Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019 ✝ Sigurður Finn-björn Mar, vél- fræðingur og fyrr- verandi deildar- stjóri á Iðntækni- stofnun, fæddist í Reykjavík 10. nóv- ember 1933. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 2. apríl 2019. Foreldrar hans voru hjónin Cæsar Benjamín Hallbjörnsson Mar, skipstjóri, verkstjóri, verslunar- maður og rithöfundur, f. 1897, d. 1978, og kona hans, Jóhanna Margrét Guðfinnsdóttir Mar, gengilbeina og húsmóðir, f. 1904, d. 1994. Systkini Sigurðar: Elías Mar, f. 1924, d. 2007, Ágústa Kristín Mar Smith, f. 1926, d. 2019, Ragnar Mar, f. 1927, d. 2010, Óskar Árni Mar, f. 1930, d. 2015 og Vilma Mar, f. 1940. Sigurður kvæntist árið 1958 Svanhildi Salbergsdóttur, f. 1937, d. 1977. Þeirra dætur eru Kristín Ingibjörg, f. 1958, Birna, f. 1960, og Steinunn, f. 1965. Dætur Kristínar Ingibjargar eru Brynja, f. 1980, og Þórdís Halla, f. 1993. Börn Birnu eru Elías, f. 1984, og Svanhildur Sigríður, f. m.a. á skilvindur og loftpressur hjá Alfa-Laval Separator og sá svo um uppsetningar, viðgerðir og viðhald á þeim tækjum víða um land. Sigurður var ráðinn framkvæmdastjóri hjá Almenn- um verktökum hf. á svæði Ísals, við byggingu álversins í Straumsvík frá 1968-1972, þegar hann sneri aftur til Landssmiðj- unnar. Árið 1973 réðst hann til starfa á Rannsóknarstofnun iðn- aðarins, sem síðar varð Iðn- tæknistofnun, og þar vann hann við sérfræðistörf í málmiðnaði fram til starfsloka árið 2003. Á þeirra vegum fór hann í sér- fræðinám víða erlendis vegna eftirlits með suðuvinnu málma með röntgenmyndatökum, hljóðbylgjumælingum og ýmsum sprunguleitaraðferðum, auk annars. Sigurður sinnti öryggis- eftirliti á vegum Iðntæknistofn- unar við virkjanir og ferðaðist mikið um Ísland í tengslum við þessi störf. Hann var formaður í stjórnum starfsmannafélags Landssmiðjunnar og Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins/Iðn- tæknistofnunar. Sigurður starf- aði í Oddfellowreglunni frá árinu 1971, var þar kosinn til margra trúnaðarstarfa og hlaut marg- víslegar viðurkenningar innan reglunnar. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna 11. apríl síðastliðinn frá Bústaða- kirkju. Jarðsett var sama dag í kirkjugarðinum við Úlfljóts- vatnskirkju. 1995. Sonur Stein- unnar er Anton Ingi, f. 1990. Lang- afabörn Sigurðar eru fimm. Seinni kona Sig- urðar er Sæunn Gunnþórunn Guð- mundsdóttir, f. 1933. Hennar dætur og stjúpdætur Sig- urðar eru Jóhanna Laufey, f. 1956, Steinunn Fjóla, f. 1957, Guðrún Katrín, f. 1959, og Berglind Eva, f. 1970. Barnabörnin eru ellefu og barnabörnin fimm. Sigurður ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskólann og síðar í Héraðsskólann í Reyk- holti í Borgarfirði 1947-1950. Hann lauk prófi í vélvirkjun frá Landssmiðjunni og Iðnskólanum í Reykjavík árið 1955 og hlaut meistararéttindi árið 1969. Hann var í Vélskólanum í Reykjavík 1957-1960, lauk þaðan prófi sem vélstjóri árið 1959 og frá raf- magnsdeild Vélskólans 1960 og hlaut viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur. Hann starfaði hjá Landssmiðjunni frá 1951- 1957 og 1960-1968 og fór til náms á þeirra vegum bæði til Svíþjóðar og Danmerkur. Þar lærði hann Takk fyrir að sitja hjá mér. Hann pabbi sagði þessi orð við mig dag nokkurn í mars þegar ég var á leið út úr dyrunum á sjúkra- stofunni þar sem hann dvaldi síð- ustu vikurnar. Ég hafði setið þar og lesið meðan hann blundaði, svo vaknaði hann af og til og við spjölluðum um eitt og annað, liðna daga og lífið í núinu. Mér fannst samt akkúrat á þeirri stundu að í þessari einföldu setn- ingu fælist miklu meira en bara þakklæti fyrir að sitja hjá honum þarna, mér fannst eins og hann væri að þakka mér fyrir að vera hjá sér alltaf. Og þannig var það. Pabbi var góður maður. Hann var maður leiksins og galsans, ég man þegar við systur vorum litlar og hann gerði sér far um að út- færa töfrabrögð og leikþætti, allt til að gleðja okkur. Hann var vin- sæll meðal barna í hverfinu því hann var alltaf til í að glettast við þau. Stundum kom hann með heim úr vinnu sinni í Landssmiðj- unni með kostagripi sem hann fékk að láni þar, til dæmis stór segulstál. Svo fengum við að strá skrúfum á trékoll og með því að færa segulstálið til undir kollinum lyftust skrúfurnar og dönsuðu um, börnum til undrunar og gleði. Hann kom heim frá útlöndum með lokaðar skeljar sem við sett- um í vatn, eftir smástund opnuð- ust þær og út komu litrík papp- írsblóm fest með örfínum þráðum í skeljarnar. Allt voru þetta undur og stórmerki í lífi barna á sjöunda áratug síðustu aldar. Pabbi var maður söngsins og tónanna, hann naut þess að heyra tónlist og hafði afar fallega söng- rödd. Hann sagðist alltaf hafa séð eftir því að læra ekki söng en fyrst svo varð ekki gerði hann sér bara far um að sækja tónleika og syngja í góðra vina hópi. Hann var hagyrðingur og eftir hann liggja ótal margar vísur og falleg ljóð. Íslensk náttúra skipaði stóran sess í lífi pabba. Í minningakist- unni leynast myndir af okkur fjöl- skyldunni í ótal ferðalögum, ým- ist á lánuðum bílum eða pínu- litlum NSU Prins. Í þann bíl var pakkað tjaldi og viðlegubúnaði og svo haldið af stað út í sveit, pabbi þekkti landið eins og lófann á sér strax þarna og átti síðar meir eft- ir að ferðast vítt og breitt um landið í tengslum við vinnu sína. Hann var stálminnugur og lagði sig fram um að kynna sér stað- hætti, þekkti fjöll og flóa, grös og steina og fræddi okkur um þetta allt saman. Önnur mynd kemur upp í hugann, við fjölskyldan að leita að steinum í grjóthrúgum þar sem nú er Sundahöfn. Þar var verið að dýpka og dæla upp grjóti og náttúruvininum pabba fannst tilvalið að fara með fjöl- skylduna þangað í leit að falleg- um steinum. Góðar minningar. En pabbi var líka maður mik- illa tilfinninga og bar í brjósti sáran harm. Mamma lést skyndi- lega langt fyrir aldur fram og sá atburður hafði mikil áhrif á allt hans líf. Hann varð ekkill með þrjár dætur og þetta voru erfiðir tímar. Seinna kynntist hann Sæ- unni og þau giftu sig, Sæunn átti þá fjórar dætur. Saman bjuggu þau sér líf á grunni væntumþykju og virðingar. Nú hefur leiðir skil- ið en minningarnar lifa í hjörtum okkar allra. Takk fyrir að sitja hjá mér, pabbi minn. Kristín Ingibjörg Mar. Fallinn er frá elskulegur Sig- urður Mar stjúpi minn, stjúpafi, stjúplangafi og stjúplangalang- afi. Gleðigjafinn, fræðimaðurinn, náttúruunnandinn, vísnaskáldið með hjartað fullt af þakklæti og umhyggju. Sem ungur fjölskyldumaður missti hann konu sína frá þrem ungum dætrum sem var þeim svo mikill harmur og fylgdi honum alla tíð, en hann treysti á forsjón máttarvalda. Síðar kom hann inn í líf okkar fjölskyldunnar þegar mamma og hann kynntust. Fjallmyndar- legur maðurinn sem bauð henni upp í dans og spurði hana svo eft- ir dansinn hvort hann mætti bjóða henni á síðkjólaball tveim dögum síðar. Mamma sagði já, settist við saumavélina og saumaði sér fal- legan síðkjól og við dætur hennar tókum þátt í eftirvæntingunni. Síðan hafa þau verið saman í 40 hamingjurík ár. Það voru forréttindi að kynn- ast manni eins og Sigurði. Um- hverfi hans mótaðist af léttleika og glaðværð og honum þótti gam- an að gefa af sér, enda einstak- lega fróður og lesinn maður. Hann söng oft fyrir okkur með sinni fallegu tenórrödd, las kvæði með tilþrifum og þá sérstaklega kvæðin eftir Einar Benediktsson skáld en þau kunni hann mörg hver utanbókar. Hann fræddi okkur um lit- brigði steinanna, læddist með okkur að fuglahreiðrum, lagðist með okkur út í brekku í sumar- bústaðnum í myrkrinu með stjörnubjörtum himninum til að lesa í stjörnurnar. Svo margar skemmtilegar minningar sem nú ylja og við munum sakna hans endalaust. Rúm og tími reynast blekking, ef reynt er takmark hvors að ná. Aldrei mun vor mannleg þekking mega uppsprettu ljóssins sjá. (Guðmundur Jóhannesson frá Króki, Grafningi) Sigurður Finnbjörn Mar Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HANNESSON, Ásbúð 63, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. apríl. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 2. maí klukkan 13. Hannes Jónsson Guðlaug K. Jónsdóttir Jón Gunnar Hannesson Unnur Ösp Hannesdóttir Arnar Atli Hannesson Guðmunda K. Hauksdóttir Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KRISTJÁN ÁRNASON, Bláskógum 11, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 24. apríl. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN GÍSLASON, Grandavegi 47, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 16. apríl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. maí klukkan 13. Ólöf S. Jónsdóttir Erna Guðríður Kjartansdóttir Þorbjörn Geir Ólafsson Ingibjörg Rós Kjartansdóttir Björgvin Freyr Vilhjálmsson Jón Ólafur Kjartansson Anna Kristín Vilbergsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA K. KRISTINSDÓTTIR, Múlavegi 17, Seyðisfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 24. apríl. Magnús S. Stefánsson Kristinn G. Magnússon Linda Mae Kirker Stefán H. Magnússon Ágúst T. Magnússon Arna Magnúsdóttir og barnabörn Faðir okkar og afi, ATLI HEIMIR SVEINSSON tónskáld, lést laugardaginn 20. apríl á hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 6. maí klukkan 13. Teitur Atlason Bryndís Bjarnadóttir Auðunn Atlason Sigríður Ragna Jónsdóttir Illugi Auðunsson Kristjana Zoëga Auður Teitsdóttir Þorkell Auðunsson Bessi Teitsson Ólafía Kristín Auðunsdóttir Leó Teitsson Ásta Sóllilja Auðunsdóttir Elskuleg systir okkar, BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR, Vallarbraut 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Snorri Magnússon Jóhanna Magnúsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÁRNÝ JÓNSDÓTTIR, Baðsvöllum 7, Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 3. maí. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Þórkötlu. Benóný Þórhallsson Þórhallur Ágúst Benónýsson Sigríður Fjóla Benónýsdóttir Hólmar Már Gunnlaugsson Berglind Benónýsdóttir Ómar Davíð Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR HAFSTEINN JÚLÍUSSON kælivélvirki, Strandvegi 12, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30. apríl klukkan 13. Erla Sigrún Lúðvíksdóttir Hildur K. Hilmarsdóttir Sigurjón A. Guðmundsson Hafdís B. Hilmarsdóttir Friðvin Guðmundsson Brynjar Á. Hilmarsson Sólveig D. Larsen Orri H. Hilmarsson Guðný J. Kristinsd. barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.