Morgunblaðið - 20.03.2019, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
GLÆNÝ LÚÐUFLÖK
1990 KR/KG
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er baráttuhugur í hópnum hjá
okkur þó að menn hefðu viljað ganga
frá samningi án þess að til þessa
kæmi,“ segir Kristján Þórður Snæ-
bjarnarson, formaður Rafiðnaðar-
sambands Íslands.
Iðnaðarmenn slitu viðræðum við
Samtök atvinnulífsins í gær og segir
Kristján að nú þurfi að leita annarra
leiða til að knýja fram kröfur iðnað-
armanna. „Það verður ekki lengra
komist í einhverju samtali. Þolin-
mæði okkar er á þrotum. Nú munum
við funda í baklöndum okkar, samn-
inganefndir allra sem eru í samfloti
iðnaðarmanna munu sækja heimild
til að fara í verkföll. Svo munum við
taka okkur tíma í að skipuleggja þær
aðgerðir sem við ætlum að fara í.“
Fjölmargir samningafundir hafa
verið í deilunni en Kristján vill ekki
meina að samningur hafi verið í sjón-
máli. „Það er ekki hægt að segja að
við höfum verið komin rosalega langt
í öllum málum. Við vorum komin
áfram með ákveðin málefni en það
fór í ákveðinn baklás fyrir rúmri viku
sem gerir það að verkum að því fór
sem fór. Ég veit ekki hvert fram-
haldið verður, hvort áfram verði
unnið með það sem þegar lá fyrir.“
Voru farin að ræða launaliðinn
Í fyrradag slitnaði upp úr viðræð-
um Starfsgreinasambandsins og SA.
Aðgerðanefnd SGS var boðuð til
fundar eftir hádegið í gær og mun
skila tillögum um aðgerðir eftir
helgi. Allt að 20 þúsund félagsmenn
gætu farið í verkföll í apríl eða maí
fari sem horfir.
„Við vorum auðvitað búin að sitja
yfir þessu síðustu vikur og vinna
heilmikla vinnu. Hún er enn til stað-
ar, það vantar bara upp á að hægt að
sé að klára,“ segir Hjördís Þ. Sig-
urþórsdóttir, varaformaður Starfs-
greinasambandsins
Hjördís segir að steytt hafi á deil-
um um breytingar á vinnutíma enda
hafi alla tíð verið ágreiningur um
þær. Hún játar því hins vegar að við-
ræður hafi verið komnar vel á veg í
flestum málum, til að mynda er varð-
ar launalið samninga. „Já, við höfum
rætt launaliðinn. Við vorum komin á
rekspöl í flestum málum,“ segir
Hjördís.
Nýti tímann fram að verkfalli
Þar með er ljóst að flest stærstu
verkalýðsfélögin undirbúa nú eða
eru að hefja verkfallsaðgerðir. Á
föstudag hefst fyrirhugað sólar-
hringsverkfall starfsfólks í gistiþjón-
ustu og hjá hópbifreiðafyrirtækjum.
„Það er alveg ljóst að Samtök at-
vinnulífsins hafa nánast lýst yfir
stríði við verkalýðshreyfinguna. Þau
hafa ekki viljað fá okkur að borðinu
en hafa í þrjár vikur reynt að fá
Starfsgreinasambandið og fleiri til
að semja frá sér réttindi. SA hafa
neitað að hækka tilboðið sem er á
borðinu en það felur í sér kaupmátt-
arrýrnun. Það hefur ekki einu sinni
verið vilji til að hækka sig upp í verð-
bólgumarkmið Seðlabankans. Mað-
ur spyr sig því hverjum það sé að
kenna að það sé allt að stefna í átaka-
ferli hér, á ábyrgð hvers er þessi
staða?“ segir Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR. Vilhjálmur Birgisson,
formaður VLFA, talar á svipuðum
nótum. Hann segir að forsendur og
markmið SA hafi allan tímann snúist
um þessar vinnutímabreytingar.
„Mér finnst það hafa tekið marga
ansi langan tíma að átta sig á því
hvað þarna var um að vera. Ég tel
samt að það sé hægt að leysa þessa
deilu og tel að það eigi að nýta þessa
fáu klukkutíma sem eru eftir fram að
verkfalli til að forða íslenskum
vinnumarkaði frá hörðum átökum.“
Um tvö þúsund manns leggja að
óbreyttu niður störf á föstudag, þar
af um 970 manns hjá VR. Ragnar
segir að undirbúningur verkfalla
gangi mjög vel. „Hópurinn er mjög
þéttur og það er mikill hugur í fólki.“
Ragnar segir að minnst ein fyrir-
spurn um undanþágu í verkfallinu
hafi borist og fari slík mál í farveg
verkfallsnefndar.
Telja sig tapa réttindum
Morgunblaðinu hafa borist ábend-
ingar um óánægju launþega sem
fara í verkfall þó að þeir hafi ekki
kosið í þá veru. „VR segist greiða
okkur styrk sem miðast við full laun.
Ég get ekki séð að þeir greiði okkur
tapaðar lífeyrissjóðsgreiðslur frá
vinnuveitanda, séreign og skyldu
(mótframlagið) og þeir greiða okkur
ekki tapaða áunna orlofsdaga,“ segir
í orðsendingu til blaðsins.
Ragnar segir að þessi mál séu til
skoðunar. „Við bætum fólki tekju-
tapið og erum að reyna að finna leiðir
til að bæta fólki kjörin að fullu. Það
er ekki búið að taka neina ákvörðun
enn. En þetta eru ekki mikil réttindi
sem tapast.“
„Þolinmæði okkar er á þrotum“
Iðnaðarmenn slitu viðræðum við SA í gær Stefnir í verkföll hjá flestum verkalýðsfélögum
Tvö þúsund leggja niður störf á föstudag Félagsmenn í VR hafa áhyggjur af töpuðum réttindum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sáttafundur Slitnað hefur upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.