Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Í hvert sinn sem við verslum erum við ekki bara að viðurkenna virði vörunnar sem við kaupum, heldur líka virði seljandans. Hvati seljandans er þannig tvöfaldur. Hann er bæði að selja vöru og við- skiptavild. Sú gagn- kvæma virðing sem fylgir viðskipta- tengslum byggir þannig smám saman upp traust og jafnvel vináttu milli ólíkra einstaklinga sem ella hefðu aldrei átt samleið. Með vax- andi viðskiptum eykst jafnframt vel- ferð og með aukinni velferð fjölgar þeim sem hafa einhverju að tapa ef viðskiptahagsmunum er ógnað. Þessi friðarhvati sem fylgir kapítalisma er vel þekktur og var t.d. ein af megin- röksemdum fyrir stofnun Evrópu- sambandsins. Andstætt þessu þá er þekkt að slæmt efnahagsástand eru aðstæður sem lýðskrumarar nota til að ala á fordómum og hatri, sem oft leiðir til blóðsúthellinga. Þannig komu bæði franska byltingin og októberbyltingin í kjölfar slæms efnahagsástands og þegar Hitler komst til valda var þriðji hver Þjóðverji atvinnulaus. Í dag er um 30% atvinnuleysi í Pal- estínu sem gerir það að því landi í heiminum þar sem atvinnuleysi er hvað mest. Þar af er ástandið á Gasa verst þar sem atvinnuleysið er yfir 50%. Slíkar vonleysisaðstæður eru einmitt umhverfi þar sem hatursfullar öfgar eiga hvað auðveldast með að ná fótfestu. Hvert atvinnutækifæri sem býðst býr til mót- vægi gegn öfgunum og er því gríðarlega mik- ilvægt. Þar af eru störf þar sem Palestínumenn vinna við hlið Ísraela einna mikilvægust, því þau fjölga þeim Palest- ínubúum sem hafa mestan hag af frið- samlegri sambúð við Ísraela. Þetta sjá þó ekki allir. 600 missa vinnuna á Vesturbakkanum Árið 2015 lokaði Sodastream verk- smiðju sinni á Vesturbakkanum vegna þrýstings frá BDS-samtök- unum (Boycott, Divestment and Sanctions) sem berjast fyrir snið- göngu á vörum framleiddum á Vesturbakkanum. Ekki er hægt að hugsa sér vanhugsaðra lýðskrum, því með störfunum sem töpuðust jókst enn á þá neyð sem er undirrót margra þeirra öfga sem ríkja á svæð- inu. Framlag Íslands í Eurovision í ár er nokkuð sérstakt, því ekki verður betur séð en að þar sé á ferð úthugs- aður áróðursgjörningur á vegum þessara samtaka. Hljómsveitar- meðlimir hafa talað fyrir sniðgöngu Ísraels, í atriðinu eru allir klæddir BDSM-klæðnaði og hafi einhver efast um tengslin þá hvarf sá efi þegar hljómsveitarmeðlimir þóttust auglýsa Sóda Dream-drykk á úrslitakvöldinu. Allt er þetta kynnt til sögunnar sem einhvers konar listrænt grín, en erfitt er að sjá húmorinn í þeirri illkvittni að hlakka yfir atvinnumissi fátækra Palestínubúa. Fulltrúar Íslands á Eurovision eru að hvetja til sniðgönguherferðar gegn gestgjöfunum í nafni Íslands. Fríverslun fyrir frið Íslensk stjórnvöld þurfa hins vegar ekki að láta öfgasamtök stýra sam- skiptum okkar við vinaþjóðir. Í stað þess að bæta á vanda svæðisins með áróðri sem ýtir undir atvinnuleysi þá ættum við að verða hluti af lausninni og reyna að efla atvinnulíf í Palestínu. Íslensk stjórnvöld ættu því strax að hefja viðræður um að víkka út núver- andi fríverslunarsamninga við Ísrael og Palestínu með það að markmiði auka viðskiptin. Með athyglinni sem hinn vanhugsaði Eurovisiongjörn- ingur gæfi, þá væri aldrei að vita nema fleiri þjóðir fylgdu í kjölfarið, sem gæti þar með orðið upphafið að nýrri nálgun við lausn þessarar flóknu deilu. Fríverslun fyrir frið þar sem allir græða. Fríverslun fyrir frið Eftir Jóhannes Loftsson Jóhannes Loftsson » Ísland ætti frekar að auka verslun við Ísrael en að hvetja til viðskiptaþvingana á Eurovision. Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. lififrelsid@gmail.com Við þekkjum öll frá- sögnina af boðorð- unum tíu sem reynst hafa góðar vísireglur um árþúsundin. Við upphaf olíu- vinnslu Norðmanna (árið 1972) samþykkti norska Stórþingið samhljóða tíu megin- reglur sem gilda skyldu um hagnýtingu þeirrar auðlindar. Meginreglur sem oft hafa verið kallaðar norsku olíuboðorðin. Fyrsta meginreglan var að Nor- egur skyldi hafa eftirlit og stjórn á allri starfsemi á norska land- grunninu. Sumar meginreglurnar voru almenns eðlis, eins og sú tí- unda sem segir að finnist stórar olíulindir geti það leitt til nýrra verkefna í norskri utanríkisstefnu. Aðrar voru nokkuð afmarkaðar og vöktu sérstaka athygli, eins og sú fimmta sem lagði að meginreglu til bann við opinni brennslu á gasi, oft nefnt „flaring“. Slík iðja var þá mjög algeng, en Norðmenn ákváðu strax að nýta auðlindina betur en svo. Þó það væri e.t.v. ekki fjár- hagslega hagkvæmt í byrjun, þá var það umhverfislega skynsam- legt og eftir því sem tækninni fleygði fram, þá reyndist það fjár- hagslega skynsamleg stefna. Við Íslendingar ræðum nú orku- mál af miklum móð. Tilefnið er innleiðing þriðja orkupakkans. Það er fagnaðar- efni, að við sem þjóð séum að ræða mik- ilvæg atriði er tengj- ast hagnýtingu orku- auðlinda okkar. Ég viðurkenni, að ég tel hana eiga betur heima í þeirri vinnu sem nú er í gangi á vegum stjórnvalda um mótun orkustefnu fyrir Ís- land heldur en í um- ræðu um innleiðingu 10 ára gamalla reglna ESB. En að málið sé rætt, skiptir auðvitað mestu og því verður ekki mótmælt að umræðan hefur leitt til þess að fleiri örygg- isventlar verða settir, gangi hug- myndir ríkisstjórnarinnar fram um innleiðingu þriðja orkupakkans. Það hefur verið vandað til verka og réttmætri gagnrýni verið mætt eða óvissu eytt. Voru það mistök að hafa orku- mál sem hluta af EES-samn- ingnum? Hefur orðið stefnubreyt- ing hjá ESB í orkumálum eftir gerð EES-samningsins sem rétt- lætir að við leitum leiða til að Eftir Hilmar Gunnlaugsson Hilmar Gunnlaugsson »Enda höfum við þeg- ar leitt í lög – óháð öllum orkupökkum – að ríki og sveitarfélög mega ekki selja slíkar auðlindir með varan- legum hætti. Orkustefna Íslands og boðorðin tíu Prótín eru ýmist vatnsuppleysanleg eða ekki. Kollagenið er aðalbindiefni vefja lík- amans og óuppleys- anlegt. Mannkynið fann upp á að bæta eitthvað úr prót- ínskorti með því að sjóða kjöt en við það ummyndast kollagen í gelatín sem er upp- leysanlegt prótín. En kollagen er víðar en í vöðvum, það er líka í æðakerfinu. Eftir 25 ára aldur minnkar kollagenið og við eld- umst eins og best sést á húðinni. Talið er að æðarnar harðni og springi og opni fyrir kólesteróli og fitu auk kalks í sárið. Kólesterólin koma frá lifrinni og hjálpa við að flytja fitu í blóðinu. Fyrir rúmum 100 árum voru æða- og hjartasjúkdómar sjaldgæfir en eru faraldur í dag. Útfellingarnar í æðaveggina þrengja þær og hækka blóðþrýsting. Þá myndast loks hörsl eða blóðtappar og geta þeir borist með blóðrásinni og valdið stíflum í kransæðum hjartans eða í æðum heila og valdið dauða. Það virðist vera umhverfið með lífsstíl þar sem bæði fæðan og hreyfingin hafa breyst. Neytt er prótíns margfalt meira en þörf er á og vöntun á lífs- nauðsynlegum bætiefnum og hreyf- ingu til að losna við úrgangsefnin. Er ég var að læra um fitu hjá prófessor Olav Notevarp lagði hann áherslu á að gleyma kólesterólinu