Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 dagsparti. Sumir aðrir, svo sem Níg- eríumenn, geta fært sér í nyt vernd heimalands síns. Ef starfsfólk Út- lendingastofnunar ræður ekki við verkið vegna álags, þá þarf að fá lög- fræðinga sem verktaka að borðinu. Hvers vegna beita Íslendingar ekki sömu ráðum og annars staðar hafa gefist vel til að koma í veg fyrir misnotkun útlendinga á velferðar- kerfinu? Lögreglan veit hvaðan þeir koma. Það þarf ekkert að skoða Danir hafa ekki fjár- muni í að taka við öllum hælisleitendum sem þangað vilja. En þá hafa Íslendingar! Landamæravarsla Þegar Danir hófu landamæravörslu síðla árs 2015 var staðan ekk- ert ósvipuð því sem hún nú er á Íslandi. Stað- reyndin er sú að mjög stór hluti umsækjenda um vernd kemur frá löndum þar sem engin ástæða er að óttast að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis o.s.frv. og getur ekki fært sér í nyt vernd heimalands síns. Þessa umsækjendur langar að setjast að þar sem kjörin eru betri en heima og misnota kerfið til að koma því í kring. Umsækjendur eru meir að segja frá Evrópu og tiltölulega friðsælum Asíu- og Afríkuríkjum. Flestar slíkar umsóknir væri hægt að afgreiða á Ólöglegur innflutn- ingur fólks er kominn úr böndunum. Fyrstu tvo mánuði ársins sóttu 146 manns (svokallaðir hælisleitendur) um al- þjóðlega vernd á Ís- landi. Ef fram fer sem horfir verða það því ná- lægt þúsund manns sem hingað koma, flestir í heimildarleysi. Þetta samsvarar því að meir en 14 þúsund hælisleitendur kæmu til Danmerkur á ári. En raunin er sú að til Danmerkur hafa „að- eins“ komið tvö til þrjú hundruð manns á mán- uði síðan 2016 og eitt- hvað rúmlega þrjú þús- und manns allt árið 2018. Ásóknin hingað er þannig margföld á við ásóknina í að flytjast til Danmerkur. Ofan í kaupið neita Danir að taka við kvóta- flóttamönnum og hafa gert í mörg ár. hvert einasta vegabréf. Í öðrum lönd- um eru vegabréf skoðuð við útgang- inn úr flugvélinni þegar sérstök ástæða þykir til. Veit dómsmálaráð- herrann ekki af vandanum? Er þá ekki ráð að kynna sér hvað nágrannaþjóðirnar hafa gert? Vandinn er heima- tilbúinn að mestu Stærsti vandi Íslendinga er skortur á heilbrigðri skynsemi í bland við barnaskap. Þegar við bætist alger skortur á rökhugsun verður til illvið- ráðanleg blanda. Logi Einarsson er lifandi dæmi um einstakling sem hef- ur allt framangreint til að bera og meira til. Hann lætur sig ekki muna um að styðja lögbrot, en atyrða lög- regluna fyrir að framfylgja lögunum. Hvergi í heiminum myndi ábyrgur flokksleiðtogi haga sér þannig. – Nýj- asta krafan er að geðveilum umsækj- endum verði ekki vísað úr landi, en út- veguð spítalavist. Hvernig mundi sú vegferð enda ef hún spyrðist út? Svar- ið við spurningunni gerir að vísu kröfu um getu til rökhugsunar. Stjórnvöld verða að hafa mannafla til að skoða bakgrunn allra sem hér sækja um vernd og eru ekki frá öruggum löndum. Og dæmin sýna að meir að segja lífsnauðsynlegar sótt- varnir hafa verið vanræktar á stund- um með hörmulegum afleiðingum. Undir engum kringumstæðum má svo mafíustarfsemi ná að skjóta hér rótum. Okkar eigin handrukkarar eru hreinir kórdrengir í samanburði við glæpasamtök eins og albönsku mafíuna. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Okkar eigin handrukk- arar eru hreinir kórdrengir í samanburði við glæpasamtök eins og albönsku mafíuna. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Er tími til kominn að hefja tímabundið landamæraeftirlit? Morgunblaðið/Sigurgeir S. Landamæraeftirlit „Stjórnvöld verða að hafa mannafla til að skoða bak- grunn allra sem hér sækja um vernd og eru ekki frá öruggum löndum.