Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Fallegt sumarhús með 3 svefnherbergjum á fallegum grónum stað með glæsilegu útsýni. Fallegur og fjölskylduvænn bústaður með 3 svefnherbergjum. Hagstætt verð. Selst með öllu innbúi. Verð 14,8 mkr. Nánari upplýsingar veitir Bárður Hreinn Tryggvason sölustjóri, í síma 896-5221, tölvupóstur bardur@gimli.is Hringdu eða sendu tölvupóst til að bóka skoðun. Birkiskógar 15, 311 Borgarnes 54 m2 Fallegt og vel við haldið sumarhús/heilsárshús. Lóðin liggur að Skorradalsvatni (vatnalóð) og er ein af þeim fallegri á þessu svæði. Fagurt útsýni er yfir vatnið og mikil fjallasýn. Skjólgóður garður og fjarlægð við næstu bústaði gerir staðsetninguna ein- staka. Stór sólpallur með heitum potti (soft-tub). Verð 27,9 mkr. Nánari upplýsingar: Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fast- eignasali, í síma 6594044, tölvupóstur halla@gimli.is. Vatnsendahlíð 29, 311 Borgarnes 57 m2 Notalegt 55,3 m2 sumarhús á þessum vinsæla stað. Sólpallur/ verönd er á 3 hliðar. Húsið stendur hátt með skemmtilegu útsýni yfir vatnið og er sérstaklega vel staðsett með tilliti til sólar. Lóðin er 3.901 m2 leigulóð. Verð 17,9 mkr. Nánari upplýsingar: Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6594044, tölvupóstur halla@gimli.is. Hringdu eða sendu tölvupóst til að bóka skoðun. Vatnsendahlíð 6, 311 Borgarnes 55 m2 Sumarhúsalóð / eignarlóð á fallegu svæði örstutt frá Soginu í Grímsnes- og Grafningshreppi. 2,0 millj. áhvílandi og möguleiki að taka bifreið uppí. Staðsetning er í hlíðum Búrfells með einstöku útsýni. Heitt/kalt vatn og rafmagn er komið að lóðarmörkum. Allir vegir í hverfinu eru frágengnir. Verð 3,5 mkr. Allar upplýsingar / bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali s 899 9787 sb@gimli.is Lyngbrekka 14, 801 Selfoss 5.693 m2 Virkilega fallegt og vel við haldið heilsárhús með gestahúsi, skráð samtals 91,2 m2. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og svefnloft, heitur pottur og gróðurhús. Stór pallur og falleg og gróin lóð. Ljósleiðari. Flest húsgögn og smáhlutir fylgja. Verð 28,7 mkr. Nánari upplýsingar: Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6594044, tölvupóstur halla@gimli.is. Hringdu eða sendu tölvupóst til að bóka skoðun. Löngudælaholt 22, 801 Selfoss 92 m2 Sumarhúsalóðir á sólríkum stað í landi Böðmóðsstaða, 801 Self. Staðsettar rétt austan Apavatns. Aðkoma er frá afleggjara að Böðmóðsstöðum um 15 mín akstur frá Laugarvatni. Lóðirnar eru frá 5.100 m2 - 14.000 m2 að stærð. Heitt og kalt vatn er í boði á svæðinu. Allar upplýsingar / bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali s 899 9787 sb@gimli.is Sumarhúsalóðir Böðmóðsstöðum 5100 m2 s 570 4800 gimli@gimli.is www.gimli.is Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali halla@gimli.is Skoðum eignir á suður- og vesturlandi næstu vikurnar, endilega hringdu í okkur ef þú ert í söluhugleiðingum Helgi Bjarnason Hjörtur J. Guðmundsson Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæsl- unnar, hefur undanfarna daga staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólögmætu brottkasti fisks. Náðust bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna hin meintu brot. Eftir því sem næst verður