en leggja áherslu á að fitu fæðunnar sem kæmi strax fram í blóðinu og æskilegt væri að þriðjungur væri mettaðar fitusýrur, annar þriðj- ungur einómettaðar og svo restin fjölómettaðar fitusýrur. Þá þyrftu um 2% af þeim síðustu að vera 4 til 6 ómettaðar fitusýrur en þá brenn- um við fitunni eðlilega. Hann sagði við mig að hjá mér þyrfti ekki að mæla fitusýrur því ég tæki lýsi með miklu af þessum 2%. Ég hef alltaf hrifist af C-vítamíni, sem næstum allur gróður og allt lifandi getur mynd- að eftir þörfum nema maðurinn. Hér hafa stökkbreytingar gert það óþarft því líklega hefur verið meira en nóg í fæðu af því á sín- um tíma og líkaminn bara hagrætt. Þetta efni er myndað af líf- hvötum úr glúkósa og er einfalt en mjög fjölhæft og ekki allt enn vitað um starfsemi þess í fjölda efna- hvarfa líkamans. En það virðist líka hafa með myndun kollagens eða endingu að gera. Dýrin virðast ekki fá æða- og hjartasjúkdóma nema C- vítamín skorti. Fyrir bráðum 50 ár- um tókst að framkalla þessa kvilla í m.a. hundum og það sem meira er um vert lækna hann aftur með miklu C-vítamíni. C-vítamín skemmist við hita, geymslu og fer út í soðvatnið. Húsráð er t.d. að drekka soð af nýjum kartöflum til að lækna blöðrubólgu. Fljótlega eft- ir að ég var orðinn 25 ára byrjaði ég að taka bætiefnið C-vítamín sem er jafngott og náttúrulegt og hefur vegnað vel á lýsi og C-vítamíni í rúm 50 ár og mælst í lagi. Bein- þynning og æða- og hjartasjúk- dómar hafa ekki hrjáð mig, en ég fékk þó beinkröm (beinþynning barna) á stríðsárunum, líklega vegna C-vítamínskorts! Kjöt og kollagen Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Fyrir rúmum 100 ár- um voru æða- og hjartasjúkdómar sjald- gæfir en eru faraldur í dag. Höfundur er efnaverkfræðingur. Á árinu 2018 var byrjað á byggingu 2.525 íbúða á landinu, sem er u.þ.b. það sem þarf til að halda í horfinu á landinu samkvæmt okk- ar mati hjá Hannarr ehf., í venjulegu árferði. Þetta er 311 íbúðum færra en árið á undan. Lokið var við 2.303 íbúðir, 535 fleiri en árið á undan. Mat okkar hjá Hannarr ehf. er að árleg þörf fyrir nýjar íbúðir á landinu sé um 2.300 á ári þannig að skort- urinn er óbreyttur, eða sem nemur 6.000 íbúðum. Ekki eru horfur á breytingu á því á þessu eða næsta ári þar sem munur á fjölda íbúða í bygg- ingu er svipaður bæði árin 2017 og 2018, eða 4.323 og 4.545. Árið 1994 var heildarfjöldi íbúða á landinu 96.892 samkvæmt Þjóðskrá og árið 2018 voru þær 140.600. Hlut- fall íbúða á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda íbúða á landinu hefur verið nánast óbreytt frá síðustu alda- mótum, ca. 62%. Í Reykjavík hefur þetta hlutfall hins vegar lækkað á sama tíma. Hallaði á borgina um 5.000 íbúðir á síðasta ári sem hefði dugað til að mæta uppsafnaðri þörf þá á landinu, eða hátt í það. Reykjavíkurborg hefur í mörg ár látið bjóða í þann takmarkaða fjölda lóða sem hún hefur til úthlutunar og með litlu lóðaframboði hefur hún fengið hátt verð fyrir lóðirnar. Með því og með mikilli þéttingu byggðar hefur borgin haldið uppi háu fast- eignaverði í borginni. Með þessu er borgin að hrekja það fólk úr borginni sem vill eignast íbúð, til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem boðið er upp á lægri lóðagjöld. Þetta hefur auðvitað í för með sér mikla umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu sem þýðir að þetta fólk þarf að lengja vinnudag sinn um 1-2 klst. með setu í bílum sínum og með tilheyrandi mengun og sliti á gatnakefinu á leið til borgarinnar. Þetta er örugglega ekki þeim til ánægju sem þurfa að keyra. Þessa dagana voru að koma fram áður- nefndar tölur um það hversu mikið var byggt af íbúðarhúsnæði árið 2018. Þetta er seinna en á síðasta ári, sem var seinna en árið þar á undan. Þeir sem stjórna þessum mála- flokki og fjalla um hann hljóta að þurfa á því að halda að hafa aðgang að slíkum upplýsingum jafnóðum, t.d. mánaðarlega, sem ætti ekki að vera erfitt á þeim tímum tækni sem við lifum nú á. Íbúðabyggingar eru ein stærsta og mannfrekasta atvinnugrein landsins og ein sú mikilvægasta fyrir afkomu hvers Íslendings. Hún er að auki nú um stundir hluti af samningum vinnumarkaðarins og hins opinbera, eins og áður hefur verið á tímabilum. Að láta hana vera á sjálfstýringu mánuðum saman, sérstaklega á slík- um tímum, getur varla talist góð stjórnsýsla. Ætla aðilar vinnumark- aðarins kannski að skoða útkomu ársins 2019 þann 20. apríl árið 2020, til að sjá hvernig staðið er að sam- komulagi þeirra við hið opinbera? Skoðun á útgefnum tölum nú gefur tilefni til að tortryggja þær tölur, því miður, og sýna þær að líklega er skortur íbúða meiri en þær sýna. Ef bornar eru saman útgefnar tölur yfir fullgerðar íbúðir frá aldamótum og þær íbúðir sem byrjað var á, þá segja þær að fullgerðar íbúðir séu 2.428 færri en þær sem byrjað var á (Hag- stofa Íslands). Séu bornar saman töl- ur yfir fullfrágengnar íbúðir og breytingar á heildarfjölda íbúða á landinu, þá er munurinn 2.341 fleiri íbúðir samkvæmt heildarfjöldanum (Hagstofa Íslands og Þjóðskrá). Engar tölur er að finna yfir íbúðir sem rifnar hafa verið eða teknar und- ir aðra starfsemi, sem hefði átt að sýna fleiri íbúðir fullbúnar, en ekki öfugt. Sá fjöldi hefur án efa verið um- talsverður t.d. í Reykjavík, eða a.m.k. nokkur hundruð á ári vegna þétt- ingar byggðar þar. Í nýlegri samantekt Íbúðalána- sjóðs (2018/2019) má lesa að 5.300 íbúðir séu þá í byggingu á höfuð- borgarsvæðinu og 6.600 íbúðir alls á kjarna- og vaxtarsvæðum. Tölurnar séu byggðar á upplýsingum frá SSH og SI aðallega. Þessar tölur passa illa við áðurnefndar tölur eins og sést hér á undan og munar þar einhverjum þúsundum. Spurningin er í hvaða til- gangi slíkar tölur eru birtar, þar sem greinilega er lítið á þeim að byggja. Skýringin er líklega áðurnefndur seinagangur í söfnun og birtingu upplýsinga og því ekki nefndum að- ilum um að kenna. Þetta undirstrikar hins vegar brýna þörf á endurskoðun á öflun upplýsinganna og birtingu þeirra. Einnig má benda á að algengt hef- ur verið að lesa um háar tölur yfir íbúðir í byggingu sem Reykjavíkur- borg hefur birt undanfarin ár, en lítið hefur bólað á. Hættum að safna röngum upplýs- ingum og búa til rangar spár (hver sem tilgangur þess er), hver í sínu horni og af vangetu vegna fyrir- komulagsins nú, eða í einhverjum ónefndum tilgangi. Brettum upp ermar og komum þessum málum í lag sem fyrst. Fyrr verða byggingarmálefni landsins ekki í lagi, sem er alltof sársaukafullt fyrir marga einstaklinga og alltof dýrt fyrir þjóðina í heild. Það verður vafalaust ekki gert nema að færa ábyrgðina til eins aðila, sem hefði yfirumsjón með og bæri ábyrgð á öflun upplýsinganna og birtingu þeirra. Engin breyting á íbúðaskortinum Eftir Sigurð Ingólfsson » Fyrir þremur árum áætlaði Hannarr ehf. að um 4.000 íbúðir vantaði á landinu og nú er skorturinn um 6.000 íbúðir og ekki horfur á breytingum. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannars ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.