Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 DA CAPO VIÐTALSTÓNLEIKAR GUNNAR GU BJÖRNSSON NÁNAR Á S A L U R I N N . I S 8.04.19 KL.16: SIGRÚN HJ LMTÝSDÓT IR DIDDÚ Ný sending – frábært úrval Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 gallabuxur Yuli er nýjasta myndspænska leikstjórans Icí-ar Bollaín. Hún hefurmeðal annars sent frá sér hina stórgóðu También la Lluvia (2010), sem fjallaði um kvikmynda- gerðarfólk sem vinnur að mynd um landnám Kristófers Kólumbusar í Suður-Ameríku. Myndin velti vöng- um yfir skelfilegum afleiðingum nýlendustefnunnar og fléttaði per- sónulegu drama saman við pólitík Suður-Ameríku með mjög góðum árangri. Bollaín endurtekur leikinn að vissu leyti í Yuli, myndin fjallar fyrst og fremst um einn mann, en segja má að saga og menning Kúbu sé mikilvægasta aukapersónan. Yuli er ævisöguleg mynd um ballettdansarann Carlos Acosta. Acosta, sem er alltaf kallaður Yuli af sínum nánustu, er fæddur og uppalinn í Havana á Kúbu. Frá unga aldri er ljóst að hann hefur mikla danshæfileika. Hann er skikkaður í dansnám af föður sín- um, sem er gríðarlega kröfuharður, svo mjög að hann verður ofbeldis- fullur. Við fylgjumst með Yuli í lífi og starfi, frá því hann er lítill fátæk- ur strákur í Havana þar til hann er heimsfrægur ballettdansari. Ég hef heyrt Carlosar Acosta getið en get ekki sagt að ég hafi vit- að neitt um hann áður en ég sá myndina, annað en hann væri ball- ettdansari. Saga hans er svo sann- arlega áhugaverð og það skiptir engu máli þótt áhorfandinn hafi enga þekkingu á Yuli eða klass- ískum dansi, þetta er mannleg og dramatísk saga sem á erindi til hvers sem er. Myndin byrjar í samtímanum, þar sem Yuli er að setja upp dansverk um ævi sína. Þetta dansverk er eins konar kjarni myndarinnar, út frá þessum kjarna ferðumst við fram og aftur í tímann og við kynnumst Yuli á mismunandi æviskeiðum. Þetta virkar oftast nokkuð vel og myndin er prýðilega byggð. Engu að síður er stundum undarlegt hvaða hlutir enda í kastljósinu, stundum er skautað nokkuð hratt yfir atriði sem manni finnst mikilvæg, eins og t.d. veikindi systur Yulis, á meðan dvalið er við hluti sem eru lítilvægir og jafnvel endurtekningasamir. Sem ævisögumynd um listamann er Yuli að vissu leyti óvenjuleg. Í slíkum myndum fylgist maður gjarnan með listamanni, sem lifir við fátækt eða býr á ómögulegu heimili, leggja allt í sölurnar til að „meik- aða“. Yuli býr vissulega við bæði fá- tækt og slappar fjölskylduaðstæður en hann hefur engan áhuga á að rísa til metorða. Hann er neyddur í danstíma, því faðir hans telur hann hafa náðargáfu og að það séu örlög hans að vera dansari. Yuli langar hins vegar bara að spila fótbolta með vinum sínum og hafa það náð- ugt með fjölskyldunni. Hann sinnir dansnáminu með hálfum hug og skrópar í skólann, þótt honum sé iðulega refsað fyrir trassaskapinn. Þrátt fyrir linnulaus mótmæli kemst hann ekki undan því að halda dans- náminu áfram og að endingu verður hann bestur í heimi, gegn vilja sín- um. Þegar hann er orðinn stálpaður og farinn að dansa með virtum dans- flokkum erlendis eimir enn eftir af mótþróanum. Yuli fæðist með marga þunga bagga á herðunum. Fyrir það fyrsta er hann eini sonur foreldra sinna og þau gera miklar kröfur til hans, meiri en þau gera til systra hans að minnsta kosti. Faðir hans minnir hann líka viðstöðulaust á uppruna sinn, að hann sé afkomandi þræla og að sem svartur maður þurfi hann að leggja tífalt meira á sig til að ná árangri. Í þriðja lagi er hann frá Kúbu, sem hefur óhjákvæmilega í för með sér að hann á í flóknu sam- bandi við land og þjóð. Í aðra rönd- ina elskar hann Kúbu en á sama tíma harmar hann fátæktina og ein- angrunina. Þessar mótsagnir sjást vel í sviðsmyndinni, Havana er svo sannarlega litrík og falleg en hún er líka niðurnídd og grá. Yuli langar að tilheyra kúbönsku samfélagi en hann glímir við eilífa togstreitu því allir í kringum hann, sérstaklega faðir hans og kennarar, hvetja hann til að fjarlægjast því. Í einu atriði snýr hann aftur til Kúbu eftir langa dvöl erlendis og finnur fyrir þessari togstreitu sem aldrei fyrr. Hann er snyrtilega klæddur og með fína ferðatösku, enda ekki leng- ur slyppur og snauður. Þegar ungur drengur kemur upp að honum og betlar kemur fát á Yuli og hann út- skýrir að hann sé ekki ferðamaður, hann sé heimamaður og á endanum þekkir drengurinn hann aftur. Yuli stingur í stúf við samlanda sína á Kúbu, af því hann er ekki að bugast undan fátækt, og hann stingur líka í stúf í London og Bandaríkjunum og hvert sem hann fer til að dansa. Hann á því einhvern veginn hvergi heima. Eðli málsins samkvæmt er dans- inn leiðarstef