Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kvartermabolir
Kr. 3.900
Str. 38-52 – Fleiri litir
20% afsláttur
af peysum í dag
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
20-50%afsl.
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
JUNGE heilsársjakkar
Flottir í borgarferðina
frá 19.900,-
Margir litir
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stofnvísitala þorsks hefur lækkað síð-
ustu tvö ár, en er þó hærri en árin
1985-2011. Vísitölur ýsu og ufsa lækk-
uðu frá fyrra ári, eftir að hafa farið
hækkandi frá 2014. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í niðurstöðum
stofnmælingar botnfiska á Íslands-
miðum sem fram fór dagana 26. febr-
úar til 20. mars. Verkefnið er einnig
nefnt marsrall eða togararall og hefur
verið framkvæmt með sambæri-
legum hætti ár hvert frá 1985.
Loðna var helsta fæða þorsks og
ýsu eins og ávallt á þessum árstíma.
Loðna fékkst í mögum þorsks víðast
hvar við landið og mest var í mögum
fyrir sunnan og vestan. Fyrir ári
fékkst mikið af loðnu í mögum þorsks
á grunnslóð við norðanvert landið, en
svo var ekki í ár. Sjálfrán er ekki al-
gengt hjá þorski á þessum árstíma.
Yngri árgangar þorsks
undir meðalþyngd
Í niðurstöðum togararallsins kem-
ur fram að árgangar þorsks frá 2014
og 2015 mælast nú nálægt meðaltali í
fjölda. Niðurstöður staðfesta mæl-
ingu frá því í fyrra að 2016-árgangur
þorsks sé lélegur, en árgangur 2017
virðist vera nálægt meðallagi. Fyrstu
mælingar á árgangi 2018 benda til að
hann sé undir meðalstærð. Árgangur
ýsu frá 2017 mælist nálægt meðallagi
en mælingin í ár sýnir að 2018-ár-
gangur ýsu er lélegur.
Meðalþyngd 1-5 ára þorsks mæld-
ist undir meðaltali áranna 1985-2019,
en meðalþyngd eldri þorsks var um
eða yfir meðaltali. Mælingar síðustu
fjögurra ára sýna þó að árgangurinn
frá 2015 er með þeim léttari frá 1985.
Meðalþyngd ýsu eftir aldri hefur ver-
ið mikil undanfarin ár og mældist nú
yfir meðaltali hjá öllum aldurshópum
nema eins og tveggja ára.
Vísitölur gullkarfa, löngu og lang-
lúru eru háar miðað við síðustu þrjá
áratugi. Vísitölur steinbíts, keilu,
skarkola, þykkvalúru, lýsu og skötu-
sels eru nú nálægt meðaltali tímabils-
ins, en stofnar hlýra, tindaskötu og
skrápflúru eru í sögulegu lágmarki.
Vísitala grásleppu hefur farið lækk-
andi frá 2015 og er nú undir meðaltali
áranna frá 1985.
Skötuselur sækir í gamla farið
Útbreiðsla ýmissa tegunda hefur
breyst á tímabilinu, t.d. ýsu og skötu-
sels þar sem þungamiðja útbreiðsl-
unnar hefur færst vestur og norður
fyrir land. Stofnmælingar síðustu ára
benda til að útbreiðsla skötusels sé
farin að líkjast því sem var fyrir alda-
mót þegar stofninn var lítill. Mikil
breyting hefur orðið á útbreiðslu
skötusels frá því stofninn var í há-
marki og enginn skötuselur fékkst nú
í Breiðafirði eða á grunnslóð við Vest-
firði.
Síðustu fjögur ár hefur magn
skötusels mælst minna en árin 2003-
15, en er samt meira en fyrstu 15 ár
stofnmælingarinnar. Allir árgangar
skötusels frá 2008 hafa mælst slakir í
samanburði við árgangana frá 1998-
2007 og fyrsta mæling á árganginum
frá 2018 bendir til að hann sé lítill.
