað. Þú varst með svo stórt og gott hjarta að ég vildi að fleiri hefðu séð hversu yndislegur maður þú varst, þú skiptir mig svo miklu máli og ég verð þér ævinlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og litla Nóna, afastrákinn þinn. Ég elska þig svo mikið og við munum hittast aftur og koma okkur til Ibiza eins og var plan- að. Ég elska þig pabbi, Jenný Björk Ragnarsdóttir. Bros kemur fyrst upp í hug- ann þegar ég hugsa um Steinar frænda enda alltaf brosmildur. Ég hafði næstum fengið hann í 13 ára afmælisgjöf og var mjög svekkt yfir því að hann skyldi fæðast daginn eftir. En hann fékk sinn dag og fæddist „þrið- jasti“ nóvember 1978 eins og hann sagði sem lítill drengur. Hann var fyrsta barnabarn for- eldra minna og augasteinn þeirra. Steinar var mikið heima á Bjargi og var mér og yngri systur minni meira sem litli bróðir en frændi. Hann var sér- lega geðgóður, skemmtilegur og kátur krakki með afar smitandi hlátur. Það var ýmislegt brallað og var hann t.d. óspart notaður sem módel af okkur systrum sem þreyttumst seint á að klæða hann í stelpuföt og farða. Alltaf var hann til í að leika og taka þátt í öllu því sem var verið að gera. Ekki var hann sporlatur og hentist af stað ef hann var beðinn um að sækja eða gera eitthvað fyrir okkur. Steinar átti auðvelt með að plata ömmu og afa alveg upp úr skónum og kom það brátt í ljós að hann komst upp með ým- islegt sem við systkinin höfðum ekki fengið að gera. Eitt af því var að borða smjörið beint úr öskjunni og man ég eftir honum sitjandi uppi á eldhúsborði hjá pabba sem deildi með honum þessari ástríðu fyrir smjöri. Eftir að við mamma fluttum til Reykjavíkur kom Steinar oft í heimsókn og gisti hjá okkur. Þá var glatt á hjalla og var dásam- legt að sjá væntumþykju og virðingu þeirra hvors fyrir öðru. Í einu af mörgum ferðalögum okkar vorum við mamma í sam- floti með Hjalta og Sirrý sem höfðu Steinar og tvö yngri systkini hans með. Eitthvað þótti Steinari þröngt í bílnum hjá mömmu sinni og pabba og fékk því leyfi til að sitja í hjá okkur mömmu. Bíllinn var óþéttur og rykaði inn í hann, sérstaklega aftur í. En þar sat hann alsæll í rykmekki og sagði að það færi mjög vel um sig. Þetta finnst mér mjög lýsandi fyrir Steinar, alltaf sæll og bros- andi. Hann var mikill sveitamaður í sér, hafði yndi af hestum og fór til Þýskalands 1995 að vinna á hestabúgarði. Seinna eignaðist hann svo sjálfur hesta. Hann var hörkuduglegur til vinnu og vann lengi sem bílstjóri á stórum trukkum. Síðustu ár hittumst við Stein- ar aðallega í fjölskylduboðum og útilegum okkar systkina. Það voru fagnaðarfundir og mikið þótti mér vænt um að sjá hann og fá stór knús. Elsku Steinar minn gekk ekki alltaf beinu brautina og villtist því miður af leið. Hann leitaði í vímugjafa og átti misgóð tímabil þó hann léti ekki á því bera. Ekki alls fyrir löngu hafði hann leitað sér aðstoðar og allt virtist ganga vel, því kom sú hörmu- lega frétt um andlát Steinars sem reiðarslag. Það er sárt til þess að vita að hann hafi ekki séð fram á til- gang með lífinu og ekki fundið leið út úr erfiðleikum sínum. Sorgin og söknuðurinn nístir en minningar um gæðastundir, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíð lina sársaukann. Þá er það er huggun harmi gegn að nú hefur Steinar öðlast sálarró og náð endurfundum við ömmu, afa og litlu englana okk- ar í blómabrekkunni. Elsku hjartans Hjalti, Sirrý og fjölskylda. Ég sendi ykkur öllum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Linda Húmdís. Þegar ég minnist elsku Stein- ars míns er það fyrsta sem kem- ur í hugann lítill drengur, ljós og fagur. Steinar var fyrsta barna- barn foreldra minna og kom inn í líf okkar allra sannkallaður sól- argeisli enda alltaf brosandi, kátur og glaður. Sem lítill kútur þegar mamma hans fór að vinna var hann í pössun hjá mömmu og það lýsir honum best hvernig hann var að þegar hann var settur út í vagn eftir hádegi þá heyrðist aldrei frá honum hljóð þegar hann vaknaði heldur beið hann eftir að amma kíkti út um gluggann, þá færðist bros yfir allt andlitið af gleði og þannig minnist ég hans alltaf