Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 20

Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Við hlýnun loftslags aukast líkur á því að við njótum sumarsins betur hér á norður- hveli jarðar, hlýrri dagar auka líkur á útivist, hvort heldur til hreyfingu eða að njóta sumarkvölda. En sá ávinningur er í raun dýru verði keyptur og að auki skammvinnur, því bú- svæði dýra breytast, jöklar hopa, sjórinn súrnar og hafstraumar breyta stefnu sinni og maðurinn mun þurfa að takast á við breyttan veruleika. Furðu margir neita að horfast í augu við þessar stað- reyndir, sem þó eru byggðar á nið- urstöðum fjölþættra vísindarann- sókna. Okkur er gjarnt að einblína á kostina og lokum frekar augum fyrir vandamálum. Umræðunni um stillingu klukk- unnar hér á landi svipar um margt til umræðu um loftslagsbreytingar. Kostir þess að hafa síðdegisbirtu til aukinnar útivistar og hreyfingar vega þungt í umræðunni og fleiri slíkar birtustundir eru ein megin- ástæða þess að fólk vill halda klukkunni óbreyttri. En ef grannt er skoðað verður fjölgun birtu- stunda síðdegis (kl. 12-18) einungis í mesta skammdeginu frá nóv- emberbyrjun til janúarloka. Utan hávetrartímans er nefnilega bjart á þess- um tíma dags. Talsmenn leiðrétt- ingar bera því hins vegar við að of fljót klukka stuðli að því að svefntíma fólks seinki. En hvernig má það vera, vökum við ekki bara eins og við vilj- um og sofum þess á milli? Nei, svo einfalt er það ekki. Svefni er stýrt af taugafrumum í heilanum og jafnvel þó að við getum haldið okkur vak- andi talsvert lengi, sigrar svefninn alltaf á endanum. Besti svefninn fæst þegar líkaminn hefur verið stilltur þannig, að lífeðlislegir ferl- ar séu samhæfðir til hvíldar og endurnæringar. Þessi kjör- svefntími er einu sinni á sólar- hring, oftast að nóttu og honum er stýrt af dægurklukkunni (lífklukk- unni) í heilanum. Hún þarf að fá upplýsingar um ytra umhverfið, hvort dagur ríki eða nótt, til sam- hæfingar og tekur mið af ýmsum merkjum þaðan og þeirra mikil- vægast er dagsbirtan. Önnur veik- ari merki eru líka notuð, svo sem umhverfishljóð, reglulegur tíma- rammi sem miðast við staðar- klukkuna, t.d. fastur fótaferðartími (oftast með aðstoð vekjaraklukk- unnar), matmálstímar, útvarps- dagskrá o.fl. Með því að nýta öll þessi merki ráða allflest okkar við að hafa samræmi milli dægur- klukku og staðarklukku. Þannig er það ofmælt að þegar Reykvíkingar vakna t.d. kl. 7 á morgnana sé dægurklukka þeirra allra stillt á hálfsex. En hjá mörgum, sér- staklega unglingum er hætta á að þetta gerist, að dægurklukkunni seinki og þar með kjörsvefntíma. Þá er farið seinna í háttinn og í kjölfarið styttist svefn á virkum dögum, þegar vakna þarf snemma á morgnana til starfa. Rannsóknir í Evrópu hafa einmitt sýnt að svefninn styttist þegar skipt er yf- ir á sumartíma (um 20 mín. að meðaltali). Evrópusambandið hefur raunar lagt til að klukkubreytingar verði lagðar niður í aðildar- löndunum og einn staðartími ríki allt árið um kring. Í sameiginlegri yfirlýsingu þriggja alþjóðlegra fræðafélaga um svefn og dægur- sveiflur haustið 2018, er þessu fagnað en jafnframt er sterklega varað við því að festa klukkuna á sumartíma*). Þar er lögð áhersla á, að vísindalegar sannanir bendi til þess að réttur staðartími (vetrar- tími) sé betri kostur fyrir lýðheilsu en flýtt klukka (sumartími). Enn- fremur segir þar að svokölluð klukkuþreyta (e. social jetlag), sem fylgir seinkaðri dægurklukku, sé að jafnaði minni hjá þeim sem búa við réttan staðartíma og líkamleg og andleg heilsa betri en þeirra sem búa við flýtta klukku. Margir lýsa yfir áhyggjum af því að útivera barna stórminnki vegna minni síðdegisbirtu, sem þó aðeins gætir um háveturinn. Nær aldrei er minnst á það að hreyfing þeirra gæti aukist