Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 38
Emil Geir
Guðmundsson
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
✝ Árný Guðjóns-dóttir fæddist í
Sandgerði 9. októ-
ber 1945. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
un Vesturlands á
Akranesi 19. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ás-
dís Þorgilsdóttir f.
6.12. 1926, d. 21.4.
2007, og Guðjón
Valdemarsson matreiðslumað-
ur, f. 12.12. 1924, d. 3.9. 2009.
Systkini Árnýjar eru Unnur
f. 3.9. 1951, Óskar, f. 5.5. 1953,
og Jóhanna, f. 1.12. 1959.
Maki 21. nóvember 1964 Ing-
Baldur Steinn og Karen Ösp. 2)
Guðjón Ingólfsson, búsettur í
Bolungarvík, f. 24.9. 1971, gift-
ur J. Guðmundu Hreinsdóttur.
Börn þeirra eru Hreinn, Arney
Þyrí, Jónína Arndís og Sævar
Örn.
Barnabarnabörn Árnýjar og
Ingólfs eru orðin fjögur.
Árný ólst upp í Sandgerði,
þar sem hún kynntist manni
sínum. Hófu þau búskap í Sand-
gerði og bjuggu þar til 1977 en
fluttu þá að Bæ 1 í Kaldrana-
neshreppi þar sem þau hófu
fjárbúskap. Bjuggu þar til 2003.
Eftir það hafa þau búið í
Borgarnesi.
Útför Árnýjar fer fram í
Drangsneskapellu í dag, 27.
apríl 2019, og hefst athöfnin
klukkan 14. Jarðsett verður í
Drangsneskirkjugarði.
ólfur Andrésson,
fyrrverandi bóndi,
f. á Drangsnesi 21.
maí 1944, búsettur
í Borgarnesi.
Foreldrar hans
voru Andrés Guð-
björn Magnússon, f.
8.9. 1906, d. 12.12.
1979, og Guðmund-
ína Arndís Guð-
mundsdóttir f. 20.9.
1911, d. 28.9. 1978.
Börn Árnýjar og Ingólfs eru
1) Haraldur Vignir Ingólfsson,
búsettur á Drangsnesi, f. 14.7.
1964, kvæntur Helgu Lovísu
Arngrímsdóttur. Börn þeirra
eru Þórdís Adda, Ingólfur Árni,
Elsta systir mín, Árný, er fallin
frá.
Með trega og tárum langar mig
að minnast hennar með fáeinum
orðum. Hún lést 19. apríl, á föstu-
daginn langa, á Heilbrigðisstofn-
un Vesturlands eftir þriggja vikna
legu. Er við Heddý heimsóttum
hana daginn fyrir andlátið leit
Árný mjög vel út og virtist ekki
vera að kveðja þennan heim;
meira að segja minntist hún á að
gaman væri að geta komist heim
um páskana. En það auðnaðist
henni ekki, heldur hélt hún í ferða-
lagið sem bíður okkar allra einn
góðan veðurdag. Hún hafði lengi
glímt við hjartasjúkdóm sem að
lokum varð henni að aldurtila.
Árný var ljúf og elskuleg mann-
eskja að eðlisfari en hafði sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lét heyra í sér ef henni mislík-
aði eitthvað í fari fólks sem og eitt-
hvað í þjóðfélagsmálum. Hún
fluttist ung með honum Golla sín-
um á Strandirnar, nánar tiltekið
að Bæ 1 við Drangsnes, en bærinn
hafði staðið í eyði í þó nokkurn
tíma. Fórum við norður með fulla
bíla og kerrur af málningu, vegg-
fóðri og verkfærum og bærinn
tekinn í gegn í hólf og gólf. Ávallt
var hún höfðingi heim að sækja,
aldrei var komið til þeirra nema
bakkelsi og lambakjöt væri á boð-
stólum enda var það hennar mottó
að enginn færi svangur frá henni.
Kaflaskil urðu í lífi þeirra Ár-
nýjar og Golla er þau fluttu suður í
Borgarnes og festu einnig kaup á
sumarhúsi í firðinum fagra,
Borgarfirði. Ég hef það á tilfinn-
ingunni að Árnýju hafi ekki liðið
sem best svo langt frá sínum nán-
ustu, en synirnir þeir Haraldur og
Guðjón búa á Drangsnesi og í Bol-
ungarvík. Það hefur ávallt verið
töluverður samgangur á milli okk-
ar, allt frá því þau hjón fluttu
norður og til þess dags er Árný
lést. Við höfum ýmislegt brallað á
þessum tíma, sem ekki verður
rakið hér en ég leit alltaf upp til
minnar elstu systur og til hans
Golla. Við minnumst heimsókn-
anna til þeirra með söknuði, þar
sem Árný bar fram sitt bakkelsi
og aðrar kræsingar.