alla hans bernsku, duglegur og kátur. Þegar hann fór að eldast áttu hestar hug hans allan og var hann stundum að keppa eða sýna t.d. á 17. júní og alltaf eitt- hvað að bardúsa. Þegar hann og sonur minn voru komnir á þann aldur að geta farið einir með rútunni til Reykjavíkur til ömmu að kaupa jólagjafir í Kolaportinu voru það hinar mestu skemmti- ferðir og amma ólöt að fara í bíó og rölta með þá um allt. Seinna fór Steinar til Þýska- lands til að vinna við hesta, áhugamál sitt. Það gladdi mig mikið þegar hann kom í 50 ára afmælið mitt því veislur voru ekki nr. 1 á vinsældalista hans. Eins minnist ég þess þegar ein- hverju sinni var erfitt hjá mér og hann vissi að pabbi hans væri að koma til mín þá rauk hann í frystikistuna sína og sendi frænku eitthvað að borða. Á milli okkar Steinars var alltaf mikill kærleikur þótt við hitt- umst ekki oft síðustu árin og alltaf fékk ég að knúsa hann og kyssa enda þótti mér óendan- lega vænt um hann alla tíð. Síð- ustu árin vissi ég að honum liði ekki alltaf vel, þótt stutt væri í brosið og húmorinn, en það níst- ir hjarta mitt að vita að honum skyldi líða það illa að hann sæi ekkert fram undan. Það sem sef- ar mína sorg er að ég er viss um að mamma og pabbi hafa tekið á móti sólargeislanum sínum. Að lokum votta ég öllum sem eiga um sárt að binda vegna frá- falls Steinars Nóna mína inni- legustu samúð. Hvíl í friði og sjáumst síðar, elsku vinur. Ástarkveðja, María Hafsteinsdóttir (Mæja frænka). Ég er um 10 ára gömul að koma út úr Kaupfélaginu heima á Stokkseyri. Ég er með Steinar frænda í fanginu, þarf eiginlega að rogast með hann því hann er lystugur krakki og sígur í. Ég er á hvítu tréklossunum mínum og þegar ég stíg út á gangstéttina þá dett ég. Ég hef greinilega orðið skelfingu lostin, því ég man þetta atvik eins og það hafi gerst í gær. Á meðan ég var að detta var ég svo hrædd um að meiða frænda minn og vanmátt- urinn yfir því sem verða vildi al- gjör. Ég var ólöt að druslast með hann með mér og man að Hjalti og Sirrý færðu mér einu sinni tölvuúr fyrir það hvað ég var dugleg að gæta hans, sem ég var heldur betur stolt af. Ég á ótal góðar minningar um samverustundir með Steinari frænda, enda var hann hluti af daglegu lífi mínu fram á fullorð- insár og við vorum góðir vinir. Einhvern veginn hefur atvikið við fyrir utan Kaupfélagið leitað á huga minn síðustu viku, kannski vegna þess að það minnir mig á hvað við erum van- máttug gagnvart örlögum ást- vina okkar. Sr. Hildur Eir Bolla- dóttir ritar að við eigum að láta minningu þeirra sem látast úr hjartaáfalli sálarinnar lifa í ljósi þess lífs sem þeir lifðu en ekki í skugga andlátsins og það ætla ég að gera, því líf Steinars Nóna frænda færði mér ást og gleði. Takk fyrir samfylgdina. Þín frænka Arnheiður Huld. Steinar Nóni Hjaltason Það er gaman að sjá hve margir hafa brennandi áhuga á for- vörnum. Í dag eru fleiri og fleiri að eflast í forvörnum, einstaklingar, foreldrar, fjölskyldur, skólar, fé- lagasamtök, stofnanir og stjórn- endur. Forvarnir eru ekki bara eitthvað eitt heldur samhengi margra þátta sem miða að því markmiði að skapa aðstæður fyrir einstaklinga til að blómstra. Að einstaklingur geti verið upp á sitt besta felst í því að gæta sín á hegð- un sem veldur takmörkunum. Takmarkanir á því að við blómstrum geta verið svo margar, líkamlegar, andlegar, foreldrar, fjölskylda, fé- lagslegar aðstæður, áföll og svo margt annað sem við getum ekki með neinu móti komist hjá. Þess vegna er mikilvægt að við sneiðum hjá takmörkunum sem við getum stjórnað. Að segja nei getur verið jákvætt þegar ungt fólk er að velja um hvort byrja eigi að nota áfengi eða önnur vímuefni. Að segja nei er ekki alltaf auðvelt ef um þrýsting er að ræða. Þrýstingur kemur oft frá jafningjum án þess að þeir geri sér grein fyrir því hvers vegna þeir eru með þrýsting. Stundum kemur þrýstingur frá að- ilum í okkar umhverfi sem halda að það sé eðli- legt að neyta vímuefna. Þeir sem hagnast af sölunni ýta undir neyslu. Í umhverfi okkar eru óteljandi auglýsingar og hvatningar um að hefja neyslu og halda áfram neyslu. Á bakvið mestu