á morgnana, börnin gengju í skólann í björtu og lékju sér frekar í skólafrímínútum. Í rit- stjórnargrein í nýútkomnu Lækna- blaði er klifað á þessu – minni úti- vera síðdegis gæti stuðlað að minni hreyfingu ungmenna og það sé sérdeilis varhugavert, þar sem of- fita hafi margfaldast í vestrænum þjóðfélögum. Raunin er þó sú að síðastliðna hálfa öld hafa Íslend- ingar haft tækifæri til að stunda leik og hreyfingu úti í síðdeg- isbirtu – en þrátt fyrir það hefur offita aukist. Greinarhöfundinum má þó einnig vera vel kunnugt um, að einn fylgikvilli of lítils svefns er einmitt offita. Í hinni margrómuðu bók Sagan af bláa hnettinum mælti Gleði- Glaumur með því að sólin yrði negld föst, til þess að börnin nytu eilífrar birtu og taumlausrar gleði. Höfundurinn Andri Snær gengur þó ekki svo langt, en mæl- ir með því viðhalda hniki sólar- birtunnar, til þess einmitt að njóta síðdegisbirtu og gleði við útivist. Þrátt fyrir að meirihluti þjóðar- innar styðji leiðréttingu klukk- unnar, ef marka má skoðanakann- anir, virðast aðrir vera því mót- fallnir af ýmsum ástæðum. Menn telja til síðdegisbirtu, viðskipta- lega hagsmuni, vinnuhagræði og bara almenn þægindi en horfa fram hjá vísindalegum rann- sóknum, ekki ólíkt því sem gerist í loftslagsumræðunni. Í báðum til- vikum er um umhverfisþætti að ræða sem sýna frávik frá náttúru- legum gildum, aukið koldíoxíð og hnikuð dagsbirta. Fyrrnefndi þátturinn hefur áhrif á ytra um- hverfi okkar en sá síðarnefndi áhrif á innra umhverfi líkamans. Það er tími til kominn að færa hvort tveggja í réttara horf og sýnu auðveldara er að leiðrétta klukkuna á Íslandi. *) European Biological Rhythms Society (EBRS), European Sleep Research So- ciety (ESRS), Society for Research on Biological Rhythms (SRBR) https:// www.ebrs-online.org/news/item/dst- statement-ebrs-endorsed Síðdegisbirtan og börnin á Bláa hnettinum Eftir Björgu Þorleifsdóttur » Í yfirlýsingu þriggja alþjóðlegra fræða- félaga segir að klukku- þreyta sem fylgir seink- aðri dægurklukku sé að jafnaði minni hjá þeim sem búa við réttan staðartíma og líkamleg og andleg heilsa betri en þeirra sem búa við flýtta klukku. Björg Þorleifsdóttir Höfundur er lífeðlisfræðingur. Í ljósi þeirrar stöðu sem skapast hefur á vinnumarkaði í dag er ágætt að velta fyrir sér hvernig komist var á þann stað. Og þá er rétt að velta fyrir sér hvort sú áhersla sem lögð hef- ur verið á háskóla- menntun í landinu í áraraðir hafi skilað þjóðinni einhverjum lífskjaraávinningi fyrir hinn al- menna vinnandi mann. Á vef Al- þingis má sjá í æviágripum þing- manna að þeir eru langflestir sprenglærðir með alls kyns gráður. Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði í landinu væri synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra svo nokkru nemi. A.m.k. hefur ekki einn ein- asti aðili sem nú situr á Alþingi nýtt aðstöðu sína til að koma í veg fyrir það sem nú hefur sanngerst. Án þess að hreyfa nokkrum and- mælum létu þjóðkjörnir fulltrúar það gerast, allir sem einn, að þeir sjálfir ásamt stórum hópi embætt- ismanna og forstjóra ríkisfyrir- tækja og stofnana hækkuðu í laun- um um tugi prósenta og jafnvel með áralangi afturvirkni. Hafi ein- hver þeirra sem sitja á Alþingi meðtekið smásnefil af því sem menntun er ætlað að skila með þeim gráðum sem viðkomandi státa af þá hefðu þeir væntanlega nýtt aðstöðu sína til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp á ís- lenskum vinnumarkaði. En í stað þess að aðhafast þá kusu allir þess- ir aðilar í dómgreindarleysi sínu að hrósa happi í græðgi sinni yfir betri kjörum sér til handa og skeyta ekkert um afleiðingarnar. Kjararáð sem greinilega var ekki tengt raunveruleika almúgans var reyndar lagt af eftir að hækkanir til elítunnar voru yfirstaðnar. Þá tók hins vegar ekki betra við því stjórnir ríkisfyrirtækja ákváðu oft- ar en ekki að bæta enn í óhófið með frekari hækkunum til ríkisfor- stjóra. Rétt er að hafa í huga að oftar en ekki eru for- stjórar ríkisfyrirtækja einnig stjórnarmenn í öðrum ríkisfyrir- tækjum og því gildir hið fornkveðna: „Ef þú klórar mér þá klóra ég þér.