“ Stökkbreyting hefur orðið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Hún virðist hafa orðið í kjölfar þess að skýrsla þeirra lögfræðing- anna, Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, var lögð fram. Í skýrslunni er bent á tvær leiðir til að fást við þriðja orkupakkann. Önnur leiðin er sú að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara um innleiðingu orkupakkans og taka málið upp, eins og ráð er fyr- ir gert, við sameiginlegu EES-nefndina. Leiðin býður upp á sóknartækifæri. Færu Íslendingar þá leið væru þeir að sækja rétt sinn til að fá und- anþágu frá því regluverki orkumála ESB, sem ekki snertir Ísland. Forsenda leiðarinnar er að þessi réttur standi undir nafni. Ef hann gerir það ekki eru það ekki síður mikilvægar upplýs- ingar. Hin leiðin er að innleiða orkupakkann í íslensk- an rétt en „með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri öðlist ekki gildi, enda (sé) slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi“. Þessi leið þýðir í raun að gildistöku hluta orkupakkans er frestað uns Ís- land hefur tengst orkumarkaði ESB/EES um sæstreng. Það er hefðbundið undanhald og tæp- lega hægt að tala um það lengur sem skipulagt. Áfangar undanhaldsins eru margir og meira eða minna þekktir. Þannig hafa nú allir leyfi til að fjárfesta í íslenskum bújörðum og sanka að sér náttúrulegum auðlindum í krafti þeirra rétt- inda. Girðingar, sem settar voru 1995, voru teknar niður þegar athugasemdir og hótanir um kærur bárust um og eftir aldamótin síðustu. Með sambærilegum hætti hafa varnir íslensks landbúnaðar hrunið. Það eru sem sagt ýmsar leiðir sem íslensk stjórnvöld hafa kosið sem áfanga í undanhaldi sínu. Sú síðasta er sú hefur nú valdið stökkbreytingu innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Álitsgerðin Álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Frið- riks Árna Friðrikssonar Hirst er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hún er að mínu mati vönduð. Þó vekur hún spurningar, sem hún svarar ekki. Ég sný mér fyrst að þeim. Það sem vekur athygli mína, og jafnframt vonbrigði, er að álitsgerðin skuli fjalla af nokkru tómlæti um þátttöku Íslands í Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) eins og um væri að ræða þátttöku í hverri annarri alþjóðastofnun. ESB er pólitísk stofnun, tollabandalag, sem hefur lengi velkst í vafa um hvort það eigi að stefna í átt til einnar ríkisheildar eða ekki. Sú umræða er enn óútkljáð. Í nokkrum rykkjum hefur þó ESB þróast í átt til aukins miðstjórnarvalds. Orkutilskipanir ESB eru hluti af þessari þróun. Það er ekki hægt að ræða um Bandaríkin sem alþjóðastofnun, þótt það ríki byggist á mörgum ríkjum. Það er ekki heldur hægt að rugla Sovét- ríkjunum sálugu, né heldur Rúss- neska sambandsríkinu saman við alþjóðastofnun. Hvaða tilgangi þjónar það þá að rugla með þetta hugtak í álitsgerð sem þessari, sem á ekki að grafa undan eigin faglegu yfirbragði með svo aug- ljósum hætti? Hugtakarugling- urinn er þeim mun bagalegri, sem hann hefur greinilega náð að rót- festa sig í utanríkisráðuneytinu (sbr. svar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni, þingskjal 1315). Þegar fræðimenn hugleiða stöðu Íslands gagnvart umheiminum, sjálfstæði þjóðarinnar og það svigrúm sem stjórnarskrá lýðveldisins veitir eða veitir ekki til að færa vald- heimildir undan stjórnvöldum, þá hlýtur að skipta máli, hvort slíkt afsal valds er til viður- kenndrar alþjóðlegrar stofnunar, ellegar til ann- ars ríkis, eða pólitísks bræðings á borð við ESB. Evrópusambandið víkur til hliðar flestum við- miðum sem tiltekin eru sem grundvöllur lýð- ræðisríkja. Það hlýtur því að vera sérstök ástæða til að vanda til athugunar á