hagnaðarvonina stendur iðnaður sem hefur það eina markmið að hagnast af sölunni án tillits til afleiðinga neyslunnar. Samfélagið okkar hagnast ekki af neyslu áfengis eða ann- arra vímuefna. Kostnaðurinn við neikvæðar afleiðingar tengdar neyslu er langtum meiri. Við þurfum að standa vörð um börnin okkar, ungmennin og samfélagið og halda þeim mörkum sem við höfum í dag. Landlæknir hefur sett fram skýra mynd af því sem virkar í forvörnum samkvæmt þeirra mælingum. Forvarnir og heilsuefling í skólum þarf að vera heildræn og unnin í sam- starfi við nemendur, foreldra og nærsamfélag. Við sem vinnum markvisst í forvörnum fögnum þeim sem leggjast á árarnar með okkur. Verk- færin sem standa okkur til boða eru svo marg- falt fleiri en þeirra sem vilja auka neysluna þó að þeir noti óhemju fjármagn í sína markaðs- setningu. Rannsóknir leiða betur í ljós á hverj- um degi hve lítið magn áfengis eða annarra vímuefna getur skaðað. Til að einfalda skila- boðin segjum við er að þeir sem nota áfengi eða önnur vímuefni dragi úr neyslu og þeir sem ekki eru byrjaðir, bíði með að byrja. Við skulum bretta upp ermarnar og leggjast á ár- arnar í samstöðu um að draga úr neyslu, fá stjórnendur og stjórnmálamenn í okkar lið, koma í veg fyrir að börn og ungt fólk byrji að takmarka sig með vímuefnum. Takmörkun okkar með vímuefnum Eftir Aðalstein Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson » Samfélagið okkar í heild hagnast ekki af neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Höfundur er framkvæmdastjóri. Hvert stefnum við, hafa frumskógarlögmálin verið tekin upp í íslensku sam- félagi þar sem öllum er alveg sama hvernig okkar minnsta bróður og systur vegnar, ef maður hefur það bara gott sjálfur? Aldraðir og öryrkjar eru ekki of sæl af sinni innkomu til framfærslu, það ætti ráða- mönnum að vera orðið vel ljóst. Hið sama á við um fjölda heimila, fjöl- skyldna og barnafólkið, þar sem grátur og gnístran tanna er daglegt brauð. Staðreyndin er sú að grunneining þjóð- félagsins, fjölskyldan, á undir högg að sækja því að henni er ekki hlúð að sem ein- ingu. Hið sama á við um ellilífeyrisþega og öryrkja, þetta eru hópar samfélagsins sem því miður enginn vill vita af eða hafa al- gjörlega gleymst í kerfisvæðingu góða fólksins á Austurvelli. Er ekki tímabært að endurmeta aðferð ráðamanna og koma hér á réttlæti og jöfn- uði til handa öllum – eða er okkur bara al- veg sama hvert við stefnum sem þjóð, þar sem óréttlætið og ójöfnuðurinn er allsráð- andi? Það er ekki verjandi að margir sem vinna fullan vinnudag geti ekki lifað af laununum sínum án félagslegrar aðstoðar en aðrir taki inn fleiri miljónir á mánuði. Slíkt er ekki neitt annað en ójöfnuður sem á ekki að líð- ast í okkar 330.000 manna sam- félagi. Væri það ekki góð og gild regla að allir hafi jöfn tækifæri, alveg sama til hvaða fjölskyldu þeir fæðast. Það er svo hvers og eins að spila úr þeim spilum sem hon- um eru gefin. En það er um leið algjörlega óásættanlegt að öll trompin séu á einni hendi í upp- hafi leiks vegna ættartengsla einna. Það er vel mögulegt við núver- andi aðstæður að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af vinnu sinni og að sam- félagið hlaupi undir bagga með þeim sem ekki geta séð eða veitt sjálfum sér farboða. Það eina sem vantar til að svo gæti orðið er skilningur og vilja ráðamanna sem og rétt forgangsröðun fjárveitingarvaldsins. Ágæta þjóð, ef það er frjálsum markaði og sitjandi ráðamönnum að kenna að hér ríkir óréttlæti og ójöfnuður, þá er þetta bara ekki að virka. Svo mörg voru þau orð. Stjórna frumskógarlög- málin samfélaginu? Eftir Sigurjón Hafsteinsson Sigurjón Hafsteinsson » Staðreyndin er sú að grunneining þjóðfélagsins á undir högg að sækja því að henni er ekki hlúð að sem ein- ingu. Höfundur er starfsmaður í slökkvi/björg- unarþjónustu á Keflavíkurflugvelli. molikarlinn@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðsló- góinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skrán- ingarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morg- unblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.