Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 6

Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 www.fi.is Myndakvöld Ferðafélags Íslands Sigurjón Pétursson verður með sýningu af slóðum Árbókar 2019 sem nefnist Mosfellsheiði, landslag, leiðir og saga. Eftir hlé verður Gísli Óskarsson með frásögn af dagsferð sem lengdist í annan endann. Myndasýning í minningu Jóhannesar Jónssonar, rafvirkja. Verð kr. 600 Innifalið kaffi og kleinur í hléi. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Allir velkomnir Myndakvöld verður í sal FÍ í Mörkinni 6 miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meðalaldur frumbyrja í löndum í Evrópusambandinu (ESB), það er kvenna sem fæða sitt fyrsta barn, hefur hækkað stöðugt undanfarin ár. Árið 2013 var hann 28,7 ár en var orðinn 29,1 ár árið 2017. Meðalaldur frumbyrjanna hafði hækkað í öllum aðildarlöndum ESB en mismikið í hverju landi um sig. Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, hagstofu ESB. Mesta breytingin á meðalaldri frumbyrja í ESB varð í Eistlandi þar sem hann hækkaði um 1,2 ár eða úr 26,5 árum árið 2013 og í 27,7 ár 2017. Lítil breyting varð á sama tímabili í Tékklandi (hækkun um 0,1 ár), Sló- vakíu og Svíþjóð (hækkun um 0,2 ár í báðum löndunum). Meðalaldur frumbyrja í aðildar- löndum ESB árið 2017 var hæstur á Ítalíu (31,1 ár), Spáni (30,9 ára) og í Lúxemborg (30,8 ár). Aftur á móti var meðalaldur frumbyrja undir 27 árum í þremur aðildarríkjanna, það er í Búlgaríu (26,1 ár), Rúmeníu (26,5 ár) og í Lettlandi (26,9 ár). Þróunin hefur verið svipuð í EFTA-ríkjunum. Á Íslandi var með- alaldur frumbyrja 27,4 ár árið 2013 en var kominn í 27,9 ár árið 2017. Í Noregi var meðalaldur frumbyrja 29,3 ár 2017 og hafði hækkað um 0,7 ár frá 2013. Í Sviss var meðalald- urinn 30,7 ár 2017 og hafði hækkað um 0,3 ár. Tölur um aldur frumbyrja í Liechtenstein voru ekki birtar. Aldur kvenna sem fæða sitt fyrsta barn fer hækkandi  Fremur ungar mæður á Íslandi Meðalaldur evrópskra frumbyrja 2017 Ítalía Spánn Lúxemborg Sviss Grikkland Írland Holland Kýpur Portúgal Þýskaland Danmörk Austurríki Noregur Svíþjóð ESB meðaltal Finnland Belgía Malta Stóra Bretland Slóvenía Frakkland Króatía Tékkland Ungverjaland Ísland Eistland Litháen Pólland Slóvakía Lettland Rúmenía Búlgaría 31,1 30,9 30,8 30,7 30,4 30,3 29,9 29,7 29,6 29,6 29,4 29,3 29,3 29,3 29,1 29,1 29,0 29,0 28,9 28,8 28,7 28,6 28,2 28,0 27,9 27,7 27,5 27,3 27,1 26,9 26,5 26,1 árs Heimild: Eurostat Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nærri 400 manns frá Íslandi – að stærstum hluta konur – eru nú kom- in til Skotlands á prjónahátíðina Edinburgh Yarn Festival. Um 3.000 manns taka þátt í hátíðinni sem haldin er árlega. Formleg dagskrá stendur yfir frá morgundeginum, 21. mars, fram á laugardag og í boði verður kynning á nýjum stefnum og straumum í prjónaskap og hekli; mynstrum, uppskriftum og öðru slíku. Verða margir framleiðendur á garni með sölubása á svæðinu. Einn- ig verður efnt til fyrirlestra og pall- borðsumræðna um prjónaskap al- mennt. Menningin sé sýnilegri „Í prjónamenningu veraldarinnar er fjölbreytileikinn ráðandi hvað varðar efni, aðferðir og annað,“ segir Linda Björk Eiríksdóttir í Reykja- vík sem er einn íslensku gestanna á Edinborgarhátíðinni. „Halda ber því til haga að sum okkar sem leggja stund á þetta handverk upplifa sig afskipt. Prjóna- skapur á að vera fyrir alla, konur jafnt sem karla, hverjar svo sem að- stæður eru. Síðan í janúar hafa verið miklar umræður í prjónaheiminum um rasisma og mismunun, hvernig hvítum hönnuðum er gert hærra undir höfði en öðrum. Einnig hefur verið komið inn á annars konar mis- munun, með tilliti til vaxtarlags, fötl- unar, bæði líkamlegar og andlegar. Hvernig þessi menning og iðja má verða sýnilegri, fjölbreyttari og opn- ari fyrir alla verður rætt á hátíðinni ytra í pallborðsumræðum á sunnu- deginum. Hér innanlands má svo minna á prjónahópa víða um land þar sem áhugaverðir hlutir eru að gerast.