Eftir að Árný fékk hjartaáfallið
árið 2000 varð hún ekki sama
manneskjan og áður og heilsu-
farinu fór hrakandi. Við vitum að
þjáningum hennar er nú lokið og
við viljum trúa því að í dag hlaupi
hún um í Sólskinslandinu með for-
eldrum sínum, þeim Dísu og
Gauja, og rifji upp gamla tíma.
Ég get farið mörgum orðum
um samskipti okkar Heddýjar við
þau Árnýju og Golla en læt hér
staðar numið. Golli stóð þétt við
bakið á Árnýju í gegnum öll henn-
ar veikindi og þökkum við honum
fyrir það.
Við vottum Golla, Hadda, Gauja
og fjölskyldum okkar dýpstu
samúð.
Óskar og Hervör (Heddý).
Mig langar að minnast hennar
Árnýjar frænku minnar með fá-
einum orðum.
Að búa í sveit eru forréttindi.
Þar eru dýrin, fjöllin, heiðarnar,
mannauðurinn og falleg náttúran.
Ég minnist Árnýjar frænku sem
ekta sveitakonu; hún var sko ekki
að eltast við nýtískulegt glingur
né hönnun. Allt var nýtt til hins
ýtrasta; húsgögn sem og klæðnað-
ur. Árný var glaðvær, hávær,
stríðin og skemmtileg skellibjalla.
Hún hafði líka afar sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum sem
gaman var að ræða við hana um.
Hún sagði margt sem við hin hugs-
uðum og þorðum ekki að nefna.
Ekki skemmdi fyrir að hún var
sérlega góður bakari og er ég þess
fullviss að hún gerði heimsins
bestu marenstertu (með púður-
sykri). Kökunum hennar og matn-
um hennar kynntist ég þegar ég
lítil skotta af Suðurnesjunum fékk
að fara í sveitina til Árnýjar og
Golla. Þar var ávallt glatt á hjalla
því auk sonanna, þeirra Hadda og
Gauja, voru yfirleitt einhverjir
frændur eða frænkur í sveit hjá
þeim sem hjálpuðu til við búskap-
inn. Það kom því í hlut Árnýjar að
elda ofan í mannskapinn og þar
kom nýtni hennar svo bersýnilega
í ljós. Það var morgunmatur, kaffi,
hádegismatur, kaffi, kvöldmatur
og kvöldkaffi. Vinnandi fólk varð
að fá að borða; góðan íslenskan
kjarngóðan mat.
Ég talaði um að Árný hefði ver-
ið stríðin. Já, hún má eiga það að
henni tókst það ómögulega með
mig; að fá mig til að borða blóð-
graut, sem hún sagði vera kakó-
súpu (eða uxahalasúpu) sem ég,
matargikkurinn, trúði og tók því
upp skeiðina og borðaði með bestu
lyst. Ég meina; hver borðar ekki
kakósúpu. Alveg er ég viss um að
Árný hefur hlegið sig í svefn eftir
þennan kvöldverð. Ég hef hins
vegar ekki borðað blóðgraut síðan!
Elsku Golli. Takk kærlega fyrir
mig og þær stundir sem við áttum
öll saman. Það var alltaf gaman að
koma í bústaðinn ykkar í Borgar-
firðinum og yndislegt að fylgjast
með huggulegum framkvæmdum
ykkar þar.
Þar sem ég verð ekki á landinu
við útför Árnýjar langar mig að
senda Golla, Hadda og fjölskyldu
og Gauja og fjölskyldu mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Hugur
minn verður með ykkur í dag.
María Kristín (Maja Stína).
Kær vinkona mín Árný hefur
kvatt, það er komið að kveðju-
stund og hugurinn leitar til liðinna
samverustunda. Margar kalla
ósjálfrátt fram bros og fylla mann
þakklæti yfir að hafa orðið henni
samferða.
Árný var yndisleg kona, fjörleg
í fasi, hreinskiptin og harðdugleg.
Við urðum vinkonur þegar hún
bjó í Sandgerði, en mennirnir okk-
ar voru samstafsfélagar.
