Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 48
48 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Spánn B-deild kvenna: Adelantados – Celta Zorka ................ 52:57  Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 9 stig og tók 4 fráköst fyrir Celta Zorka í leiknum. B-deild karla: Prat Joventut – Barcelona B ............. 70:66  Kári Jónsson var ekki með Barcelona vegna meiðsla. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, 8-liða úrslit: San Antonio – Denver ...................... 120:103  Staðan er 3:3 og oddaleikur í Denver að- faranótt sunnudags. KÖRFUBOLTI Í BREIÐHOLTI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Íslandsmeistararnir í KR jöfnuðu metin í úrslitaeinvígi sínu gegn ÍR á Íslandsmóti karla í körfuknattleik með 86:73-sigri í leik liðanna í Selja- skóla í gærkvöldi. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í seríunni er þeir unnu þvílíkan spennutrylli í framlengingu í Vesturbænum á þriðjudaginn en í gær afstýrðu KR-ingar slíkum úrslit- um með reynslu sinni og gæðum. KR-ingar hafa orðið Íslandsmeist- arar síðastliðin fimm ár í röð og það segir margt um gæðin og reynsluna í liði Vesturbæinga að þegar Jón Arn- ór Stefánsson, besti körfuknattleiks- maður í sögu Íslands, lauk leik vegna meiðsla í fyrri hálfleik var enginn skortur á staðgenglum í svarthvítu til að taka við keflinu. Julian Boyd átti stórleik, skoraði 28 stig og tók níu fráköst og þá sýndi Pavel Ermol- inskij gamalkunna takta er hann tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá er Michele Di Nunno skemmti- legur leikmaður en Bandaríkjamað- urinn setti 20 stig og var óhræddur við að sækja á ÍR-inga. Óvíst er hvort Jón Arnór nær sér fyrir næsta leik á mánudaginn. KR færði sig upp á skaftið „Fimmfaldir meistarar,“ sungu Vesturbæingar hástöfum í Selja- skóla í gær og reyndust það ekki að- eins orðin tóm er KR-ingar nýttu alla sína reynslu til að bæla niður ÍR-inga sem oft hafa verið sprækari. Sig- urður Gunnar Þorsteinsson og Ger- ald Robinson eru stóru mennirnir í liði ÍR og það var því alltaf ljóst að á þá myndi reyna í þessu einvígi gegn risavöxnu liði meistaranna. Í gær áttu þeir báðir dapran leik undir körfunni og þá sérstaklega eftir hlé. Liðin skiptust á forystunni í fyrri hálfleik en í þeim síðari færðu KR- ingar sig upp á skaftið. Gestirnir unnu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru á meðan heimamenn skorti bar- áttuna og frekjuna sem hefur ein- kennt sveina Borche Ilievski þjálfara í þessari úrslitakeppni. ÍR-ingar eru vel studdir í Seljaskóla og virðast stundum ekki þola pressuna, margir af þeirra lökustu leikjum undanfarið hafa komið á heimavelli. ÍR-ingar sendu hins vegar bæði Njarðvík og Stjörnuna í sumarfrí eftir frækna útisigra í oddaleikjum og er því nóg eftir í þessu háspennu einvígi. „Fjandi sterkur hópur“ „Það hvernig við svöruðum fyrri leiknum er til fyrirmyndar,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, í samtali við Morgunblaðið strax að leik loknum. „Ég veit ekki hvað við náum mörgum sóknarfráköstum á lykilstundum hér í lokin, það var allt- af KR-ingur fyrstur í boltann,“ bætti hann við og hrósaði karakter sinna manna, sérstaklega eftir að Jón Arn- ór fór meiddur af velli. „Liðið steig bara upp og það sýnir að við erum fjandi sterkur hópur.“ Meistarar KR svöruðu fyrir sig  Julian Boyd reyndist óstöðvandi  ÍR-ingar með sviðskrekk á heimavelli  Jón Arnór meiddist í fyrri hálfleik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erfiður Julian Boyd átti stórleik í gær og reyndist ÍR-ingum afar erfiður. Hertz-hellirinn, annar úrslitaleikur karla, föstudag 26. apríl 2019. Gangur leiksins: 4:2, 11:11, 14:16, 15:21, 20:23, 23:23, 30:29, 37:31, 42:39, 46:50, 48:55, 51:63, 54:67, 61:75, 67:79, 73:86. ÍR: Kevin Capers 25/5 fráköst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurð- arson 20/6 fráköst, Sigurður Gunn- ar Þorsteinsson 7, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 7, Daði Berg Grét- arsson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 3, Gerald Robinson 3/9 fráköst. ÍR – KR 73:86 Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn. KR: Julian Boyd 28/9 fráköst, Mic- hele Christopher Di Nunno 20, Krist- ófer Acox 12/8 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 8, Pavel Ermolinskij 6/10 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Krist- jánsson 6, Finnur Atli Magnússon 3, Helgi Már Magnússon 3/6 fráköst. Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Ísak Ernir Kristinsson, Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: 1256.  Staðan er jöfn, 1:1. Pepsi Max-deild karla Valur – Víkingur R................................... 3:3 England Liverpool – Huddersfield ........................ 