því hvort ís- lenska stjórnarskráin veitir yfirleitt nokkuð svigrúm til valdaafsals til annars ríkis eða fjöl- þjóðlegs tollabandalags, sem hagar sér að flestu leyti sem ígildi ríkis. Reglurnar sem tollabandalagið ESB setur eru ekki algildar. ESB víkur oft frá þessum reglum af pólitíkum ástæðum. Vel þekkt dæmi eru um þetta. Hef ég áður vikið að því að reglur um ríkisfjármál og viðskiptahalla hafi vikið fyrir pólitískum þrýstingi frá Þýskalandi og Frakk- landi. Reglunum var hins vegar beitt af hörku gagnvart smærri ríkjum, einkum þó gegn Grikkjum og öðrum þjóðum Suður-Evrópu. Stjórnmálamenn undir pilsfaldi sérfræð- inga Það liggur í augum uppi að sérfræðingarnir verða að forðast það sem heitan eldinn að blanda sér í stjórnmál. Það er annarra að meta framlag þeirra sem grundvöll stjórnmálaákvarðana. Þeir fræðimenn, sem setja sér það markmið að fjalla heiðarlega um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB/ EFTA vegna þriðja orkupakkans, verða að þræða leið sem tekur í senn tillit til reglna, sem hafa lagagildi fyrir dómstólum, og hins vegar til pólitískra yfirlýsinga, sem hafa ekki stoð í lögum eða regluverki. Sú vegferð er vandrötuð, ekki síst þegar um er að ræða verkbeiðanda, utan- ríkisráðherra lýðveldisins, sem virðist í vand- ræðum og skorta yfirsýn, ef ekki líka kjölfestu, og leitar af þeim sökum undir pilsfald sérfræð- inganna, sé þess nokkur kostur. Þótt varfærnislega sé stigið til jarðar, leyfa sérfræðingarnir sér að leggja til tvær leiðir til að bregðast við þeim vanda að stjórnarskráin hefur engin ákvæði, sem leyfa að vald sé flutt til fjöl- þjóðlegs tollabandalags. Annars vegar leggja skýrsluhöfundar til að Ísland fari fram á undan- þágur frá viðeigandi orkureglugerðum á þeirri forsendu að hér á landi fari ekki fram raforku- viðskipti milli landa. Þessi kostur er talinn ein- faldur í framkvæmd. Hinni lausninni fylgir hins vegar verulegur meinbugur. Hún byggist á þeirri grunnforsendu að orkupakkinn leggi ekki skyldur á Ísland til að koma á fót grunnvirkjum yfir landamæri, heldur sé ákvörðun um það alfarið á forræði Íslands. Takmarkað vald en talsverður vilji Þó kemur það hvergi fram í álitsgerðinni að íslensk stjórnvöld hafi vald til að setja sig á móti því að komið verði á tengingu um sæstreng við raforkumarkað ESB/EES. Um slíkt svigrúm fjalla engar samþykktar undanþágur. Þar er einungis gefið í skyn að þriðji orkupakkinn leggi ekki þá skyldu á íslensk stjórnvöld að koma á fót grunnvirkjum yfir landamæri. Það er hins vegar andi allrar orkulöggjafar ESB að koma á fót sameiginlegum orkumarkaði aðildarlandanna og flytja orku yfir landamæri til að fullgera þann markað. Þótt engin skylda hvíli á íslenskum stjórn- völdum að leggja sæstreng, þýðir það ekki að ís- lensk stjórnvöld geti hindrað lagningu sæ- strengs þvert á tilgang orkutilskipana ESB/EES. Þetta mál er í raun skilið eftir óútkljáð af hálfu höfunda álitsgerðarinnar. Kemur það einna skýrast fram neðanmáls (nr. 62) á síðu 35. Það er mikill barnaskapur að ímynda sér að íslensk stjórnvöld hafi fullt forræði á tengingu landsins við orkumarkað ESB/EES ef þess er hvergi getið í formlegum undanþágum og ein- ungis vitnað í pólitískar yfirlýsingar utanríkis- ráðherra Íslands og framkvæmdastjóra orku- mála innan framkvæmdastjórnar ESB. Yfirlýsingar þessara embættismanna eru ekki á nokkurn hátt lagalega skuldbindandi. Ekki er rétt að útiloka þann möguleika að inn- an ríkisstjórnar Íslands séu þegar að verða til áætlanir um að tengjast orkumarkaði ESB/ EES með sæstreng. Landsvirkjun hefur á því verkefni mikinn áhuga og telur sig geta hagnast vel á verkefninu. Stofnunin telur að raforkuverð muni hækka, en er