Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Ágústi kynntist
ég fyrst í Berlín –
reyndar að honum
fjarstöddum. Eins
og svo margir fékk ég að gista í
íbúð í Stephanstrasse sem hann
hélt í áratugi. Háir staflar af bók-
um og tímaritum gáfu til kynna
að hér færi maður með breiðan
áhuga á samfélaginu, stjórnmál-
um og stjórnskipan, sögu og sam-
tíma.
Nokkrum árum síðar urðum
við samstarfsmenn við Háskól-
ann á Akureyri. Þá hófst tímabil
náinna kynna sem stóð yfir í
nærri fimmtán ár. Fljótlega kom
í ljós að titlaflóran úr Stephan-
strasse var ekki tilviljun því hann
reyndist vera vel heima á mörg-
um sviðum. Hann gegndi lykil-
hlutverki í uppbyggingu laga-
náms við HA og síðar við nám í
heimskautarétti. Og um langt
skeið hélt hann utan um svoköll-
uð félagsvísindatorg og lögfræði-
torg, opna vikulega hádegisfyrir-
lestra. Í því þverfræðilega
umhverfi sem einkenndi starfið í
HA var hann réttur maður á rétt-
um stað. Hann var í góðum
tengslum við bæði fræðimenn og
ráðamenn sem nýttist skólanum
vel.
Hann var alla tíð virkur í al-
þjóðlegu starfi. Norðurlöndin
voru honum alltaf hugleikin en í
áratugi tók hann t.a.m. virkan
þátt í Norræna sumarháskólan-
um. Á síðustu árum áttu ferðirn-
ar til Færeyja og Grænlands eftir
að verða tíðar. En þótt hann væri
víðförull voru tengslin við Þýska-
land þó ákveðið grunnstef í lífi
hans. Sem fréttamaður hafði
hann tekið viðtöl við þarlent
áhrifafólk, t.d. Helmut Kohl og
Willy Brandt. Og um þýsk mál-
efni ræddi hann í viðtölum og
fyrirlestrum, auk þess að sýna
Þjóðverjum Ísland. Það kom því
ekki á óvart að hann skyldi vera
gerður að ræðismanni Þýska-
lands á Akureyri árið 2009.
Gústi var upptekinn maður,
líklega vegna þess að hann kunni
ekki að segja nei. Hann hafði allt-
af tíma fyrir stærri og smærri
viðvik og virtist njóta þess að
geta orðið fólki að liði. Einnig
gerði hann mikið af því að kynna
aðra, t.a.m. með útvarpsþáttum
og með því að fá fólk til þess að
halda erindi um hugðarefni sín.
Á Akureyrarárum sínum var
Gústi stöðugt á ferðinni. Hann
sótti opinbera viðburði af miklum
móð og skrifaði t.a.m. leikhús-
gagnrýni um árabil. Í miðbænum
greip hann kaffi, settist niður
með fólki en var svo ósjaldan þot-
inn á vit nýrra hugmynda eða við-
vika. Á köflum var jafnvel torvelt
að greina hve margir boltar væru
á lofti. Sem bæjarbúi var hann
einnig með hugann við nærum-
hverfi sitt og beitti sér stundum
svo um munaði. Nefna má að árið
2007 þegar til stóð að rífa
Hafnarstræti 98 varð hann að
andliti hatrammrar baráttu fyrir
varðveislu hússins sem á elleftu
stundu var svo friðað.
Fræðimaður, Þýskalandsvinur
og hjálparhella. Þessi orð vísa að-
eins til lítils hluta þess sem Gústi
stóð fyrir. E.t.v. mætti orða þetta
þannig að hann hafi einfaldlega
verið virkur háskólaborgari.
Hann veiktist á þeim vikum sem
hann eyddi í Berlín í desember
síðastliðnum. Hann hélt þó sínu
striki. Þar til yfir lauk dvaldi
hann á heimili sínu í Hrafnagils-
stræti – innan um staflana af bók-
um og tímaritum – og með sínum
nánustu. Þeim sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Páll Björnsson.
Ágúst Þór Árnason
✝ Ágúst ÞórÁrnason fædd-
ist 26. maí 1954.
Hann lést 11. apríl
2019.
Útför Ágústs
Þórs fór fram 26.
apríl 2019.
