Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600 Umboðsaðili CASE vinnuvéla á Íslandi Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Heppinn Siglfirðingur vann tæp- lega 40 milljónir króna skatt- frjálsar í lottói fyrir tveimur helg- um, en hann keypti vinningsmiðann í verslun Olís á Siglufirði. Tilviljun ein réð því að miðinn var keyptur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Ís- lenskri getspá. Er kaupandinn þar sagður hafa verið að fá sér að borða þegar hann tók eftir að lottópottur- inn stefndi í áðurnefnda upphæð. Ákvað hann því að kaupa miða. Haft er eftir vinningshafanum að hann ætli mögulega að nýta vinn- inginn til að kaupa sér nýjan síma, en gamli sími viðkomandi er bæði orðinn gamall og illa farinn. „En svo ætla ég líka að leyfa fólk- inu mínu að njóta vinningsins með mér,“ er einnig haft eftir þessum heppna manni. Ætlar að leyfa fólk- inu sínu að njóta Siglufjörður Hinn heppni keypti lottómið- ann fyrir tilviljun og vann 40 milljónir. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar landfyllingar í Sundahöfn, austan Laugarness. Í landfylling- una er ekið grjóti úr lóð Landspít- ala við Hringbraut, en þar standa sem kunnugt er yfir miklar bygg- ingarframkvæmdir. Framkvæmdin hefur verið í skipulagsferli innan borgarkerfisins undanfarna mánuði og skipulagsfulltrúi borgarinnar veitti framkvæmdaleyfi 9. apríl sl. Á undanförnum áratugum hefur gríðarmikið nýtt land orðið til á landfyllingum á hafnarsvæðum Reykvíkinga, bæði í Sundahöfn og við Gömlu höfnina í Kvosinni. Markmiðið með þessari nýju landfyllingu við Klettagarða er að útbúa lóð fyrir framtíðarhöfuð- stöðvar Faxaflóahafna sf. Þarna verða skrifstofur, bækistöð og skipaþjónusta með viðlegu fyrir dráttar- og hafnsögubáta fyrir- tækisins. Lóðin þarf að vera vel staðsett fyrir starfsemi hafnar jafnt á sjó og landi. Rekstri hafnar fylgir þjónusta við móttöku skipa í Sundahöfn og Gömlu höfninni. Höfuðstöðvarnar eru nú í Hafnar- húsinu. Þá er einnig áformað að Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, fái hluta landfyllingar undir stækk- un skólpdælu- og hreinsistöðvar við Klettagarða, sem tekin var í notk- un árið 2000. Tveggja hektara landfylling Framkvæmdaleyfið nær til gerð- ar tveggja hektara landfyllingar sem verður viðbót við landfyllingu sem fyrir er og gerð var á árunum, 1990 til 2000. Fram kemur í minnisblaði Jóns Þorvaldssonar aðstoðarhafnarstjóra að heildarefnismagn í tveggja hekt- ara fyllingu sé áætlað um 375.000 rúmmetrar. Til viðbótar því efni sem fæst frá Nýjum Landspítala á höfnin um 70.000 m3 af góðu fyll- ingarefni og völdu grjóti á lag- ersvæði í Sundahöfn, sem nýtt yrði til landgerðar þegar verk er komið lengra á veg. Sótt yrði síðar um starfsleyfi fyrir móttöku þess efnis sem á vantar til að ljúka landgerð- inni. Verktími landgerðar er áætlaður árin 2019-2021. Byrjað er á fyll- ingum á vesturhlið lóðar næst Laugarnesi og Laugarnestöngum. Land yrði síðan þróað til austurs utan Klettagarða. „Kostir þess að landþróun yrði með þessum hætti eru að þá er hægt að ganga frá formi strandar og vinna sjóvarnir á verktíma eftir því sem valið grjót fæst til verks. Með þessu fæst hag- kvæmni í framkvæmd og landgerð yrði varin fyrir sjó- og öldulagi á framkvæmdatíma,“ segir Jón. Til þess að ljúka landgerð yrði síðan að fá burðarhæft fyllingarefni frá öðrum framkvæmdum. Í ár verður fyrst og fremst unnið við efnismóttöku en síðar á árunum 2020-2021 yrðu verkin frekar tengd grjótröðun og frágangi sjóvarna. Þetta er upphaf landfyllingar- innar sem verður alls 25.000-30.000 fermetrar. Jón giskar á að efnið frá Landspítalanum muni duga fyrir um 1⁄3 áætlaðrar landfyllingar. „Þess vegna munum við fá starfs- leyfi til að taka við gæðaefni frá fleirum – en síðan eigum við efni í Sundahöfn sem fer þarna. Það mun eflaust taka u.þ.b. 24 mánuði að fylla út meginsvæðið – síðan þarf að verja ströndina með úrvals- grjóti,“ segir Jón. Hann segir að ferli fram- kvæmdaleyfisumsóknar fyrir þessa lóð hafi ekki alveg gengið þrauta- laust. Akstur frá Landspítala við Hringbraut sé óumdeilt stysta flutningsleið efnis burt frá svæðinu og það kosti minna og mengi minna að koma þessu efni í Sundahöfn. Í upphafi stóð til að allt fyllingar- efnið kæmi úr grunni á nýjum Landspítala. Þær framkvæmdir eru nú komnar vel af stað þar sem verktaki hóf verkið síðari hluta árs 2018. Þannig að þaðan fást vart yfir 150.000 m3 af efni til landgerðar við Klettagarða að mati Jóns. Spítalagrjótið notað til að gera nýtt land í Sundahöfn  Nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar og stækkun skólpstöðvar Veitna Morgunblaðið/sisi Klettagarðar Þetta er upphaf nýrrar landfyllingar í Sundahöfn. Vörubílar aka grjóti af Landspítalalóð og grafa ýtir því í sjó fram. Landfyllingin mun smám saman teygja sig í átt að Viðey. Verktími landgerðar er áætlaður 2019-2021. Tillaga að landfyllingu að Klettagörðum Heimild: Faxafl óahafnir Grunnkort/Loftmyndir ehf. Landfylling Um 2 ha, 375 þús.m3 Klettagarðar Sk arf ag arð ar Lau gar nes Reykjavíkurborg hyggst kaupa 61% eignarhluta Faxaflóahafna sf. í Hafnarhúsinu en Reykjavík- urborg á þegar 39% hússins. Viljayfirlýsing þess efnis var samþykkt í borgarráði í fyrra. Með kaupunum yrði Hafnar- húsið að fullu í eigu borgar- innar. Markmið Reykjavíkurborgar er að Hafnarhúsið verði fram- tíðarmiðstöð lista í Reykjavík. Þar er nú þegar Listasafn Reykjavíkur til húsa og unnið er að stofnun listaverkasafns Nínu Tryggvadóttur en borgin fékk í fyrra að gjöf á annað þúsund listaverk Nínu. Þá á Reykja- víkurborg stórt safn listaverka eftir Erró og fengi það lista- verkasafn sýningarrými við hæfi í Hafnarhúsinu. Verði mið- stöð lista HAFNARHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.