komist er þar um að ræða báta á grá- sleppuveiðum, báta sem ekki hafa kvóta í öðrum tegundum. Málið er til með- ferðar hjá viðkomandi lög- regluembættum og Fiski- stofu. Fram kemur í tilkynn- ingu Landhelgisgæslunnar að myndirnar hafi náðst við reglulegt eftirlit á Íslands- miðum. Jafnframt kemur fram að Landhelgisgæslan og Fiskistofa hafi tekið þessi mál til sérstakrar skoðunar að undanförnu vegna gruns um að tiltekin skip stundi ólöglegt brottkast. Um borð í TF-SIF er öflugur myndavéla- búnaður sem gerir áhöfninni fært að sinna eftirliti með fiskveiðum úr töluverðri hæð. Myndefnið verður greint Myndefninu og upplýsingum verður komið til Fiskistofu og lögreglu en lögreglan mun hafa tekið á móti bátunum þegar þeir komu inn til löndunar. „Við munum fara yfir gögnin og leggja mat á myndirnar. Reyna að átta okkur á umfang- inu og hversu skýrt þetta er. Eftir það munum við ákveða hvort við hefjum stjórnsýslumál á hendur viðkomandi útgerð. Verði það gert verður veittur andmælaréttur og svo tekin ákvörðun um hvort viðurlögum verði beitt,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Hann tók fram að ekki hefðu allar upplýsingar bor- ist. Ef Fiskistofa hefur stjórnsýslumál mun það beinast að útgerðum og hugsanleg viðurlög eru þá svipting veiðileyfis. Venjan er einnig að tilkynna slík mál til lög- reglu. Rannsókn hennar og hugsanleg ákæra í almennu brotamáli mun þá beinast gegn við- komandi skipstjóra. Aðför að auðlindinni „Landhelgisgæslan lítur málið alvarlegum augum enda er brottkast með öllu ólíðandi þar sem um er að ræða grófa aðför að sameigin- legri auðlind okkar Íslendinga,“ segir í til- kynningu Landhelgisgæslunnar. „Við gerum ráð fyrir því að í stétt sjómanna séu menn almennt löghlýðnir. Við viljum ekki halda því fram að þetta sé útbreitt og algengt en það eru dæmi um þetta og það er alvar- legt,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, og tekur fram að hvert slíkt tilvik sé þannig alvarlegt. Eyþór segir að það mikill sveigjanleiki sé í kerfinu að enginn eigi að þurfa að henda fiski. Útgerðir geti keypt eða leigt sér kvóta eða landað með aflanum án refsingar í svokallaðan VS-sjóð. Fleiri mál í gangi Eyþór segir að nokkur önnur mál sem snúa að meintu ólöglegu brottkasti séu til meðferð- ar hjá Fiskistofu. Þau byggist öll á myndefni sem stofnunin hafi aflað. Brottkastsmál Kleifabergs er eitt af þeim málum sem Fiskistofa hefur til meðferðar. Svipti Fiskistofa skipið veiðileyfi sem varði í tólf vikur í upphafi ársins á grundvelli mynd- efnis sem fyrrverandi skipverji afhenti stofn- uninni. Atvikin eru frá árunum 2008, 2010 og 2016. Útgerðarfélag Reykjavíkur kærði ákvörðunina til atvinnuvegaráðuneytisins, sem frestaði réttaráhrifum hennar á meðan málið er til meðferðar. Málið er enn til athug- unar í ráðuneytinu. Brotin mynduð úr flugvél  Landhelgisgæslan stóð þrjá grásleppubáta að meintu ólögmætu brottkasti  Málin til meðferðar hjá Fiskistofu og lögreglu  Fleiri mál sem snúa að brottkasti, byggð á myndefni, tekin fyrir hjá Fiskistofu Ljósmynd/Landhelgisgæslan Brottkast Ljósmyndir og myndskeið sýna meint brottkast afla á grásleppubátunum þremur. Eyþór Björnsson Georg Kr. Lárusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.