Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is
HVOLFARARKARA
Handhægir ryðfríir karahvolfarar
í ýmsum gerðum.
Tjakkur vökvadrifinn með
lyftigetu frá 900 kg.
Halli að 110 gráðum.
Vinsælt verkfæri í
matvælavinnslum
fiski – kjöti – grænmeti
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar tel-
ur ekki nauðsynlegt að svo stöddu
að taka upp fjárhagsáætlun ársins
2019 þrátt fyrir
loðnubrest þar
sem áætla megi
að útsvarstekjur
Vestmannaeyja-
bæjar skerðist
um rúmar 90
milljónir og eru
þá ekki teknar
með í reikninginn
tapaðar útsvars-
tekjur vegna
launatekna í afleiddri starfsemi.
Ákvörðun bæjarráðs kemur í
kjölfar minnisblaðs sem Sigurberg-
ur Ármannsson, fjármálastjóri
Vestmannaeyjabæjar, lagði fram á
fundi bæjarráðs í gær en bæjar-
stjórn hafði á fundi sínum 28. febr-
úar falið fjármálastjóra að fara yfir
fjárhagsleg áhrif yfirvofandi loðnu-
brests og meta hvort forsendubrest-
ur væri fyrir tekjuáætlun fjárhags-
áætlunar aðalsjóðs og hafnarsjóðs.
Í minnisblaðinu kemur fram að
reikna megi með að tekjuskerðing
starfsmanna Vinnslustöðvarinnar
og Ísfélagsins vegna loðnubrests
gæti numið allt að 620 til 630 millj-
ónum króna sem þýði að Vest-
mannaeyjabær verði af 90 milljón-
um í útsvarstekjum miðað við fyrri
áætlanir. Reiknað er með að tekju-
tap sjómanna verið rúmar 500 millj-
ónir og starfsmanna í landi rúmar
100 milljónir. Ekki liggja fyrir for-
sendur til útreikninga á því hversu
mikið launatap hlotist getur af
loðnubrestinum vegna afleiddrar
starfsemi. En ef reiknað er með því
að fimm til tíu ársverk iðnaðar-
manna tapist gætu tapaðar útsvars-
tekjur hlaupið á sjö til fjórtán millj-
ónum.
Höfnin tapar 41 milljón
Í minnisblaði fjármálastjóra er
gert ráð fyrir 33 til 41 milljónar
króna tekjutapi hjá Hafnarsjóði. 20
til 25 milljóna vegna aflagjalda, sem
er sambærilegt og höfnin hafði í
tekjur af aflagjöldum 2018, og töpuð
vörugjöld af loðnuafurðum gætu
verið á bilinu 11 til 14 milljónir.
Annað tekjutap er áætlað 2 millj-
ónir. Í fjárhagsáætlun fyrir Vest-
mannaeyjahöfn hafði verið gert ráð
fyrir að tekjur minnkuðu um 11,3%
frá fyrra ári.
Fjármálastjóri Vestmannaeyja-
bæjar segir í minnisblaðinu að
tekjur hafi verið varlega áætlaðar
fyrir árið 2019. Reiknað hafi verið
með 3,9% lægri tekjum en árið 2018
og í raun hafi verið búið að gera ráð
fyrir loðnubresti í útsvarsáætlun.
Svigrúm sé hins vegar ekki mikið ef
fleiri áföll dynji á bæjarsjóði.
Treysta áliti fjármálastjóra
Trausti Hjaltason, fulltrúi sjálf-
stæðismanna, sem situr í minnihluta
í bæjarstjórn Vestmannaeyja, sagði
í bókun að sú ákvörðun meirihluta-
fulltrúa E og H lista, að ekki væri
þörf á að taka upp fjárhagsáætlun
væri óábyrg.
Trausti benti á að auk tekjutaps
vegna loðnubrests, væru kjara-
samningar lausir og yfirvofandi
væri tugmilljóna skerðing framlaga
úr jöfnunarsjóði. Það væri því full
ástæða til þess að bregðast við sem
fyrst af festu og yfirvegun með hag-
ræðingu í rekstri bæjarfélagsins.
