Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 Theódór Friðriksson fæddist 27. apríl 1876 í Flatey á Skjálf- anda. Foreldrar hans voru hjónin Friðrik Jónsson bóndi þar og víðar og Sesselja Elías- dóttir. Ungur gerðist Theódór sjó- maður á opnum bátum og um tíma var hann í hákarlalegum. Alla ævi bjó hann við afar kröpp kjör og þurfti að strita til að sjá fjölskyldu sinni far- borða. Jafnframt stundaði hann ritstörf og varð hann virtur og vinsæll meðal al- mennings. Fyrsta bók hans var Utan frá sjó (1908) og var sagt um hana að þar stigi fiskimað- urinn í fyrsta sinn inn á sjón- arsvið íslenskra bókmennta. Flestar bóka hans eru sam- tímasögur þar sem Theódór lýsir því samfélagi sem hann lifir og hrærist í, sjómannslíf- inu og hokrinu til sveita. Theódór er helst kunnur fyrir ævisögu sína, „Í verum“ (1941). Bókin þótti skemmtileg en sömuleiðis stórkostleg lýs- ing á lifnaðarháttum alþýð- unnar og á þjóðfélaginu. Þórðarson segir í ritdómi að í Theódór búi tveir menn; karlinn í slorinu og rithöfund- urinn sem leitar að hverri stund til að skrifa, eins og köttur leitar að mús. Enda var Theódór afkastamikill rithöf- undur. Theódór lést 8. apríl 1948. Merkir Íslendingar Theódór Friðriksson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Íslenska liðið sem tefldi í flokkiskákmanna 50 ára og eldri áHM öldungasveita á grískueyjunni Ródos hafnaði í í 3.-6. sæti með 12 stig. Eftir stigaútreikn- ing raðast liðið í 5. sæti. Það eru ákveðin vonbrigði því að sigur í síð- ustu umferð í viðureigninni við Ísr- ael hefði þýtt silfurverðlaun og jafn- tefli brons. Um tíma var staðan 1½:½ okkur í vil og hagstæðar stöð- ur uppi í viðureignum Jóhanns Hjartarsonar og Margeirs Péturs- sonar en þær töpuðust báðar. Bandaríkjamenn unnu yfirburða- sigur á mótinu, hlutu 17 stig, Ítalir urðu í 2. sæti með 14 stig og Ísraels- menn fengu svo bronsið. Íslenska sveitin var skipuð greinarhöfundi, sem fékk silfur fyrir næstbesta ár- angur 1. borðsmanna, Jóhanni Hjartarsyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Þresti Þórhalls- syni, sem fékk silfurverðlaun fyrir góða frammistöðu meðal 5. borðs- manna. Sveitin sem tefldi í flokki skák- manna 65 ára og eldri var skipuð Áskeli Erni Kárasyni, Kristjáni Guðmundssyni, Björgvini Víglunds- syni, Braga Halldórssyni og Jóni Kristinssyni, sem fékk silfur fyrir frammistöðu á 5. borði. Sveitin hlaut 11 stig og náði sjötta sæti á stigum. Rússar unnu með 14 sig, Englend- ingar komu næstir og Frakkar í 3. sæti. Skáksalurinn á Ródos bókstaflega ólgaði af sögulegum vísunum. For- vitnileg var t.d. viðureign okkar í 50+ flokknum við kvennasveit Rússa. Þar mætti Margeir Péturs- son hinni 81 árs gömlu Valentinu Koslovskaju, fyrrum Sovétmeistara meðal kvenna sem á langa afreka- skrá og er ekkja Igor Bondarevskí sem gerði Boris Spasskí að heims- meistara. Gegn Margeiri lagðist hún strax í krappa vörn. Sat og varðist og stóð aldrei upp frá borðinu í þá meira en fimm klukkutíma sem viðureignin stóð. Umsátri Margeirs lauk um síðir og þá brast á gagn- sókn Koslovskaju og voru menn sammála um Margeir hefði sloppið vel með jafntefli. Besti sigur okkar var gegn Arm- enum í 7. umferð, 2½: 1½. Þar tókst Jóhanni Hjartarsyni að vinna þann sem árið 1991 varð síðasti Sovét- meistarinn: HM 2019 öldungasveita, 50+, 7. umferð: Artashes Minasjan – Jóhann Hjartarson Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 d6 6. Bb3 h6 7. Rbd2 O-O 8. O-O Be6 9. Rc4 Bb6 10. De2 He8 11. Rxb6 axb6 12. Bc2 d5 13. Rd2 Dd7 14. He1 b5 15. a3 b4! Með þessum leik tekst Jóhanni að skapa veikleika í peðastöðu hvíts. 16. Rb3 bxc3 17. bxc3 b6 18. Df3 dxe4 19. dxe4 De7 20. h3 Ra5 21. Rxa5 Hxa5 22. Hb1 Rd7 23. Hd1 Rf8 24. Hb4 Hd8 25. Hxd8 Dxd8 26. Dd3 Dxd3 27. Bxd3 Rd7 28. Kf1 Kf8 29. Ke2 Ke7 30. Bc2 Rc5 Biskupaparið má sín lítils gagn- vart vel staðsettum liðsafla svarts. Slæm peðastaða er viðvarandi vandamál. 