“ Prjónaði sokka í fluginu Strax um liðna helgi voru fyrstu Íslendingarnir mættir á hátíðina ytra, en hafa svo verið að tínast á svæðið eftir því sem liðið hefur á vik- una. Linda Björk og fleiri héldu utan síðdegis í gær og fóru með beinu flugi Easy Jet frá Keflavíkurflug- velli til Edinborgar. „Ég hlakka mikið til þessa við- burðar og auðvitað tek ég prjónana með mér í flug. Á ferðalögum finnst mér frábært að fitja upp á sokkum og næ jafnvel einum ef ekki parinu öllu í einni flugferð,“ segir Linda sem stendur vaktina í Edinborg á sýningarbási verslunar bandarísks prjónahönnuðar, Stephen West, sem búsettur er í Amsterdam, og rekur þar verslun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Prjónaskapur „Ég hlakka mikið til þessa viðburðar,“ segir Linda Björk sem er með margt á prjónunum, bókstaflega sagt. Hún prjónar á ferðalögum. Íslenskt prjónafólk fjöl- mennir til Edinborgar  Handverk í hávegum  Prjónahátíð heimsins í Skotlandi Ljósmynd/Úr einkasafni Gleði Íslenskt prjónafólk heldur betur skrautlega búið í prjónuðum flíkum, hvað annað, á hátíðinni á síðasta ári. Vegfarendur um Hellisheiði ættu að varast holur sem hafa myndast í vegum þar að undanförnu. Holur koma gjarnan í ljós í malbiki á þess- um árstíma, bæði í þéttbýli og á þjóðvegum landsins. Þetta gerist jafnan þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda. Holur sem þessar geta haft mikla hættu í för með sér. „Holur hafa myndast uppá Hellis- heiði undir línunni á einbreiða kafl- anum í átt til Reykjavíkur. Vega- gerðin veit af þessu. Endilega látið fólk vita sem á leið í bæinn svo það verði engin tjón á fólki né bílum,“ segir í orðsendingu Páls Bárðarson- ar til íbúa á Selfossi á Facebook. G. Pétur Matthíasson, upplýs- ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að ástand vega sé betra í vetur en í fyrra enda hafi þá aukið fé fengist til viðhalds. „En við erum alltaf að setja í holur, fleiri, fleiri tonn. Við fylgjumst vel með á Hellisheiðinni og tökum á móti ábendingum um holur.“ Varað við holum í malbiki á Hellisheiði  Vegagerðin fylgist með stöðu mála Viðgerð Malbikað í holur á vegi. Alls eru 66 einstaklingar í heima- sóttkví á landinu en ekki hafa greinst fleiri tilfelli mislinga en þau fimm sem áður hefur verið greint frá. Þetta kemur fram í frétt á vef Land- læknisembættisins en haldinn var fundur sóttvarnalæknis með um- dæmis- og svæðislæknum í gær- morgun. Fram kemur á vefsíðu landlæknis að nokkrir einstaklingar hafa að lok- inni bólusetningu greinst með væg einkenni mislinga sem orsakast af verkun bólusetningarinnar. ,,Ef ekki greinist nýtt tilfelli mislinga á land- inu fyrir 26. mars eru yfirgnæfandi líkur á að mislingafaraldurinn hafi stöðvast,“ segir í fréttinni. Dreifingu bóluefnis er að ljúka um allt land. Í heimasóttkví felst að þeir einstaklingar sem hafa komist í tæri við sýktan einstakling skulu halda sig heima frá degi 6 eftir að þeir komust í tæri við hann og fram að 21. degi. Á sjöunda tug í heima- sóttkví

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.