Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 29

Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 » Kvæðamanna-félagið Iðunn stóð fyrir kvæðalagaæf- ingu í Gerðubergi í Breiðholti um helgina og hún var sérstaklega hugsuð fyrir barnafjöl- skyldur. Þar gafst viðstöddum kostur á að læra og flytja saman ýmis kvæða- lög úr fórum félags- ins. Samantekt efnis var í höndum Báru Grímsdóttur, Rósu Jóhannesdóttur og Kristínar Lárus- dóttur. Kvæðalagaæfing í Gerðubergi fyrir barnafjölskyldur Einbeitt Jón Svavar Jósefsson og Hugrún Jara Jónsdóttir á kvæðalagaæfingunni í Gerðubergi um helgina. Lagvísar Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir og Árún Birna Eiríksdóttir. Sæt saman Símon Reynir Sveinsson og Alexandra Kjeld í Gerðubergi. Myndarleg Gísli Kolbeinn, Hilmar Ingi og Gyða Matthildur á æfingunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tilkynnt hefur verið að japanski ljósmyndarinn Daido Moriyama hlýtur hin virtu Hasselblad-verðlaun í ár. Verðlaunaféð nemur einni millj- ón sænskra króna sem samsvarar tæplega þrettán milljónum ísl. kr. Hasselblad-verðlaunin eru árlega veitt af sænsku Hasselblad- stofnuninni og þykja einhver þau virtustu sem ljósmyndarar geta hlotið en þau eru veitt fyrir fram- úrskarandi ævistarf með miðilinn. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Richard Avedon, Robert Frank, Sophie Calle, Wolfgang Tillmans, Graciela Iturbide, Nan Goldin, Lee Friedlander, Malick Sidibe, Cindy Sherman, William Eggleston og Josef Koudelka. Moriyama tekur við verðlaununum við athöfn í Gauta- borg í október og þá verður haldið málþing um hann, opnuð sýning með verkum hans og vegleg bók gefin út. Moriyama, sem er áttræður að aldri, er þekktastur fyrir að skrá- setja borgarlífið í Japan í myndum sínum. Á sjöunda áratug síðustu ald- ar fluttist hann til Tókýó þar sem hann vann sem aðstoðarmaður ljós- myndara og öðlaðist frægð fyrir að fanga á filmu eftirstríðstímann í Japan. Með grófkorna myndum með loðinni áferð þykir Moriyama hafa fangað myrkustu hliðar stórborg- arlífsins í Japan. Í rökstuðningi dómnefndar verðlaunanna segir að Moriyama sé einn nafntogaðasti ljósmyndari Japans, sem lofsunginn sé fyrir róttæka nálgun sína jafnt á miðlinum og viðfangsefnum. „Djarfur og óhagganlegur stíll hans hefur komið japanskri ljós- myndun á kortið á heimsvísu. Undir áhrifum frá ljósmyndaranum Willi- am Klein, textum Jacks Kerouac og James Baldwin og tilraunaleikhúsi Shûji Terayama hefur Moriyama sjálfur veitt síðari kynslóðum ljós- myndara innblástur, ekki aðeins í Japan heldur á heimsvísu.“ Daido Moriyama verðlaunaður  Hlýtur Hasselblad-verðlaunin í ár Ljósmynd/Sebastian Mayer Heiðraður Daido Moriyama. Barnaumgjarðir í miklu úrvali Leyfðu barninu að njóta frelsis í leik og starfi með ÓBRJÓTANLEGUM barnaumgjörðum Göngugötunni Mjódd, Álfabakka 14a, s. 527 1515, gleraugnabudin.is, opið 10-18, laugardaga 11-16. Persónu leg og fagle g þjónusta Margir litir í boði Hægt að breyta í íþrótta- gleraugu með einu handtaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.