Þegar við vorum ung fórum við
saman til London, þar örkuðum
við vinkonurnar í búðir og versluð-
um á börnin okkar, er heim kom
þá var nú ekki allt sem passaði. En
mín kona sagði það bót að ekkert
var of lítið, bara heldur stórt …
Svo flutti fjölskyldan norður á
Drangsnes, þar sem þau gerðust
bændur, samverustundirnar urðu
færri um nokkurt skeið. En eftir
að þau keyptu sér bústaðinn í
Borgarfirðinum og fluttu í
Borgarnes endurnýjaðist vinskap-
urinn sem aldrei hefur borið
skugga á. Það hefur alltaf verið
gott að koma við í Hamravíkinni
eða í Hábæ og þiggja veitingar,
hlaðin borð af bakkelsi og krásum
og þau hjón einstaklega gestrisin
og skemmtileg.
Árný var stolt af sínu fólki,
strákunum sínum þeim Haraldi og
Guðjóni og þeirra fjölskyldum, allt
frábært dugnaðarfólk eins og for-
eldrarnir, og gaman að fá fréttir af
þeim í dagsins önn.
Elsku Árný mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Árný mín var einstök, hún lét
sig varða allt mitt fólk, spurði
frétta og bað fyrir kveðjur. Þannig
gera góðir vinir, hún var mér ein-
stakur vinur.
Elsku Ingólfur, Haraldur, Guð-
jón og fjölskyldur. Innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi minningu Árnýjar
Guðjónsdóttur.
Anna Jóns.
Árný Guðjónsdóttir
Haraldur Árna-
son var áhugasamur
félagi í Rótarý-
klúbbi Sauðárkróks
í 65 ár, frá 1954,
lengur en nokkur
annar, forseti 1966-1967, Paul
Harris-félagi 1992 og heiðurs-
félagi klúbbsins. Engu breytti
um áhugann fyrir rótarýstarfinu
eða sókn hans á rótarýfundi að
hann þurfti að sækja þá langan
veg eins og á skólastjóraárum
hans á Hólum í Hjaltadal 1971-
1981. Eftir að árin færðust yfir og
yfirferðin minnkaði mætti hann á
viðburði sem Rótarýklúbbur
Sauðárkróks stóð fyrir og lagði
sitt af mörkum. Hann var glað-
lyndur og góður félagi sem gott
var að hafa og vinna með og hafði
mikil áhrif á klúbbstarfið á með-
an hann var virkastur. Til hans
Haraldur Árnason
✝ HaraldurÁrnason fædd-
ist 6. mars 1925.
Hann lést 13. apríl
2019.
Útför hans fór
fram 26. apríl 2019.
má t.d. rekja þau
verkefni klúbbsins
að græða upp
brekkurnar ofan við
Sauðárkrók með
góðum húsdýra-
áburði frá Sjávar-
borg. Munu aðrar
einstakar aðgerðir
varla hafa sett meiri
svip á bæinn og sú
að safna melfræi á
Borgarsandi og sá
þar aftur til að hefta
sandinn.
Haraldur varð félagi í rótarý-
klúbbnum okkar nokkrum árum
eftir stofnfund klúbbsins, þekkti
sögu hans vel frá upphafi og rakti
hana í riti sem gefið var út í tilefni
af 50 ára starfi Rótarýhreyf-
ingarinnar á Íslandi 1984.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Haraldi Árnasyni góðan félags-
skap og félagsstarf í Rótarý-
klúbbi Sauðárkróks með samúð-
arkveðjum til fjölskyldu hans.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Sauðárkróks,
Gunnar Björn Rögnvaldsson
forseti.
Elsku góði og duglegi afi minn
er búinn að kveðja okkur. Hann
er kominn til ömmu og pabba.
Mikið á ég eftir að sakna hans.
Hann var mér ómetanlegur
stuðningur sérstaklega eftir að
pabbi lést. Alla mína ævi hefur afi
verið minn fasti punktur, öryggið
mitt.
Var oft hjá ömmu og afa á vík-
inni fallegu. Á margar skemmti-
legar og góðar minningar þaðan.
Óteljandi fjöruferðir, bíltúrar og
spilakvöld.
Besta minningin er þó þegar
hann kom til okkar í Svíþjóð og
eyddi 80 ára afmælinu sínu með
okkur. Afi var vakinn mjög
snemma með söng og gjöfum.
Hann pantaði fisk í matinn og
eyddum við deginum á stóru bíla-
✝ Emil Geir Guð-mundsson
fæddist 3. október
1934. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands 20.
apríl 2019.
Hann verður
jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju í
dag, 27. apríl 2019,
klukkan 14.
safni. Í marga tíma
fór hann um safnið
og skoðaði alla bíl-
ana og vinnuvélar
sem þar voru. Man
sérstaklega eftir
einni gröfu, þegar
hann sá hana varð
hann ungur maður á
ný. Hann áttræði
maðurinn hoppaði
upp í hana og gleði-
svipurinn á honum
minnti mig á börnin mín á jólum.