Vorið 2002 var ég
nýfluttur aftur heim
til Akureyrar þegar
Björgvin Ólafsson
hringdi og spurði
hvort ég vildi leigja
vini sínum forstofu-
herbergið í íbúð sem
ég hafði tekið á leigu
í Hafnarstræti. Ég
tók það ekki í mál.
Eftir stuttar fortölur
féllst ég þó á að hitta
manninn á Bláu könnunni. Það
tók Ágúst Þór Árnason kortér að
eignast trúnað minn og daginn
eftir var hann fluttur inn.
Við tók ógleymanlegt sambýli
þar sem brosandi augu, fallegt
bros og sefandi orð jöfnuðu allan
ágreining.
Til varð einlæg vinátta sem
entist til hinsta dags.
Gústi var fluggáfaður og
skarpskyggn en átti það til að
vasast í heldur of mörgu. Hann
var sífellt að skipuleggja eitthvað
og hafði unun af því að fela fólki
heilladrjúg verkefni. Hálfum
mánuði fyrir andlátið kallaði
hann mig til sín og sagði að það
væri tvennt sem sig langaði að
biðja mig að gera. „Ekki meira?
Ertu eitthvað að linast?“ spurði
ég og svo hlógum við dátt eins og
börn.
Margt bar til tíðinda meðan
við bjuggum saman í Hafnar-
strætinu. Minnisstæðar eru næt-
urnar þegar Gústi stóð í samn-
ingaviðræðum við drykkju-
manninn á neðri hæðinni um það
klukkan hvað þyrfti að slökkva á
Gylfa Ægissyni. Minnisstæðir
eru morgnarnir þegar ég skrölti
fram í stofu og Gústi sat með
mjólkurglas og sólskinsbros við
eldhúsborðið að flokka dagblöð.
Ógleymanleg var sjónin þegar
ég kom niður til hans og hann var
búinn að troða svo miklu af úr-
klippum undir rúmið sitt að fætur
þess námu ekki lengur við gólf og
það vaggaði eins og bátur á sjó.
Sambýlið færði okkur djúpan
skilning hvor á öðrum. Samræð-
ur um sannleikann og réttlætið,
tilfinningar og mannlegt eðli,
voru alla tíð mannbætandi. Mér
leið stundum eins og ég væri að
tala við spegilinn þegar ég bar
þrautir mínar upp við Gústa. Ég
vissi hvað þyrfti að gera en ég
þurfti á því að halda að hann
segði mér það.
Síðustu vikurnar hóaði hann
oft í mig og við urðum enn nánari.
Hann horfði á mig með þessum
brosandi augum og sagði falleg
orð.
Ég hélt um máttfarna höndina
og lét hann finna hversu óskap-
lega mér þótti vænt um hann.
Um það bil tveimur vikum fyr-
ir endalokin sagði ég honum að
mig langaði að hafa 11 ára dóttur
mína með í páskaferð til Madr-
ídar, Flórens og London en hefði
varla ráð á því.
Hann kom mér strax í skilning
um að ég hefði vel ráð á því og að
það kæmi ekkert annað til greina
en að ég tæki Aðalheiði Önnu
með í ferðina. „Vegna þess að í
stóra samhenginu skipta pening-
ar ekki máli. Það sem skiptir máli
er að búa til góðar minningar.
Lífið er of stutt. Hún mun búa að
minningum um ferðina alla tíð.“
Ég trega það mjög að geta
ekki verið við útför Gústa. Nú
sitjum við Aðalheiður Anna hljóð
í útlöndum, höldumst í hendur og
hugsum til horfins vinar. Við
njótum ferðarinnar sem hann
vildi að yrði farin. Hann kom því
til leiðar að ég ynni það verkefni
sem kannski er mest um vert; að
upplifa og njóta með þeim sem er
manni kærastur. Því lífið er of
stutt.
Ég endurtek orðin sem ég
muldraði beygður við sjúkrabeð
hans hinsta daginn: Takk, elsku
Gústi, takk fyrir allt.
Ragnar Hólm og
Aðalheiður Anna.
Ágúst Þór Árnason talar frá
Berlín, hljómaði oft í eyrum okk-
ar föður hans í Ríkisútvarpinu á
fyrstu árum okkar sambúðar.
Einhverju sinni fannst Árna son-
urinn segja of oft sko, það orð
þoldi hann ekki sjálfur í íslenskri
tungu. Ég verð að benda syni
mínum á að þessa hörmung,
sagði hann og það gerði hann.