Magn ýmissa suðlægra tegunda s.s.
svartgómu, loðháfs og litlu brosmu
hefur aukist, en á sama tíma hafa
ýmsar kaldsjávartegundir gefið eftir
á landgrunninu fyrir norðan.
Svipað hitastig við botn
Hitastig sjávar við botn mældist að
meðaltali hátt líkt og undanfarin ár. Á
flestum svæðum voru mestar breyt-
ingar í sjávarhita á rannsóknatíman-
um árin 1989-2003, með sveiflukennd-
um en hækkandi hita.
Síðan þá hefur hitastig við botn í
marsmánuði ekki breyst jafn mikið,
hvorki í hlýsjónum við sunnan- og
vestanvert landið né í kalda sjónum
fyrir norðan og austan, samkvæmt
niðurstöðum mælinga Hafrann-
sóknastofnunar.
Gögn úr togararallinu hafa mikið
vægi í stofnmati og veiðiráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar, en ráðgjöfin
verður kynnt í júní. Rannsóknaskipin
Árni Friðriksson og Bjarni Sæmunds-
son og togararnir Ljósafell SU og
Múlaberg SI, og alls um 100 starfs-
menn, tóku þátt í verkefninu að þessu
sinni. Togað var með botnvörpu á
tæplega 600 stöðvum allt í kringum
landið.
Samhliða stofnmælingunni í ár voru
1.800 þorskar merktir úti af Vestfjörð-
um og Norðurlandi. Einnig fór fram
skráning á botndýrum, pétursskipum
og öllu rusli sem fékkst í veiðarfærin,
sýnum var safnað vegna rannsókna á
mengunarefnum í sjávarfangi og
erfðasýni tekin úr nokkrum fiskteg-
undum. Þá var hrygningarloðnu safn-
að til frekari rannsókna. Að venju var
farin kennsluferð með nemendur við
auðlindadeild Háskólans á Akureyri
(Eyrall).
Lægri vísitölur þorsks, ýsu og ufsa
2018-árgangur þorsks undir meðallagi Breytt útbreiðsla ýmissa tegunda Merktu 1.800 þorska
Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir
Mikilvæg gögn Frá 1985 hefur togararall verið framkvæmt með sambærilegum hætti árlega, eða 35 sinnum.
Jón Sól-
mundsson,
fiskifræðing-
ur og verk-
efnastjóri
togara-
rallsins, segir
að niður-
stöður varð-
andi þorskinn
hafi ekki ver-
ið alls kostar óvæntar því vís-
bendingar í sömu átt hafi komið
fram í haustralli 2018. Það sé
jákvætt að núna séu ekki neinir
mjög lélegir árgangar þorsks
eins og þegar hrygningarstofn-
inn var lítill. Það sé hinsvegar
frekar óvænt hve lítið mældist
af ýsu því vísbendingar um slíkt
hafi ekki sést í haustrallinu.
Spurður hvort ekki hefði mátt
vænta betri nýliðunar hjá sterk-
um þorskstofni heldur en raun
hefur verið síðustu ár segir Jón
að það hafi í sjálfu sér ekki ver-
ið verkefni þessa leiðangurs að
meta samband hrygningar-
stofns og nýliðunar.
„Það virðist hafa vera mikil
hrygning í gangi og því er ekki
að neita að við hefðum viljað sjá
þennan stóra hrygningarstofn
skila meiri nýliðun. Hún hefur
ekki verið í réttu hlutfalli við
stærð hrygningarstofnsins, sem
segir manni þá að einhverjir
aðrir þættir hafa áhrif á ár-
gangastærð. Á næstu árum
verður væntanlega lögð aukin
áhersla á rannsóknir á nýliðun
til að reyna að átta sig betur á
stöðunni,“ segir Jón.
Hefði viljað
betri nýliðun
ENGIR MJÖG LÉLEGIR
ÁRGANGAR ÞORSKS
Jón
Sólmundsson
SMARTLAND