5:0 Staðan: Liverpool 36 28 7 1 84:20 91 Manch.City 35 29 2 4 89:22 89 Tottenham 35 23 1 11 65:35 70 Chelsea 35 20 7 8 59:38 67 Arsenal 35 20 6 9 69:46 66 Manch. Utd 35 19 7 9 63:50 64 Wolves 35 14 9 12 44:43 51 Watford 35 14 8 13 50:50 50 Everton 35 14 7 14 50:44 49 Leicester 35 14 6 15 48:47 48 West Ham 35 12 7 16 44:54 43 Cr. Palace 35 12 6 17 43:48 42 Newcastle 35 11 8 16 35:44 41 Bournemouth 35 12 5 18 49:62 41 Burnley 35 11 7 17 44:62 40 Southampton 35 9 10 16 41:58 37 Brighton 35 9 7 19 32:54 34 Cardiff 35 9 4 22 30:65 31 Fulham 35 6 5 24 33:76 23 Huddersfield 36 3 5 28 20:74 14 Þýskaland Augsburg – Leverkusen ......................... 1:4  Alfreð Finnbogason hjá Augsburg er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Bayern Münch. 30 22 4 4 79:29 70 Dortmund 30 21 6 3 72:36 69 RB Leipzig 30 18 7 5 57:23 61 E.Frankfurt 30 15 8 7 58:35 53 M’gladbach 30 15 6 9 49:37 51 Leverkusen 31 16 3 12 57:49 51 Hoffenheim 30 13 11 6 65:41 50 Werder Bremen 30 12 10 8 52:42 46 Wolfsburg 30 13 7 10 48:45 46 Düsseldorf 30 11 4 15 40:59 37 Hertha Berlín 30 9 9 12 41:48 36 Mainz 30 10 6 14 37:51 36 Freiburg 30 7 11 12 39:54 32 Augsburg 31 8 7 16 47:59 31 Schalke 30 7 6 17 32:52 27 Stuttgart 30 5 6 19 27:67 21 Nürnberg 30 3 9 18 24:56 18 Hannover 30 3 6 21 25:66 15 B-deild: Köln – Darmstadt .................................... 1:2  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn fyrir Darmstadt. Pólland Zaglebie Lubin – Jagiellonia.................. 2:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr- ir Jagiellonia. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Minsk ........................... 1:0  Willum Þór Willumsson var á vara- mannabekk BATE allan leikinn. Danmörk Umspilsriðill 2 um Evrópusæti og fall: Vendsyssel – Randers ............................. 0:0  Jón Dagur Þorsteinsson var í liði Vend- syssel fram á 72. mínútu.  Staðan: Randers 45, AaB 42, Vendsyssel 29, Hobro 27. Holland PSV Eindhoven – Twente ...................... 2:3  Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á hjá PSV á 62. mínútu og Anna Björk Krist- jánsdóttir á 77. mínútu. KNATTSPYRNA Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í handbolta á þriðjudagskvöld en nú liggur dagskrá undanúrslit- anna fyrir. Haukar og ÍBV mætast þá í fyrsta leik sínum kl. 18 á Ás- völlum en Selfoss og Valur á Sel- fossi kl. 20.15. Leikirnir í þessum tveimur einvígjum fara svo fram á mismunandi kvöldum nema til oddaleikja komi en þá fara þeir báðir fram 11. maí. Áætlað er að úrslitaeinvígið hefj- ist þriðjudaginn 14. maí. Undanúrslit á þriðjudag Valdís Þóra Jóns- dóttir tryggði sér í gær verðlaunafé á Lalla Meryem- mótinu í Mar- okkó, en mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni í golfi. Þetta er þriðja árið í röð sem Valdís kemst í gegnum niður- skurðinn á mótinu og tryggir sér verðlaunafé. Valdís, sem glímt hefur við bak- meiðsli síðustu mánuði og varð vegna þeirra að hætta keppni á síð- asta móti sínu, í Jórdaníu í síðasta mánuði, er samtals á +7 höggum eftir tvo hringi af fjórum í Marokkó. Skorkort hennar var nokkuð litríkt í gær en hún fékk þá tvo skramba, þrjá skolla og þrjá fugla, en paraði hinar 10 holurnar. Valdís er í 56.-69. sæti en efst er hin spænska Nuria Iturrios, sem vann þetta mót árið 2016, á -7 högg- um, og hin sænska Lina Boqvist á -6 höggum, en þær skera sig nokkuð úr. Valdís endaði í 61. sæti í fyrra og fékk 1.238 evrur fyrir. Hún varð í 50. sæti 2017 og fékk þá 2.025 evrur. Talsvert rok setti svip sinn á mót- ið í gær en útlit er fyrir að vind lægi í dag. sindris@mbl.is Valdís náði áfram þriðja árið í röð Valdís Þóra Jónsdóttir Það verður HK eða Víkingur sem fær síðasta lausa plássið í úrvals- deild karla í handbolta á næstu leik- tíð. Þetta varð ljóst í gærkvöld þeg- ar HK tryggði sér sigur í einvígi sínu við Þrótt, 2:1, með því að vinna þriðja leik liðanna 29:26 í Laugar- dalshöll. HK vann raunar alla þrjá leiki sína við Þrótt en Þrótturum var dæmdur sigur í fyrsta leiknum þar sem að HK-ingar tefldu fram ólög- legum leikmanni, Jóni Heiðari Gunnarssyni, að mati HSÍ. Jón Heiðar var löglegur í leik númer tvö og einnig í Höllinni í gær en leikurinn fór fram eftir að HK ákvað að draga kæru sína vegna málsins til baka. Blær Hinriksson var marka- hæstur HK í gær með 8 mörk og Bjarki Finnbogason skoraði 6. Hjá Þrótturum var Styrmir Sigurðar- son markahæstur með 5 mörk. Einvígi HK og Víkings hefst á mánudagskvöld en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast upp í úrvals- deildina. Fjölnir vann 1. deildina og þurfti því ekki að fara í umspil til að komast upp. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Markahæstur Blær Hinriksson með skot að marki Þróttara í gær en hann var markahæstur HK með 8 mörk. HK eða Víkingur í úrvalsdeildina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.