Gústi þakkaði fyrir ábendinguna
og eftir það hljómaði þetta orð
ekki oft í okkar eyrum. Þetta
voru eiginlega fyrstu kynni mín
af Gústa.
Ég á margar góðar minningar
um skemmtilegar samræður
milli okkar Gústa síðustu áratug-
ina. Við höfðum bæði skoðanir á
mönnum og málefnum, en alltaf
urðum við nokkuð sammála að
lokum og aldrei minnist ég þess
að okkur yrði sundurorða. Þess-
ar stundir er gott að eiga í minn-
ingunni í dag, nú þegar þær
verða ekki fleiri í bili að minnsta
kosti. Mannréttindamál voru
Gústa mjög hugleikin og því var
oft mjög fræðandi að ræða þau
við hann, sem við gerðum í ófá
skipti.
Fyrst og síðast mun ég samt
alltaf minnast Gústa sem glað-
lynds og fjölhæfs einstaklings
sem alltaf fylgdi hvatning. Nú
ertu kominn inn í sumarlandið,
Gústi minn, þar sem dagar Guðs
líða aldrei að kveldi. Innilegar
samúðarkveðjur til Margrétar
Elísabetar og allrar fjölskyld-
unnar.
Takk fyrir allt og allt.
U. Eygló Sigurjónsdóttir.
Stundum er sagt að það sé
sérstakt gáfumerki að þekkja
hvernig fyrirbæri heimsins virka
hvert um sig. Það má til sanns
vegar færa. Hitt er þó sýnu mik-
ilvægara, að átta sig því hvernig
þessi fjölbreyttu fyrirbæri tengj-
ast og mynda dýnamískt samspil.
Að koma auga á tengingarnar er
oftast það sem á endanum gerir
gæfumuninn. Í því felst hin frjóa
hugsun, frumleikinn sem færir
okkur fetinu framar. Ágúst Þór
Árnason var mikill meistari
tenginganna. Hann hafði sér-
stakt lag á því að sjá hugsanleg
tengsl, tengsl sem ekki endilega
lágu í augum uppi, og velta upp
áhugaverðum spurningum í
framhaldinu. Hann byggði þetta
innsæi sitt raunar á fjölþættri
þekkingu á þjóðlífinu, stjórn-
málasögu, heimspeki og alþjóða-
samskiptum, enda hafði hann
komið víða við á viðburðaríkri
ævi. Eðli málsins samkvæmt gat
samhengi hlutanna stundum ver-
ið annað en Ágúst hafði upphaf-
lega séð fyrir sér, en oftar en
ekki urðu úr skemmtilegar rök-
ræður og fáir ánægðari með um-
ræðuna en Ágúst sjálfur. Rök-
ræður af þessu tagi tóku ýmis
form. Stundum tveggja manna
tal þar sem Ágúst prófaði hug-
myndir á einhverjum kollega, og
stundum birtust þær í formi ráð-
stefna eða málþinga þar sem
leidd voru saman ólík sjónarmið
undir yfirskrift, sem líkleg var til
að draga fram nýjar hliðar mála.
Slíkt er einmitt eitt mikilvægasta
hlutverk háskólaumhverfisins,
og því er mikill missir fyrir okkur
félaga hans, Háskólann og sam-
félagið allt að svo frjóum máls-
hefjanda sem Ágúst var.
Að sjá tengsl þar sem aðrir sjá
engin er til marks um hug-
myndaauðgi og Ágúst hafði alltaf
hugmyndir. Það gerði hann að
eftirsóknarverðum samstarfs-
aðila þegar brydda þurfti upp á
nýmælum af einhverju tagi.
Enda var hann í hópi frumherja á
mörgum sviðum, hvort sem það
voru mannréttindamál, erlendar
fréttir á RÚV, blaðamennska á
Tímanum, stofnun lagadeildar
við HA eða Heimspekikaffi á
Bláu könnunni. Í öllum þessum
hlutverkum tengdi hann ekki að-
eins saman hugmyndir heldur
líka fólk því hann hafði sérstakt
lag á að nýta og búa til tengsla-
net til að virkja fólk til þátttöku
og samræðu.
Í persónulegum samskiptum
var Ágúst hlýr og traustur vinur,
húmorískur, gamaldags og nú-
tímalegur í senn og hæfileg
blanda af íhaldsmanni og róttækl-
ingi.