ekki eins bjartsýn á þá hækkun og Þorsteinn Víglundsson. Eru áætl- anir Landsvirkjunar gerðar í tómarúmi eða styðjast þær við velvilja ríkisstjórnarinnar? Þegar litið er til útlistana Landsvirkjunar um þann hag sem Íslendingar geta haft af sæ- strengnum, eins og stofnunin hugsar sér hann, blasir við að þar eru menn komnir fram úr sjálf- um sér. Skiptir þá litlu hvort litið er á röksemda- færslu stofnunarinnar frá hagfræðisjónarmiði eða umhverfissjónarmiði – að ekki sé minnst á hagsmuni íslenskrar atvinnustarfsemi. Spurn- ingin sem vaknar er hvort Landsvirkjun er komin fram úr ríkisstjórninni eða hvort hún á samleið með ráðherrunum. Upplausn stjórnmálaflokka Nú berast tíðindi víða að um óstöðugleika stjórnmálaflokka. Þótt sú upplausn eigi sér ef- laust ýmsar skýringar, er ekki hægt að líta fram hjá því að innan Evrópu hafa þær allar tengsl við Evrópusambandið. Það hendir oftar en ekki að stjórnmálaforkólfar draga sjálfa sig upp úr töfra- hatti og þá dagar svo uppi við sólarupprás. Það er ekki lengra síðan en í marsmánuði 2018, sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og fjármálaráðherra, undraðist hvers vegna menn hefðu áhuga á því að komast undir boðvald sameiginlegra eftirlitsstofnana. Nú hef- ur hann ákveðið að fara þá leið. Í farteskinu hefur hann ekki annað en yfirlýsingu utanríkisráðherr- ans um fullt forræði íslenskra stjórnvalda á því hvort Ísland tengist með sæstreng. Vitað er að sú yfirlýsing er ekki á nokkurn hátt lagalega bind- andi. Með honum stendur þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins. Það er mikil ógæfa að sjá þann mögu- leika einan í stöðunni að ríða netið sem þéttast og sjá svo seinna hvort og hvernig við getum sloppið úr trollinu. Hávær en tvíræð lofgjörð um stökkbreytinguna Þess er með ýmsum hætti freistað að gera lítið úr málflutningi þeirra sjálfstæðismanna, sem vara við því að samþykkja þriðja orkupakkann. Það vekur hins vegar athygli hve mikil þögn ríkir af hálfu forystu flokksins um fögnuð þeirra, sem klufu Sjálfstæðisflokkinn vegna andstöðu hans við inngöngu í ESB. Þó ganga þessir síðastnefndu lengst í að bera lof á Sjálfstæðisflokkinn fyrir framgöngu hans í málinu og lofa fullum stuðningi við afgreiðslu orkupakkans. Þeir fagna hækkuðu orkuverði til almennings og atvinnulífs. Einn þeirra gengur jafnvel svo langt að bera lof á utanríkisráðherra Íslands fyrir að draga, með rökum Björns Bjarnasonar, gervallan þingflokk Sjálfstæðis- flokksins eins og hverja aðra kanínu upp úr töfra- hatti loddarans. Fagnar Þorsteinn Pálsson þess- um meintu töfrabrögðum og lofsyngur þingflokk Sjálfstæðisflokksins fyrir að auðvelda eftirleik- inn fyrir þeim sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB. Óljóst er enn þegar þetta er ritað, hvort dreng- skapur fyrrverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins auðveldar þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins að standa sem einn maður að innleiðingu orkupakka ESB. Lokaorð Það er sannarlega kominn tími til að Íslend- ingar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mikill misskilningur að það skapi okkur skjól og auki virðingu viðsemjenda okkar að hörfa sífellt og fara með veggjum, hlýðnir og auðmjúkir. Það hlutverk var okkur ætlað í Icesave-málinu. Það vannst vegna þess að einarður málflutningur fór fram gegn uppgjöf ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur og forsetinn vísaði málinu til þjóðarinnar. Eftir Tómas I. Olrich » Það er sannarlega kominn tími til að Íslendingar sæki fram í stað þess að hörfa. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Óskipulegt undanhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.