Hann hafði unnið á eins gröfu í
mörg ár. Eigandi safnsins sá afa
hoppa upp í gröfuna og þó að þeir
töluðu ekki sama tungumál skildu
þeir hvor annan mjög vel á þess-
ari stundu. Á sama tíma tóku þeir
báðir um bæði hnén og skelltu
upp úr. Þessi tiltekna grafa var
ástæðan fyrir því að báðir menn-
irnir voru núna með ónýt hné.
Einu sinni í viku töluðum við
saman í síma og hafði hann sér-
staklega gaman af því að heyra
hvað langafabörnin hans voru að
gera. Við eigum eftir að sakna
langafa mikið.
Afi var minn helsti stuðnings-
aðili og það er með mikilli sorg
sem ég kveð hann.
Elna Ósk.
Við andlát
frænda míns og vin-
ar er margs að
minnast. Stefán var
einkabarn móður sinnar, en
vegna veikinda hennar var hann
að mestu alinn upp hjá ömmu
sinni og afa, Steinunni og Stef-
áni. Þar fékk hann þá umhyggju
og kærleik, sem hann bjó að alla
ævi.
Á þessum árum var það al-
gengt að unglingar gengju til al-
mennra starfa á sumrin. Þannig
hófst okkar samstarf og vinátta,
þegar við réðumst til starfa hjá
Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar,
ásamt Gunnari Sigvaldasyni, og
unnum í frystitækjadeild undir
stjórn Áka Þorsteinssonar. Það
var gáski og léttleiki yfir okkur
og þegar sá gállinn var á tóku
þeir Stefán og Áki lagið, en Áki
hafði einstaka tenórrödd, háa og
tæra. Við vorum svo heppnir að
Sigvaldi, pabbi Gunna, leyfði
okkur að hafa aðgang að sjóhús-
inu hans.
Þar gátum við beitt okkar línu
og gert að aflanum. Við vorum
auðvitað í fullri vinnu á frysti-
húsinu, en notuðum kvöldin til
beitningar og lögðum línuna fyr-
ir nóttina.
Við þurftum að taka daginn
snemma, draga þessi bjóð sem
við lögðum kvöldið áður og
mæta á réttum tíma í vinnuna.
Þegar þeim vinnudegi lauk á
frystihúsinu gátum við farið að
gera að aflanum, sem við flöttum
og söltuðum. Í lok sumars feng-
um við matsmann til að meta af-
rakstur sumarsins og gátum
þannig flutt út í okkar nafni og
okkar reikningi.
Enginn milliliður og allt var
fært til bókar, kostnaður og
tekjur. Kannski höfðu þessi ung-
lingsár áhrif á það sem síðar
varð, en það er önnur saga.
Stefán var nokkrum árum
eldri en við Gunni og hann kunni
til allra verka.
Við unglingarnir reyndum eft-
ir bestu getu að hlýða skipstjór-
anum. Sem dæmi um hagleik
hans, þá tók hann eftir sumarið
litlu vélina úr Geir og fór með
hana upp á efri hæð í litla timb-
urhúsinu ömmu hans og afa, yf-
irfór vélina og vildi sannreyna að
allt væri í lagi, startaði henni,
með þeim afleiðingum að húsið
hristist eins og stór jarðskjálfti
hefði skollið á því, en sem betur
fór varð enginn skaði af.
Þegar ég nú lít til baka til
þessara dýrlegu daga unglings-
áranna sé ég fyrir mér þegar við
sigldum snemma morguns út
fjörðinn okkar, sólin rétt vöknuð,
tignarleg fjöllin speglast í slétt-
um haffletinum, og Stefán stend-
ur í stafni og syngur hárri röddu
Suður um höfin …
Tíminn líður og alvara lífsins
tekur við. Stefán gerðist verk-
taki hjá Ólafsfjarðarbæ, sá um
sorphirðu við frumstæðar að-
stæður, vann það verk af kost-
gæfni og mæltist það vel fyrir
hjá bæjarbúum. Síðar gerðist
Stefán bóndi á Þóroddsstöðum,
en varð að bregða búi eftir
bruna bæjarins. Þá flutti hann
aftur í bæinn og vann almenn
fiskvinnslustörf. Síðustu árin
reyndust erfið. Hann gat þó nýtt
sér hæfileika sína og tálgaði úr
tré marga fallega hluti sem hann
seldi eða gaf vinum og ætt-
ingjum.