Hann hafði ætíð marga bolta á
lofti, bæði vinnutengda og per-
sónulega og segja má að síminn
hafi verið hans miðill. Það er t.d.
erfitt að ímynda sér spjall við
hann sem ekki var á einhverum
punkti truflað af símhringingu
þar sem einhver hinna fjölmörgu
bolta kallaði á athygli! Slíkum
fundum manns með honum lauk
þá yfirleitt með léttri hand-
asveiflu og setningunni „heyrðu,
við verðum í bandi!“ Enda var
hann bóngóður og sem nágranni
og samstarfsmaður var hann ætíð
reiðubúinn að rétta hjálparhönd,
við að mála, flytja, eða aðstoða vð
einhver viðvik.
Það var auðvelt og notalegt að
vera í návist hans, og við munum
sakna sárt góðs vinar.
Kæra Margrét Elísabet,
Ágústsbörn og aðrir ættingjar,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð,
Birgir Guðmundsson og
Ingibjörg Elíasdóttir.
Fyrir u.þ.b. tíu árum var þungt
yfir Hug- og félagsvísindasviði
Háskólans á Akureyri þar sem
mikill niðurskurður vofði yfir
skólanum. En á deildaráðsfund-
um sviðsins sat maður sem sætti
sig ekki við neitt volæði heldur
tók ekki annað í mál en að við
horfðum fram á við, ræddum
hvernig hægt væri að byggja upp,
breyta og bæta og móta sýn sviðs-
ins til framtíðar. Allt til þess að
gera góðan skóla betri. Þessi
maður var Ágúst Þór Árnason.
Þarna urðum við Gústi vinir og ég
hlakkaði til hvers einasta deilda-
ráðsfundar þann vetur.
Næstu árin varð Gústi ómiss-
andi hluti af „Akureyrarfjölskyld-
unni“ minni sem studdi svo vel við
mig í doktorsnáminu mínu, eldaði
ofan í mig og stappaði í mig stál-
inu á lokametrunum. Og að sjálf-
sögðu lét hann sig ekki vanta í
doktorsvörnina né veisluna í
desember síðastliðnum. Það sem
ég var búin að hlakka til að geta
setið óstressuð með honum og
Möggu Betu ásamt fleiri vinum
okkar í Hrafnagilsstrætinu eða á
Sniðgötunni og spjallað um heima
og geima í endalausum árbítum
og kvöldverðum. En í stað þess
snérist lífið svona óskaplega hratt
strax í byrjun árs.
Mikil þögn hefur ríkt yfir
Akureyri og háskólanum síðast-
liðna daga. Gústa verður sárt
saknað. Hvað verður um heim-
spekikaffið á Bláu könnunni sem
hann stýrði svo frábærlega? Þar
sem fólkið í bænum sat eins og við
eldhúsborðið heima hjá sér og
velti vöngum yfir lífinu. Hvern á
maður að hringja í sem maður
treystir til að flytja eitt stykki pí-
anó og erfðagrip í þokkabót? Og
hvern á maður að hringja í til að
bjarga sviða- og sláturveislu fyrir
ameríska vini? Til hvers á maður
að kíkja í heimsókn eða grípa á
Bláu könnunni til að láta stjórn-
ast aðeins í sér varðandi hvaða
stefnu maður á að taka í lífinu?
Gústi var einstaklega bóngóð-
ur, hreinn og beinn og gerði allt
hratt. Yfir og allt um kring en á
svo jákvæðan hátt. Og hann verð-
ur það áfram í samtölum og verk-
um okkar vina hans og kollega um
ókomna tíð.
Ég votta Möggu Betu og fjöl-
skyldu Gústa mína dýpstu samúð.
Kristín Guðmundsdóttir.
Við kynntumst smápjakkar í
Langholtsskóla. Árin þar voru fá
þegar á heildina er litið, en það
urðu einmitt þessi seigu og sól-
ríku sem knýta bönd. Við urðum
vinir ævilangt.