“ Í stjórnum umræddra ríkisfyrirtækja sitja oft á tíðum sverustu gráður landsins sem að eigin mati eru svo ómissandi að þegar þeirra nýtur ekki lengur við þá mun samfélagið stöðvast samstundis á sama hátt og það gerðist (ekki?) þegar fólk af sama sauðahúsi hvarf til æðra tilverustigs. En sauð- svartur almúginn er hins vegar svo gráðuskertur og illa gefinn að hann verður aldrei var við þegar sam- félagið stöðvast af þessum sökum, eða eins og sagt er: „Hann bara fattar það ekki.“ Íslenskt samfélag tók miklum framförum eftir kotbúskap fyrri alda allt þar til ráðist var í gerð Kárahnúkavirkjunar en þá hófst í raun sú hnignun sem nú hefur lagt samfélag okkar nánast í rúst. Þá hófst í raun að einhverju marki innflutningur á þrælum frá austan- tjaldslöndunum og alkunna var að ítalskt verktakafyrirtæki hér nýtti sér kínverskt vinnuafl sem var langt undir kjörum íslensks vinnu- markaðar. Í stað þess að bera gæfu til að innræta þrælunum ís- lenska vinnumenningu þá fluttu þeir inn þá atvinnubótavinnumenn- ingu sem þekkt var í Sovét fyrir fall múrsins. Sinnuleysi verkalýðs- félaganna var nánast algjört á ár- unum fyrir hrun enda jókst streymi félagsgjalda í sjóði þeirra verulega án þess að hirt væri um réttindi þrælanna sem nokkru nam nema helst til skreytinga á tylli- dögum í fjölmiðlum. Í hruninu 2008 dró verulega saman í þrælahaldi hér en marg- efldist síðan í þeirri uppsveiflu sem verið hefur undanfarin ár og upp spruttu þrælasölur sem í daglegu tali eru kallaðar starfsmannaleigur. Verkalýðshreyfingin hefur í skjóli stóraukins fjárstreymis til sín í formi félagsgjalda sýnt „umbjóð- endum“ sínum algert tómlæti sem valdið hefur því að langflestir þeirra sem vinna með höndunum hafa farið á mis við þá verðmæta- sköpun sem orðið hefur samfara uppsveiflu síðustu ára. Nú er svo komið að í ófaglærð láglaunastörf fást einungis þrælar frá löndum þar sem þeir hinir sömu lifa í eymd og eiga þeir þá val um að hafa það skítt á Íslandi eða deyja drottni sínum í heimalandinu. Íslendingar hafa hins vegar átt talsvert betri lífskjörum að venjast og láta ekki bjóða sér það sem hinir innfluttu þrælar sætta sig við. Þetta er svo helsta ástæða þess að nánast lóga- ritmísk fjölgun hefur orðið á þiggj- endum örorkubóta og fólki á at- vinnuleysisbótum. Nú loksins þegar eitraða eplið er að hrökkva úr koki verkalýðshreyfingarinnar þá lýsa þeir sem á undanförnum misserum hafa fengið tugprósenta hækkanir á sín ofurlaun yfir undr- un sinni á að almúginn vilji ekki lengur þurfa að skammast sín fyrir tilveru sína. Inn í verkalýðsfélög ófaglærðra stétta hefur svindlað sér fólk með sverar gráður sem þegið hefur laun sem eru langt um- fram það sem það hefur samið um fyrir umbjóðendur sína. Þó að helstu arkitektarnir að þeirri krísu sem nú er á íslenskum vinnumarkaði séu kjörnir fulltrúar á Alþingi þá er beinlínis rangt að verkalýðshreyfingin eigi kröfu á að sækja einhverjar kjarabætur til skattgreiðenda. Samningsaðilar eiga að semja sín á milli og svo kemur það í hlut arkitektsins að lagfæra eigið klúður. Ef einn ein- asti aðili sem nú situr á þingi hefði svo mikið sem þriðjung af því áræði og þeirri greind sem Bakka- bræður höfðu mætti hugsanlega enn afstýra stórslysi. Gráður og greind Eftir Örn Gunn- laugsson »… og því gildir hið fornkveðna: „Ef þú klórar mér þá klóra ég þér.“ Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. orng05@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.