Morgunblaðið - 27.04.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 2019
Tilkynnt var á sumardaginn fyrsta hvaða bækur
hlytu Bókaverðlaun barnanna 2019, þegar þau
voru afhent í 18. sinn. „Árlega tilnefna börn þær
bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhuga-
verðastar eða bestar. Börn af öllu landinu kusu
og alls fengu 117 bækur kosningu. Af þeim 117
bókum voru það fimm íslenskar og fimm þýddar
barnabækur sem stóðu upp úr hjá börnunum,“
segir í tilkynningu. Þar kemur fram að bækurnar tíu keppa áfram í kosn-
ingu Sagna – verðlaunahátíðar barnanna sem verður sýnd á RÚV 1. júní.
Íslensku bækurnar er í stafrófsröð titla: Fíasól gefst aldrei upp eftir
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur; Henri rænt í Rússlandi eftir Þorgrím
Þráinsson; Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson; Siggi sítróna eftir
Gunnar Helgason og Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson.
Þýddu bækurnar eru: Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney, þýðandi
Helgi Jónsson; Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir
Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal; Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-
svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson;
Miðnæturgengið og Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
Bókaverðlaun barnanna 2019
Síðasta sýningarhelgi sýningar-
innar Hringur, ferhyrningur og lína
á Kjarvalsstöðum verður nú um
helgina. Sýningarstjórarnir Ingi-
björg Sigurjónsdóttir og Heba
Helgadóttir leiða gesti um sýn-
inguna í dag, laugardag, kl. 15 og
ræða m.a. um verkin á sýningunni
og feril Eyborgar Guðmundsdóttur.
„Eyborg Guðmundsdóttir (1924-
1977) var sérstæður listamaður í
íslenskum listheimi. Verk hennar
byggjast á fyrirmyndum geómetr-
ískrar abstraktlistar þar sem sjón-
ræn áhrif reglubundinna forma eru
megináherslan, stíll sem kenndur
er við op-list (e. optical). Þetta er
fyrsta yfirlitssýning á verkum Ey-
borgar. Ferill hennar spannaði
fimmtán ár, en hún náði að þróa
persónulegt myndmál sem ein-
kenndist af einföldum formum og
sjónarspili,“ segir í tilkynningu frá
safninu. Samhliða sýningunni hefur
verið gefin út bók um Eyborgu og
myndlist hennar.
Sýningarstjórar Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Heba Helgadóttir.
Fjalla um Eyborgu í dag
Hanna Dóra Sturludóttir mezzó-
sópran og Snorri Sigfús Birgisson
píanóleikari halda tónleika í Frí-
kirkjunni í Reykjavík á mánudag
kl. 20. Þar flytja þau nýjar þjóð-
lagaútsetningar eftir Snorra Sigfús
og enn fremur tónverkið Lieder
eines fahrenden Gesellen eftir
Gustav Mahler. „Hanna og Snorri
héldu tónleika á landsbyggðinni í
fyrra (í Stykkishólmi, á Akureyri
og á Ísafirði) og á sérhverjum þess-
ara tónleika frumfluttu þau útsetn-
ingar eftir Snorra á þjóðlögum sem
tengjast með einhverjum hætti við-
komandi tónleikastöðum. Þannig
urðu til þrjár syrpur sem heyrast
nú í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæð-
inu,“ segir í tilkynningu og bent á
að lögin séu varðveitt hljóðrituð í
þjóðfræðisafni Árnastofnunar. Að-
gangur er ókeypis.
Dúó Hanna Dóra og Snorri Sigfús.
Flytja nýjar þjóðlagaútsetningar
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Þetta eru myndir sem eru teknar í
fátækrahverfum í borgunum Ríga
og Daugvapils í Lettlandi á árunum
2014 og 2015,“ segir Spessi um sýn-
ingu sína Módernísk arfleifð, sem
hann opnar í Ramskram á Njálsgötu
í dag kl. 17. Hann segir myndirnar
hafa verið innblástur að myndum
sem hann tók í Breiðholtinu og urðu
að bókinni 111 og samnefndri sýn-
ingu sem var haldin á síðasta ári.
