Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Rafræn undirskriftasöfnun hefur
staðið yfir á netinu meðal Fljóta-
manna til að mótmæla áformum
Orkusölunnar, dótturfélags RARIK,
um Tungudalsvirkjun í Fljótum. Til
stendur að ljúka söfnuninni á mið-
nætti í kvöld og afhenda undirskrift-
irnar í næstu viku.
Síðdegis í gær voru komnar um
550 undirskriftir
en slóð á söfn-
unina hefur verið
inn á Face-
book-hópnum
„Við erum ættuð
úr Fljótunum.“
Sjálf söfnunin fer
fram er á vefnum
change.org.
Orkusalan hélt
íbúafund í Fljót-
unum á dögun-
um, þar sem áformin voru kynnt.
Boðað var til fundarins með skömm-
um fyrirvara og fór það illa í marga
heimamenn, samkvæmt upplýsing-
um blaðsins og fór fundurinn fram á
miðjum virkum degi.
Vatnið hækkar um 8 metra
Meðal þess sem kom fram í kynn-
ingu Orkusölunnar var að yfirborð
Tungudalsvatns mundi hækka um
allt að 8 metra. Flatarmál vatnsins
myndi fara úr 19 í 32,5 hektara.
Ekki voru settar fram kostnaðartöl-
ur um framkvæmdina en tekið fram
að árlegar tekjur af virkjuninni
gætu orðið 50-70 milljónir króna.
Uppsett afl virkjunarinnar yrði 1,6-
2,2MW en vatnsréttindin tilheyra
jörðinni Tungu, sem er í eigu rík-
isins. Þar eru nú sumarbústaðir í
leigulandi.
Rennslismælingar eru hafnar við
útrennsli Tungudalsvatns og munu
þær standa yfir í minnst tvö ár.
Verða þær mælingar bornar saman
við rennsli til Skeiðsfossvirkjunar í
Fljótum, sem Orkusalan rekur í dag.
Einnig kom fram í kynningunni að
byggja þyrfti upp vegslóða við Stíflu
og brúa Stífluá. Með þessum fram-
kvæmdum myndi aðgengi upp
Tungudal batna fyrir bændur og
ferðamenn.
Birgir Gunnarsson, landeigandi
Gautastaða í Stíflu og forstjóri
Reykjalundar, hefur í grein í Morg-
unblaðinu vakið athygli á virkjunar-
áformum Orkusölunnar og gagnrýnt
þær. Hann sagði í samtali við blaðið í
gær að undirskriftirnar hefðu geng-
ið vonum framar og kominn tími á að
afhenda þær, til að undirstrika hver
hugur Fljótamanna væri.
Hann segist eiga erfitt með að sjá
hvaða hag Orkusalan hafi af fram-
kvæmdinni. Um sé að ræða gríðar-
mikla fjárfestingu og 50-70 milljóna
króna tekjur geti vart talist miklar í
stóra samhenginu.
„Þessi virkjun getur aldrei borgað
sig og þá spyr maður sig hvað búi að
baki,“ segir Birgir og veltir fyrir sér
hvort einhver stór kaupandi að
orkunni sé ekki búinn að stíga fram.
Á vef undirskriftasöfnunarinnar
segir: „Við núverandi og fyrrverandi
íbúar og landeigendur í Fljótum, og
aðrir velunnarar, mótmælum harð-
lega hverskonar áformum um virkj-
un Tungudalsár í Fljótum með til-
heyrandi vegaframkvæmdum og
óafturkræfu jarðraski. Tungudalur-
inn sem er hliðardalur úr Stíflu er
með fallegustu dölum Skagafjarðar,
ósnortinn að mestu, og vinsælt úti-
vistarsvæði. Áformuð virkjun mun
ekki aðeins eyðileggja fallegan dal
heldur á hún aðeins að skila 1-2 MW
sem er varla ómaksins vert og mun
ekki leiða til nokkurrar atvinnu-
sköpunar í Fljótum.
Við undirrituð teljum það með öllu
óásættanlegt að Tungudal sé raskað.
Við krefjumst þess að Orkusalan
dragi strax til baka hvers konar
áform um Tungudalsvirkjun í Fljót-
um.“
Fulltrúar Orkusölunnar komu ný-
verið á fund byggðaráðs Skagafjarð-
ar til að kynna fyrirhuguð áform í
Fljótum. Í bókun um málið segir
byggðaráð ljóst að meta þurfi áhrif
slíkrar framkvæmdar fyrir Fljótin
og Skagafjörð. „Ljóst er að afla þarf
frekari gagna og fara í meiri rann-
sóknarvinnu á svæðinu ætli for-
svarsmenn þessa verkefnis að halda
áfram með það,“ segir byggðaráð
ennfremur.
Ljósmynd/Sóley Ólafsdóttir
Tungudalsvatn Tungudalur gengur inn af Stíflu í Fljótum. Yfirborð vatnsins í dalnum mun hækka um 8 metra gangi virkjunaráformin eftir.
Mótmæla virkjun í Tungudal
Fljótamenn safna undirskriftum til að mótmæla áformum Orkusölunnar um Tungudalsvirkjun
Telja virkjunina ekki borga sig Rennslismælingar hafnar Söfnun undirskrifta lýkur í kvöld
Birgir
Gunnarsson
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
ENDURHEIMTIR
UPPRUNALEGT ÚTLIT OG LIT
VERNDAR
FYRIR UMHVERFISÁHRIFUM
AUÐVELT
AÐ BERA Á FLÖTINN ENDIST LENGI
GÚMÍ
NÆRING
FYRIR DEKK
Brasilísk kona á þrítugsaldri sætir nú gæsluvarðhaldi
eftir að hafa reynt að smygla 37 pakkningum af kóka-
íni til landsins í síðasta mánuði. Konan var að koma frá
Madrid á Spáni þegar Tollgæslan stöðvaði hana í Leifs-
stöð. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hana og færði
á lögreglustöð. Þar skilaði hún af sér efnunum sem hún
hafði komið fyrir í leggöngum, maga og meltingarvegi.
Samtals var um að ræða 400 grömm af kókaíni. Við
skýrslutöku kvaðst hún hafa átt að fá 7.000 evrur eða
tæplega eina milljón króna fyrir flutninginn.
Með 37 kókaínpakkningar innvortis