„Við treystum því sem kemur
fram í minnisblaði fjármálastjóra að
loðnubrestur feli ekki í sér for-
sendubrest fjárhagsáætlunar. En
það er ljóst að bæjarsjóður þolir
ekki fleiri áföll og við munum fylgj-
ast vel með,“ segir Íris Róberts-
dóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyj-
um, í samtali við Morgunblaðið.
Hún bendir á að það séu engin tíma-
mörk á því hvenær hægt sé að taka
upp fjárhagsáætlun vegna forsendu-
brests. Bæjaryfirvöld geti hvenær
sem er tekið upp fjárhagsáætlun.
Íris segir að boðað hafi verið til
fundar um loðnubrestinn og fram-
tíðarhorfur í Þekkingarsetrinu
þriðjudaginn 26. mars. Til fundarins
hafi meðal annars verið boðaðir
þingmenn Suðurkjördæmis.
Hátt í 800 milljónir tapast í Eyjum
Morgunblaðið/RAX
Brestur Loðnuskip munu ekki sjást við Vestmannaeyjar á næstunni.
Gert var ráð fyrir loðnubresti í fjárhagsáætlun Minnihlutinn vill taka upp fjárhagsáætlun
Sjómenn tapa rúmum 600 milljónum og starfsmenn í landi rúmum 100 Bærinn þolir ekki fleiri áföll
Íris
Róbertsdóttir
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Ómar Friðriksson
Samþykkt var einróma á fundi í
stéttarfélaginu Framsýn síðdegis í
gær að félagið drægi samningsum-
boð félagsins frá Starfsgreinasam-
bandi Íslands. Var mikill hugur í
mönnum á fundinum, að því er Að-
alsteinn Árni Baldursson, formaður
Framsýnar, sagði í samtali við mbl.is
í gærkvöldi.
Framsýn ætlar að slást í för með
Eflingu og verkalýðsfélögum Akra-
ness og Grindavíkur auk VR í kjara-
viðræðunum. Aðalsteinn segir að
þessi fjögur félög, en þau afturköll-
uðu samningsumboð sitt frá SGS í
desember, hafi verið í sambandi við
Framsýn og boðið félagið velkomið;
að slást í för með þeim. „Það munum
við gera,“ sagði hann.
Þessi félög eiga mikla samleið að
sögn Aðalsteins þar sem VR, Efling,
VLFA og VLFG séu þau einu sem
hafi alfarið hafnað vinnutímabreyt-
ingum sem Samtök atvinnulífsins
(SA) hafa lagt til.
Slíta og undirbúa aðgerðir
Samflot iðnaðarmanna sleit í gær
kjaraviðræðunum við SA á fundi hjá
Ríkissáttasemjara og hefst undir-
búningur verkfallsaðgerða iðnaðar-
manna strax. Þannig hefur t.d.
samninganefnd VM, Félags vél-
stjóra og málmtæknimanna, verið
boðuð til fundar í dag þar sem ræða á
um hvaða mögulegu aðgerðir fé-
lagsmenn fara í á næstu vikum og
mánuðum og hver næstu skref eiga
að vera í samningaviðræðum iðnað-
armanna við SA að því er segir í frétt
á vef félagsins.
Ríkissáttasemjari hefur boðað
samninganefndir Landssambands
íslenskra verslunarmanna og SA til
sáttafundar í dag og á morgun verð-
ur haldinn sáttafundur í deilu SA og
verkalýðsfélaganna fjögurra, Efling-
ar, VR, VLFA og VLFG, sem eru
þessa dagana að ýmist að undirbúa
eða hafa þegar boðað verkfallsað-
gerðir.
Framsýn slæst í för með
Eflingu, VR, VLFA og VLFG
Samþykkt einróma að afturkalla samningsumboð SGS
Framkvæmdir á lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss halda
áfram. Stórvirkar vinnuvélar grafa fyrir nýbyggingum dög-
um og vikum saman. Ekki sér fyrir endann á framkvæmdum
sem standa munu yfir í mörg ár til viðbótar. Sjúklingar, að-
standendur og starfsmenn hafa orðið fyrir röskunum og
óþægindum sem stafa m.a. af hávaða, ryki og skorti á bíla-
stæðum. Stjórnendur Landspítala reyna að eigin sögn að lág-
marka ónæði og röskun sem kostur er og leggja áherslu á
gott upplýsingaflæði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir á fullu við nýjan Landspítala
Gamalt og nýtt á
Landspítalalóðinni