Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 32

Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 32
Ný fundaröð um leik- hús til heiðurs Vig- dísi Finnbogadóttur hefur göngu sína í Veröld á morgun kl. 17. Þar hyggjast leik- húsfólk og fræði- menn koma saman og ræða uppsetningar á leikverkum sem eru í sýningu hjá leikhúsunum. Fyrsti viðburðurinn er tileinkaður Ríkharði III. eftir Shakespeare sem er nú á fjölum Borgarleikhússins. Spurt er hvaða erindi verkið eigi við okkur í dag, hvernig leikstjórinn nálgist uppsetningarvinnuna og hvernig þýðandinn vinni úr text- anum. Í pallborði sitja Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri, Hjörtur Jó- hann Jónsson leikari, Kristján Þórð- ur Hrafnsson þýðandi og Hrafnhild- ur Hagalín, listrænn ráðunautur. Samtal um Ríkharð III. MÁNUDAGUR 11. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Halldór Jóhann Sigfússon varð á laugardaginn fyrsti þjálfari karlaliðs FH í aldarfjórðung til að stýra liði fé- lagsins til sigurs í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum. FH lagði Val með þriggja marka mun, 27:24, í úr- slitaleik þar sem Halldór Jóhann og félagar höfðu tögl og hagldir frá upphafi til enda. Valur vann hins vegar í kvennaflokki. »4-5 Aldarfjórðungsbið FH- inga í bikarnum á enda ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það var smá fiðringur í maganum þegar ég stóð á hliðarlínunni og spjaldið fór á loft,“ sagði Patrik Sigurður Gunnarsson, 18 ára knatt- spyrnumarkvörður enska B- deildarliðsins Brentford, við Morg- unblaðið. Patrik kom inn á í sögu- legum sigri gegn Middlesbrough, 2:1, á laugardag. Patrik gekk í raðir Brentford síðastliðið sumar frá Breiðabliki. Hann hefur verið hluti af varaliði félagsins í vetur en vegna meiðsla var hann vara- markvörður að- alliðsins. »1 Átján ára markvörður með aðalliði Brentford Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Undir lok febrúar hófst nám fyrir fíkniefnaleitarhunda og umsjónar- menn þeirra. Námið er haldið á vegum Lögreglustjórans á Norður- landi vestra og Menntaseturs lög- reglunnar. Slíkt nám hefur ekki verið á vegum lögreglunnar í rúm fimm ár. Sjö hundateymi, sem hvert og eitt samanstendur af einum manni og einum hundi, taka þátt í náminu í ár og koma þau frá lög- reglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni. „Þetta eru fjórar lotur og svo heimaverkefni á milli lotna og þjálf- araáætlanir undir handleiðslu. Þessu lýkur síðan í maí með bæði verklegum og skriflegum prófum,“ segir Steinar Gunnarsson, lögreglu- fulltrúi á Sauðárkróki og yfir- leiðbeinandi námskeiðsins. Auk verklegrar þjálfunar spannar náms- efnið vítt svið eða allt frá atferlis- og líffræði hunda til meðferðar sakamála. Námið er mjög krefjandi fyrir teymin og eru gerðar miklar kröfur til nemenda bæði tví- og fer- fættra. Að sögn Steinars eru allir hund- arnir, sem taka þátt í náminu, labradorhundar að undanskildum einum springer spaniel. Spurður hvort einhverjar hundategundir henti betur en aðrar í fíkniefnaleit segir hann svo ekki vera. „Nei, í rauninni ekki. Okkur hefur reynst afskaplega vel að nota þessa fugla- hunda. Þessa veiðihunda, sem eru notaðir í veiði, kallaðir fuglahundar. Þeir hafa reynst mjög vel sem leit- arhundar í svona vinnu en annars geta allir hundar lært að leita,“ seg- ir Steinar og bætir við að hundarnir séu allir svokallaðir vinnuhundar. „Við erum að nota hunda úr vinnu- línum. Hunda sem eru ræktaðir sem vinnuhundar. Við höfum bæði ræktað þá sjálfir og svo höfum við tekið hunda að utan líka.“ Hundaskóli Metropolitan Í þessari viku kemur sérfræðing- ur frá hundaskóla Metropolitan- lögreglunnar í London og verður leiðbeinandi í eina viku en sérfræð- ingar frá breska hundaskólanum sjá einnig um gæðaúttektina á náminu. „Við viljum endilega fá óháðan aðila til að taka út hundana og við höfum samið við hundaskólann í Bretlandi um það. Við eigum mjög gott sam- starf við þá,“ segir Steinar. Spurður hvort hundarnir eigi erf- iðara með að finna einhver fíkniefni fremur en önnur segir Steinar að svo sé ekki að námi loknu. „Eins og gefur að skilja getur manneskja fundið kannabisefnin nánast sjálf, það er svo sterk lykt. Þeir eiga mjög auðvelt með að finna þau. En þegar þeir eru komnir með þetta, þá eru hvítu efnin auðveld líka.“ Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi vestra Fíkniefnaleit Teymin sjö, frá lögreglunni, Fangelsismálastofnun og tollgæslunni, sem sækja námið í ár. Tví- og ferfættir setj- ast saman á skólabekk  Sjö teymi taka þátt í fíkniefnaleitarnámi lögreglunnar Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.