í myndinni og hún er full af frábærum dansatriðum. Gjarnan er tilfinningaþrungnum augnablikum úr lífi Yulis fylgt eftir með dansatriði, þar sem við sjáum undanfarandi senu túlkaða með dansi. Yuli dansar meðal annars hlutverk föður síns í feikilega sterku dansatriði sem varpar ljósi á hið mótsagnakennda samband grimmd- ar og ástar sem ríkir á milli Yulis og föður hans. Yuli er heillandi mynd um lífið og listina. Sagan er harmþrungin en hún er jafnframt full af von og feg- urð. Myndin höfðar að öllum lík- indum sérstaklega til fólks sem hef- ur áhuga á dansi en hún einskorðast síður en svo við þann hóp, því sagan er og merkileg og ætti að hreyfa við öllum sem hafa unun af góðu drama. Ég dansa ekki Von „Yuli er heillandi mynd um lífið og listina. Sagan er harmþrungin en hún er jafnframt full af von og fegurð.“ Bíó Paradís Yuli bbbmn Leikstjórn: Icíar Bollaín. Handrit: Paul Laverty og Carlos Acosta. Kvikmynda- taka: Alex Catalán. Klipping: Nacho Ruiz Capillas. Aðalhlutverk: Carlos Acosta, Keyvin Martínez, Edlison Manuel Olbera Núñez, Santiago Alfonso og Laura De la Uz. 111 mín. Kúba, Bretland og Spánn, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Mass Confusion nefnist danssýning eftir Andrean Sigurgeirsson í sam- vinnu við dansara FWD Youth Company sem sýnd verður í Tjarn- arbíói annað kvöld kl. 20. „Ótelj- andi hliðar sjálfs þíns í stöðugri leit að nýjum sjálfsmyndum. Þú skapar heilt ríkidæmi af sjálfum en tjáning þín er takmörkuð. Jafnvel ertu að reyna að flýja fjarlægan heim með því að tengja þig við veruleika þar sem tjáningarfrelsið er ótakmark- að, spegilmynd hugsana þinna. Sumir upplifa frelsi, aðrir inni- lokun og allt þar á milli. Tengir þú þig betur við þitt ein- faldasta form eða hið íburðamikla? Hvort þeirra er hið náttúrulega, hið ósvikna? Er það firring að leita eftir svari um hver þú ert í þessari yfirþyrmandi ring- ulreið samfélagsins,“ segir í til- kynningu frá hópnum um verkið. Dansarar eru Aþena Örk Ómars- dóttir, Birna Karlsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Emilie Anne Jó- hannsdóttir Salvesen, Eyrún Andr- ésdóttir, Guðrún Mist Hafsteins- dóttir, Katie Hitchcock, Kristný Eiríksdóttir, Lena Margrét Jóns- dóttir og Lísandra Týra Jónsdóttir. Í stöðugri leit að nýjum sjálfsmyndum í Tjarnarbíói Andrean Sigurgeirsson 15.15-tónleikasyrpan hefur göngu sína á ný í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15.15 eftir um árs hlé með tónleikum blásaraoktettsins Hnúkaþeys. „Eins og oft áður frumflytur Hnúkaþeyr ný íslensk tónverk fyrir blásaraoktett. Að þessu sinni eru það Haraldur Vignir Sveinbjörns- son, sem hefur samið tónverkið „Punktar, kommur, strik“, og Stein- grímur Þórhallsson, sem hefur sam- ið „Grátt gaman fyrir Hnúkaþey“. Eitt af burðarverkum tónleikanna verður Partíta í Es-dúr eftir tékk- neska óbóleikarann og tónskáldið Josef Triebensee. Þá verður leikinn stuttur einþáttungur, Rondino, eftir Ludwig van Beethoven þar sem hornin gegna óvenju mikilvægu hlutverki. Ungverskir dansar eða Contrafacta Hungarica eftir ung- verska tónskáldið Ferenc Farkas verða einnig á dagskrá,“ segir í til- kynningu frá skipuleggjendum. Flytjendur á tónleikunum eru Pet- er Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson á klarinett, Frank Hammarin og Guðmundur Andri Ólafsson á horn og Snorri Heimisson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir á fa- gott. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr var stofnaður árið 2003. Hann leikur klassíska oktetta frá 18. og 19. öld í bland við ný íslensk verk. Hnúkaþeyr í Breiðholtskirkju kl. 15.15 Hlý fjallagola úr suðri Blásara- oktettinn Hnúkaþeyr kemur fram. Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, leiðir danssmiðju á fjölskyldustund í Gerðarsafni í dag, laugardag, milli kl. 13 og 15 þar sem listakrákan Iða verður höfð til fyrirmyndar. „Gerðarsafn, í sam- starfi við myndlistarkonuna Eddu Mac, skapaði listakrákur til að auð- velda miðlun myndlistar til barna og gegnir hver þeirra sínu hlut- verki. Listakrákan Iða skoðar til að mynda myndlist út frá hreyfingum sem finna má í listaverkum. Saga kennir hvernig dans og dansspuni getur orðið til út frá myndum, lit- um, tilfinningum og hljóðum,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Saga lauk danshöfundanámi frá ArtEZ Dansakademie í Hollandi og Meistaragráðu í sviðslistum frá LHÍ. Hún hefur um árabil starfað sjálfstætt sem dansari og höfundur með ýmsum listamönnum bæði hér- lendis og víðar um Evrópu. Að- gangur á viðburðinn er ókeypis. Danssmiðja í Gerðarsafni í dag Danshöfundur Saga Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.