Ekki má gleyma tónlistar-
áhuga Stefáns. Hann var alla tíð
virkur í sönglífi bæjarins og tón-
list var hans hjartans mál.
Ég sendi hans góðu eigin-
konu, Sigurbjörgu, börnum
Stefán G. Ásberg
✝ Stefán G. Ás-berg fæddist
13. ágúst 1932.
Hann lést 14. apríl
2019.
Stefán var jarð-
sunginn 26. apríl
2019.
þeirra og öðrum
ættingjum
samúðarkveðjur úr
fjarlægð.
Jón
Þorvaldsson.
Í ágúst 1932
fæddust tveir kok-
hraustir Ólafsfirð-
ingar með þriggja
sólarhringa milli-
bili. Strax og þeir stóðu á fótum
urðu þeir perluvinir og hafa ver-
ið það síðan. Þetta voru Stefán
Ásberg og Anton Sigurðsson.
Ólafsfjörður var ævintýra-
staður fyrir djarfa drengi; fjar-
an, sjórinn, gríðarhá fjöll allt í
kring og kafsnjór milli fjalls-
tinda og fjöru. Ólafsfjörður var
gjöfull sínu fólki en ferðaleiðir að
og frá voru oftar en ekki ófærar
fólki og varningi nema sjóleiðis.
Sjórinn og Múlinn voru harðir
húsbændur. Þá voru engin Múla-
göng, Héðinsfjarðargöng eða
vegur yfir Lágheiði.
Drengirnir urðu að mönnum.
Stefán gerðist bóndi á Þórodds-
stöðum, eignaðist yndislega
konu og fimm mannvænleg börn.
Þótt leiðir skildi var vinátta
þeirra Antons alla tíð bjargföst.
Anton fór að vetrum suður til
mennta í Kennaraskóla Íslands,
eignaðist líka ljómandi konu og
tvær dætur. Þau komu sér upp
fallegri íbúð fyrir norðan þar
sem fjölskyldan dvaldi hvert
sumar og oft skruppu þau á vet-
urna líka.
Fjölskyldur þessara vina og
jafnaldra nutu þessara heim-
sókna áratugum saman, öllum til
gleði, og tryggðabönd styrktust.
Heimili Stefáns og Sigurbjargar
geislaði af gestrisni og angaði af
fágætum góðgerðum.
Stefán átti áhugamál fleiri en
búskapinn. Hann lagði fyrir sig
útskurð og eiga margir vandaða
muni eftir hann svo sem klukk-
ur, barómet o.fl.
En alstærsta ástríða hans var
söngur og hljómfögur tónlist.
Fyrir mörgum árum keypti hann
píanó í þeirri von að eitthvert
barna hans myndi læra að spila,
en annað lá fyrir þeim svo píanó-
ið beið þögult eftir að einhvern
bæri að garði, þó ekki væri nema
til að spyrja til vegar. Stefán
bauð fólki inn, leiddi það að
hljóðfærinu og innti það eftir
hvort það vildi ekki spila, en það
gekk nú ekki alltaf eftir.
Anton hafði nefnt það við vin
sinn að í Skóla Ísaks Jónssonar,
þar sem Anton var skólastjóri,
kenndi kona sem spilaði á píanó.
Stefán lyftist allur upp: Þú verð-
ur að koma með hana hingað!
Upp úr aldamótum 2000 var
ég undirrituð komin til skjal-
anna, gift Antoni og farin að
venja komur mínar til Ólafs-
fjarðar og farin að elska staðinn
sem minnti mig á æsku mína á
Húsavík. Þar hófst hjartanleg
vinátta mín við þau Stebba og
Lillu. Ég var undireins föðmuð
og boðin velkomin, leidd að
hljóðfærinu á meðan Lilla bar
allt það besta á borð. Nú var
tekið til við að syngja, upp úr
ljósrituðum söngheftum, Stebbi
hringdi í söngglaða vini. Þeir
stóðu umhverfis píanóið og svo
var sungið við raust tímunum
saman!
Minningar mínar um þennan
hjartahreina söngelska vin okk-
ar eru samofnar ógleymanlegri
og nærandi vináttu þessara
heiðurshjóna. Aldrei hef ég séð
fullorðinn mann eins ljómandi af
hamingju eins og Stebba, þegar
þolinmóða píanóið hans fékk loks
útrás og hljómur þess rann sam-
an við hans eigin söng! Við Ant-
on þökkum Stefáni að leiðarlok-
um allt það bjarta sem við
nutum með þeim Sigurbjörgu og
biðjum afkomendum þeirra allr-
ar blessunar!
Herdís og Anton.