Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 1

Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 1
þess að hún fékk lungnabólgu fyrir tveimur árum. Hún hafði verið með háþrýsting í lungum og fjölskyldu- sögu um hjartatengda sjúkdóma. Rósa varð að hætta að vinna enda með talsvert mikið skert andrými. Hún var send í hjartaþræðingu og þá sást að það var opið á milli hjarta- hólfa. „Það var einstök heppni að þetta fannst. Það þarf að loka gatinu og vegna þess hvað það er stórt er ekki hægt að gera það í gegnum æð. Svo þarf að hnika til lungnaæð. Ég er því að bíða eftir opinni hjartaaðgerð,“ sagði Rósa. »4 Bíður Rósa hefur þrisvar búið sig undir aðgerð en ekki enn farið. Hjartaaðgerð sem Rósa Poulsen, bóndi í Biskupstungum, þarf að gangast undir á Landspítalanum hefur verið frestað þrisvar á rúmum mánuði. Fyrst var skurðlæknirinn veikur, í annað skipti þurfti hann að gera stóra aðgerð til að bjarga sjúk- lingi sem var í lífsháska og í þriðja skiptið var ekkert pláss á gjörgæslu- deildinni og aðgerðir felldar niður. Rósa segir að þetta hafi tekið á sig ekki síður en starfsfólk spítalans sem hefur ítrekað þurft að snúa henni við eða senda hana heim. Hún er með meðfæddan hjarta- galla. Hann uppgötvaðist í kjölfar Bíður eftir hjartaaðgerð  Landspítalinn hefur frestað aðgerðinni þrisvar sinnum  Biðin tekur á og kvíðinn hefur sótt á Rósu Poulsen M I Ð V I K U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  67. tölublað  107. árgangur  ÍSLENSKT PRJÓNA- FÓLK FER TIL SKOTLANDS MATTHILDUR ER ÞREKVIRKI NÚ MÁ FÓLK VERSLA Í GEGN- UM INSTAGRAM  33 VIÐSKIPTAMOGGINNLINDA BJÖRK 6 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir umboðsmann Alþingis hafa borið bankann þungum sökum í tengslum við starfsemi gjaldeyris- eftirlits bankans en að þeim verði svarað ítarlega frammi fyrir stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd. „Hann er að hluta til með þungar ásakanir í garð bankans og þið hafið aðeins heyrt ásakanirnar en ekki skýringar þess sem ásakaður er. Ég mun fyrir nefndinni gera grein fyrir þeim.“ Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í ViðskiptaMogganum í dag. Þar fullyrðir hann einnig að skýrsla bankans um neyðarlánið sem veitt var til Kaupþings í október 2008, og margboðuð hefur verið, verði birt almenningi hinn 30. apríl næstkomandi. Þar verður að hans sögn einnig ljósi varpað á söluna á FIH-bankanum í Danmörku sem tekinn var að allsherjarveði vegna lánveitingarinnar. Í viðtalinu ræð- ir Már einnig spurður ítarlega um þau gögn sem lágu til grundvall- ar þeirri ákvörð- un bankans að ráðast í umfangs- mikla húsleit á skrifstofum Sam- herja árið 2012. Í viðtalinu ræðir Már um fyrirhug- aða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Segir Már að til skoðunar sé að byggja tvær hæðir ofan á byggingu Seðlabankans við Kalkofnsveg með það fyrir augum að koma sameinaðri starfsemi stofnan- anna fyrir á einum stað. Aðeins önnur hliðin birst  Seðlabankastjóri hyggst svara ásökunum umboðsmanns Alþingis fyrir þingnefnd  Skoðar möguleika á að byggja tvær hæðir ofan á hús Seðlabankans við Kalkofnsveg MViðskiptaMogginn Már Guðmundsson Stærsta þyrlufyrirtæki Austurríkis, Heli Austria, eykur nú um- svif sín hér á landi, bæði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaganum og í al- mennu útsýnis- og leiguflugi um land allt. Á móti missa íslensk þyrlufyrirtæki spón úr sínum aski, en Heli Austria verður með a.m.k. fimm glænýjar þyrlur í rekstri hér á landi í vor og sumar. Þrír ferðaþjónustuaðilar bjóða þyrluskíðaferðir á Tröllaskaganum; íslensku fyrirtækin Arctic Heliskiing Iceland og Viking Hel- iskiing, og bandaríska fyrirtækið Deplar Farm, sem er í eigu bandaríska lúxusferða- fyrirtækisins Eleven Experience. Nú nýverið tók Heli Austria við að þjónusta Arctic Heli- skiing Iceland auk þess sem Austurríkismennirnir þjónusta Depl- ar Farm í þeirra ferðum. Reykjavik Helicopters er nú eini íslenski aðilinn með þyrluþjónustu á Tröllaskaga, og flýgur fyrir Viking Heliskiing á tveimur þyrlum. »ViðskiptaMogginn Heli Austria umsvifa- mikið í þyrlufluginu  Innlend fyrirtæki missa verkefni Icelandair þarf að fara í góða og hraða endurnýjun á flota sínum að mati Sveins Þórarinssonar, sérfræð- ings hjá Landsbankanum. Gríðarleg óvissa er um flotamál Icelandair um þessar mundir í ljósi þess að ekki er vitað hversu lengi kyrrsetning Bo- eing 737 Max-þota mun vara en Ice- landair hafði gert ráð fyrir að vera með 9 slíkar þotur í notkun á þessu ári og 16 þotur árið 2021. „Icelandair er komið á þann stað að það þarf að fara í góða og hraða endurnýjun. Ef þetta Boeing-mál vex, og framleiðsla á þessum vélum breytist eða tefst um einhver ár þá hef ég miklar áhyggjur af Icelandair. Þá þarf að hugsa stöðuna algjörlega upp á nýtt. En þrír til fjórir mánuðir sleppa,“ segir Sveinn Þórarinsson við Við- skiptaMoggann. Óvissa um flotamál Icelandair  Kyrrsetning má ekki vara lengi  Skúli Mogensen, stofnandi og for- stjóri WOW air, leitaðist eftir því fyrr í þessari viku að ríkissjóður veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið hyggst slá vegna úti- standandi skulda samkvæmt heim- ildum ViðskiptaMoggans. Var beiðni Skúla beint að fjármála- og efnahagsráðuneytinu en ekkert mun hafa orðið af þreifingum í þessa veru þar sem ekki er talinn flötur á því innan stjórnkerfisins að hlaupa með þeim hætti undir bagga með félaginu í rekstrarerfiðleikum þess. »ViðskiptaMogginn Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð á láni Morgunblaðið/Eggert Veitingamenn eru farnir að setja út borð og stóla á meðan iðnaðarmenn saga timbur úti við. nóttin jafnlöng hvar sem er á jörðinni. Dagurinn verður lengri hér en nóttin næstu 6 mánuði. Jafndægur að vori eru í kvöld kl. 21.58 en þá er sólin beint yfir miðbaugi jarðar og dagurinn og Vorjafndægur í kvöld og sólin beint fyrir ofan miðbaug ViðskiptaMogginn kemur nú út á miðvikudegi í stað fimmtu- dags eins og verið hefur fram til þessa. Er miðvikudagur nú nýr útgáfudagur blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.