Af Moggagrein 1964 – þegar
10-ára bekkjum var fyrst stefnt í
skóla í september – sést að Gústi
litli á fyrsta borði í 4. GK horfði til
framtíðar. Hann lýsti þar
áformum um æðri menntun og at-
hafnasemi í landbúnaði og orðaði
svo kröfu bekkjarins í september-
málinu: „Við viljum fá nýtt frí sem
heitir réttafrí!“
Þetta gaf tóninn. Aldrei sat
Gústi hugmyndalaus, alltaf hafði
hann einhver áform, einhverju að
miðla, alltaf að stilla strengi,
tendra loga, finna fólk, alltaf að
koma eða að fara eitthvað. Hann
var sá gæfumaður að vinna um
þrítugt fullan sigur á þeim arma
þrjóti Bakkusi þannig að hans
æskubjörtu eðliskostir blómstr-
uðu alla tíð síðan. Hann kynntist
flestum sem hann hitti og hélt
sambandi við ótrúlega marga.
Hann kom heim frá námi eins
og Fjölnis- og ungmennafélags-
maður með hugsjónir um betra
samfélag: Frá mannréttindum og
stjórnarskrá að stofnun akademía
og háskóladeildar, frá ódýrum
smáauglýsingum að samtali um
lýðræði, frá EES og húsavernd
að fræðimennsku um norðurslóð-
ir. Ekkert framfaramál var hon-
um óviðkomandi og vel heppnuð
verkefni hans ótrúlega mörg. Og
þó að einhverjar hugmyndir hans
gerðu sig ekki, hægði það ekki á
honum. Áfram núna.
Hann var frábær náungi og
vinur. Við mótmælum þeirri fá-
ránlegu ráðstöfun að kalla hann
svo sprækan af sviði mannlífsins.
En þökkum líka forsjóninni fyrir
að hafa mátt eiga þennan góða
dreng að vini í tæp sextíu ár.
Gísli Sveinn Loftsson,
Lúðvík Haraldsson,
Sigurður J. Grétarsson.
Það var hreinlega stórkostlegt
að alast upp í Álfheimum 8-14 á
sjöunda áratug síðustu aldar.
Auðvitað átti maður ekki heima í
öllum raðhúsunum en slík var
samstaða og vinskapurinn að
stundum var eins og hér væri um
að ræða eina fjölskyldu. Þetta
sambýli hófst á ótrúlegri tilviljun
en níu kennarar við Langholts-
skóla stofnuðu byggingasam-
vinnufélag, fengu lóð fyrir níu
raðhús í tveimur röðum efst í Álf-
heimum, fjögur hús fjær götunni
en fimm nær. Fjórir kennaranna
voru konur og drógust þær allar
saman í röðina fjær götunni og
þar með hófst þetta skemmtilega
sambýli. Þarna var oft mikið fjör,
bæði innan- og utandyra á bíla-
planinu framan við húsin sem var
sameiginlegur leikvöllur þegar
bílar voru ekki að flækjast fyrir
enda var þar nóg pláss þótt við
krakkarnir í raðhúsunum værum
15 talsins. Í Álfheimum 8 voru
þau Árni og Ólöf og þeirra börn,
Ágúst þeirra elstur sem við
kveðjum í dag frá Langholts-
kirkju en hann lést eftir harða
baráttu við illvígan sjúkdóm en
sýndi ótrúlegt æðruleysi allt til
loka.
Ég hleypti heimdraganum fyrr
en Gústi enda nokkrum árum
eldri. Ég varð fljótt var við að
hugur Gústa beindist fljótt að ým-
iss konar fræðimennsku, ekki síst
heimspeki enda fór hann til
Þýskalands að nema þau fræði
auk stjórnmálafræði. Á árunum
þar var hann m.a. fréttaritari
RÚV. Ágúst var afar vel að sér í
stjórnskipunarrétti enda var oft
leitað til hans þegar fjölmiðlar
vildu fá fróðan mann á því sviði til
spjalls. Ekki voru honum síður
hugleikin réttindi heimskauta-
landanna í alþjóðlegu samstarfi
og mér er minnisstætt þegar
hann var hjá Mannréttindaskrif-
stofu Íslands, ekki síst vegna yf-
irburðaþekkingar hans á mann-
réttindamálum.
Ári eftir að ég og mín fjöl-
skylda fluttum frá Akureyri sett-
ist Ágúst að þar og var skipaður
aðjúnkt við Háskólann á Akur-
eyri. Engu að síður lágu leiðir
okkar stundum saman, nú síðast
fyrir nokkrum vikum þegar há-
skóladagurinn var haldinn í
Reykjavík og hann var þar að
kynna ágæti náms við Háskólann
á Akureyri.
En nú liggja leiðir okkar ekki
frekar saman á þessu jarðríki. Ég
og systkini mín í Álfheimum 12 á
sjötta áratugnum sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldu Ágústar. Hvíl í friði,
blessuð sé minning góðs drengs.