„Þessar myndir voru teknar áður en
myndirnar úr Breiðholtinu voru
teknar, en hafa aldrei verið birtar,“
útskýrir Spessi.
Hann er fyrst og fremst portrett-
ljósmyndari og hefur í ferðalögum
sínum tekið portrettmyndir af fólki á
stöðum sem flestir myndu forðast,
að sögn hans. Sýningin að þessu
sínni snýr að ungu fólki sem þarf að
búa í módernísku umhverfi sem er
ekki þeirra eigin sköpun, heldur
fyrri kynslóða.
Ósanngjarnar aðstæður
Spessi segir hugmyndina um
þetta viðfangsefni fyrst hafa vaknað
eftir að hann sótti Ríga heim í
tengslum við sýningu þar. „Ég fór að
skoða þessi fátækrahverfi af áhuga
og fékk ljósmyndara til þess að leið-
segja mér um. Þá fór ég að taka
myndir af þessum unglingum sem
við hittum, við eyddum nokkrum
dögum í þetta. Svo kom ég aftur árið
eftir og fór bæði til Ríga og líka
borgarinnar Daugavpils, þar tók ég
líka myndir af þessum unglingum.
Mér fannst þeir vera eins og leik-
soppar örlaganna; í einhverjum að-
stæðum sem kannski eru ekki sann-
gjarnar af hálfu samfélagsins,“
útskýrir hann.
Portrettljósmyndarinn segist
lengi hafa haft áhuga á þessum
byggingarstíl. Það má merkja í bók
hans Location frá árinu 2007, en þar
eru myndir af íslenskum byggingum
frá sjöunda og áttunda áratugnum.
Þá tók hann sérstaklega eftir
stórum blokkum í fátækrahverf-
unum í Lettlandi og tengdi það við
byggingarstíl sem hann einnig hafði
séð á Íslandi. „Mér fannst svolítið
áhugavert þetta byggingartímabil
og fór síðan að skoða hvaðan þessar
blokkir komu,“ segir Spessi og bend-
ir á að við nánari skoðun hafi komið í
ljós að stíllinn er módernismi.
Alltaf mistekist
Segir hann stílinn hafa orðið vin-
sælan sérstaklega eftir seinni heims-
styrjöld, en eitthvað hafi farið úr-
skeiðis þegar aðferðafræði módern-
isma var beitt við byggingu íbúða
fyrir fátækt fólk. Var það gert með
því að mörgum var komið fyrir í
einni byggingu, oft í úthverfi, og
markmiðið að öll þjónusta yrði að-
gengileg á svæðinu. „Þetta er
kannski sósíalísk pæling að koma
þaki yfir fátækt fólk og þessi upp-
bygging var gerð í kringum 1950 og
1960, bæði í Rússlandi og í Ameríku.
Þetta hefur samt alltaf mistekist
einhvern veginn.
Skorti jarðtengingu
Það eru þarna allir með sama
vandamálið; það eru allir fátækir og
allir fátækir settir á sama stað. Það
leysir ekki neinn vanda. Svo er þetta
svolítið tvíbent þar sem þetta snertir
kapítalismann. Þessir ríku vilja ekki
hafa þessa fátæku neitt nálægt sér
og setja þá út í jaðarinn,“ segir
Spessi en tekur fram að það hafi ver-
ið útópísk hugsjón í módernism-
anum að baki því að þessi hverfi
væru ekki miðsvæðis. Talið var að
meiri lífsgæði væru í úthverfunum.
Í slíkum stórum íbúðabyggingum
missir fólk ákveðna jarðtengingu og
ekki síður mannlega tengingu við
nærumhverfi sitt, þar sem í blokkum
með yfir þúsund íbúa eru litlar líkur
á að fólk þekki nágranna sína, að
sögn Spessa.