31. f3 g5 32. Ke2 f6 33. Ke2 Bd7 34. Bd3 Re6 35. Ke3 Rf4 36. Bf1 Bc8 37. Kd2 Ba6 38. c4 Bc8 39. Kc3 Re6 40. Hb1 Bd7 41. Ha1 Kd6 42. Bd3 Rd4 43. Hb1 Be6 44. Hb4 Ha8 45. Hb1 Kc5 46. Hb4 h5 47. Hb1 Kd6 48. Hb4 g4 49. hxg4 hxg4 50. fxg4? Eftir þetta situr hvítur uppi með nýjan veikleika. Hann varð að reyna 51. f4. 50. ... Bxg4 51. Kd2 Bd7 52. Ke3 Hg8 53. Kf2 Bc6 54. Be3 Hg4! Og nú fellur e-peðið – og síðar öll peð hvíts! 55. c5+ bxc5 56. Hb8 Bxe4 57. Bf1 Bc6 58. Bh6 Re6 59. g3 Ha4 60. Hb3 Bd5 61. Hc3 Ha8 62. Bc1 Rd4 63. g4 Be6 64. g5 fxg5 65. Bg2 Hf8+ 66. Ke1 g4 67. a4 c4 68. a5 Bd5 69. Bf1 Ha8 – og hvítur gafst upp. Jóhann vann síðasta Sovétmeistarann Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Jóhann Hjartarson við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti. Á hverri sekúndu nota milljónir manna um allan heim dulkóð- un í tölvum sínum og snjallsímum. Dulkóðun upplýsinga og gagna er oft með ósýnilegum hætti hluti af virkni tækja, falin í smáfor- ritum, stýrikerfum og hugbúnaði. Án dulkóð- unar værum við útsett fyrir ótal ógnum, s.s. hlerun, og verulegri áhættu af margs kon- ar misnotkun upplýs- inga í þessum annars ómissandi tækjum nú- tímans. Dulkóðun gagna er oft eina vörnin gegn árásum tölvuþrjóta, af hvaða tagi sem er. En hvað er dulkóð- un og hvernig er hún framkvæmd? Þegar verja á eða leyna upplýsingum er gjarnan gripið til þess ráðs að dulrita þær. Það þýðir að upplýsingarnar eru gerðar ólæsilegar eða óskiljanlegar. Þegar stafræn gögn í tölvum eru dulrituð með hjálp hugbúnaðar er það nefnt dulkóðun. Ýmsar aðferðir má nota til að dulkóða rafræn gögn. Ef dulkóðun skal vera „sterk“, þ.e. erfitt að brjóta hana og afkóða gögnin, er notuð reikniregla (oft nefnd algrím) ásamt lykilorði. Dulkóðun er eins og önnur tækni, hana má nota til góðra og slæmra verka. Annars vegar eru þeir sem vilja tryggja öryggi fólks og upplýsinga, hins vegar eru glæpamenn og hryðjuverkamenn sem vilja ekki að upp um þá komist. Þótt dulkóðun sé í rauninni fræðigrein nátengd stærðfræði og tölvunarfræði, hefur hún þróast yfir í að verða einnig pólitískt þrætu- epli. Þekkt er að leyniþjónustur margra landa búa yfir tækjabúnaði, fjármagni, mannafla og þekkingu, ekki aðeins til að brjóta dulkóðun heldur einnig til áhrifa á staðlagerð um þetta efni. Álit almennings á störfum leyniþjónustu- stofnana minnkaði mjög þegar Snowden- skjölin láku út og voru birt almenningi. Sú uppákoma og fleiri af sama tagi hafa orsakað deilur um hve langt skuli leyfilegt að ganga við dulkóðun upplýsinga, þ.e. hvort æskilegt sé að leyfa dulkóðun sem ómögu- legt er að brjóta. Deil- urnar eru ekki aðeins meðal fræðimanna og sérfræðinga í dul- kóðun, heldur einnig meðal stjórnmála- manna og þeirra sem setja lög um þetta efni. Vandinn er sá að þeir sem marka eiga stefnu í þessum mál- um hafa litla sem enga tækniþekkingu og hafa því ekki getu til að fjalla um efnið frá tæknilega upp- lýstu sjónarhorni. Sömuleiðis hafa mjög fáir tæknisérfræðingar fullan skilning á pólitískum þáttum máls- ins. Það er því hætta á að mikilvæg sjónarmið beggja aðila komist ekki til skila. Þegar þannig er komið er mikil hætta á að lagasetning um dulkóðun endi í tæknilegum ham- förum. Lagasetning um dulkóðun hefur enn ekki verið fyrirferðarmikil í umræðum hér á landi. Í öðrum ríkj- um, s.s. BNA, hefur lagasetning um dulkóðun verið mjög umdeild. Þar eru hömlur á beitingu dulkóðunar vegna starfsemi leyniþjónustu. Lög sem sett eru um dulkóðun í öðrum ríkjum ná til okkar hvort sem okkur líkar betur eða verr, því notkun tækni og viðskipti með hana þekkja engin landamæri. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Dulkóðun upplýsinga er forsenda þess að við getum með öruggum hætti notað int- ernet, síma og tölvur – án þess að eiga á hættu að um okkur sé njósnað. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika ehf. svana@stiki.eu Upplýsingaöryggi Njósnað um alla?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.