Geir A. Guðsteinsson.
Dánir vinir vaxa í vitundinni, og stækka í
þögninni.
Því færra sem sagt er um þá, þeim mun
meira vaxa þeir.
Dánir vinir láta eitt og annað út úr sér.
En það er yfirleitt eitthvað svipað og
þeir sögðu meðan þeir lifðu.
Þetta kemur mörgum á óvart, eða þeir
sætta sig ekki við það.
Halda áfram að búast við krafta-
verkinu:
Segðu eitthvað nýtt, gerðu það. Sann-
aðu að þú sért til, einhvers staðar.
Með þessu ljóði Steinunnar Sig-
urðardóttur kveð ég vin minn
Ágúst Þór.
Blessuð sé minning hans.
Sigrún Björk Jakobsdóttir.
Hann Ágúst Þór er allur, minn
góði vinur til áratuga, langt fyrir
aldur fram. Sú hugsun ein er
harmi gegn að hann lifði meira á
sínum 65 árum en margur eldri.
Og nú er að þakka allt sem hann
hefur fyrir okkur gert, allar hans
góðu hugmyndir og störf, greina-
skrif og fyrirlestra, hlýjuna, birt-
una og gleðina sem hann gaf okk-
ur svo mörgum, þakka þá
hæfileika hans að sjá viðfangsefni
og tækifæri þar sem öðrum
leyndust, þakka fyrir að hafa
stundum átt hlutdeild í framtíðar-
sýn hans, þakka áralöng sam-
skipti og vináttu, hvatningu hans
og stuðning, meiri en ég hafði
nokkru sinni áður kynnst.
Leiðir okkar lágu saman í að-
draganda stofnunar Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands með aðild
félagasamtaka sem unnu að rétt-
indum ýmissa hópa, m.a. Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar. Kom í
minn hlut sem stjórnarformanns
að vera fulltrúi hennar í stjórn
MRSÍ.
Mannréttindi voru áhugamál
sem ég hafði sinnt á yngri árum
en af ýmsum ástæðum legið í lág-
inni síðan. Nú dróst ég inn á þetta
svið á ný og við tók andleg ævin-
týrareisa í samvinnu við gott og
gáfað fólk, brennandi í anda með
Ágúst í broddi fylkingar. Það var
ekki hægt annað en hrífast af og
með þeim sem stóðu að stofnun
MRSÍ, þeim Ágústi, Ragnari
Aðalsteins, Guðmundi Alfreðs og
öðru því góða fólki sem hendur
lagði á plóginn. Þessir hæglátu
menn áttu sér innri glóð sem frá
stafaði geislum sem aðra snertu.
Þetta voru húmanistar af bestu
gerð og ég fæ aldrei fullþakkað
örlögunum fyrir að leiða mig til
starfa með þeim. Stofnfundurinn í
Almannagjá 17. júní 1994, í sömu
andrá sem Alþingi hét því á Lög-
bergi að endurskoða mannrétt-
indakafla stjórnarskrárinnar, er
stund sem aldrei gleymist né
starfið sem í hönd fór í tengslum
við hana.
Að auki mörkuðu þessi kynni
þáttaskil í lífi mínu, því fyrir til-
stilli Ágústs og Guðmundar rætt-
ist gamall draumur um fram-
haldsnám erlendis, sem leiddi til
áhugaverðra verkefna. Traust
þeirra, stuðning og hvatningu fæ
ég aldrei fullþakkað. Að frum-
kvæði þeirra Ágústs fluttist ég til
Akureyrar til að kenna við ný-
stofnaða lagadeild HA og eignað-
ist hreiðrið mitt í Vaðlaheiðinni
þar sem ég nýt ellinnar eins og
best verður á kosið. Og þangað
hefur Ágúst sótt mig heim, oft
með góða gesti víða að. Þá hefur
margt borið á góma, ekki síst við-
fangsefni norðurslóða og heim-
skautaréttar. Hann hafði mikinn
metnað fyrir hönd Akureyrar og
HA og vildi sjá þar miðstöð þess-
ara brýnu mála. Hér hefur Ágúst
svo haldið áfram að fá gott fólk til
liðs við sig til að auðga líf mitt og
annarra, m.a. með frábærum
fyrirlestrum fræðimanna á Laga-
torgi HA, fyrirlestraröðum á