Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kvartermabolir Kr. 3.900 Str. 38-52 – Fleiri litir 20% afsláttur af peysum í dag Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 20-50%afsl. Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 JUNGE heilsársjakkar Flottir í borgarferðina frá 19.900,- Margir litir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stofnvísitala þorsks hefur lækkað síð- ustu tvö ár, en er þó hærri en árin 1985-2011. Vísitölur ýsu og ufsa lækk- uðu frá fyrra ári, eftir að hafa farið hækkandi frá 2014. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslands- miðum sem fram fór dagana 26. febr- úar til 20. mars. Verkefnið er einnig nefnt marsrall eða togararall og hefur verið framkvæmt með sambæri- legum hætti ár hvert frá 1985. Loðna var helsta fæða þorsks og ýsu eins og ávallt á þessum árstíma. Loðna fékkst í mögum þorsks víðast hvar við landið og mest var í mögum fyrir sunnan og vestan. Fyrir ári fékkst mikið af loðnu í mögum þorsks á grunnslóð við norðanvert landið, en svo var ekki í ár. Sjálfrán er ekki al- gengt hjá þorski á þessum árstíma. Yngri árgangar þorsks undir meðalþyngd Í niðurstöðum togararallsins kem- ur fram að árgangar þorsks frá 2014 og 2015 mælast nú nálægt meðaltali í fjölda. Niðurstöður staðfesta mæl- ingu frá því í fyrra að 2016-árgangur þorsks sé lélegur, en árgangur 2017 virðist vera nálægt meðallagi. Fyrstu mælingar á árgangi 2018 benda til að hann sé undir meðalstærð. Árgangur ýsu frá 2017 mælist nálægt meðallagi en mælingin í ár sýnir að 2018-ár- gangur ýsu er lélegur. Meðalþyngd 1-5 ára þorsks mæld- ist undir meðaltali áranna 1985-2019, en meðalþyngd eldri þorsks var um eða yfir meðaltali. Mælingar síðustu fjögurra ára sýna þó að árgangurinn frá 2015 er með þeim léttari frá 1985. Meðalþyngd ýsu eftir aldri hefur ver- ið mikil undanfarin ár og mældist nú yfir meðaltali hjá öllum aldurshópum nema eins og tveggja ára. Vísitölur gullkarfa, löngu og lang- lúru eru háar miðað við síðustu þrjá áratugi. Vísitölur steinbíts, keilu, skarkola, þykkvalúru, lýsu og skötu- sels eru nú nálægt meðaltali tímabils- ins, en stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru í sögulegu lágmarki. Vísitala grásleppu hefur farið lækk- andi frá 2015 og er nú undir meðaltali áranna frá 1985. Skötuselur sækir í gamla farið Útbreiðsla ýmissa tegunda hefur breyst á tímabilinu, t.d. ýsu og skötu- sels þar sem þungamiðja útbreiðsl- unnar hefur færst vestur og norður fyrir land. Stofnmælingar síðustu ára benda til að útbreiðsla skötusels sé farin að líkjast því sem var fyrir alda- mót þegar stofninn var lítill. Mikil breyting hefur orðið á útbreiðslu skötusels frá því stofninn var í há- marki og enginn skötuselur fékkst nú í Breiðafirði eða á grunnslóð við Vest- firði. Síðustu fjögur ár hefur magn skötusels mælst minna en árin 2003- 15, en er samt meira en fyrstu 15 ár stofnmælingarinnar. Allir árgangar skötusels frá 2008 hafa mælst slakir í samanburði við árgangana frá 1998- 2007 og fyrsta mæling á árganginum frá 2018 bendir til að hann sé lítill. Magn ýmissa suðlægra tegunda s.s. svartgómu, loðháfs og litlu brosmu hefur aukist, en á sama tíma hafa ýmsar kaldsjávartegundir gefið eftir á landgrunninu fyrir norðan. Svipað hitastig við botn Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarin ár. Á flestum svæðum voru mestar breyt- ingar í sjávarhita á rannsóknatíman- um árin 1989-2003, með sveiflukennd- um en hækkandi hita. Síðan þá hefur hitastig við botn í marsmánuði ekki breyst jafn mikið, hvorki í hlýsjónum við sunnan- og vestanvert landið né í kalda sjónum fyrir norðan og austan, samkvæmt niðurstöðum mælinga Hafrann- sóknastofnunar. Gögn úr togararallinu hafa mikið vægi í stofnmati og veiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar, en ráðgjöfin verður kynnt í júní. Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmunds- son og togararnir Ljósafell SU og Múlaberg SI, og alls um 100 starfs- menn, tóku þátt í verkefninu að þessu sinni. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið. Samhliða stofnmælingunni í ár voru 1.800 þorskar merktir úti af Vestfjörð- um og Norðurlandi. Einnig fór fram skráning á botndýrum, pétursskipum og öllu rusli sem fékkst í veiðarfærin, sýnum var safnað vegna rannsókna á mengunarefnum í sjávarfangi og erfðasýni tekin úr nokkrum fiskteg- undum. Þá var hrygningarloðnu safn- að til frekari rannsókna. Að venju var farin kennsluferð með nemendur við auðlindadeild Háskólans á Akureyri (Eyrall). Lægri vísitölur þorsks, ýsu og ufsa  2018-árgangur þorsks undir meðallagi  Breytt útbreiðsla ýmissa tegunda  Merktu 1.800 þorska Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir Mikilvæg gögn Frá 1985 hefur togararall verið framkvæmt með sambærilegum hætti árlega, eða 35 sinnum. Jón Sól- mundsson, fiskifræðing- ur og verk- efnastjóri togara- rallsins, segir að niður- stöður varð- andi þorskinn hafi ekki ver- ið alls kostar óvæntar því vís- bendingar í sömu átt hafi komið fram í haustralli 2018. Það sé jákvætt að núna séu ekki neinir mjög lélegir árgangar þorsks eins og þegar hrygningarstofn- inn var lítill. Það sé hinsvegar frekar óvænt hve lítið mældist af ýsu því vísbendingar um slíkt hafi ekki sést í haustrallinu. Spurður hvort ekki hefði mátt vænta betri nýliðunar hjá sterk- um þorskstofni heldur en raun hefur verið síðustu ár segir Jón að það hafi í sjálfu sér ekki ver- ið verkefni þessa leiðangurs að meta samband hrygningar- stofns og nýliðunar. „Það virðist hafa vera mikil hrygning í gangi og því er ekki að neita að við hefðum viljað sjá þennan stóra hrygningarstofn skila meiri nýliðun. Hún hefur ekki verið í réttu hlutfalli við stærð hrygningarstofnsins, sem segir manni þá að einhverjir aðrir þættir hafa áhrif á ár- gangastærð. Á næstu árum verður væntanlega lögð aukin áhersla á rannsóknir á nýliðun til að reyna að átta sig betur á stöðunni,“ segir Jón. Hefði viljað betri nýliðun ENGIR MJÖG LÉLEGIR ÁRGANGAR ÞORSKS Jón Sólmundsson SMARTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.