Leiksoppar örlaga
Ljósmynd/Spessi
Myndefnið Spessi hefur lagt áherslu á unga fólkið í fátækrahverfunum.
Spessi opnar sýningu í dag Ungt fólk sem burðast með
móderníska arfleifð Efnið innblástur af fyrri verkum
Seinni tónleikar Stirnis Ensemble
á yfirstandandi starfsári tónleika-
raðarinnar Hljóðana í Hafnarborg
fara fram í listasafninu á morgun,
sunnudag, kl. 20. „Stirni Ensemble
hefur verið staðarlistahópur tón-
leikaraðarinnar starfsárið 2018-
2019. Hópinn skipa Björk Níels-
dóttir sópran, Grímur Helgason
klarínettuleikari, Hafdís Vigfús-
dóttir flautuleikari og Svanur Vil-
bergsson gítarleikari. Efnisskrá
tónleikanna er rapsódísk, þar sem
flakkað verður frjálslega á milli
ólíkra hljóð- og hugmyndaheima
úr öllum áttum. Frumflutt verður
nýtt verk eftir Þórunni Grétu Sig-
urðardóttur, sem samið er sér-
staklega í tilefni tónleikanna.
Ásamt flutningi nýlegra verka Sól-
eyjar Stefánsdóttur, Steinunnar
Arnbjargar Stefánsdóttur og Arn-
gerðar Maríu Árnadóttur, sem út-
færð hafa verið sérstaklega fyrir
hópinn í tilefni tónleikanna,“ segir
í tilkynningu.
Rapsódískir tónleikar Stirnis Ensemble
„Undurfalleg
trúartónlist hljóm-
ar á vortónleikum
tónlistardeildar
LHÍ og Listvina-
félags Hallgríms-
kirkju,“ segir í til-
kynningu um
tónleika sem
haldnir verða í
Hallgrímskirkju í dag kl. 14. „Tón-
listin spannar margar aldir, allt frá
endurreisn til okkar tíma en á efnis-
skrá er kórtónlist, hljóðfæra- og ein-
söngstónlist eftir Tallis, Byrd, Benn-
ett, de Victoria, Buxtehude, Bach,
Mozart, Schubert, Dubois, Bruckner
og nemendur tónsmíðadeildar LHÍ.“
Flytjendur eru Matthías Harðar-
son á orgel, Sigurlaug Björnsdóttir á
þverflautu, Olea Jónsdóttir Flø á
básúnu, Fredrik Schjerve tenór,
Símon Karl Sigurðarson á klarínett,
Íris Björk Gunnarsdóttir sópran,
Hjalti Þór Davíðsson á píanó, Eirik
Waldeland barítón, Guðný Charlotta
Harðardóttir á píanó og orgel, Anna
Þórhildur Gunnarsdóttir á píanó,
Steinunn Björg Ólafsdóttir sópran
og kór LHÍ.
Hallgrímskirkja
Vortónleikar tónlistardeildar LHÍ
Haldið verður málþing um deilur í
list í almannarými í dag, laugardag,
kl. 13 á Kjarvalsstöðum. Fram kem-
ur í tilkynningu skipuleggjenda að
málþingið er hluti sérstakrar
áherslu Listasafns Reykjavíkur fyr-
ir árið 2019 sem snýr að list í al-
mannarými og er þetta annað mál-
þingið af þremur sem hafa verið
skipulögð í vor.
Þá segir að „þegar listaverk eru
sett upp í almannarými má búast
við að fólk hafi sterkar skoðanir á
þeim. Skoðanaskiptin geta jafnvel
orðið að heitum deilumálum þar
sem tekist er á um fagurfræði verk-
anna, staðsetningu, öryggi almenn-
ings og jafnvel tilfinningar eru til
umræðu“.
Frummælendur verða Guðni
Tómasson listfræðingur, Brynhild-
ur Þorgeirsdóttir listamaður og
Ólöf Kristín Sigurðardóttir safn-
stjóri. Markús Þór Andrésson fer
með fundarstjórn.
